Morgunblaðið - 20.07.1968, Page 23

Morgunblaðið - 20.07.1968, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1008 23 Sýnishorn tekið af síld úr Síldinni, eftir að skipið hafði lagzt að bryggju í gær. Fræðsludeild um umíerðurmúl opnuð eftir helginu - TÉKKÓSLÖVAKÍA Framhald af bls. 1 aðstoð til þess að stemma stigu fyrir andsósíalistískum öflum. Verið væri að ráðast að grundvallarstoðum sósíal- ismanns í Tékkóslóvakíu með aðstoð heimsvaldastefnunnar og væru það fyrrverandi með limir arðránsstéttanna, sem að þessari árás stæðu. • í tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins í dag er fullyrðingum Pravda um afskipti Bandaríkjamanna af samsæri gegn Tékkóslóvakíu vísað á bug sem „tilhæfu- lausum frá upphafi til enda“. Mikill sigur Dubceks Samþykki miðstjórnar komm únistaflokks Tékkóslóvakíu við stefnu Alexanders Dubceks, leið toga flokksins, er skoðað sem mikill sigur fyrir hann. Segir, að það hafi komið stjómmála- sérfræðingum á óvart, að mið- stjórnin tók einróma afstöðu með honum. Á þessum fundi var eingöngu rætt um bréf kiommúnistaríkjanna fimm, sem þátt tóku í Varsjárfundinum og þá afstöðu, sem forsætisnefnd tékkóslóvakíska kommúnista- flokksins tók gagnvart þessu toréfi. Miðstjórnin samþykkti álykt- un, sem innihélt þessi fimm að- alatriði: 1. Afstaða forsætisnefndar er samþykkt. 2. Forsætisnefndinni er veitt heimild til þess að hefja beinar viðræður við bræðraflokka til þess að ryðja úr vegi misskiln- ingi og efla þannig samstarf milli flokkanna. 3. Nefndin, sem send verði ti: slíkra viðræðna, fái umboð til þess að byggja afstöðu sína á þeim grundvallarreglum, sem forsætisnefndin samþykkti á fimmtudag. 4. Miðstjórnin staðfestir einu sinni enn, að viðræður við toræðraflokkana sinn í hvoru lagi muni skapa beztu skilyrði fyrir fundum í framtíðinni milli allra kommúnista- og verka- lýðsflokka. 5. Miðstjórnin ítrekar þá ókvörðun sína, sem ekki verður ihnikað, að núverandi utanrik- isstefnu landsins verið haidið ófram óbreyttri. Hún byggis: a vinsamlegum tengslum við Sov- étríkin og öll önnur sósíalistísk ríki, tengslum, sem grundvall- ist á samstöðu á alþjóðavett- vangi, virðingu fyrir fuilveldi allra ríkja og jafnrétti þeirra og engum afskiptum af innanrík- ismálum annarra ríkja. Á fundi miðstjórnarinnar í dag, sagði Dubcek, að Waldeck Rochet, leiðtogi franska komm- únistaflokksins, hefði komið til Prag þá um daginn, en hann ihefði áður átt viðræður við sov- ézka leiðtoga um ráðstefnu kommúnistaflokka Evrópu, þar sem mál Tékkóslóvakíu yrðu tek in til meðferðar. Dubcek sagði hins vegar, að það, sem komm- únistaflokkur landsins hefði mesta þörf fyrir, væri að fá frið til þess að framkvæma það verkefni, sem hann hefði ein- sett sér. Nú væri kominn tími til þess að breyta orðum í gerð- ir og ekkert, jafnvel ekki við- ræður um mikilvæg málefni við bræðraflokkana gæti fengið tékkóslóvakíska kommúnista- flokkinn til þess að vikja af stefnu sinni og undirbúningn- um fyrir flokksþingið (9. sept. nk.) Þegar greint var frá afstöðu forsætisnefndarinnar, lagði miðstjórn kommúnistaflokksins sérstaka áherzlu á stuðning sinn við svarbréf það, sem sent va^ Sovétríkjunum, Austur- Þýzkalandi, Póllandi, Ungverja- landi