Morgunblaðið - 20.07.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1968, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 152. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 20. JULÍ 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins Humpfirey vill Kennedy fyrir varaforsetaefni Trúir ekki fréttum um að Kennedy sé því fráhverfur New York, 19. júlí. NTB. HUBERT H. Humphrey vara forseti hefur gefið í skyn, að hann vilji að Edward Kenne- dy verði varaforsetaefni sitt ef hann verði tilnefndur for- setaefni Demókrataflokksins, að því er The New York Times skýrði frá í dag. Fréttaritari blaðsins, Roy Reed, segir að Humphrey hafi sagt um fréttir þess efnis, að Kennedy muni ekki taka við tilnefningu til þess að verða varaforseta- efni á þessa leið: Ég hef enga ástæðu til að trúa þessum frétt- um. Ég vona einlæglega að þær séu ekki réttar. í frétt blaðsins segir enn frem ur, að Humphrey hafi farið mikl- um vi'ðurkenningarorðum um Kennedy og kveðst varaforsetinn bráðlega mundu hitta hann að máli. Síðan Robert Kennedy öld- ungadeildarmaður var ráðinn af dögum í síðasta mánuði hefur það verið hald margra að bróðir hans, sem er 36 ára gamall, muni varpa sér út í stjórnmálabarátt- una, sem frám fer fyrir lands- þing demókrata. Enn sem komið er hefur hann hins vegar enga tilraun gert til þess. í viðtalinu lýsti Humphrey því einnig yfir, að hann mundi gefa mikilvæga yfirlýsingu um Vietnam eftir nokkra daga. Samkomulag um friö- arviðræður í Nigeriu — Formlegar viðrœður eiga að fara fram í Addis Abeba Edward Kennedy Niamey, Niger, 19. júlí NTB Leiðtogar Biafra og sambands stjórnar Nigeriu hafa náð sam- komulagi um að koma saman til fundar í Niamey, höfuðborg Nig er, til þess að hefja þar undir- búning að friðarviðræðum. Segir í tilkynningu Nigeriunefndar Einingarsamtaka Afríkuríkja, að deiluaðilar hefðu fallizt á að koma saman til undirbúningsvið ræðna, áður en formlegar friðar viðræður hæfust, sem fram myndu fara í Addis Abeba, höf- uðbnrg Eþíópíu. Sambandsstjórnin í Nigeriu og Biafra, sem áður var austurhluti landsins, en lýsti yfir sjálfstæði sínu í fyrra, hafa átt í blóðugri styrjöld, sem staðið hefur meira en eitt ár. LeiðtOgar beggja styrj aldaraðila urðu við áskorunum Nigeríunefndar Einingarsamtak- anna um að koma til Niamey, á meðan nefndin hélt fund þar. Leiðtogi sambandsstjórnarinnar, Gowon hershöfðingi og leiðtogi Biafra, Ojukwu hershöfðingi, hafa skýrt sjónarmið sín á fundi nefndarinnar. James Earl Ray meintur morðingi Martins Luther Kings við komuna til Memphis í gærmorgun. Lögreglumaður fylgir hon um til klefa hans í fangelsi í Memphis. Ray er þarna hand- járnaður við leðurbelti og er klæddur skotheldum búningi. (AP-símamynd). Ray fluttur með leynd frá London til Memphis — Fylgzt með hverri hreyfingu hans Memphis, 19. júlí. NTB-AP. JAMES Earl Ray var í dag Harðnandi taugastríð í Tékkdslóvakíu Bandaresk áform um gagnbylt- ingu í Tékkóslóvakíu segir Pravda Moskvu, Prag og Washington, 19. júlí. NTB-AP. • Framkvæmdaráð sovézka kommúnistaflokksins sendi í dag forsætisnefnd kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu bréf, þar sem sú tillaga er borin fram, að haldinn verði sameiginlegur fundur allra æðstu leiðtoga kommúnista- flokkanna í þessum tveimur ríkjum dagana 22. eða 23. júlí og verði hann haldinn í Moskvu, Kiev eða Lvov, sem er skammt frá landamærum Tékkóslóvakíu. Tillaga þessi er sögð einstök í sögu komm- únistaríkjanna. Ljóst þykir, að sovézku leiðtogarnir vilja ógjarnan, að slíkur fundur fari fram í Prag. • Miðstjórn kommúnista- Tjáningarfrelsi heitiö — Aref lýsir byltingunni í viðtali við blað í Beirut flokks Tékkóslóvakíu veitti í dag einróma samþykki sitt við stefnu leiðtoga landsins. Þá samþykkti miðstjórnin enn fremur, að fram færu viðræður við aðra kommún- istaflokka Austur-Evrópu hverja í sínu lagi. • Valdhafarnir í Kreml juku enn á taugastríðið gegn Tékkó slóvakíu í dag, en þá hélt aðalmálgagn sovézka komm- Bagdad, 19. júlí — AP NÝJA stjórnin í írak hefur heit ið þjóðinni tjáningarfrelsi, er leitt geti til lýðræðislegra stjórn arhátta, og iýst yfir þeim ásetn- ingi sínum að leysa vandamál Kúrda í norðurhluta landsins og tryggja þjóðareiningu. Forsæt- isráðherra nýju stjórnarinnar, Abdul Razzak lýsti yfir því í útvarpsræðu, að stjórnin mundi auk þess hafá nána samvinnu við önnur Arabaríki á öllum Framhald á bls. 3 Ahmed A1 Bakir, hinn nýi forseti í írak. únistaflokksins, Pravda, því fram, að Sovétríkin hefðu komizt yfir bandarísk áform um gagnbyltingu í Tékkó- slóvakíu og fullyrti, að flokk ar uppreisnarmanna þar hefðu fengið bandarísk vopn um Vestur-Þýzkaland. Sagði Nikolaj Podgorni forseti, að Sovétríkin myndu láta Tékkó slóvakíu í té umfangsmikla Framhald á bls. 23 fluttur í skothelda deild í fangelsinu í Memphis í Tenn- essee, þar sem sjónvarps- myndavélar fylgjast með hverri hreyíingu hans meðan hann bíður þess að verða leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir morðið á dr. Martin Luther King. Ray, sem var handtekinn á Lundúnaflugvelli undir nafninu Ramon George Sneyd, var fram- seldur bandariskum yfirvöldum í nótt. Bandarísk herfiugvél flutti hann beint til Memphis frá ónafn greindum flugvelli í nágrenni London og lenti á ákvörðunar- stáð eftir rúmlega 10 klukku- stunda flug um kl. 4.30 að stað- artíma, eða um hálf tíu að fe- lenzkum tíma. Hann var fluttur í lokaðri Framhald á bls. 9 Júgóslavíustjórn leitar eftir trausti þingsins Belgrad, 19. júlí — AP JÚGÓSLAVÍtTSTJÓRN fór í gær fram á traustsyfirlýsingu hjá þjóðþingi landsins og hlaut hana. Einn þingmanna greiddi atkvæði gegn traustsyfirlýsingu og einn sat hjá. Þetta er í fyrsta skipti, siðan kommúnistar komust til valda í Júgóslavíu, að stjórn landsins fer fram á traustsyfirlýsingu og stjórnmálafréttaritarar í Bel- grad eru þeirrar skoðunar, að þetta sé sömuleiðis í fyrsta skipti í sögu kommúnistaríkja. Stjórnin mun hafa tekið þessa ákvörðun vegna gagnrýni, sem hún hafði sætt í blöðum fyrir það, að ráðherrar stjórnarinnar sýndu óhóflega bjartsýni í efna- hagsmálum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.