Morgunblaðið - 19.07.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 19.07.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 Danski skipstjórinn, N. P. Nielsen (t.v.) og E. Philipsen, verk- fræðingur um borð í skipinu. Bak við þá sést í afganginn af vatnsleiðslunum. til samrœktar og fóðuröflunar Bæ, Höfðaströnd, 18. júlí — Miðvikudaginn 17. júlí boðaði Búnaðarsamband Skagaijarðar alla oddvita og búnaðarfélags- formenn á fund að Hólum í Hjaltadal. Sr. Gunnari Gíslasyni alþingismanni var einnig boðið að sitja fundinn. Til umræðu var ástand og horfur í landbún- aði sem er það alvarlegasta, sem verið hefur í manna minnum. Þarna var einnig rætt um og gerðar tillögur um kaup á landi til samræktar og fóðuröflunar meðan vandræðin eru. Áætlað er að stofnkostnaður sé 2 milljón- ir, sem aflað verði með framlög- um úr hreppum sýslunnar, Einn ig 30% af frramlagi því sem bún aðarfélögin fá í sinn hlut af jarðræktarstyrk bænda næstu fimm árin. Tillögum þessum, sem sam þykktar voru á fundinum, er vfeað heim til sveitastjórna og hreppafunda, sem gera endan- legar samþykktir um þessi mál. Fimm manna framkvæmdanefnd var kosin á fundinum. Sláttur er nú að hefjast á nokkrum bæjum. En þar er um smástykki en ekki áframhald- andi heyskap að ræða. Kal og grasleysi er óhugnanlega mikið, svo að þar virðist ekki um neinn samanburð að ræða við það sem áður hefur verið. Töluvert hefur borist á land af fiski af togbátum. Á Skaga- firði er þó algerlega fiskilaust, en afli mest sóttur austur við Grímsey og Langanes. — Björn. - VATNSLEIÐSLAN Framhald af bls. 28 unni fyrir á sandinum og í Vest- mannaeyjahöfn hefði tekið aðrar 5 klst. Þetta væri í fyrsta skipti, sem skipið væri notað til að leggja vatnsleiðslu, en það hefði áður verið notað til þess að leggja alls konar rafmagns- og símaleiðslur. Munurinn á þessu tvennu væri lítill, en aðeins auð- veldara væri þó að leggja vatns- leiðslu sem þessa því hún væri stífari en kapall og því væri minni hætta á að hún legðist í hlykki. Skiptu fjórum sinnum um stefnu Þá sagði Philipsen, að skilyrði við lagninguna hefðu ekki verið mjög góð, m.a. vegna brims við strondina. Bætti Nielsen skip- stjóri við, að auk þessa hefði verið erfitt að þurfa að skipta fjórum sinnum um stefnu á leið- inni. Skipið hefði siglt með 2 kílómetra hraða á klukkustund og hvergi hefði mátt stanza. Þrátt fyrir allt hefði leiðslan, sem lögð var, verið næstum ná- kvæmlega jafnlöng og reiknað hafði verið út. Eftir væri um borð í skipinu um það bii eins fcílómeters löng leiðsla, sem geyma ætti í Eyjum, og grípa mætti til, ef skeyta þyrfti ein- hvers staðar inn í. Þórhallur Jónsson, verkfræð- ingur, hefur annazt stjórn á vatnsveituframkvæmdumim fyr- ir Vestmannaeyjakaupstað. Blaðamaður Mbl. hitti hann að máli á skrifstofu bæjarstjóra, þar sem verið var að þinga um aðgerðir þær, sem framkvæma á í dag. Varð Þórhallur við beiðni um að segja lítillega frá framkvæmdunum þessa daga. Þórhallur sagði, að hleypa *tti vatni á leiðsluna í dag. Vatn ið myndi verða tekið í land í Eyjum við Skansinn, þar sem verður bráðabirgðadæla og flú- ortæki, hið fyrsta hér á landi. Að undanförnu hefði verið unn- ið að því að sprengja rennu inn 1 höfnina í Eyjum og hefði því verki verið lokið í fyrradag, svo hægt var að