og Búlgariu. Aukið taugastrí* ValdKafarnir í Kreml juku á taugastríðið gagnvart Tékkósló- vakíu 1 dag er aðalmálgagn sovézka kommúnistaflokksins Pravda fullyrti, að komizt hefði upp um bandarísk byltingará- form í Tékkóslóvakíu og hélt því fram, að uppreisnarflokkar hefðu fengið vopn send um Vest ur-Þýzkaland. Lýsti Podgorni forseti yfir því, að Sovétríkin myndu láta Tékkóslóvakíu í té umfangsmikla aðstoð og stuðn- ing til þess að stemma stigu fyr ir andsósíalistískum öflum. Pravda birti tvær fréttir, sem mikla athygli vöktu og sem áttu að kasta stoðum undir þá full- yrðingu, að heimsvaldastefna Bandaríkjamann ætti vinkan þátt í því að efla gagnbyltingaröfl í Tékkóslóvakíu. Sagði blaðið, að sovézk yfirvöld hefðu komizt yfir bandaríska ráðagerð, sem hefði átt að vera algjört leynd- armál, og væri þar lagt á ráð- in um, hvernig koma mætti inn leynilagu liði og efna til upp- reisna fyrst og fremst í Tékkó- slóvakíu og Austur-Þýzkalandi. Samkvæmt þessari ráðagerð á þess að vera vænzt, að meiri hluti fólks í Tékkóslóvakíu muni snúast gegn innrás af hálfu vesturveldanna, en byggir hins vegar á þvi, að viss hluti íbúanna muni ekki taka afstöðu og jafnvel taka afstöðu með vest urveldunum. Þá fullyrðir Pravda, að leyni- legar vopnabirgðir hefðu fundizt í grennd við Karlovy Vary ná- lægt vesturþýzku landamærun- um. Hefðu vopnin verið fram- leidd í Bandaríkjunum og smygl að inn í Tékkóslóvakíu, þar sem hefndarsinnar úr Súdetahéruð- unum og aðrir, sem vildu koma á fyrra stjórnarháttum í Tékkó slóvakíu, skyldu nota þau. Vopnabirgðir finnast, segir CTK Samkvæmt frétt frá NTB er sagt, að lögreglumenn í Tékkó- slóvakiu hafi fundið vopnabirgð ir í Norður-Bæheimi í grennd við vestur-þýzku landamærin. Er þessi frétt höfð eftir CTK, hinni opinberu fréttastofu Tékkóslóvakíu. Vopn þessi hafi augsýnilega verið framleidd í Bandarikjunum á þessu ári. Voru þetta skotvopn, sém lágu í nokkrum bakpokum ásamt kassa af skotfærum. Hefði lög- reglan ferugið ónafngreint bréf um þessar vopnabirgðir og fund ið þær milli þorpanna Mytina og Arnoldov í Sokolovhéraðinu, segir CTK. Ekið ó tvo kyri stæðu bíla EKIÐ var á kyrrstæða Simca- bifreið R-14399 framan við húsið nr. 2 við Framnesveg, aðfara- nótt þriðjudagsins. Vinstra aft- urhorn bifreiðarinnar skemmd- ist talsvert og er sennilegt að bandarísk ljósleit bifreið hafi valdið árekstrinum. Þá var ekið á bifreið, ljósan Renault á bifreiðastæði á mót- um Smiðjustígs og Hverfisgötu. Ekið var framan á bifreiðina, sem skemmlist talsvert. Hafi einhver orðið var við þessa árekstra, er sá hinn sami beðinn um að hafa tal af rann- sóknarlögreglunni í síma 21108. Hlaut Mallorca- íerð í happdrætti EINS og fram hefur komið í fréttum og blaða- og sjónvarps- auglýsingum, efndi tímaritið Samvinnan fyrir skömmu til á- skrifendahappdrættis. Var áskrif endum, nýjum og gömlum, sem gréiddu áskriftargjaldið fyrir 15. júlí, gefinn kostur á happdrætt- isvinningi, sem var Mallorca- ferð fyrir tvo á vegum ferða- skrifstofunnar Sunnu í Reykja- vík. Þriðjudaginn 16. júlí var svo dregið í happdrættinu á skrif- stofu Borgarfógetans í Reykja- vík, og kom upp númer 9192. Hinn heppni eigandi þess miða reyndist vera Gísli