Morgunblaðið - 08.08.1968, Page 12

Morgunblaðið - 08.08.1968, Page 12
12 MORGUNiBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 19«8 Útgefandi Framkvæmdas t j óri Ritstjórar Ritstjórnarfulltriu Fréttastjórx Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. SNÚUM ERFIÐLEIKUN- UM OKKUR í HAG lllikið er nú rætt manna á meðal um áframhaldandi örðugleika þjóðarinnar í efna hags- og atvinnumálum og skiljanlega gætir nokkurs kvíða meðal fólks um það, sem framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum. Það hefur verið meginverkefni ríkis- stjórnar og Alþingis sl. tvö ár að bregðast við aðsteðjandi vandamálum og fyrirsjáan- legt er að svo verður einnig í náinni framtíð. Aðalatvinnuvegur þjóðar- innar hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru að und- anförnu og virðist ekkert lát ætla að verða á þeirri öfug- þróun. Hraðfrystiiðnaðurinn stendur frammi fyrir nýju verðfalli á Bandaríkjamark- aði og að auki vaxandi sölu- tregðu a.m.k. á þeim verðum, sem haldið hefur verið fram að þessu, samfara mjög harðn andi samkeppni frá öðrum þjóðum. Illa horfir enn á síld veiðum og fyrirsjáanlegt að hagur síldarskipanna og síld- arverksmiðjanna verður mjög erfiður á þessu ári. Helzti skreiðarmarkaður landsmanna í Biafra er enn lokaður og allt í óvissu um framvindu mála þar í landi. Það er því lítið um góðar fréttir í sölu- og markaðsmál- um sjávarútvegsins. Þetta eru staðreyndir, sem horfast verður í augu við, þótt þær séu ekkert gleðiefni. Á síðustu tveimur árum hafa landsmenn smátt og smátt verið að herða mittisólina vegna aðsteðjandi erfiðleika og þótt menn hafi fyrst í stað gert sér vonir um að þessir erfiðleikar væru aðeins tíma- bundnir, þýðír ekki lengur að halda í það hálmstrá. Fyr- irsjáanlegt er, að undirstöðu- atvinnuvegir þjóðarinnar þurfa á aukinni aðstoð að halda og er þá nauðsynlegt að ríkissjóður geri ráðstafan- ir til þess að spara á öllum sviðum, svo sem verða má, en að öðru leyti að þess verði gætt að auknar byrðar skipt- ist sem jafnast á þjóðfélags- þegnana og verði léttbærast- ar þeim sem minnst mega sín. Reynsla síðustu tveggja ára og aðstæður nú sýna glögglega, að sVeiAlur í af- komu sjávarútvegsins hljóta að hafa rík áhrif á lífskjör fólksins í landinu. Með stór- virkjun við Búrfell og bygg- ingu álbræðslu var stigið fyrsta skrefið til þess að hag- nýta aðra mestu auðlind þjóðarinnar, fossaaflið og gera landsmenn þannig óháð- ari neikvæðri þróun í sjávar- útveginum. Við hljótum að draga þann lærdóm af að- stæðum nú, að því starfi, sem hafið var með stórvtrkj- un og álbræðslu beri að halda áfram og gera ráðstaf- anir til þess, að þetta verði í síðasta sinn, sem miklar sveiflur í afkomu sjávarút- vegsins hafi alvarleg áhrif á lífskjör þjóðarinnar. Jafn- hliða ber að sjálfsögðu að efla útgerð og fiskiðnað eft- ir fremsta megni- Þess eru fjölmörg dæmi úr okkar eigin sögu og annarra, að erfiðleikum er hægt að snúa þjóðinni til hags, ef rétt er á haldið. Löndunarbannið í Bretlandi á sínum tíma varð t.d. til þess að flýta upp- byggingu hraðfrystiiðnaðar- ins, landsmönnum til mikilla hagsbóta þegar fram í sótti og með sama hætti hljótum við nú að leggja áherzlu á að nýta þær auðlindir landsins aðrar, sem við höfum of lengi látið ónotaðar að mestu. ÆSKULÝÐSSTARF fTm þessar mundir er