Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 10
5- I 10 MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR SKÍN VIÐ SÓLU EITT sinn sem oftar — það er nokkuð langt síðan — kom ég inn á veitingahús úti á landi, þar sem jafnframt var hægt að gista. Þetta var í sveit, sem rómuð er fyrir sérkennilegt landslag. Það var hásumar. Og það var kvöld. Inni í veitingasalnum sat einn maður við borð, ungur maður með gleraugu, fölleitur, ekki stæltur að sjá, sennilega skrif- stofumaður. Hann sat þama nið- ursokkinn í bók, sem hann var að lesa, og virtist vita hvoirki í þennan heim né annan. Úti var logn og blíða, feg- ursta veður og sól í norðvestri. Var manninum ek-ki nær að ganga eitthvert sér til heilsu- bótar úti í guðsgrænni náttúr- unni, fremur en bæla sig innan veggja í þvílíku dýrindis veðri? Þannig hugsaði maður. En allt um það — maðurinn hélt áfram að lesa. Hvað var hann að lesa? Kannski reyfara, kannski ástar- sögu, kannski Þórberg, Kiljan eða 'Hagalín; það má guð vita. Hann las og las; það var allt og sumlt. Bókin fylgir manni langt. Séð hef ég mann lesa í bók, meðan hann beið eftir kaupinu sínu hjá Ríkisféhirði. Sá kunni að ráðstaía tímanum. Ekki er mér kunnugt um, að hve miklu leyti fól'k ver sumar- leyfi sínu til bóklestrar; hygg þó, að flestir láti sitja í fyrir- rúmi að njóta náttúrunnar og styrkja sig undir næsta vetur, vera úti, hreyfa sig, slkoða sig um i byggð og óbyggð. En bók- in fylgir manni samt. Hún er hinn ósýnilegi förunautur, hvert sem leiðin liggur. Alls staðar ber eifthvað fyrir augu, sem minnir á einhverja bók. Hverfum t.d. norður yfir heið- ar, allar götur yfir Vatnsskarð. Einmitt þar sem útsýn opnast yf- ir Skagafjarðarhérað, hefur ver ið reistur varði í minningu Stephans G., sem fæddist og ólst upp þar skammt frá. Kotin þrjú, þar sem hann var fóstraður upp, fóru öll í eyði. Stephan barst austur í Bárðardal og iþaðan til Vesturheims. En varðinn hjá Víðimýri minnir vegfarandann á, hvar hann nam sdtt móður- hverntíma orðið skotinn í heima á íslandi? Svona má láta hugann reika. En niðurstaðan verður aldrei nema ein. Hjálmar er, eins og hann er í Ijóðum sínum, og eng- an veginn öðru vísL Og þrátt fyrir þá langæju styrjöld, sem hreppakóngar háðu gegn honum, á hann sinn þátt í að gera hérað- ið sögufrægt. Og hafi Skagfirðingar til skamms tíma skuldað nokkrar bætur vegna stríðs síns við Hjálmar, eru þeir Hannes og Indriði þegar búnir að greiða þá skuld. Þeir hurfu úr héraði eins og Stephan G. Stephan skildi eftir héraðið. En Hannes og Indriði fluttu það með sér. Þegar maður hefur lesið kvæði Hannesar, sér maður Skagafjörð öðru vísi en áður. f kvæðum Hannesar er land og ljóð tvennt, sem ekki verður skilið að. Ég minni á kvæðið Bólugil. Óþarft hefði verið að reisa annan varða í minning.Hjálmars. Hannes hef- ur lí'ka ort ljóð um Stephan G. Og tvö kvæði hefur hann ort um örlög Grettis í Drangey. Indriði hefur geymt í vitund sinni héraðið, eins og það var fyrir stríð. f sögum hans eign- umst við hlutdeild í þeirri mynd: nýlega hafin bílaöld, sem var í sjálfu sér ótrúlegt ævintýr; veg- ir, sem