Morgunblaðið - 19.07.1968, Side 3

Morgunblaðið - 19.07.1968, Side 3
MORGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 3 í ÍÍÍÍNN líður nú að þvi, að full starfsemi hefjist í norræna hús- inu í Reykjavík. Byggingarmenn irnir eru að leggja síðustu hönd á verkið, húsgögnin eru þegar komin til landsins- og hreinsun stendur yfir á húsinu. Eftir mán aðamót er áætlað að verði búið að koma þeim fyrir, og húsið að öðru leyti tilbúið. Þótt hreinsun innanhúss sé ekki lokið er ljóst, að það verð- ur hið veglegasta innandyra og fátt til sparað svo að þannig megi verða. Hurðir og innréttingar era úr gulleitri Oregon furu, en veggir og loft öll hvítmáluð. Húsgögn- in verða sett saman á næstunni, en þau komu ósamsett til lands- ins. Tréiistar liggja eftir endilöng um loftum og setja svip sinn á herbergin. Hvíti liturinn og ijiisi viðurinn hjálpast til við að gera öil salarkynnin hin björtustu. í>að er Alvar Aalto, arkitekt Kúpull í forsal, birtan leikur um salinn gegnum glerhvelfingu. Norrœna húsið: auknum mæli borg ráðstefna og fundarhalda og norrænir menn í margs konar erindagjörð um verði hér enn tíðari gestir. Bláa húsið í Vatnsmýrinni mun verða stolt borgarinnar o/ þangað munu lystigarðar O'g tjörn in brátt teygja sig. hússins, sem einnig hefur teikn- að húsgögn og lampa. Mastur hluti þeirra er smíðaður í Finn- landi, en auk þess verða Lús- gögn frá öllum hinum Norður- löndunum að finna í húsinu. Aaito, sem áður gegndi pró- fessorsembætti við hinn rómaða bandaríska tækniháskóla M.T.T. er nú búsettur í Helsingfors. Norræna húsið þykir dæmigert fyrir stíl hans, en meðal þekkt ari teikninga Aalto á siðari ár- um má nefna skrifstofubyggingu I.I.E. alþjóðlegu menntastofnun- arinnar í Washingtonborg. Mörg um Reykvíkingum hefur þótt, sem hinn dökkblái litur smeltis- ins á norræna húsinu, setti nokk uð dimman blæ á bygginguna, og að hún virtist nokkuð láreist séð frá Hringbraut. Þetta greti þó staðið til bóta, því á næst- unni verða múrsteinsveggir liúss ins málaðir snjóhvítir og má reikna með að birti yfir bví við það. Ein aðal starfsemi, sem jiarna á að fara fram er rekstur sam- norræns bókasafns. í þeim h’uta hússins blasir nú við stór gryfja í gólfi þar sem skápum er ætl- aður staður, og auðar hillur með veggjum. Fjögur lestrarherbergi verða til afnota fyrir gesti safns ins, auk eins hljóðeinangraff? her bergis. Þar mun fóiki gefast kostur á að njóta nörrænnai tón listar-í næði Norrænum lektorum við há skólann eru ætluð fjögur vinnu- herbergi, og bæta þau nokkuð úr brýnni þörf. Mikil brengsli ríkja um allt kennaraliðið í sjálfu skólahúsinu, svo sem kunnugt er. Fundarsalur er i úm ar 100 manns í sæti ver’ður og í húsinu auk annars smærri. Eftir tilkomu hússins ma {era ráð fyrir, að Reykjavík verði í Frá bókasafnsherberginu. Á myndinni má sjá Magnús Berg- steinsson byggingarmeistara liússins. Lampar Aaltos bíða eftir uppsetningu. Evrópuráðið býbur iðnfræðslustyrki Styrkir til verðandi iðnskóla- kennara. Vedðandi iðnskólakennurum gefst kostur á að sækja nám- skeið í almennri vélvirkjun í Svíþjóð. Námskeiðið mun hefj- ast í janúar eða febrúar 1969 og standa í 6 mánuði. Evrópuráðið mun greiða far- gjöld og dvalarkostnað þátttak- enda þennan tíma, og auk þess andvirði 250 franskra fránka á mánuði. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 22—35 ára. Kennsla á námskeiðinu mun fara fram á ensku. Styrkir til iðnnema og iðnaðarstarfsmanna. Iðnnemum og iðnaðarstarfs- mönnum, sem ekki hafa lokið prófi frá iðnskóla og ekki öðlazt iðnréttindi, gefst kostur á að sækja námskeið í Svisslandi á árinu 1969 í eftirtöldum grein- um: almennri vélvirkjun, bygg- ingariðnaði og gisti- og veitinga- húsarekstri. Evrópuráðið mun greiða far- gjöld milli landa og dvalarkostn að þátttakenda á námskefðunum, en ráðgert er að þau standi í. 6 mánuði. Auk þess mun hver þátt takandi fá greitt andvirði 150 franskra fránka á mánuði. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18—35 ára. Kennsla á námskeiðunum mun væntanlega fara fram á ensku. Umsóknir um þátttöku í nám- skeiðum þessum í Svíþjóð og Svisslandi skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg, fyrir 20. ágúst 1968. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. (Frá menntamálaráðuneytinu.) Leiðrétting í FRÁSÖGN af beinafundi í Vestmannaeyjum í blaðinu í gær misrituðust tvö nöfn. í staðinn fyrir Gjábakkatún átti að standa Miðhúsatún og í staðinn fyrir Höll átti að standa Höfn. Þetta leiðréttist hér með. STAKSTEIMR Þungur dómur Þær fregnir, sem borizt hafa um efni bréfs þess, sem Varsjár- fundur kommúnistaleiðtoganna, sendi forustumönnum Tékkósió- vakíu benda til þess, að í bréf- inu felist raunverulega • mjög þungur dómur yfir stjórnarkerff kommúnismans. Því er haldið fram í bréfi þessu, að Tékkósló- vakía verði að „berjast gegn andsósíalistískum öflum" m. a. með því að „hafa eftirlit með öllum fjölmiðlunartækjnm“ þ. e. koma á strangri ritskoðun á ný og „banna stjórnmálasamtök, sem berjast gegn sósíalisma“. Á fundinum í Varsjá voru mættir æðstu leiðtogar Sovétríkjanna, Póllands, A-Þýzkalands, Ung- verjalands og Búlgaríu og verðnr ekki annað séð en þessir leið- togar hafi lýst því yfir, að kommúnisminn fái ekki staðizt nema beitt sé þeim aðferðum, sem einkenna einræði, þ.e. rit- skoðun og skoðanakúgun. Þetta er mjög athyglisverð yfirlýsing æðstu manna þessara ríkja. Bitir hálfrar aldar reynslu virðast leiðtogar Sovétríkjanna vera svo sannfærðir um, að rit- ©g skoð- anafrelsi samrýmist ekki komm- únismanum, að þeir telja ekki ástæðu til að hinkra við og sjá hvemig þróun mála verður í Tékkóslóvakíu. Þeir slá því föstu þegar í stað, væntanlega á grundvelli fimmtíu ára reynstu í Sovétríkjunum að lýðræði og kommúnismi fari ekki saman. Hefur verið kveðinn upp þyngri dómur yfir kommúnísku þjóð- skipulagi? „Lýðræðisleg miðskipun" f bréfi þessu mun einnig sagt, að kommúnistaflokkur Tékkósló- vakíu verði að „sameinast á grundvelli marxisma og lenin- isma og lýðræðislegrar miðskip- unar“. Hvað þýðir „lýðræðisleg miðskipun“? Ekkert annað en það, að allt vald í landinu skuli dregið saman á einn stað, en það heitir á venjulegu máli ein- ræði. Hins sérstæða kímnigáfa kommúnistaleiðtoganna á Varsjár fundinum er hins vegar slík, að þeir hafi fundið upp ný orð til þess að lýsa þessu stjómarfyrir- komulagi. Héðan í frá heitir einræði sem sagt „lýðræðisleg miðskipun“ á máli kommúnista. Loks virðist í þessu athyglisverða bréfi, bein hvatning tál aftur- haldsaflanna í Tékkóslóvakíu að herða nú baráttuna gegn frjáls- ræðisþróuninni í landinu þegar sagt er: „Við trúum því að til séu öfl í Tékkóslóvakíu, sem geti náð tökum á ástandinu“. Enginn vafi er á því, að til eru í Tékkó- slóvakíu „öfl“ sem vilja ná tök- um á þessu óskaplega „ástandi”, en uggvænlegra er þó, að í þess- um orðum virðist felast nokkur visbending um að þau muni eiga trausts stuðnings að vænta frá sams konar „öflum“ í Sovétríkj- unum og leppríkjum þeirra. Afstaða kommúnistaflokka Greinilegt er að kommúnista- flokkamir í Rúmeníu og Júgó- slaviu hafa tekið afstöðu með Tékkóslóvakíu í þessu máli. Fregnir hafa einnig borízt um að Ungverjar séu ekki jafn harðír í afstöðu sinni og hin kommún- istaríkin. sem fulltrúa áttu á Varsjárfundinum. Þá virðast kommúnistaflokkamir í Frakk- landi og Ítalíu reyna að leggja Tékkóslóvakíu lið, og er ekki ólíklegf að fleiri kommúnista- flokkar í vestrænum löndum taki svipaða afstöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.