Frfðbjaxnar- son, Skuld, Húsavík. (Frá Samvinnunni). UMFERÐARNEFND Reykjavík- ur og lögreglan í Reykjavík hafa ákveðið að opna fræðslu- deild í nýju lögreglustöðinni við Snorrabraut á grundvelli þeirr- ar reynslu er fékkst af breyt- ingunni yfir í H-umferð, en í maí var slík fræðsludeild starf- rækt í Góðtemplarahúsinu. í fréttatilkynningu frá þessum að ilum, sem Mbl. barst í gær seg ir svo: „Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglan í Reykjavík hafa ákveðið að taka upp nýbreytni á sviði umferðarfræðslu með því að opna fræðsludeild um umferð armál í Nýju lögreglustöðinni við Snorrabraut. Hér er aðeins um tilraun að ræða, en deildin verður opin alla næstu viku, frá mánudegi til föstudags kl 16.00 til kl. 19.00. Fulltrúar lögreglu og Umferðarnefndar munu svara fyrirspurnum og veita móttöku ábendingum um þau atriði í um ferðinni, sem betur mættu fara. Ennfremur er almenningi með þessu gefinn kostur á fræðslu um umferðarmál, sem einkum - MIKILL ÁHUGI Framliald af bls. 24 sóknarstarf, sem við nú hefðum með höndum á þessu sviði áður en slík norræn rannsóknarstöð yrði sett upp hérlendis. Hann kvaðst vonast til að af íslands hálfu yrði hægt að gera ákveðn ar tillögur um málið í byrjun næsta árs. Þá var rædd á fundinum sú ósk íslands, að íslenzkir náms- menn í húsagerðarlist fengju greiðari aðgang að þeim mennta stofnunum á Norðurlöndunum, sem kenna þá grein, nánar til- tekið að árlega fengi einn ís- lenzkur námsmaður aðgang að hverri hinna 9 menntastofnana á hinum Norðurlöndunum, sem kenna þessa námsgrein. Tóku ráðherrarnir að sér að athuga þetta mál. Mikil vandkvæði rnimu vera á því að fá aðstöðu til náms í húsagerðarlist á hin- um Norðurlöndunum. Lausleg at hugun sem gerð hefur verið hér á landi hefur leitt í Ijós, að af 57 arkitektum, sem starfandi eru hér á landi, eru 29 menntaðir á Norðurlöndunum, þar af 15 í Danmörku, 3 í Finnlandi, 7 í Noregi og 4 í Svíþjóð en 15 í Þýzkalandi og öðrum löndum. Fyrir 10 árum voru starfandi að eins 3 menntaðir í Þýzkalandi, en 15 frá Norðurlöndunum og í dag munu 16 stúdentar vera við nám í Þýzkalandi og eru aðeins 6 á Norðurlöndunum og 10 í öðrum löndum. Er mjög erfitt að fá inngöngu í þessar mennta- stofnanir á Norðurlöndunum kemur sér vel fyrir utanbæjar- menn og þá, sem af einhverjum orsökum hafa ekki átt þess kost að æfa akstúr eftir gildistöku hægri umferðar. Þá verða einn- ig látin liggja frammi fræðslu- rit og bæklingar um umferðar- mál, umferðarlögin o. fl. Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglan starfræktu upplýs- inga- og fræðslumiðstöð í Góð- templarahúsinu í Reykjavík í tvær vikur fyrir H-dag og kom þá í ljós, að mikils áhuga gætti meðal almennings á þeim tíma um rekstur slíkrar upplýsinga- stöðvar. Af þeirri reynslu, sem þá fékkst, þykir ástæða til að reyna starfrækslu fræðsludeild- ar nú um skeið, átta vikum eft ir gildistÖku hægri umferðar. Veðorútlit í dag Veðurútlitið fyrir Reykja- vík og nágrenni í dag er: suð austan kaldi og síðan gola. Dálítil rigning öðru hvoru. jafnt fyrir stúdenta frá viðkom- andi löndum sem aðra. Menntamálaráðherra skýrði frá því að starfandi væri nor- ræn þjóðfræðastofnun, sem ís- land hefur ekki tekið þátt í en nú væri