Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 24
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 10.100
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIOSLA'SKRIFSTOFA
5ÍIV1I 1Q*1DO
Mikil viðhöfn við opn-
un Norræna hússins
BÚIZT er við nærri 300 gest-
um við opnun Norræna hússins
í Reykjavík, laugardaginn 24.
ágúst n.k. Gestimir verða frá
öllum Norðurlöndunum og eru
meðal þeirra ýmsir þekktustu
Imenn landanna á stjómmála- !
og menningarsviðum. Ivar Eske
land, forstöðumaður Norræna
hússins, skýrði á fundi með blaða
mönnum í gær frá dagskrá opn-
unarathafnarinnar en ræddi um
leið um þær vonir, sem hann
byndi við framtíð Norræna húss
ins og á hvern hátt íslendingar
gætu fært sér tilveru þess í nyt.
Norræna húsið verður opnað
24. ágúst kl. 10 með því að fán-
ar allra Norðurlandanna verða
dregnir að húni fyrir utan hús-
ið, en áður mun Lúðrasveit
Reykjavíkur leika nokkur lög.
Að öðru leyti mun athöfnin fara
fram innan dyra.
Athöfnin inni í húsinu hefst
með því að forstöðumaður húss-
ins, Ivar Eskeland. flytur nokk
ur ávarpsorð, en síðan mun for-
seti íslands, herra Kristján Eld
járn taka til máls.
---------------------------
Tveir drengir
bíl
Að loknu máli forseta fslands
leikur íslenzkur strengjakvart-
ett, en hann mun leika milli
ræðna þeirra, sem haldnar verða.
Þá tekur til máls formaður Norð
urlandaráðs, stórþingmaðurinn
Svenn Stray ,en síðan flytur
Halldór Laxness, rithöfundur
iyrir
TVEIR drengir á reiðhjólum
urðu fyrir bifreið á móts við
Lágafell í Mosfellssveit í gær.
Þeir voru fluttir á Slysavarð-
stofuna en meiðsli þeirra voru
ekki fullkönnuð þegar blaðið fór
í prentun. Slysið mun hafa orðið
með þeim hætti að drengirnir,
sem hjóluðu á undan bílnum,
sveigðu fyrir hann rétt í því að
hann var að fara framúr. Fram-
rúðan brotnaði svo að a.mk. ann
ar þeirra hefur kastast upp á vél
arhlífina.
Séð út um glugga Norræna hússins yfir mýrina, þar sem verið er aðgera nýja tjörn eft
ir fyrirmælum arkitekts húss- ins. (Ljósm. Ól. K. M.)
Forstöðumaður Norræna húss-
ins. Ivar Eskeland, á tröppum
hússins.
ræðu, en hann er eimn af þrem-
ur íslendingum í stjórn Nor-
ræna hússins.
Næstir tala formaður bygging
amefndar hússins, Eigil Thrane,
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, Ármann Snævarr, há-
Framhald á bls. 23
Norræni sumarháskólinn
settur í Reykjavík í dag
Jarðvegshrær-
ingar við Öskju
— Benda til þess að eldgos sé í vœndum
— Um 200 þátttakendur frá hinum
Norðurlöndunum komu r gœrkvöldi og í nótt
BÚAST má við að Askja
gjósi einhverntíma á næstu
árum. Eysteinn Tryggvason,
jarðeðlisfræðingur, sem er ný
kominn úr rannsóknarleið-
angri þaðan, hefur skýrt frá
því að landið hafi risið í Báts
hrauni við Öskjuvatn, nánar
tiltekið á norðausturbakka
þess.
Hækkunin er fjórir metrar
og sextíu sentimetrar miðað
við vatnsborð, eins og það
var fyrir síðasta gos. Þá lækk
aði vatnið um tvo metra þann
ig að hæðin yfir vatnsborði
er nú sex metrar og sextíu
sentimetrar. Þetta er á um 2
km löngum kafla og hefur
gerst hægt, á löngum tíma.
Þetta er nokkuð öruggt
merki þess að eldgos sé í að
sigi en ógerlegt er að segja
til um hvort það verður á
næstunni eða eftir nokkur ár-
Jarðfræðingum þykir þó
ástæða til að fylgjast vel með
breytingum sem þarna kunna
að verða á landslagi. Búist
er við að ef af verður, verði
þetta lítið gos.
