Morgunblaðið - 08.08.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1968
„Vil heldur auglýsa aðra
UNG stúlka, Guðrún Finns-
dóttir að niafni, dóttir þeirra
hjóna, Guðríðar Gísladóttur
og Finms Guðmundssonar,
fuglafræðings, er nýkomin
heim að loknu fjögurra ára
námi í auglýsingateikningu
og „gráfískri hönnun“ við
Hornsey College of Art í
London. Áður hafði hún lok-
ið stúdentsprófi hér og stund
aði nám í teikningu á kvöld-
námskeiðum við Handíðaskól
ann einn vetur.
Fyrsta veturinn í Bnglandi
lagði hún stund á almenna
teikningu, en síðari þrjú ár-
in sérhæfði hún sig í áður-
nefndri grein. Lokapróf frá
öllum skólum í þessu fagi er
með sömu til'högun, og nefn-
ast prófskírteinin „Diploma
of Art and Design“.
Nemendur er þreyta brott-
fararpróf frá skóla þessum,
halda að jafnaði sýningu á
verkum þeim, er þeir hafa
unnið að síðasta árið. í grein,
er Terry Coleman skrifaði í
dagblaðið Guardian um sýn-
ingu þessa, en í henni tóku
þátt um það bil hundrað nem
endur, minntist 'hann sérstak
lega á Guðrúnu Finnsdóttur.
Segir hann hana 'hafa gert
tvö beztu auglýsingaskiltin í
flokki verka er nefndust
„Milljónamæringarnir“, og
voru unnin fyrir blaðið
Sunday Times. Annað skiltið
var þakið Rolls Royce bifreið
um ,en hitt var stærðar ávís-
un, el hljóðaði upp á eina
milljón sterlingspunda, Undir
rituð af R. Thompson blaða-
kóngi. Sagði Coleman og, að
í nútímalist kenndi margra
grasa, og væri mikill hluti
hennar fremur unnin til að
þóknast hiuum nýju þjóð-
félagsstefnum en listagyðjun-
um. En hann gat þess einnig,
að þarna væri auðsjáanlega
mikið hæfileikafólk á ferð-
inni ,sem vonandi ætti í fram
tíðinni eftir að fá verkefni
í hendurnar, sem hæfðu bet-
ur góðum gáfum þess en
skiltateikningar fyrir Sun-
day Times. Gat hann þess, að
skólinn hefði verið þéttset-
inn fyrstu og annars bekk-
ingum sem hefðu átt mjög
annríkt við að bregða sér í
gervi Cohn-Bendits (kunnan
úr nýfrönskum/þýzkum bylt
ingarfréttum), en þriðji bekk
ur hefði haft á að skipa
fjölda hæfileikafólks, sem
margt hefði haft mjög mikla
listagáfu. Sagðist Coleman
ekki vera í nokkrum vafa
um að Cohn-Bendits og fylgi
ast sagna bjóst ég ekki við
blaðaskrifum, eða neinum
öðrum viðurkenningum, en
ég hlaut ágætiseinkunn á
lokaprófi.
— Hafði þér ekki gengið
vel þarna?
— Nei, mér gekk ekkert
sérstaklega vel fyrstu tvö ár-
in, en svo fór nú að rætast
úr fyrir mér, og ég er ósköp
ánægð með árangurinn.
— Hvað gerir þú nú?
— Eg ætla að vinna hjá
Gísla Björnssyni, ég vann
þar um tíma í fyrrasumar. Og
ég vona að það gangi vel
áfram þar. Það eru mörg lán
sem ég þarf að borga eftir
svona langt nám, svo að gott
er að hafa fasta atvinnu.
— Þú ert ekki neitt að
hugsa um að ná þér í fyrir-
vinnu, sem gæti til dæmis
borgað lánin fyrir þig?
Spjallað stundarkorn við
unga hæfileikakonu
fiskar hans hugsuðu um for-
síðuskilti Sunday Times með
milljón sterlingspunda ávís-
unum, árituðum af Thomson.
Við höfðum tal af Guð-
rúnu Finnsdóttur sem varð
afar hlédræg, er innt var eft-
ir blaðaskrifum þessum úr
„The Guardian".
— Vissirðu að til stóð að
minnast þín í þessu blaði?
