Morgunblaðið - 19.07.1968, Page 10

Morgunblaðið - 19.07.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 Sr. Sigurður Pálsson, vígslubiskup: „Sjá, ég geri alla hluti nýja" — einkunnarorð heimsþings Alkirkjuráðsins, sem nú stendur yfir í Uppsölum Dr. D.T. Niles frá Ceylon flutti prédikun við setningru þings- ins, í stað Dr. Martin Luther King. FJÓRÐA heimsþing Alkirkju- raðsins (World Council of Chur ches) er haldið í Uppsala í Sví- þjóð um þessar mundir. Sækja þingið 730 fulltrúar frá 232 kirkjudeildum í flestum löndum heims, auk áheyrnarfulltrúa og starfsmanna, og eru þingfulltrú- ar alls yfir tvö þúsund talsins. Þingið situr frá íslandi séra Sig- urður Pálsson vígslubiskup auk síra Kristjáns Búasonar. Hefur síra Sigurður sent Morgunblað- inu frásögn þá er hér fer á eftir. Svokallað Alkirkjuráð hefur undirbúið þing þetta og kallað það saman. Alkirkjuráðið er stofnun, sem er samband flestra kirkna í heiminum og vinnur að sambandi þeirra og einingu. Róm versk-kaþólska kirkjan er þó ut an þess. Samt sendir hún á þetta þing 15 fulltrúa í boði Alkirkju ráðsins og leggur til einn af ræðumönnum þingsins. Má því heita að öll kristni eigi hér full- trúa, meðal þeirra tvö þúsund kirkjumanna, sem hér eru saman komnir, ýmist sem fulltrúar, ráð gjafar, áheyrnarfulltrúar, gestir og starfsmenn. Vekur það sér- staka athygli hve mikið er hér af ungu fólki. Þingið hófst með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Þinggestir voru samankomnir í háskólanum og skrýddust þar. Síðan fóru þeir i skrúðgöngu til kirkjunnar. Gengið var í ferfaldri röð og varð gangan samt geysilöng. Þeg ar gangan var komin nærri kirkjutröppum var hún stöðvuð og stóð kyrr í tíu mínútur. Hit- inn var 26 stig og varð mörgum ómótt. Enginn vissi hvernig á þessu stóð, en það kom í Ijós að verið var að bíða eftir kon- unginum. Hann er þekktur fyr- ir stundvísi og því þótti það furðulegt að hann skyldi koma of seint. Eftir messuna kom or- sökin í ljós. Hafði lögreglan stöðvað konunginn utan við borg ina, þar sem lögreglunni hafði borist skeyti um það, að komið hefði verið fyrir sprengiefni í kirkjunni. Leitaði lögreglan í kirkjunni og lét konung og kirkjugesti bíða á meðan. Þar fanmst þó ekkert. Hélt siðan gangan inn í kirkj- una og hófst þá mikill hljóðfæra sláttur um alla kirkjuna, bæði orgelið og blásturshljóðfæri. Var leikið þar tónverk, sem samið var fyrir þetta tækifæri af Dan- anum Per Nörgaard. Til stóð að Dr. Martin Luther King prédik aði, en þegar hann féll frá var fenginn til þess Dr. D T. Niles imethodistaprestur frá Ceylon. Texti hans var Op. 21,5-6, en þaðan eru tekin einkunnarorð mótsins, sem eru: „Sjá ég geri alla hluti nýja“. í messulok var leikið tónverk, sem sami'ð hafði verið fyrir heimsþing það, sem haldið var í Stokkhólmi 1925. Þessari athöfn allri var sjón- varpað og er áætlað að um hundr að milljónir manna hafi horft á. Geysilegur fjöldi blaðamanna er mættur hér úr öllum löndum og hafa þeir stóra bækistöð nálægt fundarstað. Engum leyfist að koma inn í fundarhúsið nema þátttakendum og starfsliði, til þess að fundar- hald verði ekki fyrir truflunum og til þess að öryggi fundarins sé tryggt. Einnig er sérstök lög- gæzla umhverfis þingstaðinn. Fundarhúsið er íþróttahöll sem lætur lítið yfir sér, en er geysi- stór eigi að síður. Auk fundar- salarins eru þar tveir matsalir svo stórir að þar borða um 1500 manns. Afganginum er ekið á annan matstað. Menn búa í stúd- entagörðum víðsvegar um borg- ina og ganga strætisvagnar milli staðanna eftir þörfum. Þátttakendur eru úr öllum heiminum og því hið ólíkasta