Morgunblaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1968 Formaður F.B. flúinn úr Breiðholtsvirkinu Svar við rangfœrslum og ósannindum r ,,kveðjuorðum44 Jóns Þorsteinssonar alþingismanns Þegar Jón Þorsteinsson alþingis maður , formaður Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar, svar aði fyrstu grein Einhamars um störf hennar, lét hann svo um mælt af einstakri hógværð, að hann og hans lið hefði sterka vígstöð og góðan málstað, svo að ekki mundi reynast erfitt að hrinda því, sem hann kallaði „meistaraáhlaupið á Brefðholts- vígstöðvunum.“ Við lestur kveðju örða“ hans í MbL 10. þessa mán- aðar verður hins vegar ljóst, að kappinn er flúinn úr hinu sterka virki sínu. En ,,kveðju- orðin" eru svo full af rangfærsl- um, blekkingum og ósannindum, að ekki verður hjá því komizt að veita honum enn eina ráðn- ingu, þótt erfitt kunni að reynast að hlaupa hann uppi á flóttan- um. í fyrstu málsgrein segir J. Þ. m.a. ,,Sfðan (framkvæmdir hóf- ust 1 Breiðholti) hafa þessir naenn aldrei getað litið starfsemi framkvæmdanefndarinnar réttu auga . . .“ Hér er um ósvikin ósannindi að ræða, því að byggingarmeist- arar hafa einmitt gætt þess að láta FB hafa fullkominn starfs- frið.o g það var fyrst þegax reynslan fór að sýna, að þarna var illa farið með almannafé, að byggingarmeistarar gátu ekki orða bundizt lengu • og tóku að benda FB og almenningi á sitt- hvað, sem betur hefði mátt fara. Mætti miklu fremur álasa bygg- ingarmeisturum fyrir að hafa ekki tekið til máls fyrr, því að þá hefði FB kannske getað forð- azt sumar af vitleysum sínum og leiðrétt aðrar á miðri leið. Verður að því vikið hér á eftir. Þá segir J. Þ., að vegna þess að FB hafi verið fyrsti aðili er hóf framkvæmd: - í Breiðholti, hafi hún fengið „í ríkum mæli að kenna á framangreindum örð- ugleikum (vatnsleysi, rafmagns- leysi o. s. frv.), en úr ýmsu var búið að bæta, þegar byggingar- meistarar hófu sínar framkvæmd ir á svæðinu.“ Þetta er alger rangfænsla, því að J. Þ. veit mætaveL að þegar byggingarmeistarar fengu sitt svæði afhent, var þar engu betri aðkoma, en þegar FB fékk sitt svæði. J. Þ. kemur aftur að fréttatil- kynningu FB í maí í vor, „þar sem verði'ð á Breiðholtsíbúðun- um var borið saman við verð samkvæmt byggingarvísitölu. J. Þ. segist ráðleggja greinarhöfund um að lesa allan þennan kafla. tilkynningarinnar. Það gerðu höfundar í byrjun og sýndu síð- ar fram á, að FB lét að því liggja, að útreikningar Hagstof- unnar væru næsta hæppnir. Vildi FB vitanlega fegra hlut sinn með þessu, en ef J. Þ. telur um fölsun hjá Einhamri að ræða, ætti hann að birta þennan um- rædda kafla tilkynningarinnar. Enn segir J. Þ., að í maí 1967 „gat FB ekki áætlað vexti á byggingartímanum vegna þess, að vaxtafóturinn hafði þá ekki verið ákveðinn af þeim, sem á- kvörðunarvald höfðu um það mál.“ Þetta er svo hlægilegur kattar þvottur, að annað eins mun aldreih afa sézt á prenti hér á landi. Hvað hindraði FB í að reikna með almennum vöxtiun? Það hefði þá bara lækkað íbúða- verðið, ef raunverulegir vextix hefðu reynzt lægri. En þetta sýn ir — með mörgu öðru — hvað þeir ipenn, sem þama eru að verki, eni gersneyddir þekkingu á frumstæðustu atriðum fram- kvæmda og atvinnulífs. Þá kemur J.