— Nei, satt að segja varð
ég alveg forviða, er ég frétti
þetta. Skólasystkini mín
sögðu mér frá þessu, og sann
— Nei, ég hef ekkert hugs-
að út í það ennþá. Ætli þeir
séu bara ekki allir gengnir
út.
— Myndi þig langa til að
fara aftur til útlanda seinna
og læra meira?
— Já, ég gæti vel hugsað
mér það, en ekki strax.
— Hvert myndirðu þa
helzt, fara?
— Ég held bara til Eng-
lands aftur, annars er ekki
gott að segja, það getur svo
margt breytzt á skömmum
Guðrún Finnsdóttir, auglýsingateiknari.
tíma. — Þetta er nú kannski
orðið alltof langt, segir Guð-
rún, — ég er ekki mikið gef-
in fyrir að auglýsa sjálfa
mig, þótt ég geti hugsað inér
að lifa á því að auglýsa aðra.
Að svo mæltu kveðjum við
og förum. — M. Thors.
Sölumaður óskast
Aðeins vanur og áreiðanlegur maður kemur til greina.
Heildverzlun Péturs Péturssonar,
sími 11219 og 19062.
ísafjörður og nágrenni
Aðalfundur
klúibbsins ÖRUGGUR AKSTUR á ísafirði verður haldinn
að SKÍÐHEIMUM á Seljalandsdal föstudaginn 9. ágúst
n.k. kl. 31.00.
Dagskrá:
1. Ávarp: Formaður klúbbsins, Guðmundur Sveinsson.
2. Afhending viðurkenningar- og verðlaunamerkja Sam-
vinnutrygginga fyrir öruggan akstur: Þorgeir Hjör-
leifsson og Baldvin Þ. Kristjánsson.
3. Fréttir af fyrsta fulltrúafundi klúbbanna ÖRUGG-
UR AKSTUR: Baldvin Þ. Kristjánsson.
4. Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum.
5. Kaffi í boði klúbbsins.
Nýir viðurkenningar- og verðlaunamenn Samvinnu-
tn'gginga fyrir öruggan akstur ertu hér með sérsitakleiga
boSaðir á fundinn! Eldri félagar eru «g hvattir til að
koma.
Áhugafólk í umferð'armálum velkomið!
Stjórn klúhbsins ÖRUGGUR AKSTUR
á ísafirði og í ísafjarðarsýslum.
MOKGUNBLAOIO
bremsurnar, séu þær ekki
lagi. — Fullkomin bremsu
þjónusta.
Stilling
Skeif#n 11 . Sími 31340
4 .
«RB KIKISIN
Ms. Esja
fer vestur um land í hring-
ferð 9. þ. m. Vörumóttaka dag
lega.
Ms. Blikur
fer austur um land til Akur-
eyrar 14. þ. m. Vörumóttaka
daglega.
Ms. Herðubreið
fer vestur um land til Akur-
eyrar 15. þ. m. Vörumóttaka
daglega.
Bílamálari óskast
Góður bílamálari sem get’ur unnið sjálfstætt óskast strax.
Tilmioð merkt: „Bílamálari 8383“ óskaist sient Mfbl. sem
fyrst.
Stúlku vantar
til starfa í Tjarnarkaffi, Keflavík, strax. Ekki yngri en
20 ára. Uppl. ekki í síma.
Tjarnarkaffi, Keflavik.
HURÐIR - HURÐIR
Innihurðir úr eik, stuttur afgreiðslufrestur. — Kynnið
yður verð og gæði.
Hurðir og klæðningar,
Dugguvogi 33, sími 32513.
HALLÓ! HALLÓ!
Verksmiðjuútsala
Vegna breytinga seljum við meðan birgðir endast alls
konar vörur.
Kjólatau frá kr. 40.00 meterinn. Crimplene og terrellene
í tízkulitum, einlit og mislit. Nælonefni í blússur. AIls
konar jersey-efni á 300.00 í kjólinn. Gluggatjaldaefni frá
25.00 meterinn. Stykkjavörur, velktar eða lítilsháttar
gallaðar seljast einnig mjög ódýrt.
Nærfataverksmiðjan Lilla hf*
Víðimel 64, 1. hæð, gími 15146.