ætlunin að Handrita- stofnun gerðist þátttakandi í því starfi. Miklar umræður urðu á fund- inum um samræmingu skólakerfa á Norðurlöndunum . Hefur fs- land fram til þessa ekki tekið þátt í því samstarfi, en mennta- málaráðherra sagði að í ljósi þess mikla áhuga, sem nú ríkti um skólamál hér á landi væri ætlunin að ísland gerðist að ein hverju leyti þátttakandi í þessu samstarfi. Á fundinum ræddu ráðherrarn ir mjög málefni stúdenta og þann óróa, sem gætt hefur með- al stúdenta víða um heim. Voru þeir sammála um að þetta vanda mál bæri að taka föstum tökum. Hér væri um að ræða mikið þjóð félagslegt vandamál og hefði ver ið ákveðið að gerðar yrðu skýrsl ur um ástandið í hverju Norður- landanna fyrir sig. Loks var ákveðið að halda áfram starfi norræna sumarskól ans sem efnir til námskeiða í mjög sérhæfðum greinum og hafa íslenzkir vísindamenn sótt slík námskeið. Ennfremur var rætt um að koma á stofn í Finnlandi norrænni stofnun til þess að annast kerfisbundnar rannsókn ir í heilbrigðismálum á norður- slóðum og mundi það verða fyrsta samnorræna stofnunin í Finnlandi. Framhald af bls. 24 í gegnum hann. Þetta voru engir smá jakar, heldur risar, margir ferkílómetrar að stærð. Það var líka fullt af ís norðaustur af Horni.“ „Og hvernig er síldin?“ „Ég held að hún sé í svíp- uðu ásigkomulagi og í fyrra. Hún er ekkert mjög stór, en nokkuð falleg. Verst, hvað þeir fá lítið, og svo er hún svo anzi langt í burtu.“ ,,Er mjög lítil veiði?“ „Þeir segja að hún sé stygg og standi djúpt. Það er erfitt að eiga við hana, því að hún hleypur burt um lei’ð og kast- að er á hana.“ Það kom ung og falleg stúlka inn í brúna og kynnti sig fyrir Guðna og spurði hann, hvort hún gæti ekki fengið að fara með næsta túr. Hann horfði á hana og sagði, að hann þyrfti þá að tala við forstjórann. Stúlkan sagði, að það væri allt í lagi, hún væri búin að talg vfð hann. „En ég er sjóveik". Guðni hló, og stúlkan spurði, hvort þeir færu með blöð handa skipunum. Hann sagðist ætla að reyna það. „En eruð þið með mat handa þeim, gúrkur, tómata og ávexti." „Nei, ekki gúrkur, en annan mat.“ „Ég tek þá með mér eitt- hvað af því. — En egg?“ „Nei, þeir hafa nú ekkert að gera með egg þarna norð- ur frá.“ „Ja“, stúlkan hló, „ég tek alla vega me'ð mér eitt kíló.“ Þegar við kvöddum bað Guðni okkur að koma því á framfæri, að hægt væri að senda bréf og annað með Síld inni norður til síldarflotans, og skyldu menn þá stíla slíkt á Síldina og auðvitað báts- nafnið. „Þeir eru alveg sambands- lausir við umheiminn vesling arnir og heyra varla í út- varpi.“ - H-UMFERÐ Framhald af bls. 24 við það, að bifreiðar ætluðu að mætast. Vikmörk fyrir þá teg- und slysa eru 2 og 21. Alls urðu í vikunni 9 um- ferðarslys, þar sem menn urðu fyrir meiðslum. Vikmörk fyr- ir tölu slíkra slysa eru 3 og 14. Af þeim, sem meiddust, voru 6 ökumenn, 5 farþegar og einn gangandi maður, eða alls 12 menn. Þessar þrjár tegundir umferð- arslysa, sem sérstök ástæða hef ur þótt til að fylgjast vel með, eru allar milli vikmarka í sjö- undu viku hægri umferðar og eru því á þann hátt, sem búast mátti við með 90% líkum, ef ástand umferðarmála hefði hald izt óbreytt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.