Þ. að framkvæmda hraðanum, sem hann telur hafa verið með eindæmum hjá FB. Hann telur litíu skipta, að FB fékk ló'ðir sínar 15 mánuðum á undan meisturum, og segir svo: „Þó ber að hafa 1 huga, að nýjar byggingaraðferðix krefjist lengri undirbúningstíma en hinar gömlu." í sambandi við þetta verður að benda á, að þann 23. júli íbúð til sölu 4ra herb. 100 ferm. íbúð til sölu. Upplýsingar í síma 34636. Skiifstofustúlka óskost Heildverzlun vill ráða skrifstofustúlku frá 1. okt. n.k. Þarf að vera vön vélritun og og öðrum skrifstofustörf- um. Eiginhandarumsókn er tilgreini menntun og fjrrri störf sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „Miðbær — 6945“. Hestamonnafélagið Andvari í Garða- og Bessastaðahreppi. Hin árlega hópreið félagsmanna verður farin laugar- daginn 31. ágúst kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að mæta tímalega. birti Vísir viðtal við tvo tækni- menn FB, Björn Ólafsson verk- fræðing og Ólaf Sigurðsson arki tekt, og er það einkar fróðlegt. Rúmsins vegna er ekki unnt að taka neitt upp úr viðtali þessu, en meginefni þess er það, að FB sé hætt við flestar þeirra nýj- unga sem hún tók upp og J. Þ. hefir einmitt talið henni helzt til lofs. En af leiðtogar FB hefðu verið kunnugir þessum málum eða leitað sér upplýsinga, hefðu þeir orðið þess áskynja, án þess að sóa milljónum í tilraunir sín- ar, að margar af þessum „nýj- ungum“ hafa verið reyndar hér en hætt við þær, af því að þær hentuðu ekki. Þar er almannafé kastað á glæ gersamlega að á- stæðulausu. Er vissulega gleði- legt, að FB virðist ætla að sjá að sér, en hvað skyldu mistök hennar við næsta áfanga kosta margar milljónir? En nóg um það, því að nærtæk ara er að spyrja um önnur atriði á þessu stigi málsins, og vonandi staldrar J. Þ. við á flóttanum til að upplýsa eftirfarandi: Hve miklu fé hafði FB eytt í undirbúning, áður en fram- kvæmdir hófust? Og í hvaða undirbúningsatriði var þeim milljónum, sem þar er um að ræða, eytt svo og á hve löngum tíma? J. Þ. kunni því illa, er Ein- hamar gerði samanburð á verði íbúða FB og íbúða hjá meistur- um og benti á, að hinar síðar- nefndu yrðu talsvert ódýrari, þegar reiknað væri með því verði á innréttingum og ýmsum bún- aði, sem FB hefir fengfð þessa hluti fyrir. J. Þ. mótmælir þessu í þrem liðum, sem hér skulu teknir fyrir: „1. Verðið er miðað við verð- tilboð gerð veturinn 1966—67 með áskilnaði um hækkanir, ef breyting yrði á gengi krónunnar eða kaupgjald hækkaði. Þessum hækkunum sleppir Einhamar. 2. Einhamar reiknar ekki með kostnaði við útboð og samninga- gerð né heldur kostnaði við eftir lit með framleiðslunni, eftirliti á byggingarstað og yfirverkstjóm og samræming á störfum undir- verktaka. 3. Nokkrum kostnaðarliðum virðist alveg vera sleppt.“ Skulu þessi atriði þá tekin til athugunar hvert af öðru: 1. J. Þ. til lítillar þægðar skal hér birt verðlag á tveim helztu magnvörum, sem notaðar eru við byggingar — steypustyrktarjárni og mótatimbri — á síðustu árum. Einingarveið á 10 mm jámi, sem algengast er að nota, hefir verið þetta: I júní 1965 kr. 8.35. I júní 1966 kr. 8.10. í júní 1967 kr. 7.80. Fet af mótatimbri, kvinta, var á sama tíma sem hér segir (1x6” borð): 23. júní 1965 kr. 4.90. 14. júni 1966 kr. 4.75. 