Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 Sími 22-0-22 Rauðarárstíg 31 {VIAGIXiOSAR 5K1PHOLTI21 SIMAR 21190 eftir lokun sími 40381 1.44.44 mfiwm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hagstætt leigugrjald. Sím/14970 Eftir lokun 14970 effa 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR — Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 82347 M MOCN SILK setting lotion cleansíng milk bubble bath hand-lotion eg- shampoo Mjólkursala í Beykjavík „Framsóknarhúsmóffir" skrifar: „Herra Velvakandi: EINS og af pennanafni mínu má ráða, stend ég með þeim póli- tíska flokki hér í borg sem litlu fylgi á að fagna hjá ykkur Morgunblaðsmönnum. Engu að síður tel ég mér skylt að nota dálka þína, ef þú gefur mér pláss, til þess að mótmæla þeirri þjónustu, sem Mjólkur- samsalan veitir okkur. Hún er í einu orði sagt alveg ómögu- leg. Á sama tíma og mjólkin er hækkuð, er þjónustan minnkuð. Hætt er að selja mjólk á sunnudögum, útsölu- stöðum fækkað, o. s. frv. Þeim, sem vilja selja mjólk ásamt annarri vöru, er neitað um það. Neytendur í Reykjavík vilja hafa greiðan aðgang að mjólk alla daga vikunnar. Þetta verða þeir að skilja, sem eru að selja mjólkina í einokunanun- boði bænda og búaliðs. Á mínu eigin heimili hefi ég reynt það margsinnis, að sé mjólk ekki að fá, er rokið í að kaupa gos- drykki. Þarna tapa mjólkur- framlefðendur gífurlegu fé á hverju ári, aðeins vegna lélegra seljenda. Vegna slæmra mjólkursölu- manna, tapa bændur æ fleiri unglingum í hendur gosdrykk- jasala. — Þetta er kannske illa orðað hjá mér, en ég vona, að meiningin skiljist. Hér í Reykjavík þýðir ekki lengur að bjóða fólki annars eða þriðja flokks þjónustu. Hér er það þjónustan, sem gildir. Mjólkursala mundi stórauk- ast hér í Reykjavík, væri öll- um leyft að selja mjólk, sem uppfylla viss hollustuskilyrði, og einkasölur Mjólkursamsöl- unnar mættu vera opnar a.m.k. til hádegis á sunnudögum, nú og jafnvel til kl. sex eða lengur. Birtu þetta fyrir mig, Vel- vakandi góður, þín Framsóknarhúsmófflr". Að lenda á eigin ábyrgð MERKUR og þekktur flugmaff- ur sendir Velvakanda eftirfar- andi bréf undir ofangreindri fyrirsögn: „Frá því að farið var að hag- nýta fluvélina sem samgöngu- tæki hafa þróazt í kringum flugið ýmsar stéttir, auk flug- manna og annarra flugliða. Er hér átt við flugvirkja, flugum- sjónarmenn og flugumferða- stjóra, svo að nokkuð sé nefnt. Allar eru þessar stéttir nauð- synlegar og hafa hver sínu hlut verki að gegna, þó að það sé ekki við stjórn flugvélanna sjálfra, sem auðvitað eru undir stjórn og á ábyrgð flugstjóra í hverri flugferð. Ein þessara stétta, flugum- ferðastjórar, hafa hér á landi rembzt vfð að auglýsa ábyrgð og mikilvægi þeirrar stéttar fram yfir aðrar, eins og lands- menn hafa orðið varið við í útvarpi og blöðum. Virðist svo sem stéttin, eða einstakir for- svarsmenn hennar, séu haldnir einhvers konar minnimáttar- kennd, sem brýzt út í „kom- plexum", er lýsa sér í því að reyna að telja almenningi trú um, að þeir hafi alla stjóm og beri ábyrgð á ölum þeim flug- vélum, er hreyfa sig á norður- hveli jarðar, og er vandséð, til hvers flugmenn og áðrir áhafn- armeðlimir eru um borð í flug vélum, nema til að taka við fyrirmælum frá þessum mönn- um. Innan stéttarinnar eru annars margir ágætismenn, sem