Morgunblaðið - 19.07.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 19.07.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 17 Byggingarframkvæmdirnar í Breiöholti Frá stjórn Einhamars, samstarfsfélags byggingameistara í maímánuði var frá því sagt í blcðum, útvarpi og sjónvarpi, að Framkvæmdanefnd byggingar áætlunar í Breiðholti hefði af- hent fyrstu íbðúirnar, sem full- gerðar væru þar í hverfinu sam- kvæmt þeim áætlunum, sem FB starfar eftir. Yar fátt til sparað að gera það sem eftirminni- legast, að þessum áfanga væri náð, og meðal annars voru 200- 300 starfsmenn látnir hætta vinnu um tíma, til þess að hægt væri að taka af þeim mynd, og varð einu blaðanna þess vegna að orði i því sambandi, að þar mundi hafa verið um dýra myndatöku að ræða. f*að fór þess vegna ekki fram- hjá þeim, sem fylgjast almennt með tíðindum af þjóðmálum, að þarna var talið um stórtiðindi að ræða. Það hafði og venð bc.ð- að á síðasta ári, þegar fram- kvæmdir voru að hefjast í Breið- holti, að tiðinda yrði að vænta, þegar kæmi að því að íbúðirn- ar yrðu afhentar snemma á þessu árL Af þessu munu margir telja, að allt hafi gengið samkvæmt á- ætiun hjá Framkvæmdaneínd inni, allar áætlanir staðizt og þar fram eftir götunum, enda skyldi ætla, að þar sem svo margir fróðir aðilar fjalla um málin, verði þeim ekki skota- skuld úr því, að láta allt koma heim við það, sem þeir hafa loð- að fyrirfram. En þar sem svo hefir farið eins og ef til vill mátti vænta, ef litið var með raunsæi á mál- in að ýmislegt, sem nú hefir verið sagt, er ekki í samræmi við það, sem heitið var og boðað í öndverðu á árinu sem leið, verð- ur varla hjá því komizt að taka loforð og efndir Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunaF til nokkurrar athugunar. Verður þá fyrst að hverfa aft- ur til maímánaðar á síðasta ári, en þá gaf FB út tilkynningu til blaða um væntanlega starfsemi sína. í dagblöðunum 24. maí seg- ir m.a. svo, að þann dag verði byrjað að afhenda umsóknaeyðu blöð vegna sölu á íbúðunum í Breiðholti, og sé ætlunin að af- henda hvorki meira né minna en 260 íbúðir fyrir 15. júlí 1968, auk 23ja einbýlishúsa, sem ætlunin var að afhenda um sl. áramót. Áætlað verð íbúðanna í fjöl- býlishúsunum skv. söijiu heim um upp í 970 þúsw*" e ftir stærð. Ennfremur sagði svo í 1,il- kynningu um þetta mál frá Hús- næðismálastofnun ríkisins, en undir hana heyrir starfsemi FB: „Fjölbýlishús þau, sem Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun ar er að láta byggja og nú eru til ráðstöfunar, eru staðsett ísvo nefndu Móholti (Breiðholti I), sem er lægð í vestanverðu Breið holtshverfi. Húsin standa við göturnar Ferjubakka 2-16, Grýtubakka 2-32, Hjaltabakka 2-32 og frabakka 2-16. f hverju fjölbýlishúsi eru 52 íbúðir: 14 tveggja herbergja, 56-66 fer- metra, 19 þriggja herbergja, 70- 78 fermetra, og 19 fjögurra her- bergja, 83-90 fermetra. Auk þess fylgir átta fermetra geymsla hverri íbúð. íbúðunum verður skilað 'ull- frágengnum og tilbúnum til íbúð ar (Er síðan upptalning á ýmsum búnaði íbúðanna og sýn- ir hún, að ekki á að vera um neina ofrausn eða bruðl að ræða.) Verð íbúðanna er áætlað sem hér segir: 2ja herbergja íbúð kr. 655-745 þúsund eftir stærð, 3ja und, eftir stærð og 4ra herbergja herbergja íbúð kr. 785-860 þús- íbúð 910-970 þúsund eííir stærð .. . “ Óþarfi er að rekja tilkynn- ingu þessa nánar. Þá kemur að því, að rifjað skuli upp, hvernig áætlanir IB hafa staðizt og um það má einn- ig leiða nefndina sjálfa sem vitni með tilstyrk blaðanna í maí síðastliðnum. Kemur þar.strax fram, að ekki hefir verið staðið við það verð, sem Húsnæðismálastjórn til- kynnti á sínum tíma, að áætlað hefði verið og getið er hér að framan. Fer því svo fjarri, að áætlanir stjórnarinnar hafi stað- izt, því að hækkunin á verði ó- dýrustu íbúðanna nemur hvorKi meira né minna en 16-17 af hundraði, það er að segja full- um sjöttungi íbúðarverðs, og verð minni gerðar 4ra herbergja íbúðanna hefir hækkað enn meira eða um hvorki meira r.