Morgunblaðið - 19.07.1968, Page 20

Morgunblaðið - 19.07.1968, Page 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 Ódýr dilkalifur Seljum næstu daga ódýra dilkalifur frá kr. 40,00 per kg. Nýtt hvalkjöt kr. 28,00 per kg, svið og folaldakjöt. Afurðasala Reykhússins h.f. Skipholti 37 — (Bolholtsmegin), sími 38567. Lokað vegna sumarleyfa Verkstæðið verður lokað vegna sumarleyfa 22. júlí til 6. ágúst. Þ. JÓNSSON & CO. Brautarholti 6. Hef opnað hárgreiðslustofu í sambandi við snyrtistofuna ÍRIS Hverfisgötu 42 Sími 13645. ESTER VALDIMARSDÓTTIR. Hafís og músarholu sjónarmið ÞEGAR gengisbreytingar hafa á undanfarandi áratugum verið framkvæmdar á íslandi, hefir sá háttur ávalt verið á hafður, að allir þeir kaupsýsluaðilar, er átt hafa birgðir verzlunar- og iðnað- arvarnings, hafa verið til þess skyldaðir að selja slíkar birgðir á hinu svokallaða „gamla verði“. Hagfræðin viðurkennir það lögmál, að í hvert sinn sem inn- kaupsverð vöru hækki, — en gengislækkun þýðir hækkun jin kaupsverðs, alls erlends varn- ings og hráefnis, — þá beri að hækka söluverð allra vörubirgða til kaupenda, og skuli hækkunin nema því er innkaupsverðið á sama varningi og hrávöru hækk- ar, þannig að vörubirgðir fyrir- tækis haldist óskertar að magni. Á íslandi hafa öfundin og heimskan hinsvegar fengið að ráða, þannig að jafnvel stjórn- málamenn, sem vissu hvað var rétt, þorðu ekki að standa á sannfæringunni, heldur létu und an skammsýnum kröfum hinna illgjörnu og öfundsjúku um að „hinir ríku mættu ekki verða rík ari“ og hagnast á gengisfelling- unni, — eins og það hefir verið látið heita. Það lá í augum uppi fyrir þá sem vildu, og höfðu þekkingu til, að skilja, að þetta orðalag var byggt á blekkjandi notkun talna, sem áróðursmenn þjóðnýt- ingarstefnu notfærðu sér og stefnu sinni til framdráttar með lævísum aðferðum, í því augna- miði að murka lífið úr verzlunar og iðnaðarfyrirtækjum í einka- eign með markvissum hætti, enda þessi aðferð gamalkunn frá járntjaldslöndunum, svo ríkið gæti yfirtekið allt fyrir ekkert, eins og gerist þar þegar fyrirtæk in voru komin í strand og aðeins ríkið til að kaupa. Þetta er nú komið langleiðina hér, því fyrirtækin í verzlun og iðnaði og einnig þjónustufyrir- tæki hafa smám saman verið að ganga sig upp að hnjám, vegna skorts á afkomumöguleikum, teknum af þeim niðurskurði á nauðsynlegri álagningu. — Segir hinn ískyggilegi vöxtur gjald- þrota hjá fyrirtækjum sína sögu um þetta. Við það að þurfa æ ofan í æ, að selja vörubirgðir sínar á „gamla verðinu", og búa svo við ströng verðlagsákvæði (verð- þvingun) lengstum, sem fyrir- byggja ágóða (gróða eins og það heitir), til að vega upp á móti rýrnun birgða, hafa fyrirtækin smátt og smátt tapað fjármagni sínu, og þannig misst lífsblóð sitt. — Peningarnir eru afl þess sem gera skal, og þeir verða að græðast til að verða nokkurn tíma til. Þeir eru hinsvegar nú að mestu í eigu alllskonar sjóða (og bankastofnana, eða stjórnað af þeim) þ.e. í opinberri eða hálf opinberri eigu, — en ekki hjá fyrirtækjunum, sem sárvantar rekstursfé. Þegar menn í eymd og volæði tala um að flýja land, þar sem einkarekstur atvinnufyrirtækja geti ekki þrifizt á íslandi, þá er það þetta, sem menn eiga við. FjármagnsmyndMn í fyrirtækj- um á íslandi, þótt þau séu eins vel rekin og unnt er, er varla til, og mest fyrir áþján, en ekki fyrir óhagsýni. Ef menn halda að ís- lenzkir kaupsýslumenn kunni ekki að reka sín fyrirtæki þá lýsir það meiri heimsku en nokkru tali tekur, því erlendir kaupsýslumenn, sem heyra um aðbúð og skilyrði