voru jafnafleitir og veg- irnir eru enn í dag; menn og hestar, hverjir innan um aðra; miðnætursól; og „eylendið", þetta furðulega torg, þar sem dalakarlar hittust og urðu heims- borgarar undir sínum herða- breiðu fjöllum. í síðustu bók sinmi, Þjófur í paradís, hefur Indriði náð þeirri samstilling við landið, sem höfundur nær því einungis, að hann sé sjálfur sam- gróinn landinu. Þjófur í paradís er stutt saga, sem fylgir manni lengi. Skagafjörður er eins og sýnis- horn af allri landsbyggðinni. Þar er dæmi um breiða byggð og þétta. Þar eru útoies. Og þar eru afdalir. Látum eftir okkur, að hverfa andartak inn eftir Vestur- dal. Þegar svo langt er komið, að leiðin í kaupstað er meir en tvöfalt lengri en leiðin til jök- uls, verður fyrir manni eyðibýli, innsti bærinn í dalnum, Þorljóts- staðir að nafni. Bæjarhús standa þar enn að nokkru leyti. Og tún eru græn. Þegar ég kom þar í sumar, rifjaðist upp fyrir mér, að ég hafði í vetur lesið endurminn- ingar gamals manns, sem ólst ein mitt upp á þessum bæ. Það er ekki að sökum að spyrja — bók- in fylgir manni. Frá Þorljótsstöðum er skemmti gönguleið inn að Hraun- þúfu’klaustri. Þar niða tærir læk ir við græna bakka, líkt og skáldin orða það, og gangnakofi, sem þar klúkir, minnir á tíma- bundna mannvist. Og sem maður er staddur á Hraimþúfuklaustri á björtum sumardegi, finnst manni næstum trúlegt, að eitthvert mannlíf hafi getað þrifizt þar, eins og sögur herma, annaðhvort á tíð papa fyrir „landnám" eða á miðöld- íum, þegar byggðin teygði sig hvað næst hálendi landsins. Þarna er þó ekki lengra inn að Hofsjökli en sem svar- ar fjögra fimm stunda gangi. Þetta er meginland. Allt í kring er land, ljóð og saga. Gangnakofi úr torfi og grjóti er ekki vistlegt híbýli. Samt var hann, í og með, samkomustaður, þó hann væri aðeins ætlaður til gistingar fáeinar nætur á 'haustL í gangnakofanum létu hagyrð- ingar fjúka í kviðlingum. Þar gafst þeim tækifæri að fara með, sér til lofs og frægðar, það sem ort hafði verið — sér tid. hug- arhægðar — á löngum einvem- stundum. Þegar sprett hefur ver ið af hestunum og gangnamaður hallar lúnum herðum að köldum vegg, tygjar hann annan gang- vara: stígur á bak skáldfáki sín- um og þeysir um víðerni, ekki minni en þau, sem smala þarf næsta dag. Gangnakofinn — var hann efcki „salon“ hins óþekbta, íslenzka hagyrðings? Leiðin liggur aftur vestur yf- ir Vatnsskarð. Með skagfirzka vísu á vörum, höfundur ókunfi- ur, kveður maður Stephan G., Drangey og „eylendið“. En bók- in fylgir manni. Og vísan fylg- ir manni, jafnvel þó hún sé hvergi skráð á bók. Erlendur Jónsson. mál. Langt úti á firði gefur að líta eyjar blár. Þar rís Drangey úr djúpi eins og Steingerður kafli úr Grettis sögu. Málmey stígur út úr þjóðsögunni, litlu austar. Þórðarhöfði er ekki bein- línis bókmenntalegur. En í skjóli hans hugðist Jóhann Sigurjóns- son gera hafskipahöfn og efna til borgar. Það var íslandsmet í stórhug, enda varð borgin aldrei nema skýjaborg. Og fleira blasir við, þar sem maður svipast um frá minnis- varða Stephans G. Handan vatna breiðir Blönduhlíðin úr