Morgunblaðið - 08.08.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1968, Blaðsíða 8
8 MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1968 ÞRÁTT fyrir mörg stóráföll sem íslenzk knattspyrna hefur orðið fyrir á næstliðnum árum á hún sér enn marga trausta aðdáend- ur, sem láta sig sjaldnast vanta þegar leikur er á vellinum. Og áhugi á knattspyrnunni fer svo sannarlega ekki eftir aldri manna eða atvinnugreinum sem viðkom- andi stundar. 1 hita leiksins eru óskunnugur menn fyrr en varir farnir að ræða um hvaða lið muni nú sigra í mótinu, hver sé bezti knattspyrnumaðurinn, já, og þeir eldri skjóta því tíðum til yngri mannanna að knattspyrnan hafi verið miklu betri þegar þeir voru ungir, enda hafi við þá ekki tapað fyrir Dönum með meira en þriggja marka mun. Þeir yngri svara því til áð Dan- ir hafa bara tekið meiri fram- förum en íslendingar. Útlendingar sem hér keppa í knattspymu hafa oft á orði að íslenzkir áhorfendur séu hógvær ir og hljóðir sem áhorfendur og rétt er það að hér fer blóðhiti knattspyrnuáhorfenda sjaldan upp fyrir lágmark velsæmisins, svo sem skeður stundum í hinum suðlægari löndum, þar sem hnef- Sé svo til hvern leik I>á náðum við í Helga Einars- son múrara og inntum hann eft- ir því hvort hann væri tíður vallargestur. Það sagðist hann vera, því svo mætti heita að hann sæi hvern leijí- á vellin- um. Að hans áliti er knattspyrn- an í sumar svipuð og verið hef- ur og KR bezta liðið í 1. deild- inni. Helgi kvaðst vera ákveðinn í að sjá leik Valis og Benfica og sagðist reikna með að Portúgal- arnir mundu vinna leikinn í Reykjavík mef 6-7 marka mun. Úti mundi svo munurinn verða enn meiri, enda gætu þeir senni- lega sigrað með þeirri marka- tölu sem þeir kærðu sig sjálfir um. Það vantar kraft í strákana Nú var leikurinn í þann veg- inn að hefjast og áhorfend- ur búnir að koma sér fyrir á stæðunum og bekkjunum. Ósk- ... og þarna skoraði KR. Róiurinn verður þungur fyrir Valsmenn - spjallað við vallargesti um úrslit í íslandsmótinu og komu Benfica inn eða hnífurinn er stundum lát- inn skera úr deilumálum. Hitt er svo allt annað mál að alltaf eru hér einhverjir sem nota radd- bönd sín til hins ýtrasta í knatt spyrnuleikjum og einhvern veg- inn hefur maður það á tilfinn- ingunni að það séu einmitt þeir sem mest gaman hafa af leiknum. Hvaða lið sigrar? Nú eru línurnar í fslandsmót- inu í knattspyrnu farnar að skýr- hafa unnið þrjá lei'ki og fjórum sinnum gert jafntefli, skorað 12 mörk en fengið 5 á sig. KR-ing- ar byrjuðu fremur illa í mótinu, en hafa sótt sig verulega og hafa nú jafnmörg stig og Akureyr- ingar. Þeir hafa unnið fjóra leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum leik. Á sunnudaginn kemur leika svo þessi tvö félög á Akureyri, og hljóta úrslit þess leiks að ráða miklu um hvort liðið hlýtur hinn eftirsótta meistaratitil í ár. f haust kemur Benfica f haust skeður sögulegur við- burður í íslenzku knattspyrnu- lífi. Hingað til lands kemur hið fræga lið Benefica og leikur við fslandsmeistarana, Val. Menn eru þegar farnir að velta fyrir sér hver verði úrslit þess leiks og margir eru þeir sem n:fna tveggja starfa tölu. En allt um það verður gaman að sjá snill- ingana leika og til þess eins munu margir koma á völlinn. Spái Akureyringum sigri — Sem Norðlendingur held ég töluvert með Akureyringum, mér finnst þeir leika einna beztu knattspyrnuna, en eins og sakir standa núna virðist mér KR liðið nokkuð sigunstranglsgt, og því verður leikurinn á Ákur- eyri á sunnudaginn vafalítið