Morgunblaðið - 20.07.1968, Page 5

Morgunblaðið - 20.07.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULI 1968 Sigldu á 47 feta skútu frá Póllandi — og umhverfis ísland Margir dism átt hafa leið um Reykjavíkurhöfn að undanförnu hafa veitt athygli lítilli, en renni legri seglskútu sem legið hefur í höfninni. Hún er hingað komin um langan veg, alla leið frá Gdansk í Póllandi. Við hittum að máli skipstjóra skútunnar, Ors- zulok, að nafni og fengum hann til þess að segja okkur ferða- sögu þeirra félaga í stórum drátt um. Orszulok er þrautreyndar siglingakappi og hefur siglt hing að til Islands áður. — Við lögðum af stað írá Gdansk, 28. júní s.l., sagði Ors- zulok. Komum fyrst við í Dan- mörku, en sigldum síðan til Skot lands og þaðan til íslands. Yfir- leitt vorum við heppnir með veð- ur á þessari leið, en þegar víð hófum hringferð um ísland feng um við mikinn storm á okkur úti af Dalatanga. Allt gekk þo að óskum 'njá okkur. Fyrir norð- an land var ísinn okkur til tra-f- ala, og urðu alltaf tveir að vera uppi til að fylgjast með sigling- unni. Úti af Horni fengum við einnig mótvind, og sigldum þá nærri landi. Þegar til Látrabjargs kom, fengum við síðan blásar.di byr til Reykjavíkur, en hingað komum við s.l. mánudag. Héðan er svo ferðinni heitið til Póllands fcn sennilega munum við koma við í Kaupmannahöfn og taka neyzlu vatn. — Skútan er 47 fet að lengd, og er í eigu starfsmanna járn- brauta inni í landi, og byggð af þeim. Var síðan flutt til sjáv- ar á járnbraut. Að mér undan- skildum hafði enginn af úhöfn- inni áður siglt um úthaf, en þeir hafa allir reynst dugandi, enda miklir áhugamenn um siglingar. — Á fslandi höfum við fengið sérstakar og ógleymanlegar mót tökur. Greiðvikið og elskulegt fólk hefur allt gert til að greiða götur okkar. Fyrir þetta erum við mjög þakklátir. Þegar við ræddum við Orszu- lok var hann staddur hjá klúbbfé lögum í Siglingaklúbbnum Óðni. Formaður þess klúbbs er lngi- mundur Sveinbjörnsson i>g not- uðum við tækifærið til að spyrja hann um starfsemi klúbbsins. Sagði Ingimundur að klúbbf úag ar væru nú 27 og hefðu þeir hug á að fjölga í klúbbnum á næstunni. Klúbburinn á skútuna Stormsvöluna, sem þeir keyptu frá Skotlandi 1965 og varla liði sá dagur sem hún væri ekki í notkun á tímabilinu maí - sept. Pólverjarnir ásamt forráðamönnum Óðins. — Lengst til vinstri er Ingimundur Sveinbjarnar- son, en sjötti maður frá vinstri er Orszulok. Skútan í baksýn er Stormsvalan. Loksins farþegaflug mifli N.Y. og Moskvu Á leiöinni vestur er flogið yfir Island Eftir sjö ára töf, sem stafar bæði af tæknilegum og dipla- matiskum ástæðum, hefur verið tekið upp beint farþegaflug miili New York og Moskvu og cf- ugt og á það að fara fram reglu- lega einu sinni í viku. Þetta flug hófst 15. júlí sl., en þá lagði fyrsta farþegaþotan frá New York. Samkomulag um beint flug milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna náðist 1961. Hins vegar tafðist það árum saman, að því yrði komið í framkvæmd, og átli sú töf rót sína að rekja ti! stirðrar sambúðar ríkjanna, er stafaði af byggingu Berlínar- múrsins og fl. Samningurinn var hins vegar undirritaður í nóv- ember 1966, en síðan hafa ,,tækni leg