Morgunblaðið - 19.07.1968, Page 18

Morgunblaðið - 19.07.1968, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 Kristinn Björnsson frá Ási — Fæddur 19. uaaí 1892 . Dáinn 12. júlí 1968 KRFoTINN íæddist á Akranesi, foreldrar hans voru Bjarni Jóns- son og Sigríður Hjálmarsdóttir Hjáimarssonar (Bólu Hjálmars). Hann fór ungur í fóstur að Ási í Vatnsdal til Guðmundar Ólafs- sonar alþingismanns og konu hans, Sigurlaugar Guðmundsdótt ur. Um tvítugt hóf hann búskap í Húnavatnssýslu og bjó þar um 10 ára skeið, en fluttist svo til Vestmannaeyja og stundaði þar bifreiðaakstur og fl. í mörg ár. Þaðan fluttist hann að Borgar- t Sonur okkar og bróðir, Gísli G. Axelsson Alfhólsvegi 43, lézt af slysförum 15. júll sl. Guðrún Gísladóttir, Axel Jónsson, Jóhanna Axelsdóttir, Þórhannes Axelsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, Björg Þórðardóttir, andaðist á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 17. þ.m. Hulda Sigurðardóttir, Stefán Júlíusson, Sigurður Birgir Stefánsson. t Faðir minn tengdafaðir og afi, Jóhann Magnússon skipstjóri, Neskaupstað, andaðist á Sjúkrahúsi Nes- kaupstaðar 17. júlL Jarðar- förin fer fram frá Norðfjarð- arkirkju 23. júlL Maria Jóhannsdóttir, Jóhann Pétur Guðmundsson og barnaböm. t Útför, Rebekku Eddu Hansen Laufásvegi 24, fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 22. júlí kl. 13.30. Blóm afbeðin. — Fyrir hönd fjarstadds föður og annarra ættingja. Halldór Hansen, yngri, Sigrún Hansen. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Elíasar Jóhannssonar. Ragnar Elíasson, Guðlaug Helgadóttir, Sigriður Elíasdóttir, Friðfinnur Amason, Jóhann Elíasson, Hulda Guðmundsdóttir, Helgi Eliasson, Guðrún Finnbogadóttir og barnabörn og aðrir ættingjar. Minning holti í Biskupstungum, og bjó þar unz hann fluttist til Reykja- víkur. Kristinn er landskunnur fyrir lausavísur sínar og ijóðabók hans „Ómar frá ævidögum", kom út 1965. Stuttu eftir að kvöldvöku- félagið Ljóð og Saga var stofnað gerðist Kristinn félagi í því, og var boðinn velkomkin með dynj- andi lófataki. Þá hófst okkar samstarf; mat ég hann því meir sem ég kynntist honum nánar. Það var mikii gæfa fyrir fé- lagið, að mega njóta hæfileika hans og starfskrafta. Það mun hafa verið fáar fcvöldvökurnar, sem hann lék ekki á ljóðhörpu sína, og alltaf við sömu undir- tektir. Fór saman hjá honum efni og flutningur. Hann var félag- inn, sem öllum þótti vænt um og allir vildu blanda sem oftast geði við á gleðistundum. Þessi hvíthærði öldungur, var svo ung- ur í anda og gæddur kitiandi gamansemi og frábærum frá- sagnarstíl. Þótt ég hrifist af hon- um, er hann flutti stórbrotin kvæði í ræðustól, fannst mér hann njóta sín bezt, er hann sagði frá gamansömum atvikum frá liðnum árum, og flutti snjall ar stökur í vináhópi. Hann hafði brennandi áhuga alltaf reiðubúinn til þátttöku í fyrir starfsemi félagsins, og var t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall sonar okkar, Guðmundar Erlendar Hermannssonar. Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir, Hermann Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við and- lát og útför móður okkar og dóttur minnar, Ólafar B. Jónsdóttur trá fsafírði. Auður Þórisdóttir, Þórir Þórisson, Kristin Þórisdóttir, Haukur Þórisson, Steindóra R. Steindórsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Þuríðar Ingibjargar Klemensdóttur Klöpp, Seltjarnamesi, Börn, tengdabörn, barna- börn og bamabarnabörn. kvöldvökustarfinu, hvenær sem til hans var leitað. Kristinn var í ritnefnd félagsins og vanr. að útgáfu tveggja félagsblaða. Hann var gerður heiðursféiagi á aðal- fundi félagsins 1967, sýnir það hverra vinsælda hann naut. Hann tók þátt í flestum skemmtiferðum félagsins og lét þar ekki sitt eftir liggja, að halda uppi glaðværðinni. Flugu þá margar snjallar stökur um þekki. Þann 7. þ.m. kom hahn úr