Morgunblaðið - 11.06.1968, Side 24

Morgunblaðið - 11.06.1968, Side 24
24 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1966 Mótaður nf gæfusnauðu lífi Sagan af James Earl Ray, morðingja IViartin Luther King Orin bendir á James Earl Ray í hópi nokkra skólasystkina sinna í Ewing. HANN hét Galt. Eric Galt. Ef viðmælandi hans heyrði nafn ið ekki í fyrsta sinn þá end- urtók hann það, eins og hann væri sjálfur að reyna að festa sér í minni, að hann héti Eric Starvo Galt. Eins og fas hans allt og viðmót virt- ist nafnið framandi. Hann var taugaóstyrkur og vin- gjarnlegur og fljótur að draga sig í hlé. Hann var í skóm úr krókódílaskinni, sem kostuðu náiægt 9000 ísl. kr., bláum buxum og brúnum jakka og néri áhuggjufullur á sér magann, eins og hann væri hræddur um að hann væri að fitna. Tónskáld nokk urt, sem ferðaðist með hon- um frá Los Angeles til New Orleans, sagði: „Ég vissi að hann laug til nafns. Ég vissi, að hann gat ekki heitið Eric. Hann var of sveitamannsleg- ur til að geta heitið Eric.“ Ray eftir handtöku fyrir þjófnað. Sú var einnig skoðun FBI, þeg ar Ijóst var, að Eric Starvo Galt var meintur morðingi Martins Luther King. Hann var mjósleg- ur, sem hafði flúið fyrir ári í brauðbíl frá bakaríinu í Missouri fangelsinu í Jefferson City, og hét einfaldlega James Earl Ray. Jimmy Ray var barn, sem barðizt við stöðugt nefrennsli all an veturinn og vantaði 25—30% skólatímans, hrökk við þótt kenn arinn gerði ekki annað en rétta út hendina og vissi vel, að hin- ir nemendurnir í barnaskólan- um í Ewing (Missouri) litu á hann sem eitt af tötrabörnunum, sem „áttu heima þarna hinum megin við hæðina og höfðu ekki nóg að borða“. Hann varð snemma brögðótt- ur og slunginn við illar aðstæð- ur uppvaxtaráranna. Hann fædd ist 10. marz, 1928, í Alton, Illi- boís. Hann var elztur níu barna þeirra Georges og Lucillu Maher Ray, kaþólskrar fjölskyldu, sem flæktist borg úr borg á kreppu- tímunum. Þegar hann var eins árs flutti fjölskyldan til Quincy 111.; þegar hann var sex ára flutti hún til Ewing og síðan aft- ur til Quincy, þegar hann var 16 ára. Stórar fjölskyldur, sem hvergi gátu staðfests, voru litn- ar hornauga, þar sem af litlu var að miðla. Skólastjórinn í Ewing, Virgil Oscar Graves, minnist Rays: „Hann var uppreisnarseggur. Hann gerði uppreisn gegn valdi og samkomulag hans og kenn- aranna var mjög slæmt. En hann var viðkvæmur drengur. Ég minnist þess eitt sinn, er hann kom til mín í stagbættum galla og spurði mig hvort ég héldi, að hin börnin mundu veita honum athygli í þessum fötum“. Skólaskýrsla Rays var heldur óhagstæð. Hann var snemma álitinn ógnun við samfélagið í Ewing. Skýrslan segir: „Viðhorf gagnvart reglum — brýtur þær allar“. „Heiðarleiki — þarfnast eftir- lits“. „Útlit —1 fráhrindandi". „Kurteisi — sjaldan eða aldrei kurteis". Skýrslan gat þess einnig, að tennur Rays væru skemmdar. Með aldrinum kom í ljós, að hann gat ekki haldið í við jafn- aldra sína í námi. Hann varð óviðráðanlegur, þegar hann loks var kominn í bekk, þar sem all- ir voru fimm árum yngri en hann. Eitt sinn, í slagsmálum við Jack bróður sinn um kjötbita á matsölustað, særði hann Jack með hnífi í eyrað. f sjötta bekk var hann staðinn að því að stela peningum bekkjarsystkina sinna. „Fjölskyldan var mjög fátæk“, segir einn nágranna hans. „Ég man þá tíma, þegar þau áttu aðeins poka af kartöflum til að fleyta fram lífinu — það var allt og sumt“. Sem þau uxu úr grasi tvístr- uðust systkinin, eða þeim var komið í fóstur. Þau sáu hvert annað sjaldan. Enn í dag stað- Bróðirinn Gerald. að faðir þeirra hafi heitið