Morgunblaðið - 08.08.1968, Síða 1
24 SlfHJR
167. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUR 8. ÁGUST 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins
Flokksþingið í Miami:
BÚIZT VIÐ SIGRI
— jafnvel, að hann sigri í fyrstu
atkvæðag reiðslu
— Reagan kveðst ekki sætta sig
við að verða varaforsetaefni
— Rockefeller segir það 99þjóð
arógæfu66 að tilnefna IMixon
Miami Beach, 7. ág. NTB. AP.
FLOKKSÞING Repúblikana
í Bandaríkjunum kom saman
til atkvæðagreiðslu kl. 21.04
í kvöld að ísl tíma, og verður
þar kjörið forsetaefni flokks-
ins við kosningarnar í haust.
Seint í gærkvöldi virtist
lítill vafi leika á því, að Ric-
hard Nixon yrði kjörinn for-
setaefni repúblikanaflokksins
á þinginu í Miami Beach, og
var jafnvel búizt við sigri
hans í fyrstu atkvæða-
greiðslu. AP-fréttastofan
Konungshjón
Dona ó
Grænlundi
Kaupmannahöfn, 7. ágúst.
NT'B.
DÖNSiKU konungshjóniii,
Friðrik kóngur og Ingiríður,
drottning hans, héldu flug-
leiðis til Grænlands í dag.
Fyrsti áningarstaður er Syðri
Straumfjörður, en síðan verð-
ur siglt á konungsskipinu
Danneborg meðfram vestur-
strönd Grænlands, og komið
víða við. Mikill viðbúnaður
er í Grænlandi til að gera
móttöku tignargesta-nna sem
veglegasta og hefur undir-
búningur staðið lengi.
Richard Nixon.
sagði þá, að hann hefði tryggt
sér stuðning a.m.k. 670 full-
trúa, en 667 atkvæði þarf til
að hljóta útnefningu.
Um svipað leyti var sagt,
að Nelson Rockefeller nyti
stuðnings rösklega 275 full-
trúa, og 182 studdu Ronald
Reagan. Reagag lýsti því ein-
T ékkóslóvakía:
Blaðamenn sýni
,gætni' í skrifum
— einkum um utanríkismál
Prag, 7. ágúst. NTB.
FORSÆTISNEFND tékkneska
komtmúnistaflokksins sendi í dag
frá aér orðsendingu, þar sem
blaðamenn landtsins erfc hvattir
til að sýna itrustu gætni í sk.r*f-
um sínum um samband Tékkó-
slóvakiu við önnur kommúnista-
riki. Forsætisnefndin kveffst óska
eftir að starfsmenn allra f jölmiðl
unartækja taki tillit til hags-
muna þjóðanheildarinmar, eink-
um og sér í lagi, þegar f jallað sé
ium utamrikismál.
Ritfrelsi var leyft í Tékkóslóv-
akíu, eftir foringjasikiptin þar í
landi í janúar, og hiefur það vald
ið þungum áhyggjium i Moskvu
©g ýmsum öðrum kommúnista-
löndium Eftir fundi tékkneskra
og sovéskra ráðamanna, o.g þó
einkum eftir Bratislava fundinn,
var ljóst, að tékkneslku leiðtog-
axnir óttuóust að hörð gagnrýni,
kæmi fram í blöðum gegn sov-
éskum valdamönnum og afstöðu
þeirra til Tékkóslóvakíu.
Varnarmálaráðherra Tékkó-
slóvakíu, Dzur tilkynnti í dag,
að útgjöld ríkisins til vairnar- og
hermála yrðu ekki aukin fyrr
en árið 1970.
Málgagn rúm'anska kommún-
istaflokksins ScintTa gagnrýndi
tékkmeska kommúnistaflokkinn í
dag fyrir að Rúmenía fékk ekki
að senda fulltrúa til Bratislava-
fundarins. Segir þar að þetta
beri vott um ókurteisi sem ekki
samræmist vináttu og bróðiurhug
landanna.
NIXONS
dregið yfir í dag, að hann
mundi hafna tilboðum um að
verða varaforsetaefni, ef þau
yrðu sér gerð. Hann kvaðst
sækjast eftir forsetaembætt-
inu og engu minna, og sagðist
þá verða þriðji maðurinn í
Reagan. Reagan lýsti því ein-
bandarískri sögu, sem hafnar
varaforsetaembættinu- Hinir
voru Cyrus Right, árið 1844,
og Frank Lowden 1924.
Nelson Rockefeller, ríkis-
stjóri í New York, lagði mik-
ið kapp á í dag, að efla stuðn
ingsmannaflokk sinn og
minnti enn á, að Nixon hefði
ekki á eigin spýtur unnið
kosningar í átján ár. Það
væri ömurlegt til þess að vita,
ef flokkurinn útnefndi mann,
sem gæti ekki sigrað í kosn-
ingunum. „Það væri þjóðar-
ógæfa“, sagði Rockefeller.
Riohard Nixon hefur sjálfur
sagt, að hann geri sér ekki vonir
um, að sigra í fyrstu atkvæða-
greiðslu, en stuðningsmenn hans
á þinginu segja, að hann muni
Framhald á bls. 23
A myndunum sjást forystumenn Biaframanna og Lagos-stjórnar
sem taka þátt í viffræðunum í Addis Abeba, í Eþíopíu. A efri
myndinni er Odumegwu Ojukwu, hershöfffingi, leifftogi Biafra
ásamt sveit sinni og á neffri myndinni er Anthony Enahoro, for-
svarsmaffur stjórnarinnar í Lagos.