fólk. Sérlega athygli vekur hve mikill hluti þess er bráð ungt fólk. Fyrsti fundur var haldinn kl. 4 e.h. Þá var þingið sett og veitt- ar upplýsingar um þinghaldið. Um kvöldið var annar fundur þar sem flutt vöru ávörp og loks kvöldbænir. Auk þingsins er mikið um að vera í borginni. Hér eru sýning ar og samkomur, tónleikar og um ræðufundir og er fundarmönn- um gefinn kostur á öllu þessu. Er það svo mikið, að nóg væri að gera að sinna því, þó ekki væri mætt á þinginu. Allt þetta verður að fara framhjá þeim sem þingið sitja, af því að þinghald- ið stendur frá kl. níu að morgni til kl. tíu að kvöldi, meðtveggja tíma matarhléi um hádegið. Hlé þatta kemur ekki að gagni fyrir þingmenn, þar sem þingstaður- inn er svo afsíðis í borginni, að tími er ónýtur til annars en milliferða. Hin 5. júlí hófst fundur kl. 9 og flutti þá metropolitaninn Ign atius frá Lakatia erindi um meg- inefni þingsins: „Sjá ég geri alla hluti nýja.“ Erindið var afburða snjallt og vel til þess fallið að kveikja þann eldmóð sem við á. Síðan flutti Dr. W.A Visser't Hooft fyrrverandi framkvæmda- stjóri erindi um ábyrgð þings- ins. Það var einnig frábært er- indi og mjög gagnleg fræðsla. Þá voru teknar fyrir lagabreyt- ingar, upptaka nýrra kirkna í samtökin og fleira. Loks fluttu ýmsir erindi um horfur og vanda mál sinna landa. Voru þau öll mjög upplýsandi, einkum vegna þess að flytjendur þekktu öfl málefni sjálfir og því urðu upp- lýsingar þeirra miklu ferskari en aðrir hefðu getað gert þær. 6. júlí hófst dagurinn með biblíulestri um kjörorð þingsins. Síðan fluttu ávörp sendimenn frá ýmsum kirkjum, sem enn hafa ekki gerst félagar í Al- kirkjuráðinu. Sérstaklega var gerður góður rómur að máli full- trúa Rómversk-kaiþólsku kirkj- unnar. Hann lýsti því yfir, að þó sú kirkja væri ekki formlega gengin í þessi samtök, væru þau í sama anda og Vatikan-þingið og þessvegna væri kirkja hans fús til allrar samvinnu um hvert það mál, sem ekki snerti þau mál, sem enn eru formlega óleyst en myndu fljólega leysast. Taldi hann æskilegt og áríðandi að all ar kirkjur heims legigðu fram sameiginlegt sjónarmið varðandi hin aðkallandi vandamál nútím- ans og beittu sér allar sem ein fyrir framgangi þess. Hann sagði m.a.: „í augum okkar Rómversk kaþólskra manna, er sameining allra kirkna í eina, ekki sama og það að ein kirkja sigri allar hin- ar, heldur að Kristur sigri sundr ungu vora. Einingin eflist jafn ótt og oss skil’st að allir þurfum við að læra hver af öðrum. Róm- versku kirkjunnar eina ósk er sú, að nánari tengsl við heims- ráð kirknanna haldist, því hún lítur á það sem stofnun er sé af guðlegum uppruna. Um kvöldið talaði forseti Zam biu Kenneth Kaunda. Hann tal- aði mjög vel og skýrt. Bæði mál hans og hugsun greip áheyrend- ur mjög sterkum tökum. Hann lýsti vandamálum Afríku frá sínu sjónarmiði. Taldi hann að hinar auðugu þjóðir gerðu allt of lítið af því að hjálpa hinum fátæku. Sagði hann að ástand- ið hjá þjóðunum, sem hefðu ný- lega fengið sjálfstæði væn nú verra en áður. „Þá ráku yfir- þjóðirnar verksmiðjur sínar hér og við höfðum vinnu við þær“, sagði hann. „Nú fara þeir, þeg- ar þeir telja ekki nógu hag- kvæmt að reka þær. Til þess að missa ekki reksturinn 1 verðum við að kaupa þær eða leigja og reka þær sjálfir. Við verðum að taka fé til þess að láni og lánin eru of dýr, svo að við förum nið- ur á við fjárhagslega meðhverju ári.