Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 — Snæfellsnes Framhald af bis. 13 felldur, óyfirstíganlegur veggur, en þegar nær dregur fjöllunum sést hvernig þau greinast í sund ur af djúpum skörðum og er tal- ið að 7 leiðir séu færar yfir hann austan frá Kerlingarskarði og vestur að Jökli, en aðeins tvær þeirra færar bílum. Hinar leiðirnar fimm eru mjög sjald- farnar nú orðið nema af leitar- mönnum. Af leiðum þessum má nefna Arnardalsskarð milli Stað arsveitar og Grundarfjarðar, er hún ekki ýkja löng en ærið brött og torsótt enda er háskarðið í um það bil 700 metra hæð en heyrt hef ég að útsýni þaðan sé undra fagurt. Vestan við Lýsuhyrnu hefur hraun fossað fram af fjallsbrún- inni og niður á jafnsléttu. Heit- ir það Bláfeldarhraun og standa bæir samnefndir í jaðri þess. Þegar enn vestar dregur blasir við nes eitt breitt og mikið um sig, er það þakið hrauni og stendur bungumyndaður hóll upp úr því miðju. Er það hið al- kunna Búðahraun og Búðaklett- ur, sem það hefur runnið frá. Hér er mikil litadýrð og fjöl- breytt náttúrufegurð, en ótaldir eru þeir listmálarar, sem hafa frestað þess að festa á léreftið það, sem auganu mætir. Ofan við hraunið, skammt frá bænum Oxl, sem stendur undir Axlarhyrnu, greinist vegurinn í þrennt: áfram vestur eftir nes- inu, norður yfir Fróðárheiði og síðan liggur afleggjari niður að Búðum, og er það vestasta býlið í sveitinni. Á Búðum er gott að eiga næt- urstað. Hvorttveggja er að þar er starfrækt veitinga- og gisti- hús yfir sumartímann og að öðru leyti má finna þar góð tjald- stæði fyrir þá, sem þess óska. Staðurinn hefur upp á fjölmargt að bjóða, sem ferðafólki fellur 1 geð og þar er hægt að una svo dögum skiptir. Búðahraun er alkunnugt fyrir fjölbreyttan og þroskamikinn gróður, enda eru góð vaxtarskil- yrði í djúpum, hlýjum hraunboll unum. Sagt er að af 16 tegund- um íslenzkra burkna hafi fund- izt 11 tegundir í Búðahrauni, en hátt upp í 150 tegundir jurta munu alls hafa fundizt þar. í Búðahrauni eru nokkrir hellar, meðal þeirra Búðahellir í Búða- kletti og Þjóðólfshellir. Um hraunið liggja víða troðnir götu- slóðar þar á meðal svokölluð Klettsgata. Búðir voru fyrr á öldum mik- ið verzlunarpláss, Hraunhöfn, og var þar um eitt skeið aðalkaup- staðurinn á öllu Snæfellsnesi. Staðurinn á sér því langa og merkilega sögu, en ekki verður hún rakin hér. Alkirkja var reist á Búðum eftir aldamótin 1700 á kostnað Bents nokkurs Larsen, sem þá var búsettur á Búðum. Var kirkja þessi byggð úr torfi og henni valinn staður á barmi stórrar hraunkvosar, sem síðar var smátt og smátt fyllt með sandi og notuð sem kirkjugarður. Fylgir sögunni að Guðmund- ur skáld Bergþórsson hafi fyrst- ur verið greftraður í þeim kirkjugarði. Kirkja sú, sem nú er á Búðum var byggð 1848 og stend ur á sama stað og torfkirkjan, sem fyrr var getið. Sagt er að Bent Larsen hafi og látið reisa fyrsta timburhúsið á Búðum, bú- ið þar og kallað Bentsbæ. Er tal ið að í því húsi hafi þau hald- ið brúðkaup sitt Kristín Illuga- dóttir og Sigurður skáld Breið- fjörð __ á