Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 28
FÖSTUDAGUR 19. JULI 1968 Um 1600 manns vinna við Búrfell og í Straumsvík Um 1600 manns eru nú starf- andi á tveimur vinnustöðum, á virkjunarstað við Búrfell og við framkvæmdir vegna álverk- smiðju í Straumsvík. Mbl. fékk þær upplýsingar á skrifstofu ISAL i gær, að nú séu um 820 manns vinnandi í Straumsvík og er þá allt starfs- fólk talið. verkfræðingar, skrif- stofufólk, iðnaðarmenn og verka menn. Á skrifstofu Landsvirkjunar fengust þær upplýsingar að tæp lega 800 manns væru vinnandi við Búrfell um þessar mundir. Eru þá allir starfsmenn taldir, verkfræðingar, iðnaðarmenn og verkamenn, Af þessum starfs hópi eru rúmlega 90 útlending- ar, þar með taldir verkfræðing- ar verktakanna. Verð á söltunarsíld — norðan lands og austan ákveðið Á FUNDI Yfirnefndar Terðiags ráðs sjávarútvegsins ’ dag var ákveðið, að Jágmarksverð á síld veiddri norífan- og austanlands frá byrjun síldarsöltunar ttl og með 30. 'september 1968 skuli vera sem 'hér segir: Hver uppsöltuð tunna (með 3 Meðvitundarlaus eftir slys Pilturinn, sem slasaðist um miðjan dag á miðvikudag við af falla af lyftara við flugvél á Keflavíkurflugvelli, var enn með vitundarlaus í gærkvöldi. Ligg ur hann í sjúkrahúsinu í Kefla- vík. Hann heitir Sigurður Lúð- víksson og er úr Keflavík. lögum í hring) kr. 472.00 Hver uppmæld tunna (1201ítr ar eða 108 kg) kr. 347.00 Verðið er miðað við að selj- endur skili síldinni í söltunar- kassa eins og venja hefur verið undanfarin ár. Ennfremur gilda sömu reglur og gilt hafa um síldarúrgang og úrkastssíld. Til skýringar skal það tekið fram, að við verðákvörðunina hefur þegar verið tekið fr i gjald vegna kostnaðar við flutninga sjósaltaðrar síldar af fjarlægum miðum samkvæmt ákvæðum' bráðabirgðalaga frá 10. maí 1968. Verðið var ákveðið með at kvæðum oddamanns yfirnefnaar innar og fulltrúum síldarseij- enda í nefndinni gegn atkvæð- um fulltrúa síldarkaupenda í nefndinni. Framhald 4 bls. 27 Koma vatnsleiðslunnar er mikill viðburður í sögu Vestmannaeyja, enda komu margir niður á höfn í gær til þess að skoða danska skipið, þar sem það lá við hafnarbakkann í veðurblíðunni. (Ljósm.Mbl. Sigurgeir Jónasson). Vatnsleiðslan komin til Eyja Vatn úr krönum í nœsta mánuði — Camall draumur rœtist UM þrjú-leytið í fyrrinótt sigldi danska skipið frá Nordisk Kab- el- og Trádfabrik inn á höfnina í Vestmannaeyjum eftir að hafa lagt vatnsleiðslu frá Landeyja- sandi til Eyja. Sjálf lögnin hafði aðeins tekið um sex klukkustund ir. Tengja á leiðsluna við dælu- hús í Vestmannaeyjum í dag, en vatninu verður ekki hleypt á vatnskerfi bæjarins fyrr en í næsta mánuði. Með þvi rætist gamall draumur allra Vest- mannaeyinga, því vatn það, sem þeir hafa haft til neyzlu, er tek- ið af húsþökum og víðar og hef- Langur heybandsvegur bænda í Þistilfirði Sœkja slœgjur suður til Eyrarbakka BÆNDUR norðan úr Þistilfirði koma í næstu viku til að heyja suður í Árnessýslu, þar sem þeir hafa fengið slægjur á Ólfus árbökkum ofan við Eyrarbakka. Það er Sigtryggur Þorláksson á Svalbarði í Þistilfirði, sem fal- aði í vandræðum sínum engja- lönd af Eyrarbakkahreppi, en hann hefur aðeins slægjur af túni fyrir tvær kýr, fyrir norð- an, en ekkert strá handa 500 fjár á Svalbarði. Eyrbekkingar vildu gjarnan hjálpa með því að leggja til slægjur og kemur Sigtryggur líklega eftir helgina suður með 2-3 menn til að heyja. En langur verður heybandsveg- urinn. Mbl. fékk