Morgunblaðið - 29.08.1968, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1968
£ Spurningar út í hött?
..Hneykslaður útvarpshlustandi “ skrifar
Fréttamenn útvarpsins eru á stundum
seinheppnir.
Eftir fréttalestur á hádegi innrásarinnar í
Tékkóslóvakíu heimsótti einn fréttamanna
skrifstofur stjórnmálaflokkanna, og hitti
þar að máli fulltrúa frá ungmennasamtök-
um flokkanna og spurði um afstöðu sam-
takanna til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu.
Spurningar fréttamannsins fjölluðu aUar
nema tvær um það mál, sem honum var ætl
að að spyrja um og sem flestum útvarps-
hlustanda lék forvitni á að fá svar við.
En eins og skrattinn úr sauðaleggnum
hóf fréttamaðurinn síðan spurningar ,al-
gjörlega óviðkomandi verkefni sfnu og sem
sýndu ljóslega að hann hafði í rauninni
ekki minnsta skUning á starfi frétta-
manns. Manninum hafði þarna verið faUð
að bera fram spumingar og fjalla urn ein-
hvert sögulegasta og ef til viU afdrifa-
ríkasta mál nútímasögu Evrópu, og viti
menn! Spyr þá ekki íréttamaður íslenzka
rfkisútvarpsins um 7 ára gamlan harmleik
f Vietnam og tveggja ára gamalt einræði
grísku herforingjanna. Hvaða hvatir liggja
hér að baki? Úr þvf að farið var út f
þessa sálma, hví var þá ekki spurt um:
borgarastyrjöld í Nígerfu eða heimstyrj-
öldina 1939-45. Hið siðamefnda var þó í
meiri tengslum það efni sem fréttamann-
inum var falið að fjalla um. Tékkóslóv-
akía var þó upphaf þess hildarleiks. Hvf
einræðið í Grikklandi — af hverju ekki á
Haiti, Ekuador, Indónesfu eða f tugum ann
arra landa. Hví var ekki spurt um það
eiaræði, sem innrásinni I Tékkóslóvakíu
olli? Hví einræðið, sem frelsishreyfingin i
Tékkóslóvakfu hafði stofnað f voða.
Rennur fréttamönnunum kannski blóðið
til skyldunnar eftir hól Þjóðviljans um
„sjálfstæða afstöðu" þeirra í fréttaflutn-
ingi. Ef svo er, verða spurningar þessar
auðvitað skiljanlegri. En ef hér er um að
ræða vanþroska og flónsku þá hlýtur það
mál að heyra undir yfirboðara fréttamanns
ins. Hver getur imyndað sér að slíkar
spumingar heyrðust nema f fslenzka ríkis-
útvarpinu?
Hneykslaður útvarpshlustandi.
0 Hafnarfjarðarvegurinn
„Hafnfirðingur skrifar:
Háttvirfair Velvakandi:
Ég er einn af þeim þúsundum manna
sem daglega þurfa að aka milli Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur. Þær miklu fram-
kvæmdir sem nú eiga sér stað í Kópavogi
gleðja vissulega augu okkar, og sem sanni
má segja að tími sé til þess kominn að
einhverajr umferðarbætur séu gerðar á þess
ari leið.
Sú saga sem ökumenn á umræddri leið
hafa að segja er þessi:
Frá Mikaltorgi að Fossvogslæk, gengur
umferðin greiðlega fyrir sig og vegurinn
er einnig góður, enda sér Reykjavíkurborg
um viðhald hans. Frá Fossvogslæfc að Kópa
vogslæk sér Kópavogskaupstaður um við-
hald vegarins og umferðarstjóm. f fyrra
gerðust undur mikil er lagt var slitlag
teppalagt frá Fossvogslæk að Kársnes-
braut og í sumar var svo malbikað frá
Kársnesbraut upp á Kópavogsháls. Með
sama áframhaldi ætti að vera búið að teppa
leggja veginn gegnum Kópavog eftir 2-3
ár. í Kópavogi annast margir lögreglu-
menn umferðarstjórn. Hver skóli þeirra er
veit ég ekki, en kynlega kemur það manni
fyrir sjónir þegar þeir stanza bíla til að
hleypa einum manni yfir veginn, jafnvel
þótt svo vilji til að enginn annar bfll sé
nálægur. Stundum hefur mér dottið f hug
að þessir ágætu lögreglumenn gætu mikið
lært í umferðarstjórn af kollegum f Reykja
vik.
