Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 Varð að leita hafnar með Hans Sif SVFI iær símsvnra Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp hjá Slysavarnafélagi íslands, að það hefur tekið sím- svara í þjónustu sína. Þeir, sem óska aðstoðar SVFÍ utan skrifstofutíma, geta feng ið upplýsingar í númeri símsvar ans um það, hver svarar hjálp- arbeiðni hverju sinni. Símanúmer símsvarans er 20360 Um verzlunarmannahelgina gæti símsvarinn komið í góðar þarfir, en til þess að vera við- búið óhöppum á landi, hefur Slysavarnafélagið velbúinn björg unarbíl til reiðu alla helgina. Félagar úr björgunarsveit Ing ólfs munu annast talstöðvarvakt ir en þjónusta sjúkrabifreiðar- innar verður að sjálfsögðu í samvinnu við lögreglu og Slysa- varðstofu Reykjavíkur. Auk þessa mun þyrla SVFÍ og Landhelgisgæzlunnar verða til- tæk, ef á þarf að halda. (Fréttatilkynning frá Slysavarn arfélagi fslands.) GOTT veiffiveður var á síldar- miðunum á miðvikudag og að- fararnótt fimmtudags. Kunnugt var um afla sjö skipa sem feng- ið höfðu samtals 916 lestir. Hæst ur var Bjartur NK., sem var á landleið með 250 lestir. Þessi skip tilkynntu um afla: Landað í Haförninn: Harpa RE 90 lestir, Magnús NK 30, Árni Magnúss. RE 36. í salt: Júlíus Geirmundss. ÍS 40 lestir. Á landleið: Bjartur NK 250 lestir, Barði NK 240, Fylkir RE 230. Neskaupstað, 2. ágúst — ÞÝZKI dráttarbáturinn „Fair Play“ sem var á leið til Dan- merkur með Hans Sif, varð að leita hafnar í Neskaupstað í gær vegna þess að lekinn á skipinu jókst mjög og önnur dælan sem var um borð bilaffi. Fréttaritari blaðsins í Nes- kaupstað hafði samband við Schuldt, skipstjóra, sem sagði, að þeir hefðu lagt af stað frá Raufarhfn kl. 1 í fyrrinótt. Fimm menn voru um borð í Hans Sif, og höfðu þeir tvær kraftmiklar dælur. Þegar þeir voru um 60 sjóm. út af Norðfirði bilaði önnur dælan og hin hafði varla undan, enda kom þá í Ijós, LAXVEIÐI hefur víðast verið góð í sumar, og jafnvel ár sem óttazt var að yrðu lélegar, hafa gefið góða veiði. Morgunblaðið hafði samband við skrifstofu veiðimálastjóra og fékk uppgef- inn fjölda laxa, sem fengizt höfðu úr nokkrum ám fram að 28. júlí. Úr Elliðaám höfðu fengist 634, að lekinn hafði allmjög aukizt. Ákvað skipstjórinn þá að leita hafnar, og þegar komið var inn til Neskaupstaðar var lest skips- ins hálffull af sjó. Lekinn var þá orðimn það mikill, að ein dæla hafði alls ekki undan og var slökkviliðið komið til að- stoðar. Skipstjórinn sagði, að þeir hefðu haft suðvestan kalda og veðrið verið ágætt. Óákveðið var í gær hvað yrði til bragðs tekið. Skipstjórinn var að hafa samband við útgerð sína um, hvort þeir ættu að bíða meðan skipið yrði þétt. Dráttarbátur- inn er ekki stór fleyta, aðeins 173 brúttótonn, en með 1300 hest afla vél og talinn fullgóður sem úthafsdráttarbátur. — Ásgeir. úr Laxá í Kjós 923 og úr Mið- fjarðará 371. 1 Miðfjarðará hefur verið léleg vei'ði tvö síðustu ár og menn óttuðust að hún yrði jafnvel enn lakari nú. Framanaf gekk veiðin fremur treglega, en síðustu vikuna mjög vel og komu þá á land 193 laxar. í Blöndu var mikil gegnd og höfðu fengist úr henni 340 laxar, en úr Svartá, sem rennur í hana, höfðu fengist 43. Úr Víðidalsá höfðu fengist 198 laxar. Það er nú komið undir lok í Borgar- firði, en veiðitímabilinu þar lýk- ur hinn 20. ágúst. Tölur lágu ekki fyrir, en vitað var að vei'ðin hefur verið betri en á sama tíma í fyrra. í Flókalund 09 Bjarkarlund PATREKSFIRÐI, 2. ágúst. — Veður hefur verið hér fremur leiðinlegt, en samt sem áður fer verzlunarmannahelgin í hönd sem og annars staðar. Ijeið unga fólksins liggur í Bjarkarlund, að Húsafelli og svo auðvitað í Flókalund, sem er í næsta ná- grenni við okkur. — Trausti. GÓÐ LAXVEIÐI — 923 laxar úr Laxá í Kjós — IUiðfjarðará reynst vel Bættir eru bænda hættir — Ný bók um landbúnað, sögu og þróun ÚT er komin bók um landbún- affinn, sögu hans og þróun, og heitir hún, Bættir eru bænda- hættir. Útgefendur eru Óskar Lárusson og Örn Johnson jr. Bókin er 176 síffur í striga- bandi Hún er prentuff í Grafík h.f. Bókin er myndskreytt af Halldóri Péturssyni, en kápu- teikning og umbrot er eftir Ást- mar Ólafsson. t bókina rita 28 þjóffkunnir menn um landbúnaff hver á sínu sviffi. Bókin er gefin út vegna land- búnaffarsýningarinnar og mun kosta þar 470 kr., sem er forlags verð. 1 formála bókarinnar segja út- gefendur m.a.: „Landbúnaður hef u,r allt frá því, er ísland var num ið, verið aðalatvinnuvegur þjóð eirinnar, og bændur borið uppi íslenzka menningu, andlega og verklega. En á síðustu árum hef- ur orðið mikil röskun í íslenzku þjóðfélagi. Bændum fækkar, og landbúnaður þokar fyrir öðrum atvinnugreinum, svo sem fisk- veiðum og iðnaði. Hvertig hafa bændur brugðizt vfð þeim vanda, sem að hefur steðjað? Hver er staða landbúnaðar í dag? . í bók þessari er reynt að svara þessum spurningum og reyndar fjölmörgum öðrum. Eru hér sam an teknar tuttugu og átta rit- gerðir eftir þjóðkunna forvígis- menn landbúnaðarins, og rekja þeir fjölþætta sögu hans og þró- un. Af þessum greinum má marka, hvernig bændastéttin hefur kappsamlega stefnt að því að hagnýta sér margháttaðar nýj ungar í verklegum efnum sér og alþjóð til farsældar.“ Þeir sem skrifa í bókina eru: Herra Kristján Eldjárn, forseti íslands, Ingólfur Jónsson, land- búna'ðarráðherra, Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, Þór- ir Baldvinsson, arkitekt, dr. Bjarni Helgason, jarðvegsfræð- ingur, Jónas Jónsson, jarðræktar ráðunautur, Steindór Steindórs- son, skólameistari, Ingvi Þor- steinsson, magister, Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur, Hákon Bjamason, skógræktarstjóri, dr. Sturla Friðriksson, erfðafræðing- ur, Pálmi Einarsson, landnáms- stjóri, Guðmundur Jónsson, skólastjóri, Árni G. Pétursson, sauðfjárræktarráðunautur, Ólaf- ur E. Stefánsson, nautgriparækt- arráðunautur, Gunnar Bjamason, rá'ðunautur, Páll A. Pálsson, yfir dýralæknir, Óli Valur Hansson, garðræktarráðunautur, Þór Guð- jónsson, veiðimálastjóri, Sveinn Einarsson, veiðistjóri, Árnþór Einarsson, kjötiðnaðarmeistari, Pétur Sigurðsson, mjólkurfræði- kandidat, Agnar Guðnason, ráðu nautur, Ólafur Guðmundsson, til raunastjóri, Gunnar Guðbjarts- son, form. Stéttarsambands bænda, Arnór Sigurjónsson, rit- höfundur, Þorsteinn Sigurðsson, form. Búnaðarfélags íslands og Sveinn Tryggvason, framkv.stj. Framleiðslurá'ðs. Útgefendur boðuðu fréttamenn á sinn fund í gær, og sýndu þeim bókina, sem er vönduð að allri gerð. Sögðu þeir, að frágangur væri vandaður eins og hægt væri, m.a. væri prentun tvöföld, vegna mynda. Hugmynd að bók- inni er ung, fóru um fjórir mán- uðir til undirbúnings útgáfunni. Sögðust þeir vilja þakka öllum greinarhöfundum fyrir lipurð og velvild. Dómnefnd Bústaffasóknar