vandkvæði", sem að nokkru hafa stafað af ströngum skilyrö- um Bandaríkjanna um óryggi, hindrað, að byrjað yrði a þess- ari nýju loftbrú. Fluginu milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna verður hagað á þessa leið. Á hverjum mánu- degi getur farþegi kl. 9 15 að kvöldi farið með Pan American þotu af gerðinni 707 frá Kenn- edy flugvelli í New York. Eft- Framhald á bls. 14 4 kortinu sést hvaða leið flugvélarnar fljúga frá New York til Moskvu og Moskvu til New York. Athyglisvert er, að á leiðinni vestur fljúga vélarnar samkvæmt kortinu yfir ísland. ÚTSALA UTSALA Sumarútsalan hefst á mánudag, 22 júli Fvrstu vikuna verða seldar KÁPUR, DRAGTIR og JAKKAR í fjölbreyttu úrvali, svo sem: FRAKKAR ÚR KAMELULL ÁÐUR 3.335 — NÚ 1995 — FRAKKAR ÚR TWEED — 2.500.-- 1250,— TERYLENEKÁPUR — 1.970.- 1.320,— BUXNADRAGTIR — 2.800.- 1.400.— Bernhard Laxdal Kjörgarði Skúta Pólverjanna í Reykjavíkurhöfn. Ráðstefnurnar burt af annatíma hótelanna — Þœr útiloka aðra ferðamenn Hótelin í Reykjavík hafa ekki verið eins setin í júlímánuöi og reiknað hefur verið með. I’ d. hefur aðeins verið svo fullt 4-5 nætur í mánuðinum að ekki hali verið hægt að taka við gestum á Hótel Sögu, Konráð Guð- mundsson, hótelstjóri, sagði að það hefði ekki reýnzt rétt sem flugfélög og ferðaskrifstof- ur hafa stundum haldið fram, að ekki sé hægt að auka ferða- mannastrauminn á þessum tíma vegna þess að hótelrými sé ekki fyrir hendi. Aftur á móti verði ástandið betra í ágúst frá sjón- arhóli hótelanna, því þá sé um hálfur mánuðurinn upp pantað ur. Að minnsta kosti hefur eng- in aukning orðið á ferðamönnum á hótelunum frá í fyrra, sagði Konráð. Konráð sagði, að tvennt kæmi til. Afpantanir hefðu borist eink um frá Bandaríkjunum, par sem sú stefna ríkir að draga úr ferð- um til útlanda. Kæmi þetta eink- um fram á Hótel Sögu og Loft- leiðahótelinu. En talið hefði ver- ið að það yrði bætt upp með öðr um ferðamönnum. Stærri liður væri þó sá, að hinar stóru ráð stefnur á mesta annatímanum væru farnar að hafa mjög nei- kvæð áhrif. þar sem þær tækju upp hótelherbergi vissa daya löngu fyrirfram og þyrfti þá að vísa almennum ferðamönnum frá þá daga, og ættu þeir ekki sama- stað á meðan. Svo fækkaði oft þátttakendum í ráðstefnunu.n á seinustu stundu eða yrðu breyt- ingar á þeim. 1 Það er orðið mál málanna á þessum vettvangi að færa ráð- stefnurnar af mesta annatima hótelanna, sagði Konráð. Hvern ig ég tel að eigi að fara að þvi? Á tvennan hátt, með því að hó- telið bjóði lægra verð fyrir stóra hópa annan tíma árs, og einnig með því að hið opinbera, riki og borg, hætti stuðningi við ráð- stefnur í júlí og ágústmánuði. Okkar reynsla er sú, að ef mik- ið er um ráðstefnur, þá lokar það landinu fyrir venjulegum ferðamönnum. Geymsluhíisnæði Til leigu á einum bezta stað í Austurborginni er geymsluhúsnæði samtals að stærð 1800 ferm. Til leigu í einu lagi eða í þremur einingum, sem væru þá u.þ.b. 400, 500 og 800 ferm. Væntanlegir leigjendur vinsaml. leggi nöfn sín og síma- númer á afgr. Mbl. merkt: „Geymsluhúsnæði — 8448“. Nýkomið glœsilegt úrval af KERAMIK LÖMPUM SKOÐIÐ í GLUCCANA LJÓS 0G 0RKA Suðurlandsbraut 12 — Sími 84488.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.