Síðan skal vikið að þeim kafla Hafnar-
fjarðarleiðarinnar sem Vegagerð Rikisins
sér um. Hann er frá Kópavogslæk að Engi-
dal. Fyrir tveimur árum var vegur þessi
allur teppalagður og þótti þá okkur heldur
betur munur á. En dýrðin stóð ekki lengur.
Fyrir einhver mistök vegalagningarmanna
að mér skilst, er nú þetta malbik að mestu
gufað upp í hjólförunum en á miðju vegar
ins og í köntunum eru háir hryggir. Þurfa
menn að viðhafa mikla aðgæzlu til þess að
hafa stjórn á ökutækjum sínum á þessum
kafla. Ég las það í MbL, að mig minnir,
að það mundi kosta um 2 millj. kr., að
leggja nýtt slitlag á þennan vegarspotta.
Slikt er mikið fé á þrengingartimum, en
þó lítið meira en kostar að byggja veg-
lega brú handa einum afdalabæ sem er um
það bil að fara í eyði. En hvað um það
við verðum sennilega að sætta okkur við
„skóbætumar" — en hvernig verður þessi
vegur þegar hálka og ísing er komin?
Þá er eftir kaflinn frá Engidal og inn
1 Hafnarfjörð. Einn ágætur maður komst
þannig að orði að það væri sem ekið væri
inn i miðaldimar þegar komið væri á þerm
an veg. Og víst er um að vegurinn er af-
leitur, enda hef ég aldrei orðið var við
neina viðgerðartilburði í þau ár sem ég
hefi búið í Hafnarfiðri. Á slíku er heldur
varla von, þar sem Hafnarfjarðarbær mun
leggja meiri áherzlu á að gera varanlegar
og góðar götur innanbæjar.
Hafnfirðingur
0 „Eftirmæli“
Friður sé með þér, Velvakandi.
Þegar timi gefst til frá daglegri önn,
fletti ég oft dagblöðum, skyggnist eftir,
hvað sé fréttnæmast, hvar kommamir hafi
nú orðið sér mest til skammar síðasta
sólarhringinn, hverjir standi fremst í sviðs
ljósinu og hverjir hafi verið af heimi kall-
aðir síðastL daga. í því sambandi renni
ég oftlega augunum yfir æviminningar
manna og læt þá ekki sitja á hakanum
þær dapurlegu tilraunir til ljóðagerðar, sem
við nefnum tíðast „eftirmæli". Hinn 30. dag
júlímánaðar skeði þó það undur, að á leir-
brotasíðu .Morgunblaðsins" birtist gullkorn,
völundarsmíð snillings, svo að jafn fögur
kveðjuorð munu ekki hafa sézt 1 því blaði
frá upphafi þess:
Heyri ég himinblæ
heiti þitt
amda ástarrómi,
fjalltouna þylur
hið fagra nafn
glöð í grænum rinda,
og þannig áfram fjögur erindi, hvert öðru
ljúfara .Og undirskrift þessa dýrlega ljóðs
er N.M. Merkilegt, að menn skuli ekki
reka minni til að hafa heyrt svo mikið
sem eitt einasta ljóð áður eftir slíkan höf-
uðsnilling.
En ég þarf vlst ekki að segja þessa
sögu lengur. Hafi menn á annað borð nokk
urntíma blaðað I ljóðum Jónasar Hallgrims
sonar getur það varla hafa dulizt þeim
við lestur þessara erinda, að þau eru tekin
úr hinu gullfagra ljóði Jónasar, „Söknuður"
Man ég þig, mey,
er hin mæra sól
hátt 1 heiði blikar o.s. frv.
