Morgunblaðið - 08.08.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.08.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1968 3 OLÍUMOL REYNIST VEL VID RÉTTAR ADSTÆDUR Rætt við Sigfús Ö. Sigfússon, deildarverkfræðing Á SUMRIN leita íbúar bæja og borga gjarnan til sveita til þess að njóta þar friðar og hvíldar frá amstri hins dag- lega lífs. Til þess að komast milli staða þarf að aka um þjóðvegi landsins og þá oft í þykkum rykmekki frá næsta bil á undan. Blaðamaður Morg unblaðsins leitaði í gær til Sigfúsar Ö. Sigfússonar deild- arverkfræðings hjá Vegagerð ríkisins til þess að spyrjast fyrir um olíumöl, rykbind- ingu og fleira, sem að gagni mætti koma til að gera okkar vegi betri — hreinlegri. „Það eru nokkrir vegir í landinu, s>em til mála kemur að setja olíumöl eða annað hálfvaranlegt slitlag á“, sagði Sigfús. „Með hálfvaranlegu slitlagi e.r þá átt við önnur ef.ni en steypu eða malbik og um tvennt er 'helzt að ræða, olíumöl og það, sem á ensku ■nefnist Surface dressing og við getum nefnt asfaltmöl til aðgreiningar. Við höfum gert tilraunir með hvort tveggja, bæði í fyrra og á þessu ári. Surface dressing, eða asfalt möl, er í því fólgin, að spraut að er á veginn blöndu af as- falti og vatni eða blöndu af asfalti og steinolíu eða benzíni. Ofan í blönduna er síðan dreift lagi af perlumöl. Af þessu er hægt að leggja fleiri en eitt lag ef þurfa þyk- ir. Þetta hefur verið prófað hér á landi, var t.d. notað hér talsvert fyrir 20-25 árum, bæði innan bæjair og utan. Hafnarfjarðarvegurinn og Suðurlandsvegurinin um Ár- bæjarhverfið eru t.d. báðir upphaflega gerðir á þennan hátt. í fyrra hófum við svo aftur tilraunir með þessa að- ferð í Svínáhrauni og úti á Álftanesi og víðar og reynd- um að vissu leyti að fá sam- anburð við olíumölina, en aninars miðast þessar tilraun- ir við að reyna að finna ódýrt hálfvaranlegt slitlag sem okk ur hentar á alla minni um- ferðarvegi. Mér sýnist nú ekki vera þörf á að leggja varanlegt slit lag á nema um 500 kílómetra af vegum landsins, em aftur á mót.i mætti setja ódýrara slitlag á allt að tveimur þús- undum kílómetra". „Hefur þá fengizt einhver samanburður á olíumöl og asfaltmöl?" „Það er varla hægt að tala um að svo sé enn. Hvort um sig reyndist nokkuð ve.l víð- ast hvar, en mikið er undir því komið hvernig umdirlag- ið er og í hvaða ástamdi veg- urinn er. Hvorugt þolir mikla umferð. Svíar hafa t.d. sagt, að olíumölin þoli ekki meira en 600-1000 bíla umferð á sólarhring, en það hefur kom ið í ljós í tilraumum okkar hér, að við getum notfært okk ur allar þær niðurstöður, sem Svíar hafa fengið af tilraum- um sínum með olíumöl. Við höfum til dæmis nákvæmlega sömu reynslu og þeir í sam- bandi við bílafjölda. Á Nes- vegi við Mýrarhúsaskólá var lögð olíumöl. Þar hafði verið reiknað með umferð innan við þúsund bíla á sólarhring, en þá kom í ljós, að umferðin var meira en tvö þúsund bíl- ar á sólarhring. Sömu sögu er að segja um veginn að Vífils- stöðum. Álftanesvegurinn hef ur hins vegar 6-700 bíla um- ferð á dag og er í ágætu ástandi". „Hvaða skilyrði þarf vegur að uppfylla til þess að hægt sé að leggja á hann olíumöl?“ „Eimna helzta skilyrðið er, að vegurinm sé nokkuð frost- tryggúr. Ef vegur frýs, þá getur undirbygging hans far- ið í upplausn í þíðum, ef ekki hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess að frost- tryggja hann. Þá ber olíumöl- in ekki nokkurm skapaðan hlut, því hún er alls ekki ætluð sem burðarlag, því hún harðnar ekki. Ef leggja ætti til dæmis olíumöl á hringinn Sigfús Ö. Sigfússon, verkfræðingur. frá Reykjavík um' Þingvelli, þá yrði að endurbyggja langa kafla af honum, eða a.m.k. leggja hálfs metra þykkt lag á hann af frosttryggri mö.1, sem ekki heldur í sér vatni. „Hefur eitthvað veTÍð ákveðið um lagningu olíu- malar á næstunni?