8. júní 1967 kr. 4.50. Hefir því verið um nokkra lækkun að ræða á þessum vörum á þessu tímabili, og FB vitanlega notið góðs af því, þar eð hún hófst ekki handa fyrr en vorið 1967. Að vísu varð dálítil hækk- xm á vinnulaunum, en engan veg inn stórkostleg, því að á tíma- bilinu, sem J. Þ. vitnar í, var verðlag bimdið í landinu. Hafi formaður FB ekki vitáð síðasta atriðið, gæti hann t.d. beðið Jón Þorsteinsson alþingismann um upplýsingar þar að lútandi. 2. Þótt byggingarmeistarar sundurliði ekki nefnd atriði í byggingarkostnaði, verða þeir vitanlega að greiða þessa liði, svo að FB er ekki ein um það. Hér er því einungis um ómerki- legan útúrsnúning að ræ’ða, og væri formanni FB sæmra að leggjast ekki svo lágt að reyna að blekkja almenning á þennan hátt. 3. Vill J. Þ. ekki nefna þá liði, sem hann gefur í skyn að sleppt hafi verið? Og viU hann ekki jafnframt geta þess, hversu háir þeir eru? Er skorað á hann að staldra við á flótta sínum og gera grein fyrir þessu eða heita minni maður ella. Enn segir J. Þ., að það sé vill andi að gefa í skyn, að einstak- lingur, sem kaupi meistaraíbúð tilbúna irndir tréverk og máln- ingu, geti fengið innréttingar á f j öldaframleiðsluverði.“ Hér er enn ein blekkingin hjá J. Þ. Enginn hefir haldið þessu fram, en hitt er fullyrt óhibað, á grundvelli fróðlegrar reynslu af starfsemi FB, að ef meistarar fengju sömu aðstöðu og fyrir- greiðslu og FB, gætu þeir út- vegað þessa hlutl með sömu kjör um. Þá segir J. Þ., að ekki sé hægt að bera saman verð á íbúð um FB og meistaraíbú’ðunum við Hraunbæ 18—20 og Eyjabakka 2—6, því að stærð hinna síðar- nefndu vanti. Skulu stærðir þeirra því birtar hér, svo að J. Þ. geti áttað sig á þessu atriði, en ekki er víst, að hann taki gleði sína eða hætti- flóttanum eftir þann samanburð, sem hann getur nú gert. íbúðir að Hraunbæ 18—20: 4 herb. 108,4 ferm. 3 herb. 96,0 ferm. 3 herb. 92,3 ferm. Ibúðir að Eyjabakka 2—6: 4 herb. 98,0 ferm. 3 herb. 88,0 ferm. 2 herb. 68,0 ferm. öllum íbúðunum fylgir geymsla og önnur sameign í kjall ara. Þar fær J. Þ. þær upplýsingar, sem hann kvartar um, áð hann vantaði til samanburðar. Þessar tölur sýna, svo að ekki verður hrakið, að meistarar standa eng- an veginn höllum fæti í saman- burði við FB, og hefir þó ekki náðarsól yfirvaldanna skinið á þá, eins og almenningur veit. í sambandi við þetta atriði er lika rétt að spyrja J. Þ. um hina dularfuilu stækkun, sem varð á íbúðum FB frá því í maí 1967, er skýrt var frá fyrirætlunum FB, og til jafnlengdar á þessu ári, þegar boðuð var afhending íbúðanna. I fyrra voru minnstu íbúðirnar sagðar 56—66 fermetr ar, en í ár voru þær allt í einu orðnar 68—78 fermetrar. Og aðr ir íbúðarflokkar stækkuðu sem hér segir: Þriggja herbergja íbúð ir, sem fyrst voru sagðar 70—78 fermetrar, urðu skyndilega 83— 9’2 fermetrar, og 4ra herbergja íbúðir stækkuðu úr 83—90 fer- metrum í 97—104 fermetra. Hvers konar útreikningar höfðu verið viðhafðir? Eða „týndist“ eitthvert herbergið — eins og vextirnir áður? VUl J. Þ. ekki svara þessu? Nú kemur að þeirri fullyrð- ingu J. Þ., sem hann telur líklega bezta vopn sitt á undanhaldinu. Hann segir um meistaraíbúðirn- ar hér að framan: ,,Þá heldur Einhamar leyndri þeirri mikilvægu staðreynd, að íbúðirnar í Hraunbæ 18—20 voru fokheldar, þegar byrjað var að grafa fyrir fyrstu blokkunum í Breiðholtinu, og eru því byggð- ar á öðru og hagfelldara verð- lagstímabili en Breiðholtsíbúð- irnar. Einhamar lætur sér nægja að segja án allra