é minna en rúmlega 20 af hundr- aði. Taflan, sem hér fer á efiir, sýnir, hversu fjarri raunveru leikanum áætlun Húsnæðismála- stjórnar hefir reynzt í þessu efni. Áætlað verð íbúða: 2ja herbergja íbúðir: Minnstu kr. 655.000.— Stærstu kr. 745.000.— 3ja herbergja íbúðir: Minnstu kr. 785.000.— Stærstu kr. 860.000.— 4ra herbergja íbúffir: Minni kr. 910.000.— Stærri kr. 970.000— Hér hefir því komið greinliega fram, að áætlanir Húsnæðismála stjórnar, eða Framkvæmdansfnd ar byggingaráætlunar það gildir einu, hvor aðilinn er tal- inn hinn á’byrgi, hafa verið mjög fjarri lagi, svo að neinur allt að fimmtimgi verðs á íbúð. Rétt er jafnframt að benda á, að þegar FB fer nú að skýra fiá hinu raunverulega íbúðarverði, notar hún ekki sömu stærðartöl- ur og gefnar voru upp á sl. ári, þegar tilkynnt var væntanlegt verð á íbúðum. Má gjarnan spyrja FB, hvaða tilgangi þessi talnabreyting eigi að þjóna, en meðan beðið er eftir svörum við því, verður hver að hafa það, sem hann telur sennilegast t. d. það, að þessar stærri tölur séu settar til þess að fegra hlut nefndarinnar. Mundi ekki em- hver hafa sagt, ef því hefði ver- ið spáð fyrir fram, að þsnnig mundi fara, að-slíkur „spámað- ur“ væði reyk? En því er ckki að heilsa, þetta eru staðreyndir mál-sins, sem íbúar nýju íbúð- anna í Breiðholti eiga eftir að súpa seyðið af um langt árabil. En að sjálfsögðu hefir Húsnæðis málastjórn gætt þess vandlega að þeissu sinni að þegja um þder tölur, sem mönnum voru gefnar upp, þegar íbúum þessum og hinu væntanlega, lága verði á þeim var veifað framan í almenn ing fyrir rúmu ári. Það fer þó ekki framhjá glögg- um lesanda, að Húsnæðismála- stjórn gerir sér grein fyrir því, að málstaður hennar er ekki góð ur. Hún gerir nefnilega saman- burð á rúmmetraverði í íbúðum þessum og útreikningum Hag- stofunnar á vísitölu byggingar- kostnaðar. En við þann saman- burð er eitt að athuga. Húsnæðis málastjórn nefnir annars vegar rúmmetrafjölda í Breiðholti það er að segja í fjölbýlishúsi en hins vegar grípur hún svo rúmmetraverð í sambýlishúsi, sem reiknaður er út af Hagstcf- unni. Menn taki eftir Hús- næðismálastjórn ber saman verð á rúmmetra í fjölbýlishúsi ann- ars vegar og sambýlishúsi liins vegar. Geta menn látið sér til hugar koma, hvers vegna jafn ólíkum byggingum er jafnað sam an? Það skyldi þó ekki vera, að Húsnæðismálastjórn geri það til þess að fegra sinn hlut blekkja almenning, sem áttar sig ekki í fljótu bragði á þeim regin mun, sem er á þessum tveim bygg ingategundum. Með þessum heiðarlega saman- burði getur Húsnæðismálastjórn sagt sem svo: Sjáið, góðir háls- ar, okkar rúmmetraverð er kr. 2.679.00, en vísitöluverð Hag- stofunnar er kr. 2.922.00 4 rúm- metra. Þið sjáið, hvað við erum miklu ódýrari! En Húsnæðismálastjórn er þó jafnframt hálfhiædd við þessa blekkingu sína, því að hún segir einnig: „Spyrja má, hvort réttmætt sé að bera saman á þennan hátt byggingarkostnað fjölbýlishús- anna í Breiðholti við byggingar- kostnað vísitöluhússins, sem