Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 fHwgmtiritafrtfr Utgefandi Hf Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri HaralduT Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj6rnarfulltrúi Þorbjörn. Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðatetræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. LANDB ÚNAÐAR- SÝNINGIN 1968 ¥ gær var opnuð landbúnað- arsýning í Laugardals- höllinni og á svæðinu kring- um hana. Er þetta stærsta sýning, sem efnt hefur verið til hérlendis og jafnframt fyrsta landbúnaðarsýningin um tveggja áratuga skeið. Fjölmargir aðilar taka þátt í sýningunni og má sjá þar bæði skepnur og búvélar svo og margt annað, sem tengt er landbúnaðinum, með ein- um eða öðrum hætti. Landbúnaðarsýningin mun tvímælalaust verða til þess að vekja upp umræður um íslenzkan landbúnað, vanda- mál hans og framtíðarþróun. Á undanförnum árum hefur orðið mjög ör framþróun í landbúnaðinum, tæknivæð- ing hans hefur verið mikil og af þeim sökum hafa lifn- aðarhættir fólks í sveitum breytzt mjög og færzt til meira samræmis við það, sem gerist í þéttbýlinu. Jafnframt því sem fólki í sveitum hefur fækkað hefur framleiðslan aukizt og er nú svo komið, að íslendingar flytja út tölu- *vert magn landbúnaðaraf- urða. Landbúnaðarsýningin mun vafalaust verða til þess að auka skilning neytenda í þétt býlinu á gildi landbúnaðarins fyrir þjóðina, en óneitanlega hefur þess gætt, að nokkuð skorti á gagnkvæman skiln- ing milli bænda annars veg- ar og neytenda hins vegar. Er þó hvor um sig hinum háður. Neytendur líta óhýru auga margvíslegar greiðslur úr opinberum sjóðum til land búnaðarins og telja jafnframt að landbúnaðarvörur séu of dýrar. Bændum þykja þessi sjónarmið neytenda ósann- gjörn og telja raunar, að fólk ið í þéttbýlinu búi við betri lífskjör en þeir eða a.m.k. njóti margvíslegra þæginda, sem þeir eigi ekki kost á. Það er þetta gagnkvæma skilningsleysi milli fólks í sveitum og bæjum, sem þarf að eyða og sýningin, sem hófst í Laugardalshöllinni í gær mun gera sitt í þeim efnum. Landbúnaðurinn er og mun verða einn höfuðat- vinnuvegur íslendinga og án landbúnaðar getum við ekki verið. Þetta verða neytendur að gera sér ljóst. En með sama hætti er nauðsynlegt, að bændur geri sér einnig grein fyrir því, að íslending- ar hljóta að miða landbún- aðarframleiðsluna við eigin þarfir- Það er ekki hagkvæmt, svo vægt sé til orða tekið, að flytja út landbúnaðarvör- ur að nokkru ráði frá íslandi og það er skiljanlegt að neyt endur líti illu auga það mikla fé, sem varið er til útflutn- ingsuppbóta á landbúnaðar- vörum. Hitt er annað mál, að sjálf- sagt er að byggja upp öflug- an iðnað úr þeim hráefnum, sem landbúnaðurinn fram- leiðir og leitast við að vinna markaði fyrir margvíslegar framleiðsluvörur úr þeim af- urðum, ekki sízt ullinni og gærunum. Þess ber að vænta, að landbúnaðarsýningin verði til þess að opna augu fólks fyrir gildi landbúnaðarins, jafnframt því sem hún undir strikar réttmæti þeirrar skoð unar, að íslenzkur landbúnað ur hlýtur fyrst og fremst að vera fyrir íslendinga sjálfa. NORSKA BRÆÐRATRÉÐ ¥ gær, föstudaginn 9. ágúst ■^- hefði Thorgeir Andersen- Rysst sendiherra Norðmanna á íslandi um árabil orðið átt ræður ef hann hefði lifað. Þessi fulltrúi norsku þjóðar- innar naut hér einstæðra vin sælda og trausts. Hann kynnt ist íslenzkum mönnum og mál efnum einkar vel og hafði brennandi áhuga á að treysta bræðraböndin milli íslenzku og norsku þjóðarinnar. Eitt þeirra mála, sem Thor geir Andersen-Rysst hafði ríkan áhuga á var skógrækt- in á íslandi. Henni vildi hann liðsinna á alla lund. Hann dreymdi um norskan skóg á íslandi og hvatti landa sína af alefli til þess að rétta ís- lendingum hjálparhönd í þessum