Morgunblaðið - 19.07.1968, Side 24

Morgunblaðið - 19.07.1968, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 4. kafli. I því þrönga umhverfi, re n þarna var, vissu auðvitað aliir af þessu, áður en klukkust in'J var liðin. Móðir Pam var yfir sig fegin Frú Richards var afskapiega náðug enda þótt hún væri ekki yfir sig hrifin. Samt kyssti hún Pam á báðar kinnar og óskaði Itenni til hamingju. En svo sagði hún, og næstum í sömu andrnnni: — Þú veizt, að hann sonur minn er daðrari. Og ég held f kki einusinni, að hjónabandið ge*i lagað það. — Vertu nú ekki með pessa v.tleysu, mamma, þá fælirðu hana Pam frá mér, sagði Hugh h’æjandi. Honum virtist alveg sama um þessa athugasemd. Fiú Richards sagðist ætla að halda trúlofunarveizlu fyrir þau áður en Hugh átti að leggja af stað til Rio. Það var ákveðið, að Pam skyldi koma þangað til hans, eftir sex mánuði. Og svo átti brúðkaupið að fara fram frá heimili eins kunningja hans þar í landi. — Ég verð að láta skreyta húsið mitt almennilega áður en þú kemur, sagði hann. Og svo er það hann Jeff. Hann verður að byggja yfir sig, annarss*aðar á landareigninni. Við kærum okkur ekki um að hafa hann hangandi yfir okkur, er það, elskan? Hann skríkti og kyssti hana — Auk þess yrði hann svo afbrýðisamur í hvert skipti sem hann liti á þig, að mig mundi mest langa til að kykja hann. Pam hafði gaman af að verða þess vör, að þessi trúlofun hen.i- ar breytti algjörlega þjóðfélags- legri stöðu hennar þarna í ná- grenninu. Fólk, sem hafði rétt getað þolað hana hingað til, tóx nú á sig krók til þess að vera almennilegt við hana, og allar ó- giftu vinstúlkurnar hennar litu nú á hana með einskonar lotn- ingu, og svolítilli öfund í augna- HITER I AF ÞESSUM ÞREM XAFFI TEGUNDUM ER BEZT? W> itíti AUII^IkA —} ....-r .m Það er smekks- atriði hitt er staðreynd að allt er þetta úrvalskaffi. Þess vegna eru allar tegundirnar svona hressandi. O.JOHNSON & KAABER VELIUU ISLENZKT ISUNZKAN ionad ráðinu. Henni hafði tekizt það, sem þeim hafði enn ekki tekizt. Hún hafði náð sér í mann. Og laglegan og ríkan í þokkabót. Mann, sem þær hefðu viljað gefa mikið til að ná í sjálfar. Hún minntist þess, hveroíg bær höfðu, áður en Hugh kom, bleg- ið saman að honum, en und- ir eins og hann var kominn, hló engin þeirra. Hann var of glæsilegur til þess að kvenfóik færi að hlæja að honum. 7 -----►---------- » 1 nokkrar vikur var hún frá sér numin af hrifningu, en þá tók þessi draugur, sem var brott för Hughs, að kvelja hana. Hugsunin um sex mánaða að- skilnað var hreinasta KV’alræði. Ýmsir kvíðvænlegir möguleikar kvöldu hana. Flugvélin hans gæti farizt. Hann gæti orðið veikur.þegar hann væri oflangt burtu til þess að hún gæti komizt til hans. Og svo g.pti hann hitt einhverja, sem honum litizt betur á en hana. Hugh tók eftir þessum áhyggj- um hennar, ogreyndi að nrista þær úr henni. Æ, hvað þú ert elskuægur bjáni, hæddist hann að henm. — Hvaða ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum sex mánuðum? Þeir eru liðnir áður en þú veizt af, og svo veoðum við alltaf saman. Alltaf mundu bað. Svo kom brottfarardagurinn. Þau höfðu orðið ásátt um, að þau skyldu kveðjast heima hjá henni, en hún ekki fara a stöð- ina þaðan sem lestin fór til London. Það væri ekkert gagn i því að vera að kveðjast á ;arn- brautarstöð. Þá eru bara ..autuð einhver hversdagsleg orð, af hræðslu við að segja eitthvað raunverulegt, sem gæti sett mann út úr jafnvæginu. Lestin hans átti að fara kiukk an tólf, Hann ætlaði að koma heim til hennar klukkan Jausl fyrir ellefu. Pam var komin upp eld- snemma morguns. Hún gokk fram og aftur í stóra garðinum, sem var allur döggvotur og glitr- andi í morgunsólinni, og með Binks á hælunum, og hugsaði með sér: — Hugh er að fara í dag! Hvernig afber ég það? Og samt þori ég ekki að sýnn hon- um, hversu mjög ég sakna hans. Líklega mundi hann bara hiæja að mér. Þau mundu ekki hafa langan tíma að vera saman - rétt eina klukkustund, en hún vonaði, að á , þeim skamma tíma mundi Hugh segja eitthvað, sem gæti hjálpað henni að þreyja þennan tíma, sem í vændum var. Eitt- hvað, sem hún gæti huggað sig við á öllum andvökustundunum, og dreymt um á nóttinni. En þegar hann loksins kom, var hann næstum kvíðvænlega kát- ur í bragði. — Nú engin tár, Pam! sagði hann. Við skulum láta eins og ég ætli að vera hálfan dag í borginni, og komi aftur til þín í kvöld. LOKAÐ vegna sumarleyfa starfsfólks frá 19. júlí til 10 ágúst INNI- HURÐIR MESTA tJRVAL SIGURÐUR ELIASSON% AUÐBREKKA 52-54 KÓPAVOGI SÍMI 41380 OG 41381 BÚSÁHÖLD i 2 ==[/ \ f ~ r i j \ f / íKjcíiíjfiJiíirt. LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 'T 19. JÚLÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þar verður vel ágengt í samskiptum við fólk, og fjölskyldumál in lagast fyrirhafnarlítið Nautið 20. apríl — 20. maí. Eftir að þú hefur íhugað heilsufar þitt, skaltu gefa öðrum góðar hugmyndir. Þú Skalt vinna hratt, en mætir þó einhverri mótspyrnu sem dvínar, er fram líða stundir. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Sittu hjá, ef hægt er, og virtu einkamál annarra. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þú gefur ungu fólki mikinn gaum í dag, vertu þolinmóður Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Láttu ekki vanþóknun þína uppi, leitaðu hjálpar, allt mun fara vel og ættingjar reynast betur en á horfðist. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Nákvæmni þín er lofsverð, og þér verður launað vel Vogin 23. sept. — 23. okt. Ýmsir þér fremri reynast þér vel og taka málstað þinn. Sporðdrekinn 23 okt. — 21. nov. Þú finnur ágætis samvmnu að heiman, og margt gengur þér 1 hag. Eitthvað óvænt skeður með kvöldinu. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21 des Illkvittnar manneskjur reyna að breyta áformum þnum, og fylgstu með gerðum þeirra en ekki orðum Steingeitin 22. des. — 19. jan. ýmsir vilja gerast nokkuð gjöfulir fyrir þína hönd, en þú skalt heldur halda á spöðunum heima fyrir Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Taktu ákvarðanir strax eða ekki Vertu skorinorður, og reyndu að hagnast sem mest á hlutunum Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Láttu ekki smá atriði fara fram hjá þérr sem áhrif kynnu að hafa á áform þín seinna i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.