er Raunverulegt verff íbúffa sam- kvæmt upplýsingum FB. 68 ferm. kr. 767.000,— 70 ferm. kr. 812.000,— 71 ferm. kr. 823.000— 78 ferm. kr. 883.000,— 83 ferm. kr. 934.000,— 86 ferm. kr. 985.000,— 92 ferm. kr. 1.016.000— 97 ferm. kr. 1.097.000— .04 ferm. kr. 1.132.000— sambýlishús, tvær hæðir, kjali- ari og ris, með íbúð á hvorri hæð fyrir sig ásamt íbúð í kjall- ara og risi. Hagstofan birtir ekki einungis verð á rúmmetra í vísi töluhúsinu heldur jafnframt verð á rúmmetra í fjölbýlishúsi í Reykjavík, sem hún telur að eigi að vera 10% lægra. Þessi síðargreinda tala er þó einvörð- ungu byggð á lauslegu mati, en ekki á nákvæmri verðkönnun á byggingakostnaði tiltekins húss, eins og átti sér stað með vísi- töluhúsið.“ Menn taki eftir því, að þeir hinir sömu menn, sem reiknuðu svo fjarri lagi, að skakkar hvorki meira né minna en fimmtungi á sumum íbúðunum, .leyfa sér að bera Hagstofunni á brýn, að hún framkvæmi útreikninga, sem séu út í bláinn hreint ómark og vitleysa. Það þarf sérstak- lega brynjaða samvizku, til þess að menn geti borið annað eins á borð. - I þessu sambandi má líka gjarna benda á það, að nokkrum dögum áður en afhending íbúð- anna fór fram með miklu bram- bolti, birti Vísir eftirfarar-di fyrirsögn á forsíðu: ,BREIð- HOLTSHÚSIN 30-50 ÞÚSUND KR. YFIR VÍSITÖLUVERðI.“ Blaðið sagði ennfremur urn þetta: „Verð þetta er á annað hundr- að krónur hærra en núv’erandi byggingarvísitala gerir ráð fyr- ir, að hver rúmmetri í fjölbýl- ishúsi kosti — 2.629.81 kr. Skýt- ur þar nokkuð skökku við, þar eð byggingaráætlun átti meðal annars að miðast við lágan bygg- ingarkostnað.“ Blaðið telur ennfremur eðli- legt, að 2ja herbergja íbúð:rn- ar ættu ekki að fara yc'ir 800 þús. kr., 3ja herbergja ekki yf- ir 900 þús. og 4ra herbergja ekki yfir milljón króna. Visir skýrði frá þessu á áber- andi stað nckkrum dögum áður en afhending fyrstu íbúðmna fór fram. Hefði Húsnæðismala- stjórn talið sér fært að mótmæla þessu, hefði hún vafalaust gert það, en svar hennar við bolla- leggingum blaðsins og hugleið- ingum ýmissa manna, sem láta sig þessi mál miklu varða, kem- ur aðeins fram í því, sem þegar hefir verið bent á hér að ofan: Húsnæðismálastjórn telur út- reikninga Hagstofu íslands út í bláinn af því að niðurstöð- ur þeirrar ágætu stofnunar henta ekki afrekum Fram- kvæmdanefndar byggingaráætl- unar! Af framanskráðu ætti að vera hægt að draga ýmsar ályktanir og skulu nokkrar nefndar hér, en hvorki allar, sem tiltækar eru né heldur skal orðlengt um þær. 1) Þótt FB hafi haft ót.ak- markað fjármagn, hefir henni ekki tekizt að afhenda íbúðirn- ar á þeim tíma, sem lofað var, og verða hinar síðustu ekki til- búnar fyrr en á næsta ári, sjö mánuðum eftir áætlaðan af- hendingartíma. 2) Þrátt fyrir sömu, góðu að- stöðu hefir ekki verið unnt að standa við gefin loforð um verð á íbúðum, svo að það er ekki hagstæðara en hjá „bröskurum“, sem FB mun m.a. hafa átt að klekkja á. En þá er eftir sú ályktun, sem þeir gera sér bezta grein fyrir, er standa sjálfir í byggingai- framkvæmdum án aðstoðar FB. Sú ályktun er á þessa leið: 3) Svo miklu fjármagni liefir verið beint í þessa tilraunabygg- ingastarfsemi FB, að þa5 hefir bókstaflega haft lamandi áhrif á starfsemi annarra aðila, bæði ein staklinga og félaga, bakað þeim aukinn kostnað og margvíslegar tafir, svo að það tjón, sem af þessu hlýzt, verður vart metíð til fjár. Það er kapítuli út af fyrir sig, sem drepið er á hér að síðustu, og mætti ræða um þetta atriði í löngu máli þótt