NORRÆNI sumarháskóliim
verður settur í dag kl. 9.30 í
hátiðasal Háskóla íslands í 18.
sinn. Er þetta fyrsta sinni sem
skólinn er settur á íslandi, enda
þótt íslendingar hafi verið með
frá byrjun 1950. Norræna sum-
arháskólann sækja að þessu
sinni 215 útlendingar og 50 ís-
lendingar — háskólaborgarar á
öllum aldri. Þátttakendurnir
voru væntaniegir til landsins í
gærkvöldi með tveimur leigu-
flugvélum.
Þór Vilhjálmsson, prófessor,
formaður íslandsdeildar Nor-
ræna sumarháskólans, sagði í
viðtali við Mbl. í gær, að skól-
inn starfaði í öllum háskólaborg
um Norðurlanda. í vetur störf-
uðu 102 hópar í 18 háskólaborg-
um og fjölluðu þeir um verk-
Landsíminn kaupir
Sjálfstæðishúsið
NYLEGA hafa gengið saman
samningar milli Landssíma ís-
lands og eigenda Sjálfstæðis-
hússins við Austurvöll um að
Landssíminn kaupi húsið. Telur
Landssíminn sig þurfa þess til
áframhaldandi útfærslu starf-
semi sinnar. Samningaumleitan-
ir hafa staðið alllengi, en kaup-
verð hússins mun vera röskar
16 milljónir króna. Er það ákveð
ið með hliðsjón af söluverði sam
bærilegra eigna í miffbænum að
undanförnu.
efni, sem stjóm skólams hefur
valið. Að því er stefnt að koma
á samvinnu manna, sem leggja
stund á sem flestar fræðigrein-
ar, til að ræða um vandamál,
sem sameiginleg eru fyrir þær
allar. Það er einnig tilgangur
skólans að efla skilning á grund-
vallaratriðum vísindastarfsemi
skólans og á sérkennum rann-
sóknaraðferða hinna ýmsu vís-
indagreina.
Við Norræna sumarháskólann
munu að þessu sinni sex fyrir-
lestarar fluttir. Fyrirlesarar
verða: Ólafur Björnsson, prófess
or; Bjarni Guðnason, prófessor;
Erik Allardt, prófessor; Einar
Thorsrud, dósent; Joadhim
Israel, prófessor og Ole Lando,
prófessor. Umræðuefni hópanna
frá hinum 18 háskólum verða 12
og munu hóparnir bera saman
bækur sínar og lýsa niðurstöð-
um frá hverjum hinna 18 skóla.
Norræni sumarháskólinn hef-
ur aldrei gengizt fyrir rannsókn-
um, en nýlega fékk hann 4 millj
Framhald á bls. 19
Mýr H-miði
SLYSAVARNAFÉLAGIB minn-
ir ökumenn á að nú er rétti tím
inn til að skipta um H-miða á
bílnum, og setja rauðann í stað-
inn fyrir þann græna. Miðarnir
fást í öllum benzínstöðvum.
(Slysavarnaf élagið).
26 ðverðlaunuð Ijóð
BÓKIN „Hátíðarljóð 1968“ kom
út í gær og er undirtitill hennar
„26 óverðlaunuð ljóð“. Með bók-
inni fylgir atkvæðaseðill og eru
kaupendur beðnir að greiða at-
kvæði um hvort þeir telji eitt-
hvert eitt ljóðanna vert 10 þús-
und króna verðlauna. Ef svo
verður, ætlar útgefandinn,
Sverrir Kristinsson, að veita
verðlaunin.
Þeir sem eiga ljóð í bókinni
eru:
Maríus Ólafsson, Kristinn
Reyr, Filippía Kristjánsdóttir
(,,Hugrún“), Ámi G. Eylamds,
Jónas S. Jakobsson, Bjarni Guð
mundsson frá Hörgsholti, Þór-
oddur Guðmundsson frá Sandi,
Einar J. Eyjólfsson, Ragnar Jó-
hannesson, Þorsteinn Valdimars
son, H. J. Þórðarson, Lárus Saló
monsson (á fjögur ljóð í bók-
inni), Björn H. Björnsson, Ár-
mann Dalmannsson, Jón G.
Pálsson, Tryggvi Emilsson, Pét-
ur Affalsteinsson, Ragnar Jó-
hannesson, Kristján frá Djúpa-
læk, Hannes H. Jónssom, Katrín
Jósepsdóttir og Benedikt Gísla-
son frá Hofteigi.