Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1908 Og þú veizt, að það varst þú sjálf sem hófst þetta heimsku lega samtal. Ég kann vel, af- skaplega vel við þig, en ég held ekki, að ég sé ástfanginn af þér. Ég kann bara vel við þig — alveg á sama hátt og ýmsar aðrar konur, sem eru miklir vin ir mínir. — Þú átt við Phyllis Bevan. Hún hafði ekki getað stillt sig um að segja það. Hann kinkaði kolli — Já, við Phyllis erum miklir vinir. — Bara viinr? spurði hún snöggt. — Þú hefur aldrei kysst hana, Jeff? Hún vissi, að það var ófyrirgefanlegt að spyrja svona — að spyrja karlmann um aðra konu — en eitthvað innra með henpi rak hana til þess. Eitthvað annað, sem hún hafði algjörlega misst stjórn á, sem snöggvast. Hann hrökk í kút við þessi orð hennar. Síðan gekk hann tvö skref í áttina til hennar og starði á hana. Hún gat séð á svip hans, að hann var nú veru lega reiður. Hún varð svo miður sín, að hún hefði helzt viljað detta niður dauð á þessari stundu. — Hvaða rétt hefur þú til að spyrja svona? spurði hann loks, hranalega. Hún hristi höfuðið. — Engan rétt, sagði hún lágt. Henni varð illt — af eintómri blygðun. Hún hlyti aði, hafa verið brjáluð að geta talað svona. Gseti hún bara tekið aftur orð sín! —Ég kann að hafa kysst hana sagði hann, — en Phyllis mundi aldrei fara að misskilja það. Hún mundi aldrei eigna það öðru en vináttu. — Þá þýddi þessi koss þinn ekki annað en vináttu? Hann kinkaði kolli. — Vitan lega. Allt í einu fannst henni eins og hún yrði að reka upp hlátur — æðisgenginn hlátur. Það varð henni talsverður léttir. Hann kynni ekki að elska hana sjálfa, en nú vissi hún að minnsta kosti, að hann elskaði Phyllis ekki heldur. Svo bann hé-lt þá, að Phyllis mundi ekki skilja koss-a hans öðruvísi en sem vin- áttumerki! Þá þekkti hann hana illa. Hún fór að hugsa um, hve auðvelt það væri fyrir konu eins og Phyllis að blekkja mann eins og Jeff, og var hann þó enginn heimskingi. En sumar konur eru þa-nnig, að mennirnir lenda allt- í klónum á þeim. Þögnin, sem varð, hefði getað staðið mínútum saman. Jafnvel klukkustundum. — Fyrirgefðu mér, sagði hún loksins. — Ég hefði ekki átt að spyrja þig að þessu. Ég veit ekki, hvað hefur hlaupið í mig. Hann svaraði þessu engu. En 24 ----•-►-O--- | meðan á þögninni stóð sneri hún sér og gekk burt frá -honum. Hún gekk eins og blindandi nið ur stigann og til káetu sinnar. Tá-rin þrýstu á augu henn-ar, en hún gat ekki fellt þau. Til þess var hún of auðmýkt, svo óend- anlega niðurlægð og auðmýkt. INNI- HURÐIR SIGURÐUR ELÍ AS SON % AUÐBREKKA 52-54 KÓPAVOGI SÍMI 41380 OG 41381 Hún vildi ekki trúa því, að hún ætti þetta til — að sama sem játa það fyrir karlmanni, að hún væri ástfangin af honum. Hún hafði haldið, að stolt hennar mundi hindra það. En það virt- ist svo, að sá sem væri ástfang- inn, ætti ekkert stolt til. Stoltið var eitthvað, sem ekki var mun- að eftir fyrr en um seinan. Hún vissi nú, að hún hafði raunveru lega aldrei elskað Hug. Hún hefði aldrei getað lítillækkað sig við Hugh. Þetta var kaldhæð-nis legt. Það virtist svo sem Phyllis hefði loksins gengið með sigur af hólmi. Hún lagðist niður í rúmið sitt, án þess að henni dytti í hug að afklæðast. Til þess var hún of niðurdregin. — Líklega er það eins got-t að hafa komizt að því, að hann elsk ar mig ekki, hugsaði hún. — Það getur orðið til þess, að ég jafni mig fyrr. — Guð minn góður, hugsaði hún, — á þá líf stúlku ekki að verða annað en það, að bíða lægra hlut í hverju ást-ar- ævin-týrinu af öðru. TJARNARBÚÐ RAI skemmtir í kvöld til kl. 1 TJARNARBÚÐ Itúsmœður Óhreinindi og blettir, evo sem fitublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverfa ð augabragði, ef notað er HENK-O-MAT f forþvottinn eða til að leggja í bleytf. Síðan er þvegið á venju- legan hðtt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VAHA FRÁ HOTEL BORG Fjölbtevtlur matsefíill allan rlaeinn. alla daga. ekkar vlnsatTd KALDA BORD kl. 12.00, etnnlg alJs- konar heitlr réttir* HLJÓMSVEIT MAGNÚSAR PÉTURSSONAR. SÖNGKONA LINDA CHRISTINE WALKER. Dansað til kl. I. 10. ÁGÚST. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þér tekst að koana ár þinni vel fyrir borð í dag og reyndu að kynna þér pndleg máleíni, vertu úti við, ef hægt er, og snemma heima! Nautið 20. apríl — 20. maí. Umhverfið virðist vera eitthvað líflegra, ef að er gætt. Kallaðu í gamla vini í kvöld Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Nú er hægt að gera góð kaup og komast að samkomulagi við vini og ættingja. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þér virðisí beint til fjarlægra staða, og er það hagkvæmt. En hafðu farangur í léttara lagi. Ljónið 23. júlí — 22 ágúst. Þér græðast perungar auðveldlega, en þeir fara fljótt, reyndu að leggja eitthvað fyrir. Ef þú ferð ekki sjálfurr út, þá skaltu bjóða einhverjum hieim. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Góður dagur, erf þú lætur lifið gan-ga sinn vana gang, og ert sam vinniu þýður Vogin 23. september — 22. október. Reyndu að koma þér vel hjá þeim, er stan-da þér framar. Reyndu að beina atfliygli annarra smekklega að framkvæmdum þínum. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Ef þú ert í sambandi við einhverja góðgerðastarfsemi, skáltu skipuleggja vel. Félagslífið v-erður skemmtilegt. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Stjórnmál og félagslyn-di eru samantvinniuð í dag, og ber að greina þar á milli. Segðu meiningu þína með stillingu. Steingeitin 22. desember — 19. janúa-r. Allskonar undirferli og fagurgali verða á vegi þínum í dag, láttu skynsemina ráða. Vatnsberinn 20. janúa-r — 18. febrúar. Þér hættir mikið til eyðsl-usemi i dag, svo að þú skalt vera á varðbergi. Þiggðu boð, en komdu snemma heim. Fiskamir 19 febrúar — 20. marz. Reyndu að umbera sjálfan þig, þótt erfitt sé, sumir skipta skapi um leið og peir skipta um föt. Skemmtu þór eitthvað í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.