“ Taldi hann ástandið vera al varlegt, að hætta væri á að Afr- íka yrði nýtt Viet Nam ef ekki bærist fljót og mikil hjálp. Á eftir honum talaði brezk kona Lady Jackson (Barbára Ward) sem er þjóðhagfræðingur. Hún sagði það rétt vera að illa gengi í hinum nýfrjálsu löndum. En hún minnti á að þó hjálpin dygði ekki, væri hún þó nokk- urs virði. Sem dæmi nefndi húh að fyrir tveimur árum var héraði einu á Indlandi gefin vélakostur til landbúnaðar og fengnirmenn með til að nota vélarnar. Eft- ir tvö ár er árangurinn sá, að uppskera þessa héraðs hefur fimm hundruð faldast. Sagði hún að víða hefði svipuð saga gerst, en meira þyrfti til en svona hjálp á ýmsum stöðum, hjálpin yrði að ná yfir allt. Síðan sagði hún á þetssa leið: „Hin þjóðernislega einanigrun verður að hverfa, bæði í fjár- hagslegum og félagslegum efnum Þessi þróun hefnr forsögu, sem nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir. Það er ekki hið margend- urtekna að hinir ríku njóti ávaxta af erfiði sínu og hinir fá- tæku af ábyrgðarleysi sinu og ,leti. Heldur er skýringin fólgin í áhrifum iðnaðarlandanna á þró un heimsefnahagsmálanna frá upphafi iðnvæðingarinnar. Jafn vel þó að efnahagur þróunar- landanna hafi, hin síðari ár, eflst meira en áður og sumstaðar hraðar en í iðnaðarlöndunum flestum, þá eru enn erfiðleikar óleystir, sem stafa frá nýlendu- tímabili þeirra. Þróunarlöndin eru enn aðallega hráefna fram- leiðendur. Þau eru háð því að flytja út eina eða fáar vöruteg- undir. Þau vantar enn þá fjöl- breytni í landbúnaði og iðnaði, í menntun og starfsgreinum, sem nauðsynlegar eru fyrir efnahags lega viðreisn. Hinsvegax vitum við að skilyrðin fyrir að efla framleiðsluna hafa aukizt með nýjum aðfer’ðum. Það er nú ekk- ert vafamál að hægt er að veita öllum jarðarbúum viðunanlegt framfæri, ef við aðeins viljum. Hlutverk hinna þróuðu landa er að endurskoða viðskiptahátt sínn þannig að tryggja megi stöðugt verðlag hráefna þróunarland- anna og annarra vörutegunda, sem þau geta flutt út og auð- velda þannig útflutning þeirra.“ „Vandamálið er (jkki fólgið í því að semja áætlanir, heldur í að fá þær framkvæmdar. Með skattalöggjöf með öflugum launa- og stéttasamtökum, haía hin þróuðu lönd náð geysilegum árangri. Það sem nú þarf að gera er að beita samskonar að- ferðum við alþjóðlega áætlun. Tillagan um að þróuðu löndin gefi eitt prósent af brúttótekj- um sínum til þróunarlandanna er fyrsta skrefið til aðþjóðlegr- ar skattskyldu. Miklu lengra er gengið þegar um hernað er að ræða og oft í verzlun, einnig oft þegar örlæti almennings kemur til í samskotum vegna óvenju- legra vandræða. Skyldur þær og skipanir, sem oss hafa gagn- að vel, eru látnar enda, þegar kemur að „útlendingunum." „Getum við látið okkur nægja þvílíkt fyrirkomulag? Spurning sú, ssm Kristur leggur fyrir oss, er ekki sú hvað við höfum rætt og ráðslagað, hún er um það, hvað við höfum framkvæmt til að metta hungraða. Aðeins nýir viðskiptahættir, sem byggðir eru á siðferðilegum rökum, geta kom ið til leiðar jöfnuði milli ríkra og fátækra þjóða heimsins, í stað hinna ósamræmdu viðskipta hátta, sem byggðir eru á hagnað arsjónarmiðum einum.“ Aðeins er rakinn hér hluti af erindi Lady Jackson, en það vakti mikla eftirtekt og umræð- ur manna á meðal. Einn skuggi hvílir yfir þing- inu. Hann er sá að gríska kirkj- an taldi sér ekki fært að senda hingað fulltrúa vegna afskipta Svía af stjórnarháttum lands þeirra og móttöku þeirra á grísk um mönnum, sem hér hafa verið á ferð. Töldu þeir hvorki sæmd sinni né persónulegu öryggi borgið í Svíþjóð, nema veitt væri einhver trygging, og því er eng- inn þeirra hér. SUMARBÚSTAÐA Síra Signrður Pálsson ví^slu biskup (þriðji frá hægri) situr þarna við hlið fulltrúa frá bapt- istakirkjunni í Ungverjalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.