Grímsstöðum í Breiðu- vík. Á veizla sú að hafa staðið í þrjá daga samfleitt, en þrátt fyr- ir allan þann fagnað var hjóna- bandið úrskurðað ólögmætt og Sigurður dæmdur fyrir tvíkvæni. Seim fyrr var á minnzt er nátt- úrufegurð mikil á Búðum, hvort heldur litið er upp til landsins eða til strandarinnar þar sem hraunið gengur í sjó fram og myndar skj ólsælar kvosiir og skápa, sem þaktir eru ljósgulum sandi í botninn. Er þar hinn á- kjósanlegasti baðstaður þegar vel viðrar og ferðafólk hefur haft mikið dálæti á staðnum um langt árabil. f júlí 1968 - Kalið Framhald af bls. 11 Hann kvaðst ekki kominn á þennan fund með fullan poka af loforðum, en hinsvegar hefðu bændur fulla samúð og skiln- ing ríkisvaldsins. Harðindawefnd in hefði líka verið endurvakin. í samráði við hana hefði verið veitt aðstoð vegna kalsins í fyrra og sú aðstoð hefði þótt mikils virði. Hamn kvað menn því mundu líta svo á að með endurskipun nefndarinnar fæl- ust nokkur loforð. En til þess að ríki'svaldið gæti hlaupið und- ir bagga yrði að kanna ástand- ið rækilega og að því væri nú sérstakur starfsmaður að vinna á vegum nefndarinnar. Þá benti ráðherrann á að á- standið á Suðurlandi hefði fram undir síðustu daga ekki verið of gott. En síðustu viku hefði hins vegar brugðið mjög til batnað- ar. Hann kvað sunnlenzka bændur myndu heyja eins og þeir framast gætu ekki sízt vegna þess að þeir vissu um á- standið á kalsvæðunum. Þá upp lýsti hann að bústofni hefði ver ið fækkað á ríkisbúunum og syo myndi einnig gert í Gunn- arsholti, enda hefði þegar ver- ið fækkað þar. Um tilrauna búin væri það að segja að þar yrðu tilraunameinnirnir mestu um að ráða. Að öðru leyti kvaðst hainn ekki ræða tillög- ur fundarins en kvaðst myndi taka þær með sér og þær yrðu athugaðar með harðærisnefnd- iinni og fleiri yrðu teknir til ráðuneytis til úrbóta. Um loforð væri ekki að ræða á þessu stigi, en ráðherrann kvaðst vilja vitna til þess, sem áður hefði verið gert á þessu sviðL Þá kvað ráðherranin brýna nauðsyn bera til þess að efla Bjargráðasjóð, því hlutverk hans væri að grípa inn í til hjálpar er harðæri steðjaði að. Taldi hann æskilegt að sjóður- inn væri efldur í haust og vet- ur. Ráðherrann kvað hollt að leita til okkar gömlu sagna þar sem skýrt væri frá harðri bar- áttu forfeðra okkar við hin verstu skilyrði. Hinsvegar væru skilyrðin nú allt önnur. Hann kvað þann skilning eiga almennt fylgi að samfélaginu bæri að koma til hjálpar og grípa í taumana, er erfiðleikar steðj uðu að. Ef kalár kæmu hins- vegar aftur og aftur þá væri ekki annars kostur en skerða stofninn. Það væri svo til at- hugunar hvernig bregðast mætti við þeim vanda. Hann kvað þjóðinni dýrast ef þjóðflutning ar hæfust Landsfjórðunga miLLi. Við viljum ekki að heilar sveit- ir Leggist í auðn og við munum eftir fremstu getu sporna gegn því, sagði ráðherrann. Ráðherrann sagði. að jafnvel hér á fundinum, sem fjaliaði að mestu um kai og grasleysi væri rætt um offramieiðsiu iandbúnaðarvara. Kvað hann ekki mikið upp úr því leggj andi Neytendahópurinn hér á landi færi