Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst j ór narf ulltrúl Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hí Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. PÁFINN SEGIR NEI Á öðru kirkjuþingi hinnar rómversk-kaþólsku kirkju, sem Jóhannes XXIII, páfi, kallaði saman, var rætt um takmörkun barneigna og afstöðu kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Þingið tók enga ákvörðun í málinu, heldur var sérstök kirkjuleg nefnd skipuð til þess að leggja fyrir " páfann álit um það. Er Páll, páfi, VI, settist í páfastól fjölgaði hann í þessari nefnd, sem síðan skilaði til hans áliti sínu, sem var ósamhljóða, þar eð nefndin skiptist um leiðir í málinu. Páll, páfi, hefur á margan hátt sett nýjan svip á Páfagarð, hann hefur gert víðreist til safnaða sinna á ýmsum stöðum í heiminum og látið nokkuð að sér kveða í þeim heimsmálum, sem efst eru á baugi hverju sinni. Margir bjuggust og við því, að hann sýndi frjálslyndi í af stöðu sinni til takmörkunar barneigna og notkunar getn- aðarvarna í því skyni, en með bréfi sínu um mannlegt líf, Humanae Vitae, staðfestir hann ákvarðanir fyrirrennara ■* sinna og afstaða kaþólsku kirkjunnar til getnaðarvarna verður óbreytt. Ákvörðun þessi hefur vakið mikla at- hygli víða um heim og ka- þólskir söfnuðir hafa mót- mælt henni, enda hefur hún áhrif á líf margra milljóna manna. Ákvörðun páfa byggir á trúarlegum og siðrænum kenningum kaþólsku kirkj- unnar, þar sem segir, að ekki megi hindra, að mannlegt líf verði til. Með þessar kenning ar að bakhjarli vísar hann á bug þróun nútímans, þar sem -í vaxandi mæli er stefnt að því að gera getnaðarvarnir fjölbreyttari og útbreiða þær. Eitt alvarlegasta vandamál framtíðarinnar er að margra dómi, offjölgunarvandamálið. Oft á tíðum berast okkur fregnir af hungursneyð og mannfalli vegna offjölgunar og ónógrar heilsugæzlu. Hjálparstofnanir og ríkis- stjórnir margra landa verja stórum hluta tekna sinna til þess að stemma stigu við of- fjölgun. Kaþólska kirkjan hefur að vísu takmörkuð * áhrif í Asíu, en þeim mun meiri í Suður-Ameríku, þar sem barnadauði er algengur og heilsugæzla af mjög skorn um skammti. Af aukinni útbreiðslu getn- aðarvarna stafa augljóslega nokkrar samfélagslegar hætt ur. Pillan, - en notkun hennar verður æ algengari víða um heim, - getur verið hættuleg heilsu kvenna ogf jafnvel stuðl að að illkynjuðum sjúkdóm- um að mati sumra sérfræð- inga, sé ekki við notkun henn ar farið að ráði sérfróðra að- ila. Einfaldar getnaðarverjur, sem allir geta nálgazt án nokkurs eftirlits geta auk þess stuðlað að aukinni sið- spillingu, þar sem neytendur þeirra gerast óvarkárari um éigin hag en ella. Þrátt fyrir þetta er ákvörðun páfa í ósamræmi við hugmyndir nútímamanna og vandamál offjölgunarinn- ar eru ógnþrungnari skoðun- um kirkjunnar. I mörg ár hefur kaþólska kirkjan verið ómyrk í máli í fordæmingu sinni á getnaðarvörnum, og hún hefur með því lagt þunga byrði á herðar mörgum mann inum. Viðurkenning á því, að hún hafi haft rangt fyrir sér allan þennan tíma, myndi vafajítið hafa leitt til þess, að margir fengju efasemdir um réttsýni hennar á öðrum siðrænum sviðum. En ein- hver tilslökun til dæmis á þann veg að fela einstakling- um að einhverju leyti ákvörð un um eigin hag, hefði verið framkvæmanleg, án þess að veikja vald páfadómsins. Og margir kaþólskir menn, jafn vel í þeim löndum, þar sem vald kirkjunnar er mest, telja, að stefna hennar varð- andi takmarkanir barneigna hafi runnið sitt skeið, og breyta í samræmi við þá skoð un. En þannig fer yfirleitt alltaf, þegar manninu-m finnst sér stjórnað á óréttlát an hátt. Neikvæð afstaða páfa á því ef til vill eftir að veikja veldi páfadómsins meira en jákvæð úrlausn mannlegra vandamála. SKÓLAVIST 6 ÁRA BARNA ¥ viðtali við Mbl. í fyrradag gerði frú Valborg Sig- urðardóttir, skólastjóri Fóstru