Nú skyldu menn ætla, að ég hneykslist
mest á því dæmalausa smekkleysi N.M að
stela hluta úr ljóði Jónasar og birta sem
sitt eigið verk. Nei, það er ekki fyrst og
fremst það, sem gengur fram af mér: það
sýnir þó að N.M. hefur þrátt fyrir allt
lesið ljóð Jónasar og kann að meta fegurð
þeirra, þar sem hann (eða hún) finnur
ekki neitt fegurra til að gera að hinztu
kveðjuorðum sínum til látins vinar, heldur
á ég efcki til orð yfir þá yfirþyrmandi
staðreynd, að blaðamenn „Morgunblaðsins"
skuli sleppa öðru eins og þessu framhjá
sér. Og nú er mér spurn, þekktu þeir ljóð
Jónasar og létu þó þessa smekkleysu við-
gangast, eða á ég að trúa því, að þeir
hafi ekki þekkt handbragð „listaskáldsins
góða"? Fyrir alla muni, spurðu hann Matt
hías, hvort honum finnist að annað eins
og þetta megi eiga sér stað I blaðinu, sem
hann stjórnar. Torfi Ólafsson
Velvakandi hefur .^spurt hann Matthías"
hvað hann segi um þetta. Hanin segir að
ljóðið sé eitt af þvi fyrsta sem hann lærði
og svo fagur og mikill skáldskapur að
það ætti ekki að vera eftir neinn sérstakan
frekar en Völuspá. Og hann er glaður yfir
að N.M. skuli hafa kvatt vin sinn með
þessu ljóði, þó uppsetningin hafi verið mis-
tök. Óskandi að öll minningarljóð væru
svo góð, sagði „hann Matthias" að lokum.
BILALEIGAM
- VAKUR -
SundUugavegl 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Sími 22-0-22
Rauðarárstíg 31
SÍM'1-44-44
mnimiR
Hverfisgötu 193.
Simi eftir lokun 31166.
BÍLALEIGAN
AKBRAIJT
SENDUM
SÍMI 82347
IMAGNUSAR
4KIPHOU121 «ma»21190
-Hif loVun ';33ol
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 11—13.
Hagstætt leigugjald.
Simi 14970
Eftir lokun 14976 e«a 31748.
Sigurður Jónsson.
Balastore
gluggatjöldin j
Balastore gluggatjöldin
eru í senn þægileg og
smekkleg. Uppsetning er
afar auðveld, og létt verk
að holda þeim hreinum.
Fóanleg í breiddum fró
40-260 sm (hleypur ó 10
sm). Margra óra ending.
Vindutjöld
Fromleiðum vindutjöld í
öllum stærðum eftir móli.
Lítið inn, þegar'þér eigið
leið um Laugaveginn!
Húsgagnaverzlun
KRISTJÁNS
SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13, sími 13879
LOFTUR H.F. UróSMYNDASTOFA Ingóifsstraeti 6. Pantið tíma í sima 14772. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlBtb í margar gerðir bifreifta Riiavörubúðin FJÖÐRIN Kennara vantar að hamaskólanurn í Neskaupstað. Húsnæði fyrir hendi. Skólastjóri verður til viðtals í síma 10508 milli kl. 5—7 í dag. Fræðsluráð Neskaupstaðar
Laugavegj 168 - Simi 24186
Barnastólor kr. 560, körfur fyrir óhreman þvott frá kr. 635. Vöggur og brúðuköörfur fyrirliggjandi. KÖRFUGERÐIN Ingólfsstræti 16. 1 Atvinnca Ungur maður með verzlunarskólapróf eða hliðstæða menntun getur fengið atvinnu strax við bókhald o fl. hjá stóru útflutnings- fyrirtæki. Umsóknir sendist afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir n.k. mánudagskvöld merkt: 6048“
Handklæðasldr Handklæðahringir Snagar Sápuskólar Pappírshöld Tannburstahöld /&\ J. Þorláksson 6 Norðmann M.
íbúðaskipti Góð 6 herbergja íbúð eða einbýlishús óskast keypt. Skipti á stórri 3ja herbergja íbúð á bezta stað í Vesturbænum innan Hring- brautar koma til greina. Tilboð merkt: „íbúðaskipti — 6949“ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins.