Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 FYRIR UNGT FOLK í UMSJÓN gunnXrs SVAVARSSONAR OG INGIMUNDAR SIGURPÁLSSONAR Framtíöaráform stúdenta SOKUM ÞESS, hversu mikill skortur er á háskólamenntuSu íólki hér á landi á fjölmörgum svióum, fýsir hinn almenna borg ara oft á tíðum að fá vitneskju um, hvernig stúdentar hyggjast notfæra sér þau réttindi sem stúdentsprófið veitir. Með þetta í huga leituðum við til fjögurra nýstúdenta og báð- um þá að gera í stuttu máli grein fyrir áformum sínum. — En þar eð miklar deilur hafa spunnizt um skólakerfi landsins, fórum við einnig fram á að fá svör við tveimur spurningum að auki, en þær voru um það hvað þeim fyndist mest ábótavant í þeim efnum og hverjar þeir teldu helztu umbætur vera. Fyrsftur til svara var Gunnar Helgi Gunn- arsson, stúdent frá Verzlunar- skóla íslands, en hann hefur í hyggju að nema læknisfræði við Háskóla fslands. Fara horvum orð á þessa leið: „Ég tók ekki þá ákvörðun að nema læknisfræði fyrr en síðla vetrar. Mig langaði til að læra hagfræði, en læknisfræðin varð ofan á. Ef ég á að nefna eitt öðru fremur, sem varð til þess, að ég kaus læknisfræðina, var, að í vetur höfðum við frábæran hennara í líffræði og lífeðlis- fræði, Ingvar Hallgrímsson, og vakti hin lifandi og skemmtilega kennsla hans áhuga minn og varð til þess að miklu leyti, að ég tók þessa ákvörðun. Það litla, sem ég veit um lækn isfræðinámið, er, að það er ákaf- lega erfitt og maður verður að leggja hart að sér. Sérstaklega hlýtur það þó að verða fyrir Verzlunarskólastúdenta og aðra þá, er litla kennslu hljóta í eðlis og efnafræði. Að námi loknu er það heitasta ósk mín að starfa í mínu eigin landi, ef mögulegt er. Um skólakerfið hafa spunnizt miklar og heitar umræður manna á meðal á ráðstefnum um skóla- miál í útarnp og blöðuim án þess þó, að menn hafi konnizt að við- hlítandi niðurstöðu. Megin kjam inn liggur ekki í því að um- turaa kerfinu sem slíku, hrúga upp kennslutækjum og lengja ekólatímann. Við verðum að huga að undirstöðu hússins áður en við reisum þakið. Þessi undir- staða eru kennararnir. Þeir eru undirstaða árangurs í námi. Þeir eru undirstaða þess, að skóla- kerfi standi undir nafni, en sé ekki nafnið tómt. Kjör og að- búnaður kennara hlýtur því að vera fyrsta grundvallaratriðið, eem lagfæra ber í skólakerfinu. Gunnar Helgi Guðmundsson Umbæturnar hljóta því að fela i sér stóraukin stuðning ríkis- valdsins við kennarastéttina, bæði á sviði launamála og mermt unarmála. Sérstaka nauðsyn tel ég bera til, að kennarar séu studdir með ráðum og dáð til þess að afla sér meiri og auk- innar memntumar. Það er öruggt að slíkt akilar af sér margföld- um arði með betri kennslu og gerir kennaranum kleyft að fylgj ast með nýjungum í sinni grein á hverjum tíma. Þegar þessum áfanga er náð, getum við farið að tala um kennslutæki og alls konar áhöld til þess að gera kennsluna auðveldari. Þá má og benda á mikilvægi þess að hafa fámennar bekkjardeildir oglétta þannig kennaranum starf hans og gera honum mögulegt að að- stoða hvern einstakan með lausn ýmissa vandamála við námið. Ég hef verið í 18 manna bekk und- anfarin tvö ár og fundið þann reginmun, sem Iiggur í því að koma úr ópersónulegra andrúms Iofti nærri helmingi stærri bekkjar í hinn hressandi blæ þess minni.