er fjallar um verfflaunaveitingu fyrir beztu lóffaumgengnina. Á myndinni eru Otto A. Michelsen, Jón as Hallgrímsson, Jóhanna Hansen og Hermann Ragnar Stefáns- son. Á myndina vantar Ólaf B. Guffmundsson. Verölaun fyrir fallegustu lóðina I BÚSTAÐASÖKN eru mörg fé- lög starfandi, kvenfélag, ung- mennafélag og bræðrafélag. Nú hefur Bræðrafélag sóknarinnar hafið sókn í fegrun og góðri um gengni í hverfinu. Tilefni þessa átaks, er bréf, er borizt hefur frá Otto A. Michelsen með ósk um að fegra og prýða umhverfi þetta, og jafnframt því, að veita verðlaun fyrir bezt hirtu lóðina, húsið og umhverfið, og er þá um leið átt við götuna fyrir framan húsið. Sérstök nefnd var kosin til að dæma í þessum efnum, en hana skipa: frú Jóhanna Hansen, Otto A. Michelsen, Ólafur B. Guð- mundsson, Hermann Ragnar Stefánsson og Jónas Hallgríms- son. Ekki hefur ennþá verið ákveð- ið, hvernig verðlaununum verð- ur háttað, hvort veittir vehða peningar eða heiðursskjal, en verður ákveðið síðar, nefndin vonar, að þetta verði a.m.k. spor í áttina til þess, að fólk fari að hirða betur um lóðir sínar og landareignir. IUatvöru- og kjötkaup- menn ræða vandamál sín — á ráðstefnu I KAUPMANNASAMTÖK íslands efna til ráffstefnu aff Bifröst í Borgarfirffi dagana 25.—23. ágúst næstkomandi. Ráffstefnan er fyrir matvöru- og kjötkaup- menn hvaffanæva aff af landinu og er henni ætlaff þaff megin- verkefni, aff kryfja til mergjar ýmis vandamál er matvörudreif ing í landinu hefur í för meff sér <*g reyna aff komast aff niff- urstöffu um leiffir til úrbóta. Bifröst Nokkrir affilar utan stéttarinnar hafa veriff fengnir til aff gera ýmsum málaflokkum skil, en síffan munu þau rædd af ráff- stefnuaðilum sjálfum. Meffal annars verffur fjallaff um kvöld og helgarsölu verzl- ana, verfflagsmál, samstarf kaup manna og heildverzlana, umbúff ir, verzlunina og bankann og dagleg vandamál ýmisleg. Stálstríð í Bandaríkjunum Washington 2. ágúst. AP-NTB. MÖRG stærstu stálframleiðslu- fyrirtæki Bandaríkjanna til- kynntu í gær mikla verffhækkun á stáli effa sem svarar 399 ísl. kr. á lest, effa 5%. Þaff var Bethlehem Steel, annaff stærsta fyrirtækiff sem fyrst ákvaff verff hækkunina en önnur fyrirtæki fylgdu í kjölfariff, þar á meffal Bandaríska Stálsamsteypan, sem er stærsta fyrirtækiff. Johnson Bandaríkjaforseti hef ur fordæmt hækkunina og í dag veitti hann bandaríska varnar- málaráðuneytinu heimild til að flytja viðskipti sín til fyrir- tækja, sem ekki hafa hækkað verði’ð. Johnson kvaddi leiðtoga Bandaríkjaþings til fundar við sig í Hvíta Húsinu í gærkvöldi til þess að ræða orsakir og afleið ingar verðhækkunarinnar á bandarískt efnahagslíf. Stjóm- málafréttaritarar segja, að forset inn hafi reiðst mjög er verð- hækkunin var tilkynnt og kanni nú allar hugsanlegar leiðir til þess að brjóta hana á bak aftur. Ekki er þó talið líklegt að for- setinn biðji um heimild þings- ins til að knýja stálfyrirtækin til að lækka vehðið aftur. Talsmaður Bandarísku Stál- samsteypunnar sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að verð- bólgan í landinu og hækkuð vinnulaun hefðu valdið því að óhjákvæmilegt hefði verið að hækka verðið. Talið er áð verði ekki hægt að fá stálframleiðend- ur til þess að lækka verðið aftur muni hækkunin kosta banda- ríska neytendur sem svarar 6,3 milljörðum ísl. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.