George, þótt fæðingarskírteini sýni, að hann hét James. Auk Jimmys var Marjorie Ray (sem dó á barnsaldri af völd um brunasára), John, Melba, Carol Jean, Gerald, Franklin „Buzzy“ Delano (sem fórst ásamt vinkonu sinni árið 1964, er hann ók bíl sínum út af brú í Quincy), Susan Jane og Max. Faðirinn dó 1951 líklega af drykkjuskap, móðirin 1961. Melba var í fóstri hjá mörgum fjölskyldum, og eyðir nú ævinni sem starfsstúlka á hóteli. Stund- um fer hún upp í herbergið sitt til að umfaðma risastóran kross, sem hún hefur málað rauðan, hvítan og bláan. Eitt sinn gekk hún með hann á bakinu niður aðalstrætið í Quincy. „Ég smíð- aði hann“, segir hún, „til að halda andlegri heilsu. Eftir það, sem kom fyrir Kennedy, stríð- ið og allt það . . . varð ég að snúa mér til Jesú“. Susan Jane hefur aldrei heim- sótt þessa systur sína og vann á ýmsum stöðum unz hún giftist og flutti til Chicago. Hún þekkti ekki einu sinni myndina af bróð- ur sínum í blöðunum. John ,næst elzti sonurinn, hef- ur einnig verið í fangelsi fyrir innbrot. Ekkert hefur heyrst frá honum. Systkini Jimmys reyna nú flest að halda uppruna sinum leyndum og eru ýmist hreykin af bróður sínum eða skammast sín fyrir hann. En það var ekki Ijóst hvort þeim er verr við að Jimmy hafi gerst sekur um svo hrylli- legt athæfi eða að nágrannarnir komizt að því, að hann er bróðir þeirra. Gerald segir einungis: „Jimmy er bróðir minn“. Hann hefur átt í útistöðum við lögin eins oft og Jimmy. Og Gerald bætir við: „Eftir að við fórum að heiman hef ég aðeins séð Jimmy, þegar ég hef farið að heimsækja hann í fangelsið, eða þegar hann hef- ur heimsótt mig. Það var yfir- leitt alltaf annar hvor okkar í fangelsi. Jimmy skrifaði mér oft“. Gerald er atvinnumaður eins og bróðir hans. („Venjuleg verzl un er kannski 200 dollara virði, en stórverzlun er 1500 dollara virði“). Hann lítur þvi köldum augum á athæfi bróður síns. Þegar FBI ræddi við hann um málið, sagði hann: „Lítið á, drengir. Jimmy slapp. Hann hafði setið inni í 7 ár af 20. Ef þeir hefðu náð honum, þá hefði hann fengið enn harðari dóm. Hann hefði orðið að stela með- an hann var laus til að geta skrimt og hann vissi, að hann mundi fá sérstakan dóm fyrii það. Manni í slíkum kringum stæðum hefði litizt vel á að vinna sér inn fúlgu. Hann elsk- aði ekki beinlínis blökkumenn, en ég veit, að hann hefði ekki komið sér í þessa aðstöðu nema stór fjárupphæð stæði til boða“. Síðasta veturinn í Ewing urðu Ray-systkinin að halda oftast kyrru fyrir í rúminu sökum kulda. Þau rifu í sundur þilin til að geta kynt upp og snemma vors hrundi húsið. Þá fóru þau flest að heiman og Jimmy gekk í herinn. Næstu tvö ár voru slæmur tími fyrir Ray. Hann hafði átt í vandræðum með að verja sig fyrir börnum, sem voru fimm árum yngri en hann, hvað þá jafnöldrum sínum. Hann lenti oft í illdeilum við félaga sina og í desember 1948 var hann rek- inn úr hernum og sagður „óhæf- ur til að aðlaga sig herþjónustu". Hann var einnig rekinn úr verksmiðju í Chicago, þar sem hann vann eftir herþjónustu og haustið 1949 hélt hann áleiðis til Los Angeles. Þar hóf hann afbrotaferil, klaufalegan og stundum örvæntingarfullan. Hann byrjaði að fremja vopnuð rán í verzlunum. í fyrstu reyndi Ray að stela ritvél úr skrifstofu matsölustað- ar, en var staðinn að verki. Hann komst undan, en missti persónu- skilríki og hélt þó áfram að flækjast um nágrennið þangað til menn báru kennsl á hann og kölluðu á lögregluna. Ray fékk 90 daga fangelsi. „í hvert sinn, sem hann kom hingað, lenti hann í vandræð- um“, segir frændi hans, Bill Maher, í Alton. Lögreglustjórinn þar William Peterson, minntist hans með sérstökum viðbjóði: „Hann var óþverri, sú tegund glæpamanna, sem lendir í alls- konar klandri, hatar, og ber enga virðingu fyrir lögunum". En Ray lét sér aldrei segjast. 