Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 Allar vonirnar brustu - Noregur vann 4:0 unnu auðveldan sigur Með hugann fullan af vonum um góðan leik, kappsfulla baráttu, og jafnvel sigur komu 7—8000 manns á Laugardalsvöllinn í gær- kvöldi. Unglingaliðið með sinn gneistandi sigurvilja hafði kveikt bjartar vonir í íþróttaunnendum. Sigurvíma hafði gagntekið fjölda fólks — sumarkvöldið var bjart og fagurt og margir voru undir- búnir að fagna sigri. En vonirnar eiginlega meira en brustu. Það var eins og kastali hryndi. íslenzkt lið má víst aldrei eygja von um sigur, ef leikur á að sjást hjá því. Vonir áttu sannarlega að vera fyrir hendi eftir fyrri töp Norðmanna. Og þær vonir hefðu sannarlega átt að hafa getað rætzt eftir leik norska liðsins að dæma. En hver og einn getur reiknað út hvar staða okkar er þegar við, okkar lið tapar 4:0 fyrir líði sem á mánuði hefur tapað 6:1 fyrir Pólverjum og 5:1 fyrir Dönum. Við fengum fjögur mörk í okkar mikla markasafn — ekkert í sjóðinn. og varnarmann. íslenzka liðið náði engri samstöðu Baráttuandinn lítill og IMorðmenn Blómagjöf Leikurinn hófst mjög friðsam- lega með blómaafhendingu frá Norðmönnum til Éslendinga. Leik urinn átti eftir að sýna og sanna, að blómagjötfin var eins vel til íaliin og smyrsl á sár. En leikurinn var aldrei eins friðsamlegur og blómagjöf getur gefið tilefni til. Norðmenn léku strax í byrjun mjög fast og ís- lendingarnir svöruðu síðar í sama tón. Fyrstu mínúturnar gáfu þegar í skyn einhverja deyfð í ísl. lið- inu, menn voru staðir eins og þeir ætluðu þeim næsta að gera það sem þeim sjálfum bar. Engin hætta skapaðist þó Norð menn fengju hornspyrnu á 2. mín og ættu síðan tvær skottil- raunir. Norðmenn reyndu að kæfa tilraunir íslendinga til sókn- ar í byrjun og það var ein- mitt á slíkri stund, sem Þór- ólfur fyrirliði féll,. Hann var að byggja upp sókn er Tor Spydevold kom aðvífandi og gaf engin grið. Þórólfur féll við eftir viðureignina og var borinn af velli litlu síðar, með djúpan skurð á fæti, eft ir takka á skóm Norðmanns- ins. Byrjunin hafði verið svört hjá ísl. liðinu, en þó syrti nú enn í álinn er fyrirliðinn og helzta vonin varðandi sigur var af velli borinn. Leikurinn hófst að nýju og Norðmenn gáfu langa sendingu upp að vítateig fslendinga. Þar var Olav Nielsen til staðar, lék aðeins til hliðar og átti svo fast og fallegt skot í efra horn marks ins, sem hvaða markvörður sem var átti litla möguleika til að verja. Norðmenn náðu nú algerðum tökum á leiknum. Miðjumenn þeirra réðu lögum og lotfum á vallarmiðjunni og framherjarn- ir með sífelldar skiptingar rugl uðu vörn íslendinga næstum að vild. Þar brotnaði þó allt á mið vörðúnum Ellert og Guðna — um sinn. Hættan varð þó otft mik il við ísl. markið og mátti stund um heppni hrósa. Noregs mjög laglega, enda fengu þeir góðan tíma til þess og frið af hálfu íslendinga. Dybwad Olsen fékk að skoða alla leikstöðuna í rólegheitum úti á hægra kanti og sendi síð an fallega fyrir og fram og hitti á fætur Haralds Berg sem viðstöðulaust skoraði af Þorbergur fær bjargað. Móti þessu áttu fslendingar ekki nema örfáar tilraunir til sóknar — allar án þunga og al- drei var um hættu að ræða nema er Reynir var nálægt því að ná góðri sendingu yfir vörn ina — og var ívið of seinn og var að laga hnöttinn með hend inni til að fá markfærið, en að sjálfsögðu var aukaspyrna dæmd á ísl. liðið. Rothöggið Á 28. mín skoraði Harald Berg miðherji annað mark Þórólfur Beck borinn af velli. stuttu færi. Á aðdragandann horfðu ísl. varnarmennirnir. Fimm mínútum siðar var norski sigurinn innsiglaður. Sent var fram frá vallar- miðju og fengu fáir annað grent en Harald Berg væri þá rangstæður — en línuvörð ur veifaði ekki og dómari flautaði ekki, flestum til mik- illar furðu og Harlad Berg lék að marki og skoraði auð- veldlega. Möguleikar. Það var eins og þetta mark kveikti aðeins lífsneista í ísl. lið- inu. Þrívegis tókst þeim að ná snöggum sóknartikaunum og varð mesta hættan er Eyleifur komst innfyrir vörn með knött- inn og átti markvörðin