sífellt staekkandi. Hann spurði því hve langir tímar liðu þar til ekki væri lengur um þessa offramleiðslu að ræða. Að síðu'stu kvaðst ráðherr- ann vona enm að eitthvað rætt- ist úr fyrir bændum. Með batn- andi sprettutíð í sumar og að lausn mætti finnast tii að bú- skapur gæti haldist áfram, þrátt fyrir þessi áföll, sem nú hefðu orðið í annars búsældar- legum sveitum. Mikilsverður lærdómur. Þamnig standa málin því í dag Við skulum vona að menn hafi mikið af þessu kalári lært. Við skulum vona að stórauknu fé verði varið til tilraunastarfsemi í stað óraunhæfra framkvæmda. Við skulum vona að Kjarminn verðí bættur, áburðarverzlunin lagfærð og Áburðarverksmiðj- an efld á réttan hátt. En kannske eigum við órann- sakað merkilegasta rannsóknar efnið en það er: Hvernig stend ur á því að sumstaðar kelur aldrei og sum tún gefa ávalt góðan ávöxt? Við einbeitum öll um kröftum okkar til að bæta úr hjá þeim sem skyss- ur hafa gert, annað hvort vitandi eða óvitamdi. En hvar liggja fyrir rannsóknir á hvernig stendur á því að sumir bændur skara fram úr, og hjá þeim eru næsta litlar skemmdir, þótt allt sé kaiiS 1 kring? Við skulum að síðustu vona að raunhæft mat verði lagt á hlutina, fyrirhyggja og hagræð ing látin ganga fyrir kröfunum, og hleypidómar og uppgjafar- tónn látinn lönd og leið. Vignir Gnffmundsson. Seljum næstu daga nokkrai hillur úr mjög fallegu tekki. TRÉTÆKNI sf. Skúlagötu 55. NYTT Það þarf ekki lengur aff fínpússa eða mála loft og veggi ef þér notið Somvyl. Litaver Grensásvegi 22—24. - NYTT Somvyl veggklæðning. Somvyl þekur ójöfnur. Somvyl er auðvelt að þvo. Somn'yl gerir herbergið hlýlegt. Somvyl er hita- og hljóð- einangrandi. Það er hagkvæmt að nota Somvyl. Á lager hjá okkur í mörgum litum. Klæðning hf. Laugavegi 164. Sumarhátíðin í Húsafellsskógi um verzlunarmannahelgina HLJÚMAR - ORION og Sigrún Harðardóttir Skafti og Jóhannes. — Dans á 3 stöðum — 6 hljómsv. Táningahljómsveitiit 1968. — Hljómsveitasamkeppni. Skemmtiatriði: Leikþættir úr „Pilti og stúlku“ og úr „Hraðar hendur“. Alii Rúts — Gunnar og Bessi — RÍÓ-tríó — Bítlahljóm lcikar. — Ómar Ragnarsson. Þjóðdansa- og þjóðhúningasýning — glímusýning — kvikmyndasýning. Keppt verður í knattspyrnu, frjálsíþróttum, glímu, körfuknattleik, handknattleik. — Fimleikasýning. Unglinga- og fjölskyldutjjaldbúðir Bílastœði við hvert tjald Kynnir Jón Múli Árnason Verð aðgöngumiða kr. 300,00 fyrir fullorðna, kr. 200,00 fyrir 14—16 ára og 13 ára og yngri ókeypis í fylgd með foreldrum sínum. — Gildir að öllum skemmtiatriðum. Sumarhátíðin er skemmtun fyrir aflla U. M. S. B. Æ. M. B. Ágústa Björnsdóttir Aðstoðoiyliiljósmóðu Staða aðstoðaryfirljósmóður í Fæðingardeiid Lands- spítalans er laus til umsóknar frá 1. október 1968. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapp arstíg 29, fyrir 7. september n.k. Reykjavík, 1. ágúst 1968. Skrifstofa ríkisspítalanna. allar byggingavörur á einum stað Lokað allan daginn 3. úgúst BYGGIIMGAVÖRUVERZLUIM ^<7 KÖPAV0GS • SíiVtl 41010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.