skemmtiferð félagsins um Snæ- fellsnes, er leið að ferðalokum, kvað Kristinn að síðustu þessa vísu: Nú er skammt til skilnaðar skemmtistundir dvína, ykkur ferðafélagar flyt ég kveðju mina. Það mun enginn hafa búizt við því þá, að þetta væri hinzta kveðjan, og að harpa hans mundi ekki óma oftar í glöðum hópi. Ég veit að ég mæli þar íyrir munn allra félaganna í Ljóð og Sögu, er ég þakka þér horfni vinur, fyrir allar ánægjustund- irnar, og fyrir allt sem þú vannst fyrir félagið okkar. Margir af afkomendum skáids- ins Bólu Hjálimars, hafa vel kveðið, þó er mér í hug, að lang- afinn hafi beðið við landamærin, og hafi boðið þennan afkomenda sinn velkominn, með léttri stöku, sem þann af þeim, sem hafi far- ið mestum listamannshöndum um ljóðahörpuna til þessa. Ég vil votta konu hans, börn- um og tengdabörnum mína inni- legustu samúð. Kristmundur J. Sigurðsson. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem heiðruðu mig á 75 ára afmæli mínu 24. júní, með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og barnaböm- um nær og fjær. Guð blessi ykkur ölL Sigríður Guðmundsdóttir, Bergþórugötu 18. Ólafur Björnsson, skó- smiður — Minning HANN andaðist 12. júlí sl. og verður útför hans gerð í dag. Síðustu vikurnar dvaldist hann í sjúkrahúsi og þar átti hann 86 ára afmæli 19. júní síðasitliðinn. Olafur fæddist að Innstavogi á Akranesi árið 1883, sonur hjón- anna Sesselju Ólafsdóttur og Björns Jóhannssonar, sem þar bjuggu. í frumbernsku veiktist hann af alvarlegum sjúkdómþ með þeim afleiðingum, að hann missti heyrn og þar með mögu- leikann til að læra að tala. Var hann því málíaus alla ævi. — Á þessum tímum var fárra kosta völ um hjálp og kennslu heyrnar lausra. En um 1890 var komið á fót málleysingjaskóla á Stóra- Hrauni í Árnessýslu undir hand- leiðslu séra Ólafs Helgasonar. Þangað var Ólafi Björnssyni kom ið, er hann var 9 eða 10 ára gam- all og naut þar kennsiu nokkur árin. Drengurinn var bæði greind ur og námfús og varð dvölin á Stóra-Hrauni, og handleiðsla séra Ólaís, honum heilladrjúgt veganesi á langri lífsleið. Ura tvítugt eða litlu fyrr, hóf hann skósmíðanám í Reykjavík og lauk því á tilskildum tima. Eftir það stundaði hann þá iðn fulla tvo áratugi, en hvartf síðar á ævinni að öðrum störfum, sem ekki fylgdu eins mi'klar kyrrset- ur. Lengst af var hann þá starfs- maður í Sænska frystihúsinu ■ Reykjavík. Hann gekk ætíð heili og ótrauður að hverju verki, og vann fullann starfsdag fram á síðustu ár. Árið 1940 kvænitist Ólafur eftir liifandi konu sinni, Guðfinnu Grímsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur, sem er gift ko>na ,pg hús- móðir í Reykjavík. Þó að Ólafur Björnsson færi á mis við þau dýrmætu hnoss, heyrn og roál, varð hann ekki viðstila við menn og málefni sinnar tíðar. Hann las mikið, fylgdist eftir föngum með því, sem efst var á baugi með þjóð- inni og var óhvikull í fylgi sínu við þær stefnur, gem hamn taldi vænlegastar. Jafnan var hann glaður og reifur og hafði glöggt auga fyrir öllum tilbrigðum í háttalagi og fari samferðamann- anna. Hann bjó yfir ríku skop- skyni, en það var góðkynjað og jafnan stillt í hóí af eðlislægrr háttvísi. Reglusemi og trú- mennska settu sinn svip á allt dagfar Ólafs Björnssonar og hann hafði að leiðarljósi lífsreglu gamla Snjólfs í sögu Gunnars Gunnarssonar: „Að standa í skil- um við alla og skulda engum neitt“. — En nú var lifsiþrekið þorrið, og aðeins eftir skuldas'kil in miklu, sem ailra bíða. Þau um skipti eru síður en svo sorgar- efni, þótt söknuður sæki nú að og kveðji dyra hjá fjölskyldu hans og vandamönnum, svo og öðrum, sem áttu með honum samleið og kynni á löngum æviferli. En sá tregi er mildur, og yljaður minn- ingum um góðan dreng. Því fylgja honum nú margir þakkiát- ir vinarhugir við leiðarlok. Frimann Jónasson. Telja að breyta beri gerð og fram- kvæmd landsprófs að nokkru Blaðinu hefnr borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá fræðslumálaskrifstofunni: DAGANA 24.