Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 196« 5 Rusl hreSnsað úr Keflavíkurbæ UNDANFARIN ár hefur farið fram skipulagsbundin hreinsun á Keflavíkurbæ, ag sú hreinsun verið tengd svonefndri unglinga vinnu. Allar götur samanlagt 30 kílómetra langar hafa verið rak aðar og ruslið tínt saman og flutt í burtu. Að þessu sinni unni við hreinsunina um 60 unglingar und Ruslahaugurinn, sem mokað verður yfir. IMý verzlun á Raufarhöfn Raufarhöfn, 8. ágúst. SJGR.ÍÐUR Guðmundsdóttir, kaupkona, sem haft hef-ur hér smávö-ru- og snyrtivöruverzlun nokkur undanfarin ár, opnaði 14. júní sl. verzlun hér á Rauf- arhöfn. sem hefur á boðstólum ailar algengar matvörur, hrein- lætisvörur og aðrar nauðsynjar, nema mjólkurvörur. Hér hefur an-nars ríkt hálfgert neyðar- ástand í verzlunai-málum, þar sem verzlun Kaupfélags Raufar 'hafnar hefur verið lokuð sl. 10 daga vegna fjáríiagsörðugleika. Öiiu starfsfólki verzlunarinnar var sagt upp frá 1. ágúst. Heyrzt hefur, að Kaupféiag Norður- Þingeyinga á Kópaskeri opni hér vei'zun á næstunni. Kaupfélag Raufarhafnar starf rækti hér auk verzlunar síldar- söltun og fiskverkun og hrað- frysti'hús, en það brann í vetur og hefur ekki verið byggt upp aftur til mikils óhagræðis fyrir sjómsnn og aðra þorpsbúa. — Ólafur. Ltsvör ocj að- stöðugjöld á Patreksfirði LÖGÐ hefur verið fram skrá yf- ir útsvör og aðstöðugjöld á Pat- neksfirði. Útsvör eru samtals kr. 6.071.700.00 á 298 gjaldend- ur, 291 einstaklinga og 7 félög. Aðstöðugjöld eru samtals kr. 1.398.100.00 á 46 einstaklinga og 13 félög. Hæstu útsvör einstaklinga greiða: Þórir Arinbjarnarson, héraðs- læknir, kr. 128.000.00. Sigurður Jónasson, sparisjóðs- stjóri, kr. 99.200.00. Ásberg Sigurðsson, sýslumaður, kr. 89.800.00. Tómas Guðmundsson, sóknar- prestur, kr. 87.400.00. Bogi Þórðarson, framkv.stj., 86.900.00. Guðmundur Guðjónsson, héraðs- læknir, kr. 74.900.00. Valgeir Jónsson, rafvirkjameist- ari, kr. 73.300.00. Jón Magnússon, skipstjóri, kr. 72.900.00. Páli Jóhannesson, bygginga- meistari, 70.600.00. Trausti Árnason, kennari, 69.200.00. Hæstu útsvör og aðstöðugjöld fyrirtækja greiða: Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. kr. 422.500.00. Fiskiver h.f. kr 300.000.00. Kaupfélag Patreksfjarðar kr. 207.900.00. Niðurstöðutölur á fjárhags- áætlun hreppsins eru kr. 10.800.000.00.. Aðalframkvæmdin, sem unnið er að á þessu ári er mý vatns- veita í Mikladal, og verður vatnsbólið í um 2.2 km. fjarlægð frá kauptúninu. Er steínt að því að ljúka verkinu fyriir haust- xð. Kostnaður er áætlaður um 4 millj. kr. við allt verið. Þá standa yfir framkvæmdir við Patrekshöfm og verður umnið fyrir samtals 1.7 millj. kr. Sett verður ný og fullkomin lýsing með öllum hafnairbakkamu'm, ný vatnslögn, gengið verður frá síð asta áfanga aðalhafnarbakkams og dýpkað við hann. ir stjórn Helga S. Jónssonar heil- brigðisfulltrúa og Þórðar Jóns- sonar verkstjóra. Að þessu sinnd kom ótrúlega mikið í leitirnar af dóti og drasli og voru á þriðja hundrað bíl- farmar fluttir burtu af götum og opnum svæðum bæjarins. í upp- hafi var þessu affalli ekið á sorp haugana inn á Stapa, en síðar var gerð tilrau-n með að grafa upp gryfju í heiðinni fyrir ofan bæinn og láta ruslið þar í, en síðar verður því þjappað saman með jarðýtu og mokað yfir. Þetta er liður í tilraun, sem gerð verð- ur með breytta sorphreinsun í bænum, þegar horfið verður að því að nota pappírspoka í stað- inn fyrir