Morgunblaðið - 20.07.1968, Síða 13
MORGUNRLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1968
-=1
13
ÞAÐ er ekki á hverjum degi,
sem maður hittir útlendinga,
sem ekki þarf að hafa fyrir að
tala við á erlendri tungu. Þeg-
ar fréttamaður og ljósmyndari
Mbl. litu upp í Kennaraskóla nú
á dögunum, nægði þeim „ást-
kæra ilhýra málið“ til að halda
uppi samræðum við þann glað-
væra hóp æskufólks, sem þar
var fyrir.
— Ég er hér á ferð um land-
ið með 15 nemendum mínum úr
Kennaraskólanum í Stavanger,
sagði Torleiv Skarstad, íslands-
vinur og yfirkennari frá Noregi,
er við spurðumst fyrir um ferð-
ir hópsins.
— í skólanum okkar í Stav-
anger tókum við upp það ný-
mæli, fyrir tveimur árum, að
gefa fólki kost á að nema nú-
tíma íslenzku. í>ar sean ég er
eini kennarinn í greininni hlaut
aðsókn auðvitað að verða tak- Hopurinn • Kennaraskólanum. — Það er líka gott að vera Norðmaður á Islandi. Ljósm. Sv.
Þorm.
Við lærum íslenzku
— lesum l\loggann til prófs og syngfum Ifóð
mörkuð. f bekknum, sem val-
inn var, eru 31 nemandi, og er
því um helmingur hans stadd-
ur á íslandi.
fslenzkan' vár valgrein og var
þeim því í sjálfsvald sett að
nema hana. Niðurstaðan varð
þó sú, að miklu færri komust
að en vildu. Þetta er fjögurra
vetra skóli svo nú hafa þau tvö
ár að baki. Þá er í skólanum
stúdentadeild sem þau munu
sækja að þessum 4 árum liðn-
um.
— Hvaða kennslubækur
styðstu við?
— Það er aðallega ný kennslu
Fararstjórl, bílstjóri, kennari og
stundum líka túlkur: Torleiv
Skarstad.
bók í íslenzku, eftir Magnús
Stefánsson, sendikennara í Osló,
Eskeland, forstjóra norræna
hússins og Heggstad yfirkenn-
ara. Bókin er gefin út fyrir at-
beina Norræna félagsins. Svo les
um við valda kafla úr Nj'álu og
öðrum gullaldarbókmenntum,
kafla úr verkum Laxness, mikið
af kvæðum og síðast en alls ekki
sízt Morgunblaðið.
— Hvaða ljóð lesið þið helzt?
— Þar kennir nú margra
grasa, segir Skarstad, og varla
hefur hann sleppt orðinu fyrr
en hópurinn sannar orð læri-
meistara síns, og byrjar að
syngja hið klassíska lag um
Maríu sem tróð sér inn í tjald.
— Já, segir Skarstad bros-
andi, — við gerum mikið af því
að syngja í tímum og þeir sem
fram'hjá ganga og á hlýða ,skilja
ekkert í þessari „norsku“!
Ég hef sjálfur ákaflega gam-
an að íslenzkum ljóðum og stök-
um. Jónas og Davíð eru mín
uppáhalds skáld og það er tóm-
stundagaman mitt að safna ís-
lenzkum stökum. Þegar ég fer
um landið safna ég þeim saman
í eina heljarmikla skræðu og
reyni að fá bændur og búalið
til að fara með hvað þeir kunna
af lausavísum.
íslenzkan er frábært mál til
að yrkja á. Þið getið sagt það
í 10 orðum, sem við segjum í
50. Þess vegna eru ljóðin ykkar
líka oftast stuttorð, en því mun
gagnorðari. Ferskeytlan og
sléttubönd eru einstök bragar-
form.
— Þessu til stuðnings fer
Skarstad með sléttubandavísu
eftir Andrés Björnsson, og seg-
ir síðan: — Hérna um daginn
þegar við vorum að ferðast um
landið, hittum við einn anzi góð
ann uppi á Héraði. Hann var
dálítið vinstrisinnaður á vegin-
um ennþá blessaður, en það kom
nú ekki að sök. Við stigum báð-
ir úr úr bílunum og röbbuðum
saman. Ég spyr hvort hann
kynni nokkra góða stöku. Hann
segist nú halda það og fer með
eina e-ftir Káinn. Að því búnu
segir bóndi: — Ekki kunna
Norðmenn lausavísur.
— Þekkirðu Þóri Jökul, segi
ég. Nei, var svarið. Þá lét ég
þessa fjúka:
Upp skaltu á Kjöl klífa,
köld er sjávardrífa,
kostaðu hugann að herða,
hér muntu lífið verða.