—26. júní sl. boðaði fræðslumálastjóri, Helgi Elías- son, skólastjóra, héraðs-, mið- og gagnfræðaskólanna til fundar í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri. í upptafi fundar gerði fræðslu málastjóri grein fyrir verkefni fundarins og minnti á þau miklu skrif og umræður er orðið hefðu um islenzk fræðslumál sl. vetur. Fundarstjórar voru þeir Sverr- ir Pálsson, skólastjóri á Akur- eyri, og Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri í Skógum. Aðalverkefni fundarins voru: Landspróf miðskóla og tram- tíð þess, eðlis- og efnaJræði- kennsia, samræming gagnfræða- prófs. Andri ísaksson, forstöðumaður skólarannsókna, flutti ítarlegt framsöguerindi um landsprófið. Kom þar fram, að landsprófs- nemendum fjölgaði ört. Nú í ár hefðu 31% af 16 ára unglingum þreytt landsprófið, en 26% 1967. Ræðumaður rakti í einstökuim atriðum gagnrýni þá, sem fram hefði komið á þetta próf og framkvæmd þess. Þá gat hann ýmsra breytinga, er ræddar hefðu verið og væru í athugun bæði á kennsluháttum fyrir þetta próf, verkefnum og próf- fram'kvæmdum. Sveinbjöm Bjömsson, eðlis- fræðingur, flutti gagnmerkt er- indi um eðlis- og efnafræði- kennslu í barna- og gagnfræða- skólum. Hann er formaður nefnd ar, er skipuð var að tilhlutan skólarannsókna og gera skyldi áætlun um kennslu þessara greina í ísl. skólum. Auk Svein- bjarnar voru eftirtaldir nefndar- menn gestir fundarins: Páll Theódórsson, eðlisfræðingur, Steingrímur Baldursson, prófess. or, og Sigurður Elíasson, kenn- ari. Nefndin hafði gert mjög ýtarlega og hnitmiðaða fram- kvæmdaáætlun um eðlis- og efnafræðikennslu. Kynnti Svein- björn nefndarálitið og skýrði í eistökum atriðum. Þriðja aðalmál fundarins var samræming gagnfræðaprófs. — Flutti Andri ísaksson framsögu- erindi. Er urvnið að þvi að sam- ræroa gagnfræðaprófið í ís- lenzku, erlendum málum og stærðfræðL Á vegum skólarann- sókna var könnunarpróf í þess- um greinum í öilum gagnfræða- deildum sl. vor. Var það nauð- symlegur undirbúningur undir gerð og framkvæmd væntan- legra samei'ginlegra prófverk- efna við gagnfræðapróf. Miklar og abnennar umræður urðu um öll þessi mál. Var það samhljóða álit fundarmanna, að ekki beri að Ieggja niður lands- próf miðskóla, en hins vegar breyta gerð þess og framkvæmd að nokkru. Þá voru menn sammála um nauðsyn þess að samraema gagn- fræðapróf í vissum greinum og að viss'U martki, en halda þó opnum Ieiðum til frjálsræðis í kennsluháttum einstakra skóla. Fundarmenn lýstu mikilli á- nægju yfir framkvæmdaáætlun eðlisfræðinefndar og þökkuðu nefndinni sérstaklega vel unnin störf. Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, flutti fróðlegt erindi um iþróttir í skólum. Urðu það all- miklar umræður. í aðalmálum fundarins voru eftirfarandi ályktanir gerðar: 1. Fundurinn lýsir eindregn- um stuðningi við tillögur eðlis- og efnafræðinefnd'ar Skólarann- sókna menntamálaráðuneytisins og þakkar nefndinni vel unnin störf. Fundurinn skorar á men'ntamálaráðherra að stuðla að fullri framkvæmd á tillögum nefndarinnar og ráða þegar hæf- an mann til umsjónar með nauð- synlegum enduribótum. J afn- framt væntir fundurirvn þess, að sarns konar endurskoðun verði látin fara fram á fleiri náms- greinum. 2. Fundurinn telur, að lands- próf miðskóla hafi verið réttar- bót, náð tilgangi sínum og eigi því fullan rétt á sér. Þó verði umnið áfram að endurbótum á prófinu, svo að það gegni sem þezt því hlutverki að kanna kiunnáttu og hæfni nemenda til framhaldsnáms. 3. Fundurinn telur æskilegt að landsprófenemendum, sem skortir lítið eitt til þess að ná framhaldseinkunn vegna liágrar einkunnar í einni eða mest tveimur námsgreinum, verði gef inn kostur á haiustprófi í þeim Framhald & bla. U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.