leggja vatnsleiðsl- una beint niður í rennuna. Vatn úr krönum i ágúst í dag er ætlunin að tengja vatnsleiðsluna við dæluhúsið og sagði Þórhallur að þegar því væri lokið, liði ekki á löngu áð- ur en Vestmannaeyingar fengju vatn frá Landeyjasandi úr krön- um sínum. Yrði það væntan- lega í næsta mánuði, en strax um næstu helgi yrði væntan’.ega hægt að taka vatn á bíla, eins og gert hefur verið við regnvatnið að undanförnu. Þá sagði Þórhallur, að stórkost leg breyting yrði við tilkomu hinnar nýju vatnsleiðslu. Regn- vatnið hefði haft sínar takmark- anir og þær ekki litlar. Vatnið í nýju leiðsluna væri tekið úr lindum við Syðstu-Mörk og yrði tilkoma þess mikið atriði fyrir neytendur, sem notuðu það til heimilisþarfa, auk þess að það yrði iðnaðinum vafalaust mikil lyftistöng. Kostnaðinn við vatnsveitu- framkvæmdir Vestmannaeyinga kvað Þórhallur áætlaðan 130 milljónir króna ef næstu tvær leiðslur yrðu reiknaðar með. Næsta leiðsla á eftir þessari á að verða lögð um 1970 og eiga þá leiðslurnar tvær að nægja næstu 10—15 árin, en þá verður þriðju leiðslunni væntanlega bætt við. Vel unnið verk Þórhallur kvaðst upphaflega hafa lagzt gegn því að fram- kvæmdunum við leiðsluna yrði flýtt um einn sólarhring, eins og gert var, og hefðu ýmsar ástæð- ur legið fyrir því. Hms vegar hefðu allar framkvæmdir í fyrri- nótt gengið betur en nokkur hefði þorað að vona og því væri hann ánægður með að áætlun- unum hefði verið breytt. Tals- vert vandamál hefði verið, að rafmagnsleiðsla til Eyja lægi í næsta nágrenni við nýju vatns- leiðsluna, því ekki hefði mátt leggja leiðsluna yfir rafmagns- leiðsluna. Að lokum lýsti Þórhallur yfir ánægju sinni yfir samstarfi við Danina bæði í sambandi við framleiðslu á leiðslunni og lagn- ingu hennar. Allt starfsliðið, sem unnið hefði að lögninm, væri mjög vel þjálfað og hefði því allt gengið snurðulaust. Mættu Vestmannaeyingar vera mjög ánægðir með verkið í heild. Gjöf til Hóskóla íslands Guðmundur Andrésson, guil- smiður í Reykjavík, hecir ný lega afhent Háskóla íslands að gjöf 100.000 krónur til stoínun- ar sjóðs til styrktar stúdentum og kandídötum, ættuðum úr sýsl- unum umhverfis Breiðafjörð, til náms eða rannsókna við Há- skóla íslands eða í framhaldi af námi þar. Þessi rausnarlega og myndarlega gjöf mun koma mörgum efnilegum mönnum að góðu gagni í framtíðinni. Grikkland og Evrópuráðið hefur ieitazt við að stuðla að lýðræði í Gri«ck landi, allt frá því að núverandi stjórnarhættir komust á þar í landi í apríl 1967. Ráðgjafarþing 1S í Strassbourg hefur fjalíað um málið, og hefur nú verið tii- kynnt, að á þess vegum vinni hollenski þingmaðurinn van der Stoel að nýrri skýrslu um það, og mun hún verða lögð fyrir þingið í september. — Þá er Evrópuióðið stjórnarfarið í Grikklandi til meðferðar hjá mannréttinda nefnd Evrópu í tilefni af kærum frá nokkrum rikjum. Sérstök undirnefnd rannsakar málavev.ti og barst henni nýlega varnar- skjal frá grísku stjórninni urh ýmis einstök atriði. Var síðan til- kynnt, að allt málið yrði tekið fyrir í Strassbourg 23. septem- ber n.k. (Frá upplýsingadeild Evrópu- ráðsins) - BEININ Framhald af bls. 28 kúpa, sem að vísu var tals- , vert sködduð .