“ „Nei. Ekkert hefur verið ákveðið um lagningu slitlaga af neinu tagi. Það hefur held- ur ekki verið gert ráð fyrir slíku í vegaáætlun og það, sem gert hefur verið í þessum málum er fyrir tilraunafjár- veitingu o.kkar. Það er því ekki við Vegagerðina að sak- ast þó ekki sé lögð olíumöl hér og þar, því við höfum hreimlega ekki fé til slíks. „Hvort yrði dýrara í lagn- ingu olíumöl eða asfaltmöl?“ „Kostmaðurinn yrði nokkuð svipaður að öðru leyti en því, að stofnkostnaðurinn er miklu meiri við olíumöl, því hama þarf að blanda í málbik- unarstöð í smækkaðri mymd, en hitt er blandað á veginum sjálfum“. „Ef við snúum okkur að öðru máli, hvað viljið þér segja mér um rykbindingu þá, sem fram hefur farið á þjóðvegum landsins undan- farin ár?“ „Rykbimdingin fer fram á þann hátt, að kalsíumklóríði er dreift á vegina, en það efni hefur þá eiginleika, að það heldur í sér raka og bindur þannig mölina. Þetta er gott, þegar þurrt er, því þá heldur þetta rykinu niðri, em getur verið versti óþverri í rignimga tíð því þá veðst þetta upp og verður hreinn aur, sem erfitt er að þvo af bílum og tækj- um. Rykbindingim er hins vegar nauðsynleg á mörgum stöðum, því hún hreinsar um- hverfið mikið.“ „Hve mikið er gert af því að rykbimdá vegi?“ „Við höfum keypt 250 lest- ir af bindiefni á ári, en þetta efni er mjög dýrt. Lætur nærri að það kosti 25 krónur að rykbinda hvern lengdar- metra. Rykbindingin hefur aðallega verið í kringum þá staði, sem mest umferð er um, svo sem Reykjavík, Hveragerði, Selfoss, Laugar- vatn og víðar. Hims vegar höf um við reynt að rykbinda vegi með því að sprauta á þá sjó og fá með því hin nauð- synlegu sölt. Þetta gefst að sjálfsögðu ekki eins vel og rykbindiefnið, en gerir þó sitt gagn og hefur verið gert i allríkum mæli. Verðlaunastytta í norsk-íslenzku skógræktarsamstarfi una, og í dag (8. ág.) verður styttan „Frendetreet“ veitt í fyrsta sinn. Sven Knudsen, skrif stofustjóri í norska utanríkis- ráðuneytinu mun afhenda stytt- una, en hann var ritari sendi- t skógræktinni eru margir þættir, sem á seinni árum hafa stuðlað að aukinni samvinnu Norðmanna og fslendinga. Hér er ekki einungis um faglega samvinnu að ræða, heldur hefur orðið hér til samstaða á breiðum grundvelli með skiptiferðum skógræktarfólks beggja land- anna. Thorgeir Anderssen-Rysst, sem var sendiherra Norðmanna á Is- landi, varð fyrstur til þess að leggja áherzlu á skógræktina, sem veigamikinn þátt í gagn- kvæmu samstarfi frændþjóð- anna. Hugsjónum hans og frum- kvæði er það að þakka, að þjóð- argjöf Norðmanna til skógrækt- ar á íslandi varð að veruleika. Fyrir hluta hennar var Rann- sóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá reist. Anderssen-Rysst lézt árið 1958 á íslandi. Með skógræktaráhuga hans í huga var þá ákveðið að safna í sjóð, sem bera skyldi nafn hans og konu hans, og skyldi sjóðnum varið til þess að efla skógræktarsamstarf frænd- þjóðanna. Voru það einkum Norð menn á íslandi er stóðu að söfn- uninni. Stjórn sjóðsins skipa nú: Rannveig, dóttir Anderssen- Ryssts, Bjarne Börde, sem var eftirlitsmaður hans í sendiherra- embættinu og N.E. Ringset, bóndi á Mæri, sem er fulltrúi Skóg- ræktarfélagsins norska í stjórn- inni. í fyrra var ákveðið að nota hluta sjóðsins til þess að láta gera styttu til verðlauna þeim jnönnum, sem sérstaklega hafa lát ið skógræktarsamstarf Norð- manna og íslendinga til sín taka. Myndhöggvarinn Per Ung var fengin til þess að gera stytt- Torgeir Anderssen — Rysst „Bræðratreð“ ráðsins hér síðustu ár Anders- sens-Ryssts. Ætlunin er að „Frendetreet" verði héreftir veitt Norðmönnum og íslendingum til skiptis. „Frendetreet“ stendur traust- um rótum milli hraunsteinanna og býður náttúruöflunum byrg- inn. Per Ung hefur hér gert frumlega og sérkennilega styttu, framlag sem mun treysta vináttu böndin milli íslands og Noregs. Fréttatilkynning frá Normannslaget. STAKSTEII\IAR Bætt umgengni um landið Æskulýðssamband íslands og náttúruvemdamefnd Náttúru- fræðafélagsins hafa í sumar gengist fvrir herferð í því skyni að bæta umgengni fólks um landið. Það er mjög ánægjulegt, að samtök ungs fólks eiga aðild að þessari herferð, því að vissu- lega var ekki vanþörf á a® hvetja fólk til þess að ganga bet ur um sitt eigið land en tíðkast hefur um langt skeið. Það er í rauninni merkilegt, að íslending ar, sem státa jafnan af því að Iandið þeirra sé svo fagurt hafa lítið hirt um að viðhalda þeirri fegurð nema síður sé og raun- ar gert sitt bezta til að það liti sem sóðalegast út. Enginn vafi er á því, að áróðursstarfsemi þessara aðila hefur borið veru- legan árangur í bættri um- gengni um verzlunarmannahelg- ina, en hins vegar er jafnan hætta á því að fólk slaki á, þeg- ar slíkum áróðri er hætt. Vir®- ist því einsýnt, að a.m.k. um mestu ferðahelgar að sumri til sé nauðsynlegt að hvetja al- menning til þess að ganga vel um landið. Að öðru leyti er ástæða til að þakka ofangreind- um aðilum þetta framtak og ánægjulegt að frjáls félagasam- tök taka frumkvæði um slíka herferð sem þessa. Kynnumst landinu En það er ekki einungis ástæða til að hvetja fólk til þess að ganga vel um landið. Það er einnig rík ástæða til að hvetja almenning tii þess að kynnast landinu sínu ekki síður en öðr- um löndum. Á hverju sumri fara stórir hópar ferðamanna til annarra landa í leit að sól og blíðu og til þess að kynnast nýj- um löndum, nýju fólki og nýj- um aðstæðum. Á meðan eru stórir hlutar íslands svo til ónumið land fyrir innlenda ferðamenn og má þar nefna fagra staði bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. í fögru veðri er Djúpið og sveitirnar sem liggja að því einhverjir falleg- ustu hlutar íslands að ógieymd- um Hornströndum, sem fáir hafa kynnzt. Á Austurlandi eru bæði firðirnir og uppsveitir fyllilega þess virði að ferðast um og kynnast. Og ekki má gleyma hálendinu. Er ekki ástæða til þess fyrir æskulýðssamtök að hvetja ungt fólk til þess að kynnast betur eigin landi og lítt þekktum hlutum þess? Ætt- jarðarástin er íslendingum i blóð borin en það er rík ástæða til að styrkja tengsl nýrrar kyn- slóðar við landið sjálft ekki síð- ur en sögu þess og foma menn- ingu þjóðarinnar. Slíkt tengsl eru bezta trygging þess að unga fólkið í landinu varðveiti vel þann arf, sem því verður falinn til ávöxtunar. Útvarp og sjónvarp Margir hafa verið þeirrar skoðunar, að með tilkomu sjón- varps mundi útvarpið setja mjög niður og lítið verða á það hlustað, þegar sjónvarpið hefði náð til landsins alls, á þeim timum sem sjónvarpssendingar eru .Það er þó komið í ljós nú þegar, að því fer víðs fjarri að svo sé, þótt hlutverk útvarpsins hljóti að breytast töluvert með tilkomu sjónvarps. En nægilegt er að benda á þann mikla fjölda bifreiða, sem hafa útvarp og ótvírætt er að um verzlunar- mannahelgina var mikið hlustað á útvarpið enda gegndi það þýð- ingarmiklu hlutverki við upplýs ingastarf um umferðina og í áróðri fyrir „Hreinu landi —- fögru Iandi“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.