sér. Þar voru ráðin örlög Bólu-IHjálmars, draumlynds Þingeyings, sem varð ónotahyl'ki í höndum skag- firzkra hreppakónga. Slíkir, fundu sér þá ekki annað hentara til dægrastyttingar en erta lítxl- magnann og hrekkja hann og helzt að stjaka honum ofan í gljúfurár eins og Jökulsá eystri. Þannig átti eitt sinn að leika Hjálmar. Stundum tekur ímyndunin ráðin af veruleikanum: Hvað hefði orðið úr Hjálmari, ef hann hefði komizt til Hafnar að stú- dera eins og Bjarni eða Fjöln- ismenn? Hefði hann gerzt sjálf- boðaliði á dönskum kontór og síð an þröngsýnn embættismaður eins og Bjarni? Eða hefði hann unað lífinu á Hvids Vinstue og gengið sætkenndur út í sólskinið á Kóngsins nýja torgi og ort rómantísk kvæði til einhverrar dalastelpu, sem hann hafði ein- LJÓD OG ÁR SVALANDI gustur stendur af Birtingi eins og fyrri daginn. Hann er þó kominn á annan ára- tuginn. Það er ekki svo. lítið út- hald. Hópurinn, sem stendur að ritinu, hefur öðrum fremur kennt sig við formbylting í list- um. Birtingur hefur því verið brjóstvörn fyrir nýjungar, til- raunir. Hann hefur verið avant- garde í bókstaflegum skilningi; og farið geyst. Birtingsmönnum hefur verið flest annað tamara en rósamál og tæpitunga. Hins vegar hafa þeir hvorki sýnzt hafa áhuga á að safna um sig mönn- um (eins og Rauðir pennar á sínum tíma) né útbreiða ritið meðal fjöldans. Fimm menn ritstýra Birtingi: einn prósahöfundur, tvö ljóð- skáld, tónskáld og málari. Allir leggja þessir menn sinn skerf til ritsins, og raunar meira til, því málarinn hefur gerzt áhuga- maður um gamla og nýja húsa- gerðarlist og skrifað greinar um þau efni. Tónlistin hefur löng- um verið hornreka í íslenzkri menning. En Birtingur lætur ekki slíkt um sig spyrjast og tek- ur hana upp á eyk sína. Og vilji maður fylgjast með því, sem nýjast er á döfinni í leiklist og kvikmyndum, er líka reynandi að fletta Birtingi. Ljóðaþýðingar ástunda Birtingsskáldin bæði af kappi og forsjá og spanna þar vítt og breitt um heim. Því Birt- ingur heldur opnum þeim glugg- um, sem að veröldinni snúa. 'Síðast, en ekki sízt, hefur Birt- ingur svo verið eins konar fag- tímarit ungu sk'áldanna. Þar hafa þau rætt sjónarmið sín, stundum mjög persónulega, og varið sinn heiður; og hefur víst ekki alltaf veitt af, skulum við segja. í þá veru er einmitt grein í síðasta hefti ritsins: Bókmenntir og kreddur; höfundur Jón Óskar. Þessi grein Jóns Óskars er í rauninni framhald þess, sem hann sjálfur og aðrir hafa ný- lega skrifað um íslenzka ljóð- list. Einkum beinir Jón Óskar geiri sínum að Kristn'i E. Andrés- syni vegna skrifa Kristins í Tímariti Máls og menningar í fyrra og hittífyrna. Jón Óskar er sem fyrr máls- vari atómskáldanna. Hann sér ástæðu til að minna á, hvemig sú nafngift varð til: að ein sögu- hetjan í Atómstöð Laxness var kölluð atómskáldið og upp frá því tók almenningur að nota heitið um ung formbyltingar- skáld og hefur svo haldizt til þessa dags. Ef til vill skiptir króníkan litlu máli í því sambandi. Þó má bæta við, að nú eru tuttugu ár liðin, síðan Atómstöðin kom út. Nafngiftin er jafngömul. Atóm- skáldið í íslenzkum