Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 196« 1 I horninu til vinstri á myndinni, sem Sveinn Þormóðsson tók upp í Eddubæ í fyrradag, sést Elín Biöndal og heldur á málverkinu af beljunum, sem henni þykir svo ósköp vænt um. Á veggnum sjást svo önnur málverk. Sýnir málverk í hlöðu og hænsnahúsi Elín Blöndal, 73 ára, heldur málverka- sýningu í Eddubœ ofan við Árbœjarstíflu Á morpun, laugardag, verJur opnuð hér á höfuðborgar* svæðinu sérstæð málverka»ýn- ing, sem vert er að gefa faum að. Sýninguna heldur 73 ára gömul kona, margra barnd móð ir, Elín Blöndal í Eddubæ, íctt ofan við Árbæjarstífluna, beint á móti Árbæjarhverfi, hinu nýja handan EHiðaánna. Eddubær er ekki hár í loft- inu, en hann er umkringdur gróskumiklum trjám og falleg- um blómum, og útsýnið til vesturs til borgarinnar við Sundin, með Jökulinn í baksýn, er heillandi og fögur, og ekki er á því minnsti vafi, að Reyk- víkingum, mun þykja það góð tilbreytni á næstunni að aka þangað uppeftir í kvöldbliðunni og skoða um leið málverkasýn- ingu Elínar blöndal. Til frekari upplýsingar um leiðina þangað uppeftir, skal það tekið fram, að ekið er upn í gegnum Blesugróf, neðanvert við hið nýja Breiðholtshverfi og í átt til gömlu vatnsveitubrúar- innar, sem svo mjög lét á sjá í ftóðunum í vetur. Stórt skilti við Eddubæ gefur til kynna, að þar sé málverkasýning hald- in svo að vonandi villist eng- inn. Við heimsóttum Elinu Blöndal á dögunum til að fræðast um málverk hennar og aðra list- muni, þvi að á sýningunni eru einnig falleg rýjateppi, sem sum eru til sölu, líka tusku- teppi. Þegar okkur bar að garði var gamla konan að sinna heyskap sínum á árbakkanum, rakaði saman ilmandi töðu í dáfalleg- an flekk, því að í eina tíð hafði hún bæði kýr og kindur. Og síðan bauð þessi listfenga kona okkur til sýningarsalarins sem sjálfsagt er einn sá frum- legasti, sem um getur hérlend- is. „Sjáðu nefnilega til, ég hafði engin önnur ráð en að inméÞa hlöðuna og hænsnahúsið og sýna myndir mínar i þeim húsa kynnum. Það var bara einf.ilt bárujárn á veggjunum, en nú hef ég sett gólf i þetta og þilj- ur á veggi, sett glugga i, S ’O að ég held að fari sæmilega um myndirnar mínar hérna, þótt auðvitað mætti vera rýmra um þær.“ „Hver hefur nú inméttað þetta fyrir þig? spyrjum við fyrir kurteisissakir. „Fyrir mig? Biddu fyrir þér Þetta hef ég allt saman gert sjálf. Ég fékk aðeins hjáip til að setja þessar þungu þi'plöt- ur í loftið, og einnig ka’laði ég í nokkra menn, sem voru að grafa skurð hér nærri _>g bað þá um að rétta mér stóru rúð- una þama, við h ana réð ég ekki ein. Allt annað hef ég unn- ið sjálf. Ég hef sjálf byggt minn listamannaskála, meira að segja glugga og hurðir," segir þossi 73 ára valkyrja, sem aðeins heymin er íarin að verða til ama. „Hefirðu lært að mála, Elin?“ „Ekki get ég sagt það og þó. Ég fékk ágætis tilsögn hjá Gunn laugi Blöndal, við vomm þre- menningar. Þá kenndi hann teikningu i lýðskóla, sem rtatf- ræktur var fyrir mörgum árum á Hvammstanga. O ég var nokk uð sæmileg i teikningu, og stund um hef ég stækkað andlitsmynd ir af fölki, eins og t.d. þessa af Steingrími Thorsteinssyni. Nú, svo lærði ég hjá nonum Stefáni Eirikssyni mynúskera um tíma, svo að þú sérð að þeir voru ekkert blávatn, kenn ararnir minir.“ „Þetta er sölusýning hjn þér, svo að mér er spum, hefúrðu selt margar myndir áður?“ „Bæði já og nei. Ætli ég hafi ekki gefið þær flestar. En það er alltaf verið að fala hjá mér myndir, svo að mér fannst þá eins gott að gefa fólki kost á að kaupa þær á sýningu og velja úr. Þetta er alfyrsta sýn- ing, sem ég hef haldið á mynd- um mínum". „Ertu máske nýbyrjuð að mála?" „Hvernig spyrðu, ég sem hef fengist við að mála i áratugi, en þetta eru flest ný málverk. Já, ég mála ekki eftir neinum póstkortum, það em máske ein eða tvær þannig tilkomnar. Allar hinar em málaðar úti í náttúrunni, héðan frá Eddu’oæ, austan úr Þórsmörk, ofan írá Húsafelli, eða þá ég mála skepn urnar mínar, bæði hesta, kýr og hunda, kerlingar og karta, eða þá eitthvað beint héaðan innan úr hugarfylgsnum mínum, eins og t.d. þessa, sem máluð er með só N/EST bezti Eftir dansleik, sem haldinn var austur á Skeiðum, fylgdi piltur einn ungri stúlku heim. Strákur gerði sér títt um stúlkuna, og þegar heim á bæinn kom, þar sem hun átti heima, hvíslar hún: „Kanntu að læðast?