hinna íslenzku starfsbræðra sinna hafa sagt, að sú álagning, sem þeir hafa, myndi ekki nægja þeim, þótt okk ar kaupsýslumenn hafi getað lifað þetta af ennþá — sjá þó at- hugasemdina um gjaidþrot fyrir tækja hér að ofan. Landsfólkið getur orðið svo grimmt (og grimmd er þetta og ekkert annað) gagnvart þeim, sem þjóna því sem kaupsýslu- menn og iðnaðarframleiðendur, að þessir menn geta fyllzt von- leysi og uppgjöf, og langað til að losna úr áþján hinna óþolandi starfsskilyrða, sem þeir flestir búa við. Þessu skyldi almenningur ekki gleyma þegar stagazt er á því, að bezt sé og lífvænlegast að stunda atvinnurekstur á íslandi. Flestum þykir vænt um landið sitt, en því skyldi enginn rugla saman við, hvað er sannleikur- inn um framkomu fólksins í land inu hvað við annað. En það er eitt, sem menn hafa ekki athugað, sem er alvarlegt fyrir allt landsfólkið í sambandi við þetta mál: í dag hafa fá eða engin fyrirtæki í landinu fjár- magn til þess, að halda þann lag- er af neyzluvörum, eins og mat og fóðurvörum, olíu til hitunar, benzíni, efnivöru til iðnaðar- framleiðslu o. m. fl., sem telja ber nauðsynlegt af öryggisástæð um einum saman, að til séu í landinu. Ef styrjöld skylli á snögglega, eða ef hafísinn lokaði öllum sigl- ingaleiðum til landsins, þá gæti það orðið afdrifaríkt fyrir lands- lýðinn, að þröngsýnin og heimsk an, sem ræður málum á íslandi, hefði orsakað það að fyrirtækin í landinu væru of máttlaus til að geta átt fyrirliggjandi þær vöru- byrgðir og nauðsynjar, sem lífs- nauðsynlegar eru til að geta hald ið lífinu í landsfólkinu, nema örskamman tíma. Þótt gripið yrði þá til örþrifaráða, er óvíst að slíkt myndi duga til að forða neyð og skorti, og jafnvel mann- felli, ef illa tækist til. Það er gott að stofna hafís- nefnd á íslandi, en óvíst er að slíkt dyggði eða dugi, eins vel og skynsamleg tilhögun viðskipta mála þjóðarinnar, ef í nauðirnar ræki. Ófrelsið í þessum málum get- ur hitt þjóðina sjálfa illa, ef ekki er rétt á hlutina litið í tíma. Ef málið er íhugað í alvöru þá hefir þjóðin raunveru'lega ekki efni á ófrelsinu í álagningarmál- unum. Þótt enginn virðist sjá það þá verður slíkt ástand aðeins til að skapa áhættu, svo óþægindin, sem öllum virðast dulin, séu ekki nefnd. Það er oft svo, eins og viðurkennt er af glöggum mönnum, að ef reynt er að fá hlutina ódýrari en þeir raun- verulega kosta, geta þeir orðið dýrari í reyndinni, þótt allir haldi að þeir séu að spara ósköp- in öll. Það sem þarf að gerast er að láta víðsýnni sjónarmið ráða, og herða sig upp í að kasta „músar- holusjónarmiðumim" fyrir borð, svo hægt sé að fá ráðið bót á ástandinu, sem er landsfólkinu til óþurftar, þótt enginn þykist sjá það. Lokað vegna sumarleyfa frá 22. júlí til 12. ágúst. AGNAR NORÐFJÖRÐ & CO. H.F. Jeppi óskast til leigu um mánaðartíma (helzt) dísil. Þeir, sem áhuga hafa eru beðnir að snúa sér strax til Raunvísindastofunar Háskólans, síma 21340. Raunvísindastofnun Háskólans. Rýmingarsala m. a. dömusumarblússur, herrasportpeysur og sport- blússur, telpnapeysur, stretchbuxur og gallabuxur, / drengjaskyrtur, sportblússur, peysur og fleira. Verzlunin Fífa, Laugavegi 99, (gengið inn frá Snorrabraut). L0K4Ð Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 22. þ.m. vegna skemmtiferðar starfsfólksins. TOLLST J ÓR ASKRIFSTOF AN. Brauðborg, Njálsgötu 112 Við seljum smurt brauð, heitar súpur, kaffi, te, öl og gosdrykki. — Reynið síldina okkar. BRAUÐBORG Símar 18680 og 16513. L Sveinn Ólafsson, Silfurtúni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.