bókmenntum er því tvítugt á þessu ári. Sé aftur horfið til ársins fjörutíu og átta, rifjast líka upp, að á því herrans ári setti Krist- inn E. Andrésson púntinn aftan við bókmenntasögu sína, sem var prentuð árið eftir. En Jón Óskar er ekki í nein- um afmælishugleiðingum. Þvert ■á móti stendur hann enn í eld- inum. Enn er hann brautryðj- andinn, enn í varnarstöðu, gall- harður, vægðarlaus. Orðið atómskáld, segir hann og er mikið niðri fyrir, „fékk smám saman sömu merkingu og leirskáld og þó aðra merkingu jafnframt, því að atómskáldin voru verri en leirskáld, þau voru þjóðhættuleg, höfðu gert tilræði við íslenzka tungu og menningu. Engum þykir taka því að amast við því á nokkurn hátt, hvað þá skrifa skammargreinar í blöðin, þótt leirskáld birti eftir sig kvæði í blöðum eða timarit- um. En atómskáldin þóttu svo hættuleg að síðan þau komu fram hefur grein eftir grein verið skrifuð í blöð og tímarit og prestar jafnvel lagt sitt lið í helgidóminum til að vara þjóð- ina við þessum ófögnuði". Svona talar Jón Óskar, eitt at- ómskáldið, eftir að hafa staðið tnttugu ár undir þeim ósköpum, sem hann lýsir. Og fleira brenn- ur honum á baki. Þessa sneið skilji þeir, sem eiga: „Sífelld krafa um ádeilu í skáldskap leiðir til þess, að menn vilja helzt að skáldskapur sé eitthvað annað en hann í raun inni er“. Enn fleira segir Jón Óskar í grein sinnL sem vert væri nokk- urrar umræðu, þó hér verði lítt á tekið. Til dæmis drepur hann á,. hversu erfiðlega atómskáld- unum hafi gengið að koma út 'bókum sínum „vegna þess að út- gefendur brugðust", eins og hann segir. Hvorki eru þessi né önnur orð skáldsins tilfærð hér í því skyni að árétta þau; ekki fremur til að hnekkja þeim. Ég fellst á — eins og Jón Óskar seg- ir — að „skrif manna um atóm- ljóð hafa verið ruglingsleg og mótsagnakennd". Ekki þó allra manna, eða hvað? Kristinn E. Andrésson er bú- inn að skrifa um bókmenntir í fjörutíu ár. Og Jón Óskar er bú- inn að yrkja og skrifa í tuttugu, þrjátíu. Ef hugleiðingar slíkra manna um bókmenntaleg efni eru ekki ákjósanlegur umræðu- grundvöllur, er torvelt að sjá, hverra orð skal fremur marka. Umræður um ljóðlist leiða aldrei til endanlegrar niður- stöðu. Einmitt þess vegna eru þær ekki aðeins þarfar, heldur nauðsynlegar. En því aðeins er líka gagn af slíkum umræðum, að þeim sé sífelldlega beint inn á ný svið. Þarflaust er að segja hvern sannleika nema einu sinni. Til dæmis er óþarft að erfa það nú, hversu atómskáldin voru forð um atyrt og hædd e5a hversu sumir menn kröfðust sýknt og heilagt „ádeilu í skáldsfcap". Vörn Jóns Óskars er á rökum reist. En hún kemur tuttugu ár- um of seint. Sé greinarhöfundur einungis að veita útrás gamalli óánægju, 'hlýtur maður að vísu að finna til með skáldinu eins og öðrum, sem 'hafa orðið fyrir ranglætL En ranglætið, sem atómskáldin urðu fyrir — var það svo alvar- legt, sem greinarhöfundur vill vera láta? Og hafi það verið svo alvarlegt, má það þá ekki vera gleymt og grafið nú? Mér sýnist líka Jón Óskar skima um of til hinnar dökkleitu hliðar málsins. Þau köpuryrði, sem tiltektarsamir karlar og