efnum. Árangurinn af þessu starfi hins norska sendiherra varð margvísleg- ur. Norðmenn gáfu fslending um þjóðargjöf, en fyrir hana hefur verið reist tilrauna- stöð í skógrækt við Mógilsá í Kollafirði. Gagnkvæmum skógræktarferðum hefur ver ið komið á milli fslands og Noregs. Hafa hundruð Norð- manna komið hingað til lands til þess að planta skógi hér og hundruð fslendinga farið til Noregs til skógræktar- starfa þar í landi. Fyrir nokkru var stofnaður sjóður, sem ber nafn Thor- geirs Andersens-Rysst. Hlut- verk þessa sjóðs er fyrst og fremst að stuðla að eflingu skógræktarsamstarfs frænd- Jarðnefstaar leifar Hitlers í kassa fyrir utan bústað hanst Hitler sagður tekið eitur BIRTAR hafa verið sovézkar skýrslur um dauða Adolfs Hitlers, 23 árum eftir atburð- inn. Þar er því haldið fram, að hann hafi ekki skotið sig, eins og talið hefur verið, heldur tekið inn cyanide-eit- urhylki. Sagt er, að lík Hitl- ers hafi þekkzt óvéfengjan- lega á tönnunum, en það var mjög brunnið. Sagnfræðingar sem um þetta hafa ritað, svo sem William L. Shirer og H. R. Trevor-Roper, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Hitler hafi skotið sig, en Eva Braun ,sem Hitler kvænt ist daginn áður, hafi tekið inn eitur. Öllum upplýsingum um þetta mál hefur til þessa verið hald ið stranglega leyndum, bæði í tíð Stalíns ög eftirmanna hans. Nú fyrir fáum dögum var gefin út samtímis í ýms- um löndum bók, sem hefur að geyma samantekt úr sov- ézkum skýrslum um dauða Hitlers. Höfundur bókarinn- ar ér Lev Alexandrovich Bezymensky, sem áður var háttsettur embættismaður í sovézku leyniþjónustunni. í bókinni er staðfest, að Hitler hafi látizt 30. apríl ár- ið 1945, eins og jafnan hefur verið talið, í kjallara sínum undir stjórnarráðsbygging- unni í Berlín. En ekki var áður kunnugt, að flokkur manna úr Smersh, sovézku gagnnjósnastofnun- inni, fann lík Hitlers og Evu Braun 5. maí í grunnri gröf í stórum sprengjugíg. Líkin voru mjög brunnin. Þau voru flutt til stöðva þriðja leifturhers Sovétríkj- anna í útborg Berlínar ásamt tveimur dauðum hundum, sem voru í sömu gröf. Þar tók við þeim hópur lækna, sem framkvæmdu ná- kvæmar rannsóknir á þeim, en áður var búið að flytja þangað lík Göbbels-fjölskyld unnar og lík Hans Krebs, for- manns þýzka herráðsins. Þau höfðu öll fundizt í kjallara stjórnarráðsins. Ekki voru neinir áverkar sjáanlegir á líki Hitlers, nema hvað hluta höfuðkúpuinnar vantaði. í munni hans fannst potassium-cyanide-hylki og annað slíkt í munni Evu Braun. Úrskurður þeirra sem krufðu líkin var sá, að bæði hefðu látizt af cyanide-eitr- un. Kjálkar Hitlers voru óbrunnir. Haft var uppi á þeim tahnlæknum, sem gert höfðu við tennur Hitlers, og fundust ýmsar upplýsingar og auk þess tannfyllingar, sem ekki var enn búið að setja í hann. Það samsvanaði allt tönnum líksins og þótti fuil- Framhald á bls. 13 Hitler og Eva Braun. þjóðanna. í fyrra var ákveð- ið að nota hluta sjóðsins til þess að láta gera styttu til verðlauna þeim mönnum, sem sérstaklega hafa látið skóg- ræktarsamstarf Norðmanna og íslendinga til sín taka. Var síðan norski myndhöggvar- inn Per Ung fenginn til þess að gera styttuna, sem er köll- uð „Bræðratréð“. í gær var þessi verðlaunastytta í fyrsta skipti veitt, og varð íslend- ingurinn Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri hennar fyrst aðnjótandi. Ætlunin er að „Bræðratréð“ verði fram- vegis veitt Norðmöpnum og íslendingum til skiptis. íslenzka þjóðin þakkar þann vinarhug, sem liggur á bak við hið noska „Bræðra- tré“. Skógræktarstarfið mun halda áfram að treysta vin- áttuböndin milli íslands og Noregs. Jafnframt mun ís- lenzka þjóðin minnast Thor- geirs Andersens-Rysst með þakklæti og virðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.