NÍGERfA LEGGUR FRAM
9LIDA
Addis Abeba, Eþíópíu
7- ágúst. AP-NTB.
SENDINEFNDIR Biafra og
sambandsstjórnarinnar í Ní-
geríu ræddust við í Addis
Abeba í Eþíópíu í dag. Leið-
togar ríkjanna voru þó ekki
viðstaddir, þar eð Ojukwu
leiðtogi aðskilnaðarsinna í
Biafra fór frá Addis Abeba í
gær, er ljóst var að Gowon
hershöfðingi, leiðtogi stjórn-
arinnar í Lagos, myndi ekki
þekkjást boð Einingarsam-
taka Afríkuríkja um að sitja
fundinn. í fararbroddi sendi-
TILLÖGU
nefndar Biafra var í dag próf
essor Eni Njoku.
Á fundinum lagði Anthony
Enahoro formaður nígerisku
sendinefndarinnar fram 9 liða
friðartillögu sem hér fer á eftir.
1. Biafra falli frá sjálfstæðisyfir-
lýsingu sinni. 2. Herir uppreisn-
armanna vebði afvopnaðir. 3.
Hernaðarleiðtogar beggja aðila
komi saman tii fundar. 4. Lög-
reglusveitir skipaðar íbóum verði
settar á laggirnar. 5. Sambands-
stjórnin heiti því að setja ekki
herlið í austurhluta landsins. 6.
Herlið verði því aðeins sent
þangað, að til óeirða komi. 7.
Verði komið á fót hlutlausum
eftirlitssveitum, skuli þær skip-
aðar hermönnum frá Eþíópíu,
Indlandi og Kanada. 8. Herstjórn
verði sett á laggirnar sem njóti
aðstoðar framkvæmdanefndar að
mestu skipuð borgaralegum Ibó-
um. 9. Skilyrði fyrir sakaupp-
gjöf verði hluti samninga.
Enahoro, sem er upplýsinga-
málaráðherra Nígeríu fylgdi til-
lögunni úr hlaði með því að
segja að hún væri mjög hógvær
og einkenndist af sóttavilja sam-
bandsstjórnarinnar í Lagos. Hann
sagði að ef Nígería leystist upp,
sem eitt ríki myndi það valda
miklu blóðbaði í Afríku og því
skyldi Ojukwu vilja setja á lagg
irnar franskt leppríki í Nígeríu.
Þessi ummæli Enahoro eru
spröttin af því a'ð franska stjórn
in lét óbeint að því liggja í sl.
Framhald á bls. 17
TitolílPrag
d morgun
Prag, 7. ágúst. AP.
TILKYNNT var formlega í
\ Prag í diag, að Tito, forseti
Júgóslavíu væri væntanlegur
þangað á föstudag og myndi
dvelja í Tékkóslóvakíu fram
á sunnudag. Eins og mairgsinn
is hefur verið skýrt frá hefur
heimsóknin lengi verið í bí-
gerð, en henni verið frestað
vegna fundarhaldanna undan
farið.
Préttamenn í Prag segjast
sannfærðir um, að almenning’
ur rmmi fagna Tito mjög
hjartanlega og þakka honum
á þann hátt stuðninginn við
stefnu tékkneskra lieiðtoga.
Tvísýnt um líf
Eisenhowers
Washington, 7. ágúst AP-NTB.
LÆKNAR viff Walter Reed hor-
sjúkrahúsiff í Waisfliington sögffu
í dag aff ekki væri hægt aff
segja fyrir uim lifShorPur Eiaen-
howens, fy.rmrn Bandarákjafor-
seta, eftir hjartaáfalliff sem hann
fékk í gær. Sögðu læknarnir aff
(hér ihefði veriff um mieiriháttar
slag aff ræffa, mjög svipaff þtví
setm Eiserthower fékk 1953. —
Þetta er fimmta hjartaáfallið er
hann verffur fyrir. Læknarnir
sögffu aff líffan hans í dag væri
eftir atvikum, en aff hann væri
á stöffugri súrefnisgjöf.
Fréttamenn spurðu læknana í
dag, hvort nokkuð hefði verið
rætt um að gefa Eisenhower nýtt
hjarta, en þeir svöruðu því neit-
andi. Þá voru þeir spurðir hvort
Eisenhower myndi geta fylgzt
með sjónvarpsdagskránni fim
flokksþingi Repúblikana í Mi-
ami, en þeir sögðu að slíkt væri
ekki leyfilegt, og að ráðgjöfum
Eisenhowers hefði verið tilkynnt
það.
Laéknarnir sögðu að á þessu
stigi væri ógjörningur að gera
sér grein fyrir hjartaskemimdun-
um sem orðið hefðu við síðasta
áfallið, en að þeir væru ánægðir
með líðan sjúklingsins eins og á
stæði. Þeir sögðu að lífsmierki
hans hjarta, slagæð og blóðþrýst
ingur væru allgóð og að hann
hefði átt þægilega nótt.