Morgunblaðið - 02.08.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 02.08.1968, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1968 • ■ .. • • ••••’•••• ••:• Frá Raufarhöfn til Kópa- skers liggur þjóðvegurinn um Melrakkasléttu, og er vega- lengdin milli staðanna rúml. 50 kílómetrar Sléttan er lág, en Leirhafnarfjöll ganga fram á hana vestanvert, vegurinn er greiðfær og auðfarinn. Langt er á milli bæja, sem yfirleitt eru nálægt strönd- inni og standa við vötn eða lón, sem þar eru. Nyrztu odd- ar Melrakkasléttu eru jafn- framt nyrztu tangar landsins, Rifstangi og Hraunhafnar- tangi, sem nær lengra í norð- ur. Við Blikalónsdal skiptist sléttan, og er vestari hl-uti hennar nefndur Vestur-Slétt- an en eystri hlutinn Austur- Slétta. Bændur á Sléttu stunda að mestu sauðfjárbúskap og eru góð beitarlönd á Slétt- unni. Æðardúnstekja er stund uð frá mörgum bæjum og frá flestum þeirra er gengið á reka. Undanfarin sumur hefur talsvert verið um að vera á Raufarhöfn á síldarvertíð, þar eru margar söltunarstöðvar og síldarbræðsla rekin af Síld arverksmiðjum ríkisins. Það, sem af er þessu sumri hefur lítið af síld borizt þar á land Þorsteinn Þorsteinsson frá Daðastöð'um kemur úr heyskap á N úpsmýri undir Axamúpi, sem sést í baksýn. Hann sagði, að eina ráðið fyrir bændur þar um slóðir væri að heyja útengi í eins ríkum mæli og frekast væri unnt. urinn og stundum kemur tóf- an í heimsókn. Minkurinn virðist jafnvel fremur færast í aukana hér um slóðir og gerir oft mikinn usla í varp- inu. Við svo búið kveð ég bænd urna á Ásmundarstöðum og óska þsim alls hins bezta, enda þótt útlitið virðist ekki sem bezt. Bærinn Leirhöfn, sem er á Vestur-Sléttu í um 15 kíló- metra fjarlægð frá Kópaskeri stendur undir Leirhafnarfjöll um, rétt ofan við Leirhafnar vatn, þar eru stærstu tún á þessum slóðum. Og er talið. að þar sé eitt stærsta sauð- fjárbú á landinu í eign eins 'bónda. Neðan við vatnið og nær sjó eru nokkur býli, ég ek þangað og alveg niður að sjó. Stanza þar við naust, en trilla iligguir undan ströndinini. Þarna er verkstæði og tvær ungar telpur voru að leik í gömlum bílum, sem standa þar og virð ast bíða þess eins að verða ryðinu að bráð. Ég ræði að- eins við telpurnar, en brátt kemur út á hlaðið við ný- byggt hús húsmóðirin á bæn- um. Við tökum tal saman. Bær inn nefnist Nýhöfn II og er Jón Aðalbjörnsson og Lárus Jóhannsson við hlaðna bíla sína, en þeir vom að koma frá Litla Hóli í Eyjafirði og á leið til Þórshafnar. Töldu þeir, að ferðin tæki þá um 8 tíma í allt, og sögðu, að vegirnir væru verstir í Aðaldalnum. Alls voru 4 bílar í heyflutningum úr Eyjafirði í Þistilfjörð þennan dag. — En þið hafið þó rekann. — Hann dugar skammt, blessaður vertu, bændur hér um slóðir hafa flestir snúið sér að rekanum í grasleys- inu og framboðið á girðingar staurum hefur aukizt í sam- ræmi við það og eftirspurn- in ekki meiri en áður. Það hefur verið hægt að fá 25 krónur fyrir staurinn. Það rak ekki mikið í vetur, enda - ekið frá Raufarhöfn að Grímsstöðum á Fjöllum Sigurður Halldórsson og Björn Halldórsson frá Valþjófsstöðum 1 Presthólahreppi voru að k«ma frá því að slá í tjörmum rétt norðan við bæinn. Þeir töldu, að einungis örfáir blettir á túninu yrðu slegmir. (Ljósim. Mlbl: BjöB). og kom fyrsta síldin þangað ti'l bræðsiíu uim síðustu heigi. Bærinn byggist í suður inn eft ir firðinum en þar hafa ris- ið nokkur íbúðarhús á blóma- skeiði bæjarins undanfarið, þegar mikið síldarmagn barst þar á land. Á liðnum vetri var minna um vinnu en áður og í sumar hefur