ólik- legir eru til að vilja vera með svona sýndarmennsku, en for- svarsmenn stéttarinnar eru eink ar lagnir við að læða „flug- stjórnar“-áróðri sinum að við hvert tækifæri sem gefst, og fyrir nokkru lét einn í stétt- inni hafa það eftir sér i við- tali við eitt af dagblöðum borg- arinnar, eftir að bandarisk flug vél rann fram af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í hálku, að flugstjóra flugvélarinnar hefðu verið gefnar upplýsingar um, að bremsuskilyrði væru léleg og hefði hann lent á eigin ábyrgð. Af þessum ummælum, sem hreinlega eru atvinnurógur gagnvart flugmannastéttinni, mætti álykta, að flugmenn lentu flugvélum aðeins á eigin ábyrgð, þegar ekki væri hægt að koma fyrir þá vitinu um að ekki væri óhætt að lenda, því að það væru flugumferðastjór- ar, sem bæru ábyrgð á lend- ingum, þegar þa*r væru taldar öruggar, og því hefði farið eins og fór í þetta skipti. Furðulegt er, hvað frétta- menn blaða og útvarps hafa gleypt við áróðri flugumferða- stjóra og dreift yfir almenning, samanber, að flugvöllum sé lokað, eða flugvélum snúið frá flu'gvöllum og flugvélar fái leyfi fyrir hinu og þessu hjá „flugstjórnarmönnum", svo að notað sé nafni’ð, sem þeir eru farnir að skreyta sig með. Það er orðið tímabært að sporna við þessum áróðri og upplýsa almenning um, að flug umferðastjórar hafa enga stjórn eða ábyrgð á flugvélum, en eiga að sjá um að samræma umfer'ð eftir ákveðnum regl- um, svo að ekki sé hætt við árekstrum, og gefa flugstjórum upplýsingar þar að lútandi, svo að þeir geti valið sínar flug- hæðir og flugleiðir í samræmi við það. Það er einnig algjör- lega á valdi flugstjóra, hvort hann gerir aðflug og lendir eða ekki, svo og hvers konar að- flug og hvaða braut hann óskar að nota til flugtaks og lending- ar. Þáð er vonandí, að flugum- ferðastjórar misskilji ekki hlut verk sitt og geri sér ljóst, að þeirra starf er að veita upp- lýsingar og þjónustu, en ekki stjórna eða lenda flugvélum. Flugmaffur". + Laugardagskvöld í Keykjavík í maí árið 1968 „ÁHORFANDI" sendir eftir- farandi bréf, en Velvakandi hefur sleppt öllum nöfnum, því að víða mun pottur brotinn en á þeim stað, er bréfritari til- greinir. „Ég þurfti því miður að leggja leið mína í . . . eitt kvöld í vor, þó að hér verði ekki get- ið ástæðunnar fyrir þvi. Þetta var eitt af þessum fallegu kvöldum. Loftfð hreint og tært, himininn gulli sleginn, kyrrð og ró yfir sundunum og fjallasýn eins fögur og verið getur. Og nýr Iitur á Esjunni. Ég kom ekki að staðnum, fyrr en um kl. 11.30. Þíhf var þá dansleikur, sem var lögum samkvæmt bannaður fyrir ungl inga innan 16 ára aldurs. Á hlaðinu við danshúsið voru 10—20 unglingar, piltar og stúlk ur á aldrinum ca. 13—16 ára, á vappi og að reyna að komast inn, en höfðu auðsjáanlega ekki fengið inngöngu, eða verið vís- aV út, þvi að þau voru að fá- um undanteknum drukkin og sum dauðadrukkin. Orðbragð- ið get ég því miður ekki haft eftir, nema einstaka setningu eins og „áttu sjúss“ — „nei annars ég er hætt að drekka", þetta sagði ung stúlka, sem varla gat staðið á fótunum. „Gunna er dauð“, heyrði ég pilt segja og um leið komu tveir hálffullir dröslandi með aðra stúlku, ca. 14—15 ára. Hún var að vísu ekki dauð, en höfuðið á henni lafði út á aðra öxlina, og fætumir böggluðust undir henni, og piltamir