Þá sannfærðist bóndi um að
ekki væri Norðmönnum nú alls
varnað og héldum við síðan
hvort sína leið og kvÖddumst
með virktum.
— Hvernig lærðir þú ís-
lenzku Skarstad?
— Ég byrjaði á þessu 1056,
mest af sjálfum mér í fyrstu,
en síðan sótti ég þriggja vikna
námskeið hjá Árna Böðvars-
syni, sem þá var sendikennari
í Noregi. Hafði ég mikið gagn
og ánægju af þeirri kennslu.
Fyrir átta árum kom ég hingað
í fyrsta skipti og dvaldizt hér
i tvo mánuði.
Nú, svo var það í hitteðfyrra,
að við tókum upp kennslu í nú-
tíma íslenzkunni, og gátu nem-
endur valið milli hennar og
forn-norsku, þ.e. forn-íslenzku.
Ég held, að meiri áhugi sé að
vakna í Noregi fyrir að læra
íslenzkuna. Við Orgland, fyrrv.
sendikennari, héldum kvöldnám
skeið sl. vetur í Stavanger og
sóttu það 30 manns. Áhuginn
var mikill og nemendur á aldr-
inum 19—68 ára. Þá heldur
menntamálaráðuneytið uppi ein
hverri tilraunakennslu í mennta
skólastiginu og er vonandi að
hún megi eflast.
Okkur þykir nú kominn tími
til að láta nemendur Skarstads
spreyta sig í málinu og snúum
okkur að tveimur þeirra: Helgu
Haaland og Helgu Lindvik, með
góðum árangri.
— Er íslenzkan ekki erfitt
mál, spyrjum við.
— Ekki vill Helgi samþykkja
það, en Helga er ekki jafn viss
í sinni sök. Hvað er þetta, seg-
ir Helgi, þetta lagast allt með
tímanum, og nú skellir allur hóp
urinn upp úr. Það er greinilegt
að lærifaðir þeirra hefur ein-
hvern tímann hughreyst nem-
endur sína með þessu orðum,
þá er vor fjögur föll tófcu að
vefjast um fyrir einhhverjum.
— Fer það ekki að einhverju
leyti eftir því hvaða mállýzku
við talið, hvernig ykkur sæk-
ist' námið?
— Jú, svarar Helgi, fram-
burður og orðaforði landsmáls-
ins er líkari íslenzkunni en rík
ismálið og það auðveldar nokk-
uð. Sjálfur tala ég ríkismálið,
en Helga landsmálið.
— Hvernig hefur ykkur líkað
námið?
—• Þau ljúka upp einum
munni, að það hafi verið mjög
ánægjulegt. Ljóðin ykkar eru
svo falleg segir Helga og svo
auðvitað Velvakandi! Já, segir
Dagsbrún mðtmælir
— uppsögnum aldraðra verkamanna
— Telur nauðsynlega framkvœmd
lifeyrissjóðs allra landsmanna
Á fundi trúnaðarráðs Dags
brúnar, sem haidinn var 18.
júlí sl. var samþykkt álykt-
un, þar sent því er harðlega
mótmælt, að atvinnurekend-
ur taki upp þann hátt að
segja verkantönnum upp, þeg
ar þeir hafa náð sjötugs aldri
og jafnframt er vakin athygli
á nauðsyn þess að taka föst-
um tökum lífeyrissjóðsmál
verkamanna, þar sem ellilíf-
eyrir Almannatrygginga nægi
ekki til lífsframfæris.
í ályktun fundarins um at-
vinnumál er sagt, að mikill
fjöldi skólafólks gangi enn at-
vinnulaust og nokkuð beri einn-
ig á atvinnuleysi meðal almenns
verkafólks. Jafnframt er talið
að alvarlega horfi um atvinnu
á haustmánuðum og fyrri hluta
vetrar og er skorað á ríkisstjórn
ina og aðra opinbera aðila að
gera í tæka tíð ráðstafanir til
þess að koma í veg fyrir a'tvinnu
leysi og tryggja næga atvinnu
fyrir alla.
Ályktun fundarins um atvinnu
mái aldraðra fer hér á eftir:
„Fundur í trúnaðarráði Verka
mannafélagsins Dagsbrúnar, hald
irin 18. júli 1968, mótmælir harð
lega þeirri stefnu, sem nú er að
ryðja sér til rúms hjá atvinnu-
rekendum, a'ð segja verkamönn-
um upp vinnu, þegar þeir hafa
náð vissu aldursmarki (70 ár).
Fundurinn mótmælir eindregið
þeim uppsögnum á eldri verka-
mönnum, er þegar hafa átt sér
stað af þessum sökum, svo sem
hjá Eimskipafélagi íslands o.fl.