aðeins skuli að sinni látið nægja að drepa á veigamestu atriðin í þessu sam- bandi. Það liggur í augum uppi, að það hlýtur að hafa mikil ahrif í litlu þjóðféiagi eins og okkar js- lendinga þar sem fjármaga er mjög takmarkað en þörfin fyrir það nær oþrjótandi — þegar miklum hluta þess er beint til á- kveðinna aðila vegna einstakra verkefna, eins og gert hefur ver ið í því máli, sem hér hefir ver ið rætt að nokkru. Þegar þannig er að farið, tð hundruð milljóna eru fengin ein-. stökum aðila til ráðstöfjnar, hlýtur það að orsaka fjármagns- svelti hjá öðrum, sem verða að leita til sömu sjóða. Þetta bitnar því á fjölmörgum einstaklingum, bæði þeim, sem eru að reyna að byggja yfir sig af eigin tamra- leik, eða gengið hafa í bygg- ingarsamvinnufélög, sem fá lé- legri fyrirgreiðslu vegna þess, hve FB er frek til matarins, fjár- muna Húsnæðismálastjórnar, og loks bitnar þetta á svo að segja öllum öðrum, sem við byggmgar fást. Þeir aðilar, sem verða þannig afskiptir, verða þá að ger i ann- að tveggja, því að þriðja leiðin er ekki til: Þeir verða annað- hvort að draga saman seglin og fresta framkvæmdum að ein- hverju eða öllu leyti um lang- an tima eða skamman, eða þeir verða að afla sér dýrara láns- ifjár. Báðir þessir kostir hafa í för með sér óeðlilegan drátt á framkvæmdum og stóraukinn kostnað. Nú væri hægt undir vissum kringuiústæðum, að verja raðstaf anir, sem leiða til þess ástands, sem getið er í síðustu málsgrein. Þær mætti verja, ef árangurinn væri sá, að fundin væri örugg leið til lækkunar á byggingar- kostnaði. En sýnt hefir verið fram á fyrr í þessari grein, að því er alls ekki að heilsa — byggingarkostnaður hjá FB er hærri en sá, sem Hagstofa ís- lands gerir ráð fyrir í fjölbýlis- húsi. Niðurstaðan af þessari til- raunastarfsemi Húsnæðismála- stofnunar er sú, að hún hefir ekki borið tilætlaðan árangur, þótt FB hafi haft allar aðstæð- ur til þess að inna það hlut- verk af hendi, sem til var ætl- azt: Fullnægjandi fjármagn og frjálsar hendur til þess að fara nýjar leiðir í byggingarfram- kvæmdum. Það er sjálfsagt að gera til- raunir á sviði húsbygginga, sem á öðrum sviðum þjóðfélagsins, og allir eru sammála um, að reynt sé að finna leiðir til að iækka íbúðarverð. En þegar það er komið á daginn, að árangurinn hefir ekki orðið sá, sem mönn- um var talin trú um í upphafi, að hlyti að verða, og þegar það er auk þess augljóst, að sú rausn sem FB hefir verið heimiluð í notkun fjármuna, hefir ekki að- eins orðið árangurslaus lieldur bókstaflega skaðleg fyrir aðra aðila þjóðfélagsins, þá er full á- stæða til að taka til athugunar, hvort ekki sé rétt að skapa öðr- um aðilum aðsrtöðu til að fara þær leiðir í byggingarmálun., sem reynslan sýnir þeim, að helzt muni vera vænlegar til úrbóta. Það er því almenn ásk irun lil viðkomandi aðila, að þeir átti sig á því, sem reynslan af bygg- ingarstarfi FB hefir sýnt ótví- rætt að nefndin veldur eng- an veginn því verkef.V., sem henni var fengið. Þess vegna verður að leita annara úrræða 1 þessum málum. Stjórn Einhamars. Mýlenduvöruverzlun til sölu Til sölu nýlenduvöruverzlun, er starfrækt er í húsnæði eiganda sem fæst leigt með liagstæðum skilmálum. Lítill og góður vörulegar. Tæki og innréttingar seljast eða fást leigð eftir samkomulagi. Málflutnings og fasteignastofa t Aguar Gústafsson, hrl. t Björn Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. , Simar 22870 — 21750. j Utan skrifstofutíma: 35455 —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.