skólans, glögga grein fyrir nauðsyn þess, að undirbúa 6 ára börn með einhverjum hætti undir barnaskólanám, sem hefst á 7 ára aldri. í þess um efnum er um tvær leiðir að velja. Annars vegar þá, að leikskólar verði einnig fyrir 6 ára börn og er nú gerð til- raun með slíka deild í einum leikskóla borgarinnar og hins vegar að forskólastarf fari fram í barnaskólunum sjálf- um. Engin ákveðin stefna hef ur enn verið mótuð í þessu máli, þrátt fyrir þá tilraun, sem að ofan greinir- í viðtali við Mbl. fyrir nokkru skýrði Sven Moberg, menntamálaráðherra Svía frá NÚ á að fara að gera umbæt- ur á Piccadilly Circus í Lond- on. Það hefur raunar staðið til árum saman, en nú er búið að ganga frá nýju skipulagi og smíða líkan af væntan- legu útliti. Gert er ráð fyrir umferð á tveimur hæðum, þannig a‘ð reft verði yfir allt svæðið og verði þar uppi gangandi fólk, en undir aki bílar. Líkneski Erosar verður flutt upp svo að unnt verði að ganga í kringum það eins og áður. Þrjátíu hæða bygging úr bronsi og gleri verður reist að sunnanverðu, en gífurlega stórt hótel að austan, í laginu svipa'ð stýfðum píramíða á hvolfi. Þarna verða fínar stéttir og bogagöng, blómagarðar og undarleg sköpunarverk arki- tekta. Regentstrseti verður einnig á tveimur hæðum og sú efri með glerþaki og loft- ræstingu. Hið fræga Café Royal verð- urf lutt upp á þak. Og það er jafnvel rætt um að hafa skautabraut umhverfis Eros, líkt og er á Rockefellertorgi í New York. Likanið er svo nýtízkulegt og snyrtilegt, að Piccadilly Circus er óþekkjanlegur. Það er eins og Spánsku þrepin í Róm væru tilbúin með renni- stiga eða allt fólk rekið af Times Square. Allir eru sammála um það, a'ð Piccadilly Circus sé niður- níddur staður, óhreinn, forn- fálegur og hreinasta martröð ökumanna. Þar er ennfremur gott að kaupa heitar pylsur, hljómplötur, falleg tímarit eða eplaköku frá Maríu frænku. Þar er hægt að láta klippa á sér hárið, sjá kvik- myndir, drekka bjór og fá burstaða skóna. Það er því eðlilegt, að ferða menn og Lundúnabúar sjálfir komi þar unnvörpum. Hippí- ar safnast á hverjum degi undir mynd Erosar og stilla gítara sína eða horfa angur- værir á umferðina. Endurskipulagningin fór fram undir handleiðslu stjórn enda borgarinnar og var sfðan beði'ð um athugasemdir al- mennings. Skoðanir hans eru mjög skiptar. — Alveg hræðilegt, skrifaði einn. Þetta er langt skref í áttina til „1984“ og andlegrar vanheilsu. Kassamenning. Annar taldi það glæp að eyðileggja 19. aldar glæsi- leika Regentstrætis. Það er áforma^ að þessar breytingar nái í framtíðinni einnig til Trafalgartorgs og Covent Garden. En trjágarð- urinn í miðju Leicestertorgi, þar sem stytta Shakespeares hefur hallað sér fram á oln- bogann í bráðum hundrað ár, mun ekki sæta endurbótum. Hann er gjöf þingmanns nokkurs sem mælti svo fyrir, a'ð hann skyldi um alla fram- tíð vera almenningi til yndis. Líkanið af Piceadilly Circus og höfundur þess. því, að Svíar hyggðust koma upp forskóla fyrir 6 ára börn í barnaskólunum, þannig að börnin vendust strax skóla- umhverfinu. Frú Valborg Sigurðardóttir kemst að sömu niðurstöðu. Hún kveðst hlynnt því, að börn „komi 6 ára gömul í leikskólabekk í barnaskóla, sem vinnur mark visst að því að búa þau undir skólanám eftir félagsþroska þeirra, tilfinninga-, vit- og verkþroska.“ Það skapar að sjálfsögðu ný húsnæðisvandamál, ef koma á upp leikskóladeildum í barnaskólunum. Þó má benda á, að vegna flutninga milli borgarhverfa og upp- byggingar nýrra hverfa, hef- ur mjög létt á barnaskólum í ýmsum eldri borgarhverfum. Spurningin um skólagöngu 6 ára barna er þegar orðin mjög brýn og öll rök mæla með því að við fylgjum fordæmi Norð urlandaþjóðanna í þessum efnum. Það krefst óhjá- kvæmilegra sérmenntaðra kennara eða fóstra og er nauðsynlegt að sjá fyrir því í tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.