Forsenda þess að verkamenn
geti hætt störfum á þessum
aldri er sú, að þjóðfélagið sjái
fyrir fjárhagslegum þörfum
þeirra, en eins og nú er ástatt
í þeim éfnum, vantar mikið á,
að það sé gert, Það vita allir, að
ellilífeyrir Almannatrygging-
anna er nú fjarri því að nægja
mönnum til framfæris, en verka-
menn hafa ekki að öðru að
hverfa.
Méðan þjóðfélagið ekki sér
Helgi „Mogginn" er prýðisblað,
við höfðum 5 síður í honuim til
prófs.
—• Það er greinilegt að Mbl.
þykir hagstætt námsefni í Nor-
egi, því Skarstad tjáði mér, að
að hann með hjálp vinar síns
hafi fengið send 200 eintök af
blaðinu til að nota við kennsl-
una. Það kann því að eiga fyr-
ir þessu viðtali að liggja að
verða prófverkefni í Kennara-
skólanum í Stavanger
— Hvað hafið þið hafzt að
hér á íslandi?
Helgi verður fyrir svörum, og
segir hópinn hafa safnað fyrir
farinu í frístundum og slegið
lán fyrir því sem upp á vant-
aði til að komast hingað.
— Við erum búin að ferðast
um allt landið, frá Dyrhólaey
vestur á Snæfellsnes og frá
Siglufirði austur á Seyðisfjörð.
—■ Þetta hafa verið dásamleg
ir dagar segir Helga. Við Mý-
vatn klifum við upp á fjall og
horfðum á sólarlagið, við vorum
djúpt snortin af fegurð.
—• Á Siglufirði var líka gam
an, segir Helgi, þangað komum
við meðan á hátíðarhöldunum
stóð og skemmtum okkur kon-
unglega. Ekkf var það heldur
verra, að við höfðum annan
eins fyrirmyndar fararstjóra, bíl
stjóra, leiðsögumann og kenn-
ara (stundum lika túlk, skal við
urkennast), sem Skarstad.
Hópurinn fer nú að ókyrrast
dálítið. Það kemur þá upp úr
kafinu að meiningin er að mæta
til landsleiksins á Laugardals-
vellinum, milli íslendinga og
Norðmanna.
— Að lokum segir Skarstad.:
Við viljum þakka innilega allar
móttökur hér og þá sérstaklega
Brodda Jóhannessyni skólastjóra
og Kennaraskólanemendunum,
sem hafa af mikilli rausn hýst
okkur. Ég vona, að við getum
endurgoldið þeim í framtíðinni,
ef hópur íslenzkra kennaraskóla
nemenda kemur til okkar.
Við munum aldrei gleyma
þessum sólskins og gleðidögum,
og ég veit að héðan munu þau
öll halda sem einlægir íslands-
vinir, og þá er tilganginum líka
náð.
Hópurinn stillir sér nú upp til
myndatöku, og Sveinn ljósmynd
ari biður þau að horfa á sig. Þá
gellur við í hópnum: — Vertu
ekki að horfa svona alltaf á
mig. Við botnum slagarann.
— Þegar út er gengið á lands-
leikinn, spyrjum við að lokum.
Með hverjum haldið þið í kvöld?
Skarstad svarar: — í kvöld
hrópum við áfram Noregur, en
á íslenzku.
öldruðum verkamönnum fyrir
sómasamlegum lífeyri, verður að
líta svo á, að atvinnurekendur
hafi skyldum að gegna gagn-
vart þeim, enda hafa þessir
verkamenn í flestum tilvikum
eytt beztu árum ævi sinnar í
þjónustu þeirra. Atvinnurekend-
ur geta því ekki fleygt verka-
mönnum frá sér eins og notuðu
verkfæri, þótt starfsorka þeirra
sé eitthvað farin að minnka.
Þessi nýja stefna atvinnurek-
enda gagnvart öldruðum verka-
mönnum knýr á um, að lífeyris-
sjóðsmáj verkamanna verði tek-
in föstum tökum til úrlausnar,
og því skorar fundurinn á stjórn
arvöld að hraða sem mest undir-
búningi og framkvæmd laga um
lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn.
Jafnframt heitir fundurinn á
almennu verkalýðsfélögin a'ð
taka þessi mál til meðferðar, því
að lífeyrissjóður fyrir verkafólk
þarf nú að verða í fremstu röð
baráttumála þessara félaga.“
Mannskaðar \
Dacca 18. júlí NTB. _
Að minnsta kosti 136 manns
hafa drukknað í gífurlegum flóð
um sem urðu í Austur-Pakistan,
við skyndilegt skýfall þar í gær.
Öll hrísgrjónauppskera héraðs-
ins er eyðilögð. Ný flóð virðast
í aðsigi og óttast menn frekari
mannskaða og eyðileggingu. -J