að hefjast samkeppni um æskulýðsheimili við Tjarnar- götu á vegum borgarstjórnar Reykjavíkur. Þessi sam- keppni er merki þess, að borg aryfirvöld hyggjast nú leggja mjög aukna áherzlu á að skapa æsku borgarinnar bætta aðstöðu til heilbrigðs tómstunda- og skemmtana- starfs. Slíkt starf hlýtur jafnan að byggjast fyrst og fremst á unga fólkinu sjálfu og fé- lagssamtökum þess. Fjölmörg æskulýðssamtök eru starfandi í borginni og halda uppi þrótt miklu starfi og má þar nefna t.d. skátahreyfinguna, bind- indisfélög og kristileg félög ungs fólks og raunar fjöl- mörg önnur. Forustan í starfi meðal ungs fólks hlýtur að liggja hjá félagssamtökum þess, en eðlilegt er að borg- arfélagið leggi sitt af mörk- um til þess að skapa unga fólkinu starfsaðstöðu í sam- ræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til slíks nú á tím- um. Að því marki m.a. á starf semi Æskulýðsráðs Reykja- víkur að beinast. Fyrr á ár- um, þegar fjölmennið var ekki jafn mikið og nú í Reykjavík var þetta viðfangsefni ekki jafn stórtækt og það er orðið nú með vaxandi fjölda í borg inni. En nú er fjöldi unglinga Sumarhús úr plastí. Notkun plasts í by ggingar- iðnaiinum fer vaxandi stofubyggingu við verksmiðju byggingu hjá Brezka Raf- magnsfyrirtækinu í Liver- pool. Brúin var teiknuð og smíðuð í plastverksmiðju sama fyrirtækis og segja for- ráðamenn þess að nýjung þessi hafi g^fið mjög góða raun og stórlækkað bygging- ar og viðhaldskostna'ð. Síðara atriðið er sumarhús úr plasti, sem teiknað er af tveimur finnskum arkítekt- um og þykir mjög hagkvæmt með tilliti til hraðra bygging- arhátta og góðrar nýtingar landrýmis. Húsið er allt nýst- árlegt í útliti, en slíkt segja arkítektarnir nauðsynlegt vegna gerðar og eiginleika trefjaglersins sem notað er. Húsið er sett saman úr sjálf- stæðum hlutum og kallast byggingarmátinn „samloku- bygging". Fullgert verður þáð tæp tvö tonn. Um fjórtán 1 daga tekur að framleiða efnið I í húsið og að fullgera það. i Húsið er 8 metrar í þvermál / og samanlagt rými um 90 m2. J Verðið er áætlað um 490 þús. » ísl. kr. og eru þá húsgögn innifalin. Sýningarhús verð- ur á finnskri vörusýningu í Lundúnum í október n.k. .... ................ 'l ' . Á UNDANFÖRNUM árum hefur notkun plasts í bygging ariðnaðinum vaxið hröðum skrefum og er nú notað við æ stærri framkvæmdir. I brezka stórblaðinu „The Fin- aneial Times“ fyrir skömmu er skýrt frá tveimur nýjung- um í þessu sambandi. Hið fyrra er að sögn bláðsins lík- lega fyrsta göngubrú fyrir vegfarend.ur úr plasti í heim- inum. Brúin er um 10 metrar að lengd og stendur á steypt- um stólpum. Allt annað er gert úr plasti og stryktu trefja gleri. Brúin tengir nýja skrif- orðinn svo mikill og aldar- andinn sá, að borgarfélagið hlýtur að leggja jafn mikla áherzlu á heilbrigt æskulýðs- starf eins og hvern annan málaflokk sem beinist að upp eldi æskunnar. En jafnframt því, sem for- ustan hlýtur að vera í hönd- um unga fólksins sjálfs með öflugum tilstyrk borgarinnar er nauðsynlegt að nýta sem bezt starfskrafta þeirra mörgu, karla og kvenna, sem hafa mikinn áhuga á æsku- lýðsstarfi og vinna nú þegar mikið og gott starf í kyrrþei í æskulýðsfélögum, íþróttafé- lögum, sóknarfélögum og öðr- um félagssamtökum, sem láta þessi mál sig nokkru skipta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.