“ Guðrún Jónasdóttir starfa erlendis að námi loknu, hef ég það að segja, að það hefur aldrei komið til greina, og ég álít það nokkuð háskalega þróun, ef hópar menntamanna velja sér starfsvettvang í öðr- um löndum á sama tíma og skort ur er á háskólamenntuðu fólki á fjölmörgum sviðum hér heima. Mín skoðun á skólakerfinu er sú, að það sjálft sé alls ekki svo fráleitt, þannig að breyting ar á því nú séu ótimabærar. En vissulega er ótalmargt, sem bet- ur mætti fara, og það er fyrst og fremst komið undur kennur- um og skólastjórum að aðlaga kennsluna nýjum og breyttum tímum.“ Lokaorðið gsfum við svo Er- lendi Jónssyni, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavik. „Ég hyggst nota þessi rétt- indi á sama hátt og flestir, sem þau hafa, þ.e. til inngöngu í háskóla, og mun leggja stund á heimspekinám fyrst um sinn. Ég hef kosið heimspeki sem nárns- grein vegna þess, að sjálf grein in hsillar mig, en hins vegar ekki þeir starfsmöguleikar, sem hún felur í sér hér á landi. Heimspeki er ein þeirra fáu greina, sem eru í innsta eðli sínu reistar á hugsun mannsins einni saman. Hún fjallar einnig í vissum skilningi um undirstöðu allra vísinda og reyndar allrar mannlegrar þekkingar. U,m heim spekinám erlendis get ég því miður mjög lítið sagt. Það mun vera talsvert mismundandi eftir löndum, bæði hað snertir lengd og þyngd. f Englandi, þar sem ég mun dveljast fyrst um sinn, tekur námið venjulega 3 ár að BA-gráðu, en síðan ajn.k. 3 ár að doktorsgráðu. Að námi loknu hyggst ég tvímælalausit vinna hér heima, ef kjörin og vinnu- aðstaðan verða ekki alveg afleit Ágæti skólakerfa nú á dögum er einkum dæmt eftir tvennu. Annars vegar vilja menn, að Erlendur Jónsson Sjöfn Magnúsdóttir Sjöfn Magnúsdóttir, stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík, hefur þetta að segja: „Að öllum líkindum fer ég til Frakklands í haust og ætla að dveljast þar í eitt ár til að læra frönsku, en síðan ætla ég að læra meinatækni hér heima. Ástæðan fyrir því, að ég kýs meinatækni öðrum námsgreinum fremur, er sú, að hún er sú eina námsgrein, sem ég hef ábuga fyr ir að læra og starfa við, auk þess sem fólk vantar í þessa 'starfsgrein hér sem erlendis. Meinatækni hefur verið kennd í Háskólanum sem þriggja ára verklegt nám. En fyrir 2 árum, Var þessi námsgrein tekin upp í Tækniskólanum og er nú tveggja ára nám. 16 mánuðir bóklegt og 8 mánuðir verklegt. Ég mundi vissulega frekar vilja starfa hér heima, en það fer eftir aðstæð- um að námi ioknu. Um skólakerfið vil ég segja þetta, að vankantar á því koma í Ijós strax í byrjun skyldu- námsins. f barnaskóla sitjaböm í sex ár og læra bókstaflega ekki annað en að lesa og skrifa. Ef ■kennslan væri tekin fastari tök um strax í sjö ára bekk, væri stökkið milli 12 ára og 1. bekkj- ar ekki eins stórt. Gagnfræða- skólakerfinu þyrfti einnig að gjörbreyta, t.d. með betri mála- kennslu — Skólakerfið í heild, frá sjö ára bekk upp úr mennta skóla er slæmt. Það þyrfti að setja á laggirnar nefnd með Jó- hann Hannesson, skólameistara, í forsæti og láta þá gjörbreyta og endurskipuleggja skólakerfið frá grunni. Þetta yrði að vísu erfitt verk og dýrt, en engu að síður framkværoanlegt.