héldu henni uppi. Kl. 2 lauk dansleiknum. Þá fóru unglingamir og börnin að flykkjast út úr húsinu með tilheyrandi hávaða og orð- bragði, því að ég fullyrði, að þama voru líka mörg börn undir 16 ára aldri. En þá flýttu þau sér ekki heim, eins og maður skyldi halda, nema ein- staka þeirra. Á stígnum biðu svo þéttar raðir af bílum, að varla varð komizt um götuna í hálfan klukkutíma. Þetta voru ýmist stöðvarbílar eða einka- bílar. Engin einkennisklædd Iögregla sásit þama, og enginn stjórnaði umferð eða skipti sér af þessu. 1 þessa bíla hópuðust unglingarnir. Sumar stúlkum- ar hentust úr einum bíl í ann- an, og virtist þeim standa á sama, hvar þær lentu. Að kom- ast í ,,partý“, það var aðalatrið ið. Þegar bílarnir voru orðnir troðfullir, var ætt af stað. Ég taláði við vörðinn og fékk að líta inn í danshúsið, því að ég hafði leyfi til að taka þátt í „gleðskapnum". í4rna inni virt ist misjafn sauður í mörgu fé, en ekki fannst mér sam sam- kundan glæsileg, þótt fólkið væri bæði klætt samkvæmt tízkunni og sumt fallegt. Dimma, loftleysi, þykk reykjar svækja og hávaðinn af hinni svokölluð „músik" næsta óþol- andi. Enda ríkti þarna hvorki gleði né kátína, heldur fyrst og fremst háváði, æsingur og leiði. Ég spurði vörðinn, sem var mjög geðugur meður, hvort honum fyndist þetta I lagi og fara vei fram. Hann svaraði því til, að það væri tiltölulega meinlaust, meðan krakkarnir væru þama inni að dansa, en „partýin“ á eftir væru það hættulega. Ég spurði hann, hvort það væri virkilega hleypt inn unglingum innan 16 ára aldurs, og hann sagði það mál oft erfitt viðureignar. Ég veit, að þarna voru a.m.k. telpur inn an við 16 ára aldur. Og nú spyr ég? Hvers vegna var þessum telpum og öðrum yngri hleypt inn á þennan dansleik, og hvers vegna er efcki fylgt lög- um og reglum um þetta atriði? Hvað með nafnskírteini? Eru þau vita gagnslaus? Og ég spyr ennþá: Hvað margir menn eru þama til eftirlits, og er ekki fólk þarna frá unglinga-eftir- liti og lögreglu? Meðan ég staldraði við í forstofunni komu 2 dauðadrukknir piltar út af saleminu, svo að drykkju skapurinn var ekki bara fyrir utan, heldur líka innanhúss og hreint ekki svo lítill, eftir því sem unglingamir litu út, þegar „dansleiknum" lauk. Og er þetta svo „hið Ijúfa líf“, sem tekur við, þegar böm- in okkar verða 16 ára? Ég hef frá ýmsu öðru að segja eftir þessa þriggja klukku stunda viðdvöl, en læt staðar numið. En ég vil að lokum skora á foreldra, að minnsta kosti þá, sem telja sig eiga þama unglinga, að fara sjálfir og sjá með eigin augum, hvað þarna (og sjálfsagt víðar) fer fram, þó ekki væri nema eitt laugardagskvöld. Og svo að lokum: Væri ekki hægt að taka á þessum málum með meiri festu, bæði af hendi foreldra og lögreglu, því að eitt af því, sem dyravörðurinn sagði mér, var, að hann hefði séð fallegar og gervilegar ung- ar stúlkur komast í svaðið á skömmum tíma með því að lenda í vondum félagsskap á þessum stað. Ahorfandi". Bílamálari óskast Góður bílamálari sem getur unnið sjálfstætt óskast strax. Tilboð merkt: „Bílamálari 8383“ óskast sent Mbl. sem fyrst. Skólastjóra vantar við barna- og unglingaskólann í Búðardal, Dalasýslu í haust. íbúð fyrir hendi. UppL gefur for- maður skólanefndar Jón Pétursson. SKÓLANEFND.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.