Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 5 Heimsókn á Seyðisfjörð Enginn er vonlaus um, að síldin komi Rætt við Stefán Örn Stefánsson, Vilhjálm Ingvarsson og Ólaf Óskarsson TVBIR ungir menn eru fram- kvæmdastjórar tveggja síldar- verksmiðja á Seyðisfirði; Stefán Örn Stefánsson er framkvæmda stjóri S.R. og Vilhjálmur Ing- varsson, framkvæmdastjóri Haf- síldar- og söltunarstöðvarinar- innar Sunnuvers. Eg hitti þá að máli á skrifstofum þeirra og grennslaðist fyrir um álit þeirra á síldarhorfum. Stefán Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri hjá S.R., er ættað- ur frá Húsavík, en réðst hingað fyrir tveimur árum, að loknu námi og starfi í Danmörku sem vélaverkfræðingur. — Það verður að segjast eins og er, að heldur lítillar bjart- sýni gætir með útlitið, sagði Stefán. — En við erum auðvitað að búa okkur undir að taka á móti sild og höfum, eftir að trygg ingartrmabil hófst, 40 manns í vinnu, flestir þeirra heimamenn Hreinsun lýsistanka, þróa og hrá- efnistanka er mannfrek, einnig er viðhald og hreinsun mikil hverju sinni á löndunartækjum, flutningakerfi og verksmiðju. Nokkrar minniháttar lagfæring- ar hafa einnig verið gerðar til hagræðingar. — Hver eru afköst verksmiðj- unnar? — Hún getur hæglega annað þúsund tonnum á sólarhring, þegar allt er í fullum gangi. Mestum afköstum á sólarhring höfum við náð 1250 tonnum. Ég geri ráð fyrir, að við þurfum ekki að bæta við nema tíu mönn- um, þegar verksmiðjan fer af stað. í fyrra störfuðu flestir hjá okkur 72, en í ár yrðu þeir ekki fleiri en 56 og er þetta fækkun, sem hefur náðzt með breyttu fyr irkomulagi. Svo höfum við að sjálfsögðu rannsóknarstofu, eins og flestar stærri verksmiðjurnar hafa kom ið sér upp; einnig mötuneyti og húsnæði fyrir aðkomumenn. Atvinnuástand hér er verra en til dæmis á Eskifirði og Norð- firði vegna þess að hér hefur engin teljandi bolfiskverkun átt sér stað. Héðan eru gerðir út tveir bátar, en hvorugur hefur lagt hér upp boifisk um langan tíma. Þessir bátar, Gullberg, sem er 160 tonn og Gullver 260 tonn, hafa báðir verið happasælir síld arbátar undanfarin ár og landað hér miklurn afla. — Þú ert væntanlega þeirrar skoðunar eins og fleiri, að menn treysti einum um of á síldina og það hafi orsakað þessa erfið- leika, sem nú eru víða í atvinnu- málum á fjörðunum? — Allir virðast sjá að þetta er hættulega einhæft, en syndga þó á móti betri vitund. — Hvaða viðfangsefni fæst þú helzt við á veturna eftir að síld- arvertíð er lokið? — Undanfarin ár hefur verið brætt fram yfir jól, svo að síldar tíminn hefur lengzt mikið. Síð- Stefán Örn Stefánsson an þarf að undirbúa og lagfæra og leita eftir einhverjum um- bótum, sem gætu komið að gagni. Bnn er nokkurra lagfær- inga þörf í síldariðnaðinum. — Geturðu sagt til um, hvar skórinn kreppir þar að, eða hef- urðu sjálfur einhverjar hug- myndir um úrbætur? — Ég mundi télja, að við get- um með breyttri mjölmeðferð sparað mikið fé. Ég held að það hljóti að koma að því að við blöndum mjölinu og geymum á mjölturnum og setjum það síð- an laust (ósekkjað) um borð í skip. Málið hefur verið reifað af öðrum og ráðamenn S.R. hafa áhuga á að kanna möguleika á aðgerðum í því. Menn binda líka nokkrar von- ir við síldarflutningana, enda hafa þeir bjargað mörgu við síð- ustu sumur, þegar svo langt hef- ur verið að sækja. Það verða tvö skip, Haförninn og leiguskipið Nordg&rd sem annast þessa flutn inga og við gerum okkur vonir um að fá góðan hlut af Nord- gárd flutningunum. — Hvaða skoðun hefur þú á tilraun þeirri, sem stendur yfir, að sigla með kvenfólk, salt og tunnur á haf út og láta saita um borð í skipinu? — Hún er virðingarverð í alla staði og þeir ættu að fá ferskara og betra hráefni en aðrir. Ég veit ekki, hvort þetta verður tek ið upp af fleirum. en sjálfsagt hafa margir áhuga á að fylgjast með, hvernig þessu reiðir af. Á skrifstofu Hafsíldar hitti ég svo Vilhjálm Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri. Hann tók í sama streng og Stefán og kvaðst held- ur svartsýnn á útlitið. — Við höfum tekið á móti síld úr einu skipi, Gígjunni, sem var með 340 tonn, um daginn, það er eina síldin, sem borizt hefur til þessa. Um þetta leyti í fyrra nöfð um við brætt um 5 þúsund tann. Verksmiðjan okkar getur afkast að um 500 tonnum á sólarhring og í fyrra munum við hafa tekið Ódýrar Þ jórsárdaLsferðir Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsárdal eru alla miðvikudaga kl. 9 og sunnudaga kl. 10. Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálpar- fossi . Á Austurleið er farið um Skálholt. Einnig er ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins 470 kr. Innifalið kaffi og smurt brauð á Selfossi. Matarpakkar á kr. 100 ef þess er óskað. Upplýsingar gefur B.S.Í. Umferðamiðstöðinni. Simi 22300. LANDLEIÐIR H/F. á móti um 24 þúsund tonnum til bræðslu. Það var heldur jafnt yfir allt tímabilið og stóð alveg fram í desember. Þá voru salt- aðar um 10 þúsund tunnur hjá söltunarstöð okkar, Sunnuveri og gekk ágætlega, þó að komið væri fram á haust, enda höfum við yfirbyggt plan, eins og flestir hafa nú komið sér upp. — Ég held þó, að allir hafi nokkra trú á að síldin komi, held ur Vilhjálmur áfram. — Við verðum kannski að sætta okkur Vilhjálmur Ingvarsson við að bíða fram á haust eftir henni, og það getur orðið mörg- um erfið bið. Hins vegar bindum við vonir við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, þar sem hún hef- ur lofað að taka málin til athug- unar og koma þessum atvinnu- vegi til hjálpar. Margir fara af stað í sumar og haust vegna þess arar yfirlýsingar, sem ella hefðu ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess. — Hvaða álit hefur þú á sölt- un á miðunum? — Ég verð að segja, að ég hef ekki mikla trú á því. Ég teldi ráðlegra að flytja síldina ísaða í land og salta hana þar. Mér finnst það ætti að leggja kapp á að korna upp ísveri og sjá bátun- um fyrir nægilegu magni af ís, svo að unnt sé að- ganga þannig frá síldinni í skipunum, þá er hún jafngóð þegar komið er með hana að landi. Á leiðinni niður í bæinn aftur rakst/ ég á Ólaf Óskarsson þar sem hann var að dytta að ýmsu smálegu á söltunarstöð sinni, Haföldunni. Hann gekk með mér um pianið og sýndi mér auk þess hinar ýmsu byggingar, sem hann hefur, bæði fyrir verkafólk og söltunina. Hann hefur til dæm is komið sér upp stóru og mynd- arlegu salthúsi og hefur nú fei^g- ið um 260 tonn af salti og tunn- ur berast til hans í stríðum straumum. — Ég saltaði 14 þúsund tunnur í fyrra, sagði Ólafur. — í ár ætla ég að hafa þær 20 þúsund. Síld- in kemur ekki fyrr en í haust upp að landinu, við verðum að Ólafur Óskarsson horfast í augu við það og þreyja þolinmóðir. En þegar hún kemur þá fáum við einn góðan mánuð. Á þessum eina mánuði verðum við að bjarga okkur og þjóðinni. Ég hef trú á að það takizt. h.k. Ljósar KARLMANNASPORTBUXUR Verð kr. 195.— Ljósar KVENSPORTBUXUR stærðir 36—38—40. Verð kr. 195,- TELPNASPORTBUXUR stærðir 10—12—14—16. Verð kr. 150.— DRENGJA GALLABUXUR stórt úrval. Verzlið þar sem verðið er bezt og úrvalið mest. AUSTURSTRÆTI 9. EIMSKIP M.S. CULLFOSS Sumarleyíisíerðir 20. júlí, 3., 17. og 31. ágúst, 14. september. Á næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir; ANTWERPEN: Dettifoss 25. júlí. Reykjafoss 30. júlí.*) Skógafoss 8. ágúst. Reykjafoss 19. ágúst. Skógafoss 28. ágúst. ROTTERDAM: Skógafoss 19. júlí. Reykjafoss 31. júlí.*) Skógafoss 10. ágúst. Lagarfoss 16. ágúst. Reykjafoss 20. ágúst. Skógafoss 30. ágúst. HAMBORG: Lagarfoss 26. júlí. Reykjafoss 27. júlí*) Skógafoss 6. ágúst. Tungufoss 14. ágúst Lagarfoss 20. ágúst. Reykjafoss 23. ágúst. Skógafoss 2. sept. LONDON: Mánafoss 26. júlí. Mánafoss 12. ágúst. Askja 19. ágúst. HULL: Askja 22. júlí. Mánafoss 9. ágúst. Askja 16. ágúst. LEITH: Gullfoss 29. júlí Gullfoss 12. ágúst. Gullfoss 26. ágúst. NORFOLK: Selfoss 26. júlí. Brúarfoss 9. ágúst. Dettifosis 23. ágúst. NEW YORK: Fjallfoss 23. júlí*) Selfoss 30. júlí. Brúarfoss 14. ágúst. Dettifoss 28. ágúst. GAUTABORG: Bakkafoss 6. ágúst. Bakkafoss 22. ágúst*) KAUPM ANNAHÖFN: Krónprins Friðrik 24. júlí. Gullfoss 27. júlí Bakkafoss 5. ágúst. Krónprins Friðrik 5. ágúst. Gullfoss 10. ágúst. Krónprins Friðrik 17. ág. Bakkafoss 24. ágúst*) Gullfoss 24. ágúst. KRISTIANSAND: Bakkafoss 8. ágúst. Bakkafoss 26. ágúst.*) GDYNIA: Bakkafoss 2. ágúst. VENTSPILS: Lagarfoss 20. júlí. KOTKA: Dettifoss 20. júlí.*) Tungufoss um 9. ágúst. *) Skipið losar í Reykja- vík og á ísafirði, Ak- eyrj og Húsavík. Skip, sem ekki eru með i J stjörnu, losa í Rvík. ALLT MÉÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.