upplýsingar um þetta hjá Vigfúsi Jónssyni, odd- vita á Eyrarbakka. Staðfesti hann að það hefði verið bundið fastmælum í gærmorgun, að Sval barðsmenn fengju afnot af engja landi miklu, sem Eyrarbakka- hreppur á og lítt hefur verið nýtt í 10-15 ár. Höfðu í sl. viku komið 2-3 menn úr Þistilfirði til að leita að slægjulandi, og fóru þess á leit, að fá að heyja þarna eins mikið og hægt væri. Engjalandið er gríðarstórt, hægt að heyja þar um 1000 hesta að því er Vigfús taldi, og vél- tækt mest af því. Landið liggur á bökkum Ölfusár, milli Eyrar- bakka og Kaldaðarness. Þarna voru áður býli, Flóagafl og Gerðiskot, sem voru miklar jarð- ir í gamla daga, og byggðist það á engjalöndunum. Um aldamót keypti Eyrarbakkahreppur land ið. Var það nytjað af þorpsbú- um um áratugi, meðan menn þar lögðu upp úr búskap, en hefur lítið verið notað síðustu 10-15 árin. Fleiri aðilar höfðu leitað eftir Frs íh.ild á bls. 27 ur á engann hátt fullnægt þörf neytenda. Blaðamaður Morgunbiaðsins ræddi í gær við nokkra af þeim mönnum, sem unnið hafa að lagningu vatnsleiðslunnar. Hvíld var hjá flestum þeirra í gær eft- ír að hafa komið leiðslunni nið- ur um nóttina. Um borð í skip- inu voru þeir N. P. Nieisen, skip- stjóri, og E. Fhilipsen, verkfræð- ingur, en hinn síðamefndi stjórn aði lagningunni af hálfu Dan- anna. Sagði Philipsen, að sjálft verkið við að leggja leiðsluna í sjó ,hefði aðeins tekið um 6 klst. en öll vinna við að koma leiðsl- Framhald á bls. 2 Skálholtshátíöin — Messa og samkoma í kirkjunni Skálholtshátíðin er næstkom- andi sunnudag, 21. júlí. Strax eftir hádegið verður messa í kirkjunni. Biskup íslands, lierra Sigurbjörn Einarsson og sokn- arpresturinn sr. Guðmundur Óli Ólafsson, þjóna fyrir altaii, en sr. Valdimar Eylands ,dr. theol predikar. Kl. 16.30 verður sam- koma í kirkjunni, þar sem flutt verður tónlist, ræða, helgileik- ur og ritningalestur. Hátíðin hefst með klukkna- hringingu kl. 13.30. Við mes.iuna, sem hefst með organleik kl. 13.40 Framhald á bli. «7 Beinin trúlega úr heiðnum sið Til þess benda vopn, sem fundust EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær komu upp manna- bein ,er unnið var að skurð- greftri á Skansinum í Vest- Höfuðkúpan, sem fannst á Skansinum, er nokkuð skemmd, eins og sjá má á þessari mynd. Andlitið hefur brotnað af og efri kjálkinn var einnig brotinn úr. Á myndinni sést einnig heill lærleggur og annað útlima- bein, sem hefur ekki varð- veitzt eins vel. (Ljósm. Mbl. Sigurg. Jónass.) mannaeyjum. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði í dag tækifæri til þess að verða sam ferða Gísla Gestssyni, starfs- manni Þjóðminjasafnsins, er hann fór til Eyja að kanna fund þennan. Beinin fundust á tveggja metra dýpi utan við vegg þess svæðis, sem nefnist Skansinn. Skurður sá, sem verið var að grafa, stendur i sambandi við vatnsveitu- framkvæmdir Eyjabúa, og á þessum stað þurfti að leggja leiðslurnar yfir rafmagnslagn- ir og því hafði verið grafið með skóflum í stað þess að beita vélskóflu, eins og gert hafði verið við aðra hluta skurðarins. Beinin fundust á tveggja metra dýpi og var þegar tekið upp það, sem fannst í gær, og flutt í geymslu. í dag vann Gísii síðan við að kanna, hvort ekki fyndist meira af beinum úr þeim manni, sem þarna hafði legið. í gær og í fyrradag fund- ust þarna í skurðinum bein úr útlimum mannsins, m.a. heiliegur iærleggur og höfuð- Frambald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.