Morgunblaðið - 19.07.1968, Side 14

Morgunblaðið - 19.07.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1968 Útgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbiörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. ÖFLUGUR A TVINNUREKSTUR Særðir verða oft að ganga langar leiðir af vígstöðvunum til þess að geta notið nauðsyniegrar aðhlynningar. TVTú þegar miklir erfiðleikar steðja að íslenzkum at- vinnuvegum, gera menn sér betri grein fyrir því en áður, hve þýðingarmikið það er, að atvinnufyrirtækin séu fjárhagslega traust og efna- hagur þeirra svo góður, að þau geti mætt skakkaföllum og haldið upp þróttmiklu at- vinnulífi, þótt eitthvað blási á móti. Sú skoðun virðist því mið- ur hafa verið landlæg hér, að óeðlilegt væri að fyrirtæki högnuðust verulega, jafnvel í sérstökum góðærum. Þeir sem rekið hafa fyrirtæki sín þannig, að þau hafa hagnazt verulega, hafa mátt búast við árásum, rógi og öfundarsöng, og því duglegri sem athafna- menn hafa verið við að byggja upp öflugan atvinnu- rekstur, þeim mun líklegra hefur verið, að þeir yrðu of- sóttir af lítilsigldum sálum. Auðvitað skilur hver mað- ur, er hann leiðir að því hug- ann, að það er hagur hvers einasta þjóðfélagsborgara, að atvinnufyrirtækin standi á traustum grunni og hafi yfir að ráða fjármagni til að koma við tækninýjungum og fyllstu hagkvæmni. Þess vegna er það röng stefna og sízt lík- leg til að bæta hag launþega er til lengdar lætur að ganga svo nærri atvinnuvegunum, að þeir berjist í bökkum og geti ekki hagnýtt þau tæki- færi, sem bjóðast til hag- kvæmasta reksturs. Þegar uppgripin urðu á síldveiðunum, lögðu menn ofurkapp á að færa þá auð- legð, sem þar skapaðist, um allt þjóðlífið og bæta kjör allra landsmanna. Þetta var auðvitað sjálfsagt að vissu marki, en nú er komið á dag- inn, að of nærri útveginum hefur verið gengið. Heppi- legra hefði verið að heimila honum að halda meiri hluta tekna sinna, ýmist beint hjá fyrirtækjunum sjálfum eða með stofnun verðjöfnunar- sjóðs, sem tiltækur hefði ver- ið til að jafna verð fiskafurð- anna, þegar það féll á erlend- um mörkuðum. En úr því að þeirri stefnu ekki var fylgt er líka ljóst, að landslýður allur verður að axla þær byrðar, sem nú eru lagðar á útflutningsframleiðsluna, og raunar allt atvinnulíf landsmanna. HLÁLEGT TLfförgum finnst það að von- um hlálegt, að viðskipta málaráðherra okkar og ráðu- neytisstjóri í viðskiptamála- ráðuneytinu skyldu telja sig knúða til þess að óska eftir því við stjórnarvöld í Rúss- landi, að þau hyrfu frá fyrir ætlunum sínum um frjáls við skipti milli íslands og Rúss- lands og héldu áfram viðskipt um á vöruskiptagrundvelli, en eins og kunnugt er, hafa kommúnistaríkin að undan- förnu verið að átta sig á því, að þau högnuðust ekki á vöruskiptaverzlun þeirri, sem þau kröfðust í viðskiptum við aðra, heldur einangruðust frá eðlilegum heimsviðskipt- um. Fljótt á litið kann mönn- um að virðast hagkvæmt fyr ir okkur íslendinga, að vöru- skiptaverzlun við Rússa verði haldið áfram, en það er þó meira en hæpið, þegar betur er að gáð. Þegar við heimtum vöruskiptaverzlun á sama tíma og Rússar vilja hverfa frá henni, setjum við okkur fyrirfram í varnar- stöðu í væntanlegum samn- ingum. Við fáum viðsemjend um okkar trompin á hendur. Ástandið verður ekki ósvip að því, sem áður var í við- skiptum við önnur kommún- istalönd, þegar við bönnuð- um innflutning fjölda vöru- tegunda frá öðrum löndum en þeim, þannig að þeir, sem þar sömdu við okkur, gátu sett verðið nánast það sem þeim sýndist, því að ekki var um samkeppni að ræða og íslenzkir innflytjendur urðu að kaupa vöruna við þeim kjörum, sem seljendurnir skömmtuðu. Þegar þessum viðskiptaháttum var hætt, kom í ljós hve gífurlegum fjárhæðum við höfðum tapað á þessum viðskiptum, þar sem oft voru fluttar inn rándýrar og lélegar vörur. Nú hafa Rússar því miður mjög sterka samningsað- stöðu, vegna þess veikleika okkar að neita frjálsum við- skiptum. Bætir það vissulega ekki ástandið í útflutnings- málum okkar, þótt menn haldi e.t.v. fljótt á litið að með þessum aðgerðum sé tryggður útflutningur fiskaf- urða á hagstæðu verðlagi. Vonandi rætist þó sæmi- lega úr þessu, og vera má að viðskiptamálaráðherra hafi tekizt að fá einhverjar trygg- ingar sovézkra ráðamanna fyrir því, að aflsmun- ar verði ekki neytt, þegar að samningaborði kemur. Hörmungar þær, sem stríðið hefur fært yfir íbúa Biafra, eru hroðalegri en