gamla lagið með tunn- urnar. Óhemjumagn af gömlum bíla- druslum og járnhrúgum var tek- ið burtu og fært í ruslagryfjuna, svo mikið magn að enginn trúir nema sá sem séð hefur. „Hreinn bær er góður bær“ eða eitthvert af þessum góðu slagorðum voru ef til vill á bakvið — en hvað sem þvi líður hreinsaðist bærinn afburða vel og unglingarn- ir unnu starf sitt af viti og vilja. Keflavík hefur oft haft orð á sér fyrir sóðaskap og illa um- gengni, en nú er þetta að breyt- ast til hins betra og bærinn að verða hreinn og fallegur eins og hann hefur öil skilyrði til. Sorphaugarnir, sem nú verður sléttað yfir eru ótrúlega stórir, -eins og meðfylgjandi mynd sýn- ir, en það er sjálfsagt árviss afli að fá til hreinsunar meira eða minna magn af rusli á hverju vori. Áfram verður haldið undir kjörorðinu „Hreinn bær — fall- egur bær“. — — hsj landbúnaðarsýningin 68 GLÆSILEGASTA OG STÆRSTA LAIMDBlJIMAÐARSVlMIIMGIIM ER HAFIIM OPIIM í 10 DAGA FRÁ KL. 10-10! 300 dVr*gróður*vörukyimimiimgar ÚRVAL BIJVÉLA • 80 SVlMEIMDUR ÍSLEIMZK IMÁTTÚRA • ÞRÓUIMARSAGA O. FL. O. FL. KYIMIMIÐ YKKUR HIIMA FJÖLBREYTTU DAGSKRÁ í TÍIHA. IMÆSTU 3 DAGAR Laugardagur 10. ágúst. 10:00 Sýningin opnuð. 10:00 Dómnefndir búfjár taka til starfa. 13:00 Vélakynning. 14:00 Kýr eru sýndar í dómhringnum, dómum lýst og verðlaun afhent. 14:00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfenda- pöllum. 15:00 Ær eru sýndar í dómhringnum, dómum lýst og verðlaun afhent. 16:00 Kynbótahryssur eru sýndar í dómhringn um, dómum lýst og verðlaun afhent. 16:00 Kvikmyndasýning. 17:00 Sýnikennsla í matrefðslu á áíhorfenda- pöllum. 18:00 Gömlum munum lýst í þróunardei’ld. 20:00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfenda- pöllum. 20:00 Unglingar teyma kálfa í dómhring. 20:00 Kvikmyndasýning. 22:00 Sýningunni lokað. Sunnudagur 11. ágúst. 10:00 Sýningin opnuð. 10:00 Dómnefndir búfjár taka til starfa. 13:00 Vélakynning. 14:00 Ætthópar sauðfjár og einstakir hrútar eru sýndir í dómhring, dómum lýst og verðlaun afhent. 14:00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfenda- pöllum. 15:00 Naut með vg án afkvæma eru sýnd í dómhringnum, dómum þeirra lýst og verðlaun afhent. 15:30 Stóðhestar sýndir í dómhring, dómum lýst og verðlaun afhent. 16:00 Kvikmyndasýning. 16:00 Gömlum munum er lýst í þróunardeild. 16:30 Góðhestar sýndir í dómhringnum, dóm- um lýst og verðlaun afhent. 17:00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfenda- pöllum. 18:00 Gömlum munum lýst í þróunardeild. 20:00 Sýnikennsla í matrefðslu á áhorfenda- pöllum. 20:00 Kvikmyndasýning. 20:00 Unglingar teyma kálfa í dómhring og verðlaun eru afhent. 21:00 Gömlum munum er lýst í þróunardeild. 22:00 Sýningunni lokað. Mánudagur 12. ágúst. 10:00 Sýningin opnuð. 11:00 Fræðsla við sýnisreiti grastegunda úti. 13:00 Vélakynning. 14:00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfenda- pöllum. 16:00 Kvikmyndasýning. 17:00 Starfsíþróttir karla — búfjárdómar og dráttarvélaakstur. 17:00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhor/enda- pöllum. 18:00 Geitur sýndar í dómhringnum. 18:15 Sauðir og rtiislitt fé sýnt í dómhringnum. 20:00 Dagskrá hestamannafélags. 20:00 Sýnikennsla í matreiðslu á áhorfenda- pöllum. 20:00 Kvikmyndasýning. 21:00 Starfsíþróttir kvenna — ostabakki og ? 22:00 Sýningunni lokað. GEYMIÐ DAGSKRANAÍ gróður er gulli betri — Trausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.