einan Frjdlsíþróttamót UNGLINGAMEISTARAMÓT Is- lands í frjálsum íþróttum verður haldið á Akureyri 27. og 28. júlí n.k. Þátttaka tilkynnist fyrir 23. þ.m. Frjálsíþróttaráði Akureyr- ar, c/o dr. Ingimar Jónssyni, Byggðavegi 154, sími 11544 og á íþróttavellinum 21588. eftir. Markvörðurinn kom hlaup- andi á móti og fékk kraflað í knöttinn og stefnt honum út fyrir. Upp úr horninu sem eftir fylgdi var fast sótt að norska markinu — en heppnin var ekki með. Siðari hálfleikurinn var mun jafnari framan af og var greini- legt að Norðmenn ger’ðu sig á- nægða með að halda unnum sigri. Spilið var dreifðara og það var t.il hags fyrir ísl. liðið og nú hófst þáttur Elmars Geirs- sonar. Hann barðist af mikilli hugprýði og átti oft mjög fallega einleiksspretti, en því miður kom minna út í öllu saman en ástæða var til að ætla. Hann var líka oft einn í baráttunni, því allan tímann skorti hreyfanleik í ísl. liðfð. Að heppnin var mótsnúin fs- lendingum sannaðist vel á 18. mín. eftir einleikssprett Elmars og ákveðna sókn á miðjunni þar til að mjög gott færi skapaðist fyrir Eyleif sem átti fast skot, að vísu úr þröngu færi og mark vörðurinn fékk bjargað með út- hlaupi. í mörg önnur skipti voru ísl. sóknarmennirnir komnir í færi misjafnlega góð, en skot þeirra geiguðu öll. A síðustu minútu leiksins eru Norðmenn enn í sókn. Og Ola Dybwad Olsen, framliggjandi miðjuspilari, var kominn fram- arlega og skora'ði af alllöngu færi. Reiðarslagið var enn dunið yfir ísl. knattspyrnu. Liðin. fslenzka liðið var eins og svip- ur hjá sjón frá leiknum við Þjóð verjana. Þá var aldrei friður gef- inn mótherjunum. Nú var beðið, hörfað og horft á aðgerðir hinna. Miðjumennirnir náðu aldrei tök- um á mfðjunni og framlínan var án nokkurs baráttuhugar - nema Elmar í síðari hálfleik. að þýðir ekki að tala um smámistök, þeg- ar þau stóru blasa við á allar hliðar. Vörnin var betri helm- ingurinn en bakverðirnir þó slak ir einkum Þorsteinn sem sjaldan eða aldrei réði við mótherja sinn. Ellert Schram, Guðni Kjartans- son og Elmar eru þeir einu sem frá þessum leik komast án þess að hafa gersamlega brugðizt von um manna. Það að Þórólfur meiddist afsakar ekki allt, þótt slæmt hafi verið og vafasamt er a'ð val varamanna hafi verið eins vandað og ástæða er tiL Norska liðið lék hressilega og ákveðið. Það hafði einsett sér að tapa nú ekki í þriðja sinnið. Taktikin var að gefa mótherjan um ekki frið, vinna miðjuna og mata framherjana sem voru hreyfanlegir mjög og sívökulir með stöðuskiptingar, me'ð góð- um langboltum. Þessi taktik tókst fullkomlega, og Norðmönn um þykir þetta nokkur plástur á sín miklu sár, sem eru 6-1 tap- ið fyrir Póllandi og 5-1 tapið fyrir Dönum. frski dómarinn Mc Carthy var dæmigerður „heimadómari" sá sem dæmir að óskum fjöldans, heimaliðinu í viL Það lá við að maður tæki stundum fyrir aug- un að sjá, hvernig hann dæmdi í þessa átt. — A. St. Golf á Suðurnesjum Bridgestone-Camel keppni Golf klúbbs Suðurnesja hófst á Hólms vellinum í Leiru á miðvikudags- kvöld og leiknar 18 holur. Kepp endur eru alls 52 frá 3 klúbb- um, G.R., Keili í Hafnarfirði og G.S. Keppnin um Bridgestone bik- arinn er höggleikur án forgjaf- ar. ar tók hinn nýbakaði íslands meistari, Þorbjörn Kjærbo G.S., forystu með 76 högg. Næstur er Gunnlaugur Ragnarsson GR 77 högg og Pétur Guðmundsson GS 81. f keppninni um Camelbikarinn eru þeiæ með fæst högg án for- gjafar Högni Gunnlaugsson GS 63, Pétur Guðmundsson og Héð- inn Pétursson (feðgar) GS 65 högg og Gunnlaugur Ragnarsson GR 66 högg. ' Keppninni verður haldið á- fram á laugardag kl. 13.30. Þá leiknar 18 holur. Ræst verður út þannig að þeir fara fyrst sem beztum árangri ná'ðu á miðviku dag og keppninni lýkur á sunnu- dag, en þá leiknar síðustu 36 holurnar. Alsökunarbeiðni f GREIN um úrslitaleik fslend- inga og Svia í unglingamótinu í knattspyrnu var m.a. látið að því liggja, að „annarleg sjónar- mið“ hefðu ráðið gerðum dómar- ans. Þessi orð eru tekin til baka og beðist afsökunar á þeim. — A. St.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.