6. maí 1952 reyndi hann að stela 11 dollurum af leigubíl- stjóra í Chicago. Lögreglan bar kennsl á hann og elti hann niður blindgötu unz hann varð að stanza. Er hann neitaði að gef- ast upp skaut einn lögreglumann anna og særði hann í báða hand- leggi. Hann féll gegnum kjallara glugga og skarst í andliti. Hann var dæmdur í tveggja ára fang- elsi. 1954 reyndi hann að brjótast inn í þvottahús í Alton með því að sparka í gluggarúðu. Lögregl an kom og Ray flúði yfir gler- brotin. Hann hljóp sundurskor- inn á báðum fótum átta kíló- metra til heimilis eins ættingja síns. 1955 var Ray handtekinn ásamt félaga sínum fyrir að falsa póstávísanir og dæmdur í tveggja ára og níu mánaða fangelsi. Það var ekki fyrr en i ágúst 1959, að Ray bar eitthvað úr být um. Hann rændi 800 dollurum úr verzlun í St. Louis. Hann og félagi hans komst undan. Tveim- ur vikum síðar rændu þeir aðra verzlun í Alton. Kona verzlunar- eigandans segir: „Fyrst hélt ég, að hann væri að gera að gamni sínu og fór að segja honum frá guði og þá dró hann upp byssu. Hann elti fólkið um alla verzl- unina. Hann hagaði sér eins og trylltur maður“. En þeir komust undan með 2.200 dollara. Þeir flúðu í þvíHkum flýti, að Ray gleymdi að loka bílhurðinni og er bíllinn tók snarpa beygju valt hann út úr bílnum. Bíllinn lenti í árekstri og Ray flúði og skildi félaga sinn eftir. I október sneri hann aftur til St. Louis og rændi aðra verzlun. Einn viðskiptavinanna þekkti hann og lögreglan náði honum þar sem hann leigði, eftir að hafa skotið einu viðvörunarskoti. Það tók kviðdóminn 20 mínútur að dæma hann í 20 ára fangelsi í ríkisfangelsinu í Missouri. En Ray var ekki dauður úr öllum æðum. Lögreglumaður, Earl Riley, fór með hann til klefa hans og var búinn að losa handjárnin af öðrum úlnlið hans, er hann greip um handlegg Ril- eys og felldi hann á gólfið. Hann reyndi að sparka í höfuðið á lög- reglumanninum, síðan sleit hann sig lausan og hljóp að lyftu, þar sem hann náðist. A næstu sjö árum í fangels- inu varð Ray þekktur meðal sam fanga sinna undir viðurnefninu „moldvarpan“ sökum þess hve oft hann reyndi að flýja. Fyrir þennan kyrrláta, reiða mann hafa flóttatilraunirnar ef til vill verið nokkurs konar dægradvöl, kannski hefur hann á þann hátt reynt að framkvæma það, sem horaða skólastrákinn í Ewing hafði ævinlega langað til — að gera uppreisn, að verða handtek- inn og gera uppreisn á nýjan leik. Eitt sinn reyndi hann að klifra upp fangelsismúrinn og rotaðist, er hann féll niður af honum; i annað sinn, 1966, faldi hann sig í tvo daga í loftræst- ingargöngum, kleif síðan upp á þak fangelsisbyggingarinnar, þar sem hann var óðar handtekinn. Hann reyndi að flýja með hjálp rakvélarblaða, spegilbrota o.fl. Fyrir tveimur árum tókst hon- um það loksins. í dauflýstum veitingastofum f Hollywood virtist mönnum hann ekki vera eldri en 28 ára hæg- lætismaður, sem var að reyna að „vera með“. f nóvember fór hann til Mexíkó til þess að kaupa marijuana og smygla því yfir landamærin. Hann fór 1 dansskóla en flúði í Mustang-bif- reið sinni eftir aðeins klukku- stundar nám og lét innrita sig í skóla fyrir barþjóna í staðinn. James Earl Ray hafði aldrei Framh. á bls. 11 inn, ógreiddur flækingur, sem hæfir Gerald Ray, bróðir James, var vandræðagripur í borgunum við Mississippi-fljótið, sakamað-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.