verið dauft yfir atvinnulífi í bænum. Á Raufarhöfn bjuggu árið 1967 471 maður. Þegar ekið er frá Raufar- höfn til Kópaskers líður ekki á löngu, áður en komið er að Ásmundarstöðum, en þar eru tveir bæir, sem standa rétt við hafið í Ásmundarstaða- vík. en aðeins vegurinn skilur túnið frá fjörunni. Bæirnir standa rétt við. þjóðveginn og tún þeirra eru á milli hafs og Ásmundarstaðavatns. Ég nam staðar við vestari bæinn og hitti húsfreyju í hlaði og spurðist frétta, hún benti mér á túnið, sem er illilega kalið, en þó ekki gult, vegna þess að arfinn hefur tekið sér ból- festu í kalsárunum. Hún sagði mér, að bóndi sinn væri að kljúfa rekavið úti við strönd- ina skammt frá bænum og hélt ég þangað. Þar sem sést í 'Hraunhafnar tangann og Atlantshafið tek- ur við af landinu og teygir sig svo langt, sem augað eyg- ir, voru bændurnir á Ásmund arstöðum, Sverrir Sigurðsson og Skafti Jónsson, að kljúfa við ásamt tveimur ungum pilt höfði mér, og spurði, hvort það væri ekki skemmtilegt að fást við gráa rekadrumbana. — Þú ættir að takast á við ís fyrir landi í tæpa þrjá mánuði, við kljúfum nú tré frá árinu 1966, en þá rak hér mikið. nýjasta húsið í Leirhafnar- torfunni, þar býr Guðmundur Kristinsson, sem rekur verk- stæði þarna^ Húsfreyjan er kona hans, Ásta Friðleifsdótt ir, ættuð úr Reykjavík. Hún segir mér, að maður sinn sé í róðri undir Rauðunúpum. — Hvernig aflast? spyr ég. — Það er dauft núna, ég fer stundum með honum, seg ir Ásta, og við fáum jafnvel ekki meira en 18 fiska í róðri, en á síðasta sumri veidd ist oft meira en tonn í róðri. Núna veiðist vart til matar. — Annars eru allir bænd- ur hér um slóðir í Eyjafirði í dag að binda hey. Þú sérð túnið hérna í kringum húsið, en það er líklega bezti blett- urinn hérna um slóðir. Grastó sást á stökum stað teygja sig upp úr arfanum, sem mest bar á. — Eru bændurnir þá að heyja fyrir sjálfa sig í Eyja- firðinum í dag? — Nei, þeir eru fyrst og fremst að afla sér tekna, að vísu hafa þeir í hyggju að kaupa eitthvað af heyi þaðan en einkum mun það^ verða keypt af Suðurlandi. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu. hversu harðir bændurnir eru af sér, þegar eins illa árar og nú. Þeir eru alls ekki á því að láta í minni pokann, heldur ætla þeir, að bjarga sér eins og frekast er kostur, Uppi á Hólsfjöllum voru þeir Guðmundur Þorsteinsson í Víðidal, Bragi Benediktsson á Gríms stöðum, Sveinn Vilhjálmsson í Möðrudal og Sigurður Leósson í Hólsseli að hirða grálauf og lyng, sem slegið er með dráttarvél, enda þótt landið sé fremur óslétt. um. Þeir munduðu skaftlang- ar sleggjur og þær bar við himin, áður en þær skullu með smell á fleygnum, það brakaði í viðnum og gult sár- ið blasti við. Ég gekk til þeirra, hálfhræddur við kríu- hópinn, sem flokkaði sig yfir sleggju sjálfur, segir annar piltanna. Ég biðst undan og beini máli mínu til bændanna með spurningum um búskapar horfur. — Eins og þú hefur sjálfur séð, segja þeir, er túnið lítið annað en kal og arfi, þar verður ekki heyjuð tugga á þessu sumri. Við ræktuðum, eins og fleiri hér um slóðir, tún vestur undir Leirhafnar- fjöllum (í um 30 km fjarlægð) en þar er ástandið jafnvel enn verra. Nei, við munum ekki stunda heyskap í sumar, það verður að kaupa heyið að sunnan eða skerða bústofn in, líklega gerum við hvort tveggja. — Og eru ekki önnur hlunn indi? — Æðarvarp er hér nokk- urt úti i Ásmundarstaðaeyju og í hólmanum í vatninu, en þar er einnig blölvaður mink- TUNIN LITIÐ ANNAÐ EN ARFIOG KAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.