úr- slitaleikurinn í mótinu. — Hverju spáir þú um úrslit- in þar? — Sem gafnall Akureyringur spói ég auðvitað Akureyri sigri. — Ætlar þú að sjá leik Vals og Benfica í haust? Jakob hugsaði sig augnablik um en svaraði síðan: — Nei, það held ég ekki. Mér þykir vænt um Val, — of vænt til að fara og horfa á þá í þeim leik. Jón Einarsson ast verulega og hafa KR-ingar og Akureyringar sterkustu trompin á hendi, þótt fræðilegur mögu- leiki sé á sigri Vals eða Fram. Akureyringar byrjuðu mjög vel í mótinu, aldrei þessu vant, en hafa átt lélegri leiki upp á síð- kastið. Þeir eru þó eina liðið sem enn hefur ekki tapað leik, Jónas Sigurðsson Jakob V. Hafstein Við hittum nokkra vallargesti að máli, áður en leikur KR og Vestmannaeyja hófst í fyrra- kvöld og ræddum við þá um úr- slit íslandsmótsins og komu Ben fica. Fyrsta fómariamb okkar var Jakob Hafstein og við byrj- uðum á því að spyrja hvort hann færi oft á vÖllinn. — Já, ég sé marga leiki, sagði Jakob. — Hvernig finnst þér knatt- spyrnan í sumar? — Hún er ekki góð, ég mundi segja heldur lakari en vant er. — Og hvaða lið er sigurstrang legast? svona 8:1, ef við verðum heppn- ir. — Heldur þú að þeir leggi sig fram að sigra stórt í leiknum í Reykjavík? — Nei, en það er bara spurn- ingin hvort þeir komast hjá því að sigra stórt. Þstta er svo þraut Óskar Ólason Helgi Einarsson þjálfað og vel leikandi lið, að það er enginn möguleiki að ís- lenzkt lið geti staðið í þeim, enda skilyrði þeirra langt frá því að vera hliðstæð. Þetta eru hálaun- aðir atvinnumenn, en okkar knatt spyrnumenn vinna allir langan vinnudag og hafa enga aðstöðu til að geta náð verulrgum árangri. — Hvernig finnst þér knatt- spyrnan í sumar? — Mér finnst hún sízt lakari en í fyrra og sérstaklega mundi ég segja að unglingalandsliðið lofaði góðu. ar Ólason lögreglumaður fékk-st til að spjalla örlítið við okkur. — Ég hef gaman af því að vera úti í svona góðu veðri, sagði Óskar, og auðvitað hef ég líka mikinn óhuga á knattspyrn- unni. Ég er búinn að sjá all- marga leiki í sumar. — Finnst þér knattspyrnan góð í sumar? — Ætli hún sé ekki svipuð og undanfarin ár. Mér finnst vanta kraft í strákana. Einhvern herslumun. — Heldurðu að KR-ingar vinni Islandsmótið? — Já, það er ekki ólíklegt. Þeir eru alltaf hættulegir ef þeir eru samstilltir og baráttu- glaðir. Akureyringarnir eru líka nokkuð góðir. — Ætlarðu að sjá Benfica í haust? — Ég fer ábyggilega ef ég get, jafnvel þótt ég búist ekki vi8 neinum afrekum af hendi okkar maiina. Það verður gaman að sjá þessa kappa. Mikill áhugi í Eyjum Einar Hjartarson Benfica vinnur 8:1 Næst náðum við í Einar Hjart- arson kunnan knattspyrnuáhuga mann og dómara. — Ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja, sagði hann þegar við spurðum hann hvort harun vildi spá um úrslit í leik Ben- fica og Vals. — Benfioa vinnur Þorsteinn Karlsson og Donald R ader. Haraldur Einarsson — Hvaða lið telur þú að sigri í íslandsmótinu? — Mér hefur virst knattspyrn an vera einna bezt hjá Akureyr- ingum, þangað til núna fyrir skömmu að KR-ingar fóru að sækja sig verulega. Leikurinn á Akureyri kemur sennilega til með að skera úr um hvort liðið hlýtur titilinn. Jónas Sigurðsson úr Vest- mannaeyjum var sá næsti er við tókum tali. Margir munu einnig kannast við hann undir nafninu Jónas í Skuld. Hann sagðist ekki hafa komið til Reykjavík- ur bara til þess að sjá þennan leik, heldur hefði hann verið á Laugarvatni og þar sem hann Framhald & bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.