“ Guðrún Jónasdóttir, er lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands: „Ég h,ef í hyggju að læra ensku og frönsku við Háskól- ann Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er fyrst og fremst sú, að ég hef haft meiri mætur á þessum námsgreinum en öðrum, — þær hafa verið eins konar uppáhaldsfög. Varðandi það, hvort ég hafi hugsað mér að lyndinni sézt lítill hópur þeirra ungmenna, sem starfa í Skólagörðum Reykjavíkur. námið sé hagnýtt, er út í lífið | kemur. Hins vegar á roenntunin að þroska menn og auka víð- sýni þeirra, efla sköpunarmátt og skerpa gáfur manna. Ég tel, að íslenzka skólakerfið fullnægi að mörgu leyti ekki þessum kröf um. Námiið teteug- oft leaagri táma en æskilegt er, t.d. mætti stúd- entsaldurinn lækka um eitt ár. Oft skortir einnig á það, að nám ið komi að nógu miklu gagni utan skólans. Skólakerfið hér gegnir miklu fremur hinu siðar- nefnda hlutverki, að mennta í sem flestum greinum og auka þannig á viðsýni nemenda. En það er ætíð erfitt að velja milliveginn milli sjónarmiðanna tveggja, sem greinir frá að ofan. Ef til vill mætti bæta úr tíma- skorti með aiukiinni sérhæfingu og valfrelsi. Sömuleiðis væri unnt að stytta heildarnámstím- ann með því að lengja skólaárið og auka við námisefni í bama- skólum hjá þeim nemiendum, sem líklegir eru til þess að fara í menntaskóla, kennaraskóla verzl unarskóla eða svipaðar mennta- stofnanir síðar meir. Loks held ég, að utanaðbókalærdóm beri að minnka og að æskilegra væri að beina áhuga nemenda meir að skilningi og sjálfstæðri athugun á námsefnimú1 Staldrað við í skólagörium Að AFLOKNU stúdentaspjalli má ekki alveg gleyma þeim yngstu, og væri því ekki úr vegi að staldra við í Skólagörð- um Reykjavikurborgar, sem rekn ir eru að sumrinu til á tveimur stöðum með miklum myndarbrag í görðum við Hringbraut starfar föjldi ungmenn, hkbta úr degi1 við að reyta arfa og hugsa um reiti sína. Við fyrstu yfirsýn sést glöggt, að krakkamir, sem eru frá níu til tólf ára, kapp- kosta að halda görðum sínum ávallt hreinum, því umgengni þama er hvarvetna til sóma. í reit 25 við F-götu krýpur lítill drengur yfir b:ði sínu og hlúir að blómiunum. Sagðist hann heita Magnús Jónasson og vera níu ára gamal'l. Ek-ki hafði hann áður verið í görðunum, sem von var, því nægilegan aldur hafði hann ekki til að bera. í garðimim sagði hann að yxu kartöflur, radísur, spínat, grænkál og blóm kál, svo eitthvað sé nefnt. Þeg ar við spurðum um uppskeruna, sagði hann: „Ég setti allt niður í júní, en nú hef ég tekið dá- lítið upp af næstum ölLum teg- undunum. — Þið hefðuð átt að sjá radísurnar, þær voru nú svaka hlunkur, maður." Þessu var heldur ekki svo erf itt að trúa, eftir að hafa séð gróðursældina hjá Magnúsi. Allt grænmetið fer svo heim til mömmu utan nokkurra tegunda, sem hann tínir í sig við og við, þegar hungrið svífur að. „Mér þykir spínatið langbezt, en svo borða ég nú líka mikið af hjarta árfa.“ segir Magnús. Það er margt skemmtilegt og frásagnarvert, sem gerist í stór um barnahópi, og því er ekki úr vegi að slá botninn í þessa grein með saklausrí gamansögu, sem ein verkstýran sagði okk- ur af drenghnokka einum, sem stundar iðju sína i görðunum. Það var daginn áður en NATO- fundurinn hófist, að Kristján litli níu ára, mætti ékki til Vinnu. Fóru verkstýrumar þá að grennslast fyrir um snáða. Ekki leið á löngu, þar til einn af félögum Kristjáns kom að máli við þær og tilkynnti fjar- veru hans næstu þrjá daga, sök um mikilla anna. Þessi fjarvist arástæða var tekin gild um sinn, en að þrem dögum loknum, þeg- ar Kristján mætti afbur til vinnu var harnn Látinn gera nánari grein fyrir forföllum sínum. Þá svaraði Kristján litli: „Ég gat ekki komið, því ég er nefnilega kommi, sko, og þurfti að mót- mæla NATO.“ Af þessu má glögglega sjá, að stjómmálaíhlutanir hefjast á 'Unga aldri hjá mörgum hverjum, og er viljinn og áhuginn þá ekki hvað sízt fyrir hendi. I.S. — G.S. Magnús Jónasson að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.