“ „Já, já,“ hvislar hann á móti og er spenntur. „Þá skaltu læðast heim til þín“, segir ungfrúin. hendíngu úr Stjána bláa, eftir örn Arnarson i huga, og ég kalla: „Horfi ég út í himinblám ann." Hérna em tvær kerlingar að hvfslast á, en það er kvenna siður að segja: „Blessuð, segðu það engum.“ Nú, svo mála ég talsvert héð- an frá Eddubæ. Horfi þá til höf- uðborgarinnar með háhysin í baksýn jökulinn, í forgmnni blessaðar kindurnar minar. Nei, mig skortir aldrei fyrirmyndir. Ég hef m.a. málað af mér sjálfs mynd. Nú, svo að þér líkar hún ekki? En sjáðu, góði besti, svona er ég, og við því verð- ur ekki gert.“ „Og það er auðvitað albann- að að kvennahætti að spyrja um aldur þinn?“ „Ég held nú síður. Ég er 73 ára gömul, og skammast m.n ekkert fyrir það.“ Nú kom Sveinn Þormóðsson til skjalanna með tæki sín, og þá segir Elín: „Góði, leyfðu mér að halda á þessari mynd af beljunum min- um. Ég elska beljur. Hafði einu sinni beljur. Mér þykir svo vænt- , um þær.“ Og Sveinn smellti mynd af Elínu Blöndal, sem á áttræðis- aldri heldur sína fyrstu mál- verkasýningu, með beljumynd í fanginu, en bak við eru blóma- myndir, inyndir úr Þórsmórk og HúsafellskógL Þetta er ekki nein smáræðis málverkasýning, því að hér eru milli 60-70 oliumálverk, fjöld- inn allur af vatnslitamyndum, auk þess fjöldinn allur af smærri myndum á borði í sýn- ingarsalnum, rýja teppi á gólfi og tuskuteppi. Heimsókn í Eddubæ margborgar sig, fyrir utan þá staðreynd, að Elín er ekki dýrseld á verk sín. Hún opnar sýningu sína kl. 2 á morg un og siðan verður daglega op- ið frá kl. 2-10. Það verða eng- ir boðsgestir. Allir eru velkomn ir. Og eitt ráð kann ég til vega- gerðar borgarinnar, að láta heíla veginn upp að Eddubæ fyrr en seinna, því að þangað á eftir að liggja straumur Reyk víkinga að skoða þessa íorvitni legu sýningu Elínar. Mætti segja mér að þyrfti lögreglu líka til að stjórna umferðinni. Það hefur löngum verið tögg- ur í okkar gömlu komirn, 03 það sannar Elín Blöndal mtð málverkum sínum. — Fr. S. Spakmæli dagsins Ombætnr eru leiðréttlng misferla. I pprcisnir eru valdaskipti. — Bul wer. Hreint land! Fagurt land! Vil kaupa Ökukennsla vel með farinn hnakk. — Hringið í síma 34097. Gísli V. Sigurðsson, sími 11271. Vantar 2ja—3ja herb. íbúð, 3 fullorðið í heimili. Tilboðuon sé skilað fyrir 27. þ. m á afgreiðsluna, merktum: „Areiðanlegur - 8439“. íbúð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast í Austurborginni. Reglu- semj og góðrí umgengni heitið. Uppl. í síma 82332 og 34005. Keflavík — nágrenni Drengjasportskyrtur, dömu og telpnapeysur nýkomnar. Margir litir, láigt verð. Verzlun Kristrúnar, sími 2023. Til leigu 3ja til 4ra herb. íbúð 130 ferm. á fegursta stað í borginni. Tilboð merkt: „8437“, sendist Mbl. Hestur óskast Keflavík Vil kaupa röskan og traust an hest. Uppl. í síma 12518 kl 19—20 næstu kvöRL Stórt herbergi til leigu. — Aðgangur að eldhúsi getur fylgt. Skni 2718. Kaupi alla máhna nema jám, hæsta verðL Staðigr. Opið alla virka daga kl. 9—5 og laugard. 9—12. Arinco, Skúlag. 56. S. 12806 og 33821. Ferðafólk Heitur matur, kaffi, þægi- leg herbergi. — Dvöl í skemmri eða lengri tkna. Sanngj. verð. Sælgæti og benzín við Suðurlandsveg. Hótd Hveragerði. Til leigu gott forstófuberbergi. — Einnig bílskúr. Upplýsing- ar í síma 41675. Tunþökur til sölu Upplýsingar í símum 22564 og 41896. r Utsala - útsala byrjar í dag á höttum, húfum , peysum, pilsum, blússum 0. fL Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. EINANGRUNARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS Mikil verðlœkkun ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ARA ábyrgð. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. Vörugeymsla v/Shellveg 244-59. Harðtex WISAPAN Spónoplötnr frá Oy Wilh. Schauman aJb Vér eigum jafnan fyrir- liggjandi hinar vel þekktu, finnsku spónaplötur í öll- um stærðum og þykktum. Caboon- plötur Krossviður alls konar. OKALBOARD (spónlagt). VIALABOARD Útvegum einnig allar ofangreindar plötur með stutt- um fyrirvara. Einkaumboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.