kerlingar létu sér sæma að við- hafa um atómskáldin á þeirra viðkvæma tilraunaskeiði^ gáfu ekki annað fremur til kynna en þá ánægjulegu staðreynd, að ljóð skáldanna vöktu eftirtekt. Eitt ljóð Jóns Óskars, • sem birtist í tímariti á þessum árum, var ekki minna lesið en svo, að margt kornungt fólk lærði það utan bókar — ósjálfrátt. Hið sama ljóð var svo skopstælt i revíu, áheyrendum til aðhláturs, náttúrlega. Slíkt og þvílíkt hefði ekki tjóað, ef obbinn af fólki hefði ekki skilið, hvað verið var að skrumskæla. Ekki varð ég var við, að nokkur mæti skáldið minna eftir en áður, ekki held- ur, að nokkur kenndi í brjósti um það vegna 'þess flims, sem á því skyldi hrína. En snúum okkur að hinu: að til skáldanna séu gerðar óviður- kvæmlegar kröfur um „ádeilu i skáldskap". Einnig þar visast til fortíðarinnar. Óviða hefur sú krafa verið kænlegar né listileg- ar fram sett en í bókmenntasögu Kristins fyrir tuttugum árum. Þar segir t.d. svo um yngstu skáldin: „Hin yngstu skáld bera engar tálvonir í brjósti, sýnast ekki eiga neina ólgandi lífsþrá, engan hugsjónnaeld. Þau líta á lifið ýmist með svip deyfðar og kæru- leysis eða köldu glotti, eins og þau hafi ekki reynt það að öðru en svikum, sjái það afhjúpað og vænti af því engrar fegurðar. Þó eru þau í rauninni ekki bölsýn, ekki í sömu merkingu bg t.d. Kafka, Sartre eða sænskir förtitalistar, heldur hafa þau líkt og sætt sig við 'heiminn eins og 'hann er, snauðan að hugsjón, draumi og fegurð. Helzt festa þau áhuga við form og stíl og leita þar að nýjungum. Að sumu leyti eru þær tilraunir ærlegar, en fela þó í sér flótta undan al- varlegum lífsviðhorfum, og eru enn sem komið er veikt fálm.“ Þetta segir Kristinn um ungu skáldin, þau sem höfðu kveðið sér hljóðs í tímaritum, áður en hann laúk við bókmenntasögu sína, en tóku að senda frá sér bækur næstu ár á eftir Kristinn hafði sjálfur átt drjúgan þátt í að móta það tímabil, sem saga hans nær yfir. Bókmenntasagan var því eins konar kveðja til sam ferðamanna, sem höfðu notið skjóls af 'honum og sótt til hans ráð, að ógleymdum þeim aga, sem þeir höfðu af honum haft. Þegar Kristinn snýr sér svo að yngstu skáldum þessara ára, mælir hann þau við sama kvarða sem hann hafði mælt við skáld sinnar eigin kynslóðar, því bók- menntasagan skyldi einnig vera leiðarvísir handa ungum skáld- um líkt og Snorra-Edda forðum. En ung skáld eru sjaldan leiði töm. Tími Kristins sem foringja var liðinn. Vant er að koma auga á, að hann hafi átt nokkurn þátt í að móta stefnu íslenzkra bók- mennta þau tuttugu ár, sem lið- in eru, síðan hann lauk við bók- menntasögu sína. Von er, að hann sjái eftir sínum góðu, gömlu dögum. Leyfum 'honum að sakna þeirra í friði. —★— Ef til vill voru atómskáldin öðrum skáldum óheppnari að því leyti, að þau komu fyrst fram á tímum bókmenntalegrar kyrr- stöðu. Alda hinnar félagslegu skáldsögu, sem risið hafði svo hátt í kreppunni, var að hníga, deyja út. Almenningur var í bili þreyttur á skáldskap. Bókmennta leg sambönd okkar við umheim- inn höfðu verið fremur einhliða, Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.