í gær var leit- að nánar til þess að freista þess að finna hrygginn og rifbein úr beinagrindínni, en það reyndist árangurslaust. Fyrir utan útlimabein og höfuðkúpu er fátt af beinun- um þannig, að hægt sé að áttta sig hvaðan úr líkaman- um þau séu. Með beinunum fannst spjótsfalur og hnífs- blað, hvort um sig mjög illa farið. Gísli Gestsson sagði, að mjög erfitt væri að átta sig á aldri beinanna, því fátt væri þarna til viðmiðunar. Venjulega væru bein aldurs- greind með því að gizka á aldur þeirra hluta, sem með þeim fyndust. Einnig gæti jarðvegurinn stundum gefið mikilvægar upplýsingar, svo sem ef í honum væru ösku- lög frá þekktum eldgosum. Gat Gísli þess einnig, að ef fornir gripir fyndust með mannabeinum væru þau ta't- in vera úr heiðnum sið, en bein kristinna manna væru hins vegar grafin án slíks. Þetta væri þó ekki einhlítt, því hlutir gætu hafa horfið úr gröfum og auk þess hefðu fátæklingar í heiðni ekki alit- af verið grafnir með jarð- neskum eigum. Gísli eyddi nokkrum tíma í gær í að kanna hvort fteiri bein væru á þeim stað, sem beinin fundust. Fann hann nokkur bein til viðbótar áð- ur en hann hætti leitinni. Ek'ki kvaðst hann álíta, að leit að yrði meira á þessum stað, a.m.k. ekki í nánustu fram- tíð og væri aðalástæðan fyr- ir því, hve djúpt væri á bein- in. í gærkvöldi var búið um hinar jarðnesku leifar manns- ins, sem þarna lá, og flogið með þær til Reykjavíkur, þar sem þær verða rannsakaðar nánar. Verða beinin væntan- lega afhent prófessor Jóni Steffensen til rannsóknar. Miklar getgátur hafa verið uppi í Vestmannaeyjum um hvaðan mannsbeinin eru runnin. Hafa menn m.a. get- ið sér til, að þau kunni að vera frá dögum Tyrkjaráns- ins, en Gísli telur trúiegast að þau séu miklu eldri og þá sennilega frá því fyrir árið 1000. Til þess bendi vopnin, sem fundust með beinunum. Gísli Gestsson, safnvörður, við uppgröft á Skansinum í Vestmannaeyjum. Skemmdir í Li:tasafni Islands FRÚ Selma Jónsdóttir, for- stöðukona Listasafns Islands skýrði blaðamönnum frá því í gær, að skemmdir þær, er orðið hefðu af völdum vatns í safninu og á listaverkum þeim, er þar eru geymd, væru minni, en álitið hefði verið í fyrstu. t safninu er geislahitun, er nýverið hafði farið fram við- ger'ð á, og hafði verið lokað fyrir vatnið á meðan. Að við- gerð þessari lokinni, var vatn inu hleypt á kerfið aftur, og kom þá fram leki í frárennsl isrörum á þaki á nokkrum stöðum, meðal annars yfir sal þeim, er málverkin eru geymd í, vegna stíflu. Sagði frúin, að kringum tólf málverk hefðu skaddazt, og þar sem þau væru ennþá blaut, væri ekki hægt að segja um, hve miklar skemmd irnar á þeim væru. Vera kynni, að einhver efni, svo sem kísill úr hitaveituvatn- inu hefðu valdið frekari Mynd af málverki, sem blotn aði, það er eftir erlendan lista mann. Fru Selma Jonsdottir, forstoðukona Listasafns Islands, í geymslusalnum, þar sem mestar skemmdirnar urðu. skemmdum á listaverkunum. Ætlunin er að senda mynd- ir þessar utan til vfðgerðar, er þær eru þornaðar. Þetta voru myndir eftir Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveins- dóttur, Gunnlaug Seheving, Guðmund Einarsson frá Mið- dal, og nokkra erlenda lista- menn. Sagðist frú Selma álíta það mjög varhugavert að hafa hitunarkerfi sem þetta í safninu, þar sem svo ltíið mætti út af bera til að illa færi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.