skýringa, að FB selji 4ra herbergja íbúð á kr. 1.132.000.00. Af þessu vertii eru þó kr. 35.000 vextir á byggingar tímanum, sem ekki eru reiknað- ar með, þegar íbúðirnar við Hraunbæ og Eyjabakka eru verð lagðar. A hinu leytinu getur Ein hamar þess ekki, að meirihlut- inn af 4ra herbergja íbúðunum hjá FB er ekki seldur á kr. 1.132.000.00 heldur er verðfð án vaxta“ (!) Þessi málsgrein sýnir betur en flest annað, að J. Þ. er orðinn gersamlega ruglaður — röksemda virki hans hefir ekki reynzt fok helt, hvað þá meira, þegar til kastanna hefir komið. Hið „hag felldara verðlagstímabil”, sem J. Þ. þykist hafa uppgötvað, kem- ur ljóslega fram í þeim verðlags upplýsingum, sem birtar eru hér að framan. Enn ein sönnun þess, að J. Þ. veit harla lítið um þau mál sem hann fjallar um. Ekki er betri sú vitleysan, sem fram kemur í þeirri fullyrfiingu, að vextir hafi ekki verið reikn- aðir af íbúðtmum við Hraunbæ og Eyjabakka. Vitanilega verða allir að reikna með vöxtum, þótt reikningsheilar FB týni þeim stundum niður! Loks er svo síðasta tilvitnaða setningin. Einhamar neyðist til að biðja um nánari skýringu á henni, því að menn með venju- lega greind geta ekki áttað sig á því, sem formaíður FB á þar við. J. Þ. viðurkennir, að sólbekki hafi FB ekki í sínum ibúðum, en hann heldur því hins vegar fram, að „þegar samanburður er gerður .... þarf líka að reikna sitthvað, sem FB leggur af mörk um, en aðrir láta hjá líða. Ég nefni sem dæmi málningu utan- húss, grasþökur á lóð og sam- eiginlegar þvottavélar. Eru þá sólbekkimir fullbongaðir." Hér segir J. Þ. ósatt — kannske af vanþekkingu, því að skrif hans einkennast mjög af henni. Framliald i bls. 17 Hvað hefur komið yfir dr. Þóri Kr. Þórðarson? HVAÐ hefur komið yfir Frétta- stofuna? spyr Þórir Kr. Þórðar- son I þriggja dálka feitletraðri fyrirsögn í Morigunblaðimu í morgun. Þórir Kr. Þórðarson er doktor og prófessor, borgarfull- trúi og gegnir auk þess mörgum öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars er haim einn af uppal- endum prestsefna þjóðarinnar, slíkur maður hlýtur að vilja hafa það sem sannara reynist. Það er erfiþt að finna svar við því í grein hans hvað hafi, að hans dómi, kornið yfir Frétta- stofuna. Ber að Skilja orð ba/ns svo að Fréttastofan hafi sagt of mikið frá hernámi Tékkósló- vakíu og viðburðum þar, sem hafa verið helzta umræðuefni manna um allan heim? í fræðum Þóris Kr. Þórðarson- ar segir frá því að miklir spá- menn hlutu gjarnan 'hugljómun með því að fara einir út í eyði- mörkina og komu svo forkláraðir þaðan með mikil sannindi að boða lýðnum. Dr. Þórir segist hafa verið í heyskap. Þegar hann hafi komið heim miðvikudaginn 21. þessa mánað- ar segir hann: „að nú bregður svo við .... að Fréttastofa Ríkis útvarpsins við Skúlagötu er allt í einu farin að birta fréttir af 'heimsviðburðum....“. Það er að sjálfsögðu ekki satt að Fréttastofan sé „allþ í einu farin að birta fréttir af heimsvið- burðum". Fréttastofan hefur ávallt leit- ázf við að flytja þjóðinnd sem sannastar og áreiðanlegastar fréttir af heimsviðburðum. Svo mun verða meðan ég 'gegni starfi fréttastjóra. Það er keppikefli allra gem þar vinna að hafa það sem sannara reynist í hverju máli enda á þjóðin heimtingu á því. Reykjavfk, 28. ágúst, Margrét Indriðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.