Morgunblaðið - 11.06.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.06.1968, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐiÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1968 lækni skammt frá sér. —Jæja fulltrúi. Þetta kalla ég vel gert! Að sofna um miðjan dag! sagði hann hlæjandi. — Svona fer, þegar menn keppast ofmikið við. Hversvegna farið þér yður ekki svolítið hægar? Hvað gerir það þó einhverjir smámorðingjar stingi af? Hvers- vegna mættu þeir það ekki, þeg- ar þeir stóru ganga lausir? — Ja, ég kem nú frá einum hinna stóru. Kannizt þér nokk- uð við nafnið Stambulov? Læknirinn hristi höfuðið. Hann var ofþreyttur til þess að láta nokkurn áhuga í ljós. — Nei. Aldrei heyrt hann nefndan. — Jæja, en hann hefur nú heyrt yður nefndan. Það var þessvegna að ég fór til hans. Ein hver hefur kært yður. Hefur sagt, að dauði Milyukovs of- ursta væri yður að kenna. 75 Halmy starði á hann stein- hissa. — Hvað eigið þér við með því? spurði hann, hásum rómi. Nemetz sagði honum frá heim- sókn sinni. — Já, en þetta er bara hrein- asta brjálæði! gaus upp úr lækn inum. — Við gerðum allt, sem hægt var til þess að bjarga hon- um. Hann var mikið særður, svo að það hefði verið hreinasta kraftaverk hefði hann lifað það af. Með því að skera hann upp, gáfum við honum tíundaparts von. En hefði ekkert verið gert, var engin von. En nú gerast ekki kraftaverk og þessvegna gátum við ekki bjargað lífi hans. En við reyndum það. Guð einn má vita, að við reyndum það. SNYRTIHÚSIÐ Ný sending frá Holmegaard—Kastrup. Skálar, vasar, glös af öllum gerðum. Ennfremur höfum við nú fengið hinn vinsæla stálborðbúnað frá Þýzkalandi. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. B. silfurbúðin Laugavegi 55, sími 11066. auglýsir SNYRTÍHÚSINU SF Austurstræti 9, uppi sem einnig veitir leiðbeiningar ef ósk- að er. boð, engin kveðja. Aðeins nokkr ir sporvagnamiðar og þessháttar og svo spjaldið, sem gaf til kynna að hann væri formaður í byltingarráði lögreglumanna. Nemetz stóð upp og gekk á- leiðis til miðborgarinnar. Hann kveinkaði sér við verkinu, sem nú var fyrir höndum: að leita uppi margar fjölskyldur og af- henda jafnmörg umslög. Hann vissi vel, að hann myndi gera það tafarlaust. Jafnvel versti sannleikur var betra en hræðsla og óvissa. Dauðinn gerir þó enda á slíku. Þegar hann kem- ur sem punktur aftan við setn- ingu, er hægt að byrja á þeirri næstu. Hann leit á úrið sitt. Klukk- an var tíu. Þá var Alexa Mehely þegar búin að hringja í skrifstofuna hans, datt honum í hug. Líklega var hún oft búin að hringja og orðin áhyggju- fyllri eftir hverja hringingu. Það mundi taka þrja stundar- fjórðunga að komast til lögreglu stöðvarinnar, en ekki nema tutt- ugu og fimm mínútur til sjúkra- hússins. Hann ásetti sér að taka á sig krók og koma þar við. Allan morguninn hafði heyrzt í fallbyssunum. Drunurnar í þeim voru orðnar hversdagsleg- ar — menn tóku álíka lítið eftir þeim og undirspilinu í kvik- myndahúsunum, menn heyra, án þess að hlusta og taka ekki eft- ir tónlistinni nema hún færist svo í aukana, að hún beri mynd- ina ofurliði. Hann komst slysalaust í sjúkrahúsið og fór beint inn í rannsóknastofuna. Er hann heyrði þar, að ungfrú Mehely væri nýfarin, þá settist hann niður til að bíða hennar. Líklega hefur hann sofnað, að minnsta kosti heyrði hann ekki, þegar dyrnar voru opnaðar. Er hann leit upp, sá hann Halmy ___rtö 22-24 »30280-32262 LITAVER Þýzk teppi, verð frá kr. 255. Ensk teppi, verð pr. ferm. 360, breiddir 137 — 228 — 366. Korkgólfflísar, verð pr. ferm. 214 og 324. Amerískar gólfflísar, verð pr. ferm. 278. Mjög mikið úrval. Postulíns-veggflísar enskar og þýzkar, verð frá 190 kr. ferm. Fjölbreytt litaúrval. SÓLÓHÚSCÖGN Seljum frá verkstæði okkar hin hin vinsælu SÓLÓHÚSGÖGN sterk og stílhrein, í borðkrókinn, kaffistofuna og samkomuhúsið. Mjög hagstætt verð Hringbraut 121 sími 21832. — Það lítur helzt út fyrir, að einhver vilji yður feigan, sagði Nemetz. Hérna í sjúkrahús- inu. Eigið þér nokkra óvini hérna? Læknirinn yppti öxlum. — Það gæti vel verið. Eg get varla bugsað mér, að maður sleppi nokkurntíma við að troða ein- hverjum um tær á svona fjöl- mennum stað eins og hér. Undir venjulegum kringumstæðum beita menn smávægilegum hefndum, en eins og nú er á- statt fær maður hnífsstungu í bakið. Hann brýndi aftur raust ina. — En að koma með svona brjálaða lygi! Hefði fanturinn ekki getað fundið uppá ein- hverju betra? — Þér segið ,,fantur“. Þér virðist með öðrum orðum vita, um hvern er að ræða? — O, það er nú bara hug- detta, svaraði Halmy. — En sá hinn sami stendur vitanlega ekki einn að þessu. Hann hefur tengdaforeldra yð- ar sín megin. Halmy gnísti tönnum. — Svo þau eru þá komin fram á sviðið aftur? Ég var að vona, að það til þess að kveikja sér í vind- lingi. Alexa sagði mér, að þau hefðu leitað til yðar í skrifstof- unni yðar. Hversvegna einmitt til yðar? — Vitanlega afþví að ég hef Halmymálið til meðferðar. Læknirinn brosti í kampinn. — Já, vitanlega hafið þér það. Ég var næstum búinn að gleyma því. Allt í einu snerist hann á hæli og kom svo nærri Nemetz, að þeir næstum snertust. — En hér er nokkuð, sem þér verðið að ráða fram úr fyrir mig. Ég virðist fyrst og fremst vera und- ir grun í því máli, sem þér kall- ið Halmymálið, og samt farið þér í grenið til rússneska drek- ans og reynið að telja hann á að éta mig ekki. Þér eruð sann arlega ráðgáta herra fulltrúi! — Kannski vil ég bara ekki láta hengja yður fyrir það, sem þér eigið enga sök á. — Gott og vel, en setjum nú svo, að þér sannfærðust um, að ég hafi raunverulega drepið Önnu. Vilduð þér þá láta hengja mig? — Nei. Nemetz hristi höfuðið. yrðu þau aldrei. Hann þagnaði, — Ég mundi vilja láta taka yð- ur fastan, afþví að það er mitt Blöðrur og flögg fyrir 17. júní. Heildsölubirgðir: Heildverzlun Eiríks Ketilssonar, Vatnsstíg 3, sími 23472, 19155. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú mátt búast við gkyndilegum Hagnýttu þér þær. Nautið 20. apríl — 20. maí. Leggstu fyrir Þér vinnst betur í einrúmi. Sökktu þér í hugsun í kvöld. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Dagur óviFsunnar. Vertu þolinmóður. Haltu í vini þína. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Varaðu þig í umferðinni. Haltu þig utan við aHar deilur. Ljónið 23 júlí — 22. ágúst. Vinir þínir munu koma þér á óvart. Fjármálin kynnu að snúast. Ráðgaztu við fólk, sem hefur þér meiri reynslu. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Samband þitt út á við verður sterkara í diag. Vertu orðvar, ef þú mátt. Haltu kyrru fyrir og skoðaðu hug þinn. Vogin 23 sej'tember — 22. október. Gerðu ekki meir en þú rnátt til í dag. Farðu snemma í háttinn. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Taxtu tillit til náungans, heima og heiiman. Farðu verlaga í fjármálum. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. .A vegi þínum verður nöldurgjarnt fólk. Segðu engum hug þinn. Sökktu þér í starfið heima sem heiman. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Gott er nú að skipuloggja fram í tímann. Þú kannt að heyra eitt og annað utan að. Talaðu alvarlega við þína nánustu. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Taktu ekki á sparifé þínu. Haltu þig frá hringiðunni. Gættu þeirra sem yngri eru. Taktu öllu með ró. Fiskarnir 19. febrúar. — 20. marz. Notaðu hyggjuvitið til að miðla málum, jafnit heima fyrir sem út á við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.