orð fá lýst. Sérfræðingar hjálparstofnana telja, að fyrir lok ágústmánað- ar muni um það bil 2 milljón- ir manna deyja úr hungurs- neyð í Biafra, nema íbúarnir fái 20 sinnum meiri aðstoð en þeim berst nú. Þetta er síðasta álit fulltrúa aiþjóðanefndar Rauða krossins, Alheimskirkjuráðsins, „The Ox ford Committee for Famine Reli ef“, sem er brezk hjálparstofn- un, og Caritas, sem er rómversk kaþólsk hjálparstofnun. Full trúar þessara stofnana hafa ný lega hitzt í Biafra til þess að íhuga færar leiðir til þess að flytja vistir og aðrar nauð- þurftir til hins þjáða fólks i landinu. Aðstoð er á leið til Biafra, en meginvandamálið er í því fólgið, hvernig unnt sé að koma sem mestu magni inn í landið á sem skemmstum tíma. Talið er að í lök júlímánaðar muni hafa borizt að meðaltali 40 tonn af proteinríkri fæðu daglega til Biafra með þeim flugvélum, sem annast þessa flutninga nú. Sérfræðingar hjálparstofnana segja, að dag- lega þurfi um 1100 tonn af þessari fæðu til þess að stöðva hina háu dánartölu í landinu. Fulltrúar alþjóðanefndar Rauða krossins í Biafra hafa hvorki fengið matvæli né hjúkrunargögn síðasta mánuð. Þeir dreifa nú birgðum sínum til 700 flóttamannabúða. Á fyrstu átta mánuðum borgara- styrjaldarinnar frá því í júlí 1967 þar til í marz 1968 bár- ust þeim 18 tonn af hjúkrun- argögnum til þess að sinna meira en 100.000 sjúkratilfell- um. Síðan var það á tímabil- inu frá því í apríl fram í maí, að Rauði krossinn flutti inn 100 tonn af vistum, sem Barna- sjóður Sameinuðu þjóðanna lét í té, og 35 tonn af hjúkrunar- gögnum, en þau ha/fa verið hin einu í sjúkrahúsum Biafra und- anfarna tvo mánuði. Á fundi sérfræðinganna, sem áður er greint frá, létu þeir það álit í ljós, að hver íbúi Bi- afra þyrfti 100 grömm af pro- teinfæðu á dag í sex mánuði, ef stöðva ætti hungursneyðina, en alla þessa fæðu yrði að flytja inn til landsins. Talið er að um 11 milljónir rúmlega 12 milljóna Biaframanna séu illa komnir af næringarskorti, þannig að þeir þurfa 1100 tonn af vistum á dag. Heildarkostn- aður við flutning vistanna til landsins og við kaup á matvæl- um eins og t.d. skreið, þurr- mjólk, salti, súpudufti og pro- teinríkum blöndum er talinn munu nema rúmlega 1000 millj- ónum íslenzkra króna á mán- uði. ¥ ¥ ¥ En sérfræðingunum og hinu þjáða fólki í Biafra virðast all ar bjargir bannaðar vegna stjórnmálaþrætunnar, sem er upphaf ófriðarins. Og enn er ekki hafinn stórfelldur vista- flutningur til Biafra heldur not azt við fáar flugvélar, sem flytja Lítið magn í einu. Sam- bandsstjórnin í Lágos segist að vísu munu leyfa flutning til Biafra á landi, ef erindrekar hennar fiá að fara höndum um birgðirnar, áður en þær komast til skila, hins vegar líti hún illu auga auknar filugferðir með vistir til landsins, en eins og áður er sagt ræður sambands- stjórnin lofthelgi landsins. Bi- aframenn eru jafn óðfúsir í að flytja vistir inn til Landsins, en sjónarmið þeirra eru alger- lega andstæð sjónarmiðum Lag os-stjórnarinnar. SÍÐARI GREIIM Stjórnin í Lagos óttast, að í vistunum kunni að leynast skot vopn og handsprengjur, en hún hefur og haldið fram þeirri fremur ósannfærandi röksemd að flugveilir Biafra séu e'kki gerðir fyrir þungaflutninga (telja verður reynsluna undan farið hafa sýnt annað). Einn- ig er talið, að sambandsstjórn- in óttist aukinn sjáLfstæðis- vilja Biaframanna, ef vistir eru fluttar til landsins frá hlut- iauisu landi. Ojukwu, ofursti, og hana menn halda því fram, að her sambandsstjórnarinnar kynni að spilla vistunum og nota þær til eigin þarfa, ef þeir færu höndum um þær, og þeir virð- ast hafa sannanir fyrir því, að þetta hafi gerzt á einum stað við víglínuna. Þeir telja einn- ig, að Nígeríumenn muni eitra fæðuna, og svo hafa þeir full- yrt, að Nígeríumenn hafi hvorki nóg af bílum, bílstjór- um eða olíu til þess að flytja vistirnar og stórfljót landsins séu ekki fær slíkum farartækjum, þes3i síðustu rök virðast út í bláinn. Eins og raunar, að láta þá skoðun skera úr, að með því að viður- kenna flutninga á landi gætfu þeir eftir, af því, að þá yrði ekkert flutt í lofti. ¥ ¥ ¥ Hrylliiegar afieiðingar stríðs ins verða ógnþrungnari með hverjum deginum og hungurs- neyðin leggur æ fileiri að velli. En hver er lausn vandans? Myndin sýnir eitt fórnarlamb deilunnar um aðflutninga til Biafra. 3000 börn deyja þar úr næringarskorti á hverjum sól- arhring.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.