Morgunblaðið - 29.08.1968, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 196«
Unglingalandsliðið gerði
jafntefli við A-landsliðið 3-3
A-LiANDSLIÐIÐ og unglinga-
landsliðið léku í gær á Laug-
ardalsvellinum í fremur óhag-
stæðu veðri. Jafntefli varð, þrjú
mörk gegn þremur, og verður
að telja það nokkuð sanngjörn
úrslit. Unglingalandsliðið barð-
ist af miklum krafti, eins og
þess er vandi, en fékk þó eitt
af mörkum sínum hreinlega
gefins. Allmiklar fjarvistir
voru í landsliðinu og virtutt
manni leikmennirnir í samtín-
ingnum, sem þarna var kominn,
heldur áhugalausir. Er ekki gott
að vita, hvernig farið hefði, ef
Hermanns hefði ekki notið við,
en hann skoraði öll mörk liðs-
ins.
Landsliðið byrjaði að skora
strax á 5. mínútu. Baldur
Scheving gaf góða sendingu inn
í teiginn til Hermanns, sem
skoraði viðstöðulaust. Síðan
sóttu liðin á víxl, en á 25. mín.
átti Marteinn Geirsson þrumu-
skot af 25 metra færi, sem Guð-
mundur landslfðsmarkvörður réð
ekki við. Og þannig lauk fyrri
háifleik, 1:1.
Síðari hálfleik byrjaði ungl-
ingalandsliðið af miklum krafti
og á 5. mínútu náði það forystu.
Ágúst miðframherji og Guð-
mundur markvörður lentu í ná-
vigi um knöttinn, sem hrökk frá
Guðmundi til Óskars Valtýsson-
ar, vinstri útherja og sendi hann
knöttinn í opið markið. Aðeins
5 mínútur liðu unz landsliði'ð
jafnaði. Vörn unglingalandsliðs-
ins urðu á gróf mistök, sem ollu
Fer Clay
móti
Frazier?
CASSIUS Clay, öðru nafni
Muhammed Ali, fyrrverandi
heimsmeistari (þungavigt) í
hnefaleikum, hefur látið hafa
eftir sér að leikur milli sin
og Joe Frazier geti komið til
greina á einhverju af land-
svæðum Indiána í Bandaríkj-
unum, en Indiánar ráða enn
yfir svæðum, sem bandarisk
lög ná ekki til. Clay sagði:
„Það hafa heyrzt raddir um
þennan leik“ og ennfremur
sagði Ciay í New York ný-
lega: „Þið vitið að landsvæði
Indíána lúta ekki ameriskum )
lögum, ég vil siást aftur og
ég veit að Frazier hefur mik-
inn áhuga. Svo sjáum við
hvernig fer“. Ciay tapaði titi
inum fyrir „Uncle Sam“ á
sinum tíma, fyrir að óhlýðn-
ast amersíkri herskyldu. Ekki
er nóg með það að hann væri
sviptur titlinum, heldur fékk
hann 5 ára fangelsisdóm og
er mál hans nú fyrir hæsta-
rétti.
Á hinn bóginn heldur Clay
því fram, að „prestar“ í sam-
tökum svartra Múhameðs-
trúarmanna, séu undanþegn-
ir herskildu og svipting tit-
ilsins og dómurinn ólöglegur.
Joe Frazier, sem einnig er
4 svartur, hefur verið ósigr-
^andi í hnefaleikum undanfar-
in ár. Ekki þarf að taka fram
að þessir kappar hafa aldrei
mætzt í hnefaleikahring.
því, að Hermann komst í gott
færi og skoraði auðveldlega.
Nú náði landsliðið undirtök-
unum í leiknum, en samt urðu
ungu piltarnir enn fyrri til að
skora. Þeir fengu þriðja mark
sitt ákaflega ódýrt. Ágúst og
Anton Bjarnason, miðframherji
landsliðsins, bör’ðust í návígi
um knöttinn inni í vítateig hins
síðarnefnda og ýtti Ágúst ólög-
lega á bak Antons, þannig að
hann féll við. í fallinu greip
hann knöttinn og hugðist fram-
kvæma aukaspyrnu, en Baldur
Þórðarson, dómari, var ekki á
sama máli og dæmdi vítaspyrnu
á Anton, fyrir að hafa tekið
knöttinn með höndum. Skoraði
Marteinn Geirsson örugglega úr
vítaspyrnunni. Landsliðinu tókst
ekki að jafna fyrr en 5 mínútur
voru til leiksloka, þegar Her-
mann lék í gegnum vörn ungl-
ingalandsliðsins og skoraði með
föstu skoti.
Beztir í liði unglingalandslfðs-
ins voru varnarmennimir Björn
Árnason og Rúnar Vilhjálmsson,
sem hafði í fullu tré við Helga
Númason og einnig var Mar-
teinn góður. í landsliðinu bar
enginn af, enda virtust leikmenn
ekki taka leikinn a’lvarlega.
Blysið borið fyrsta spölinn frá Olympos.
3:53,8 mín
í míluhlaupi
FRJ ÁLSÍÞRÓTTA VELLIR í
Svíþjóð, og þó sérstaklega
hlaupabrautir, hafa þótt til mik-
illar fyrirmyndar í áraraðir,
enda eru sett fleiri peirsónuleg
met á hlaupabrautum þar en
annars staðar. T.d. náði vestur-
þýzki hlauparinn Robert Tumml
er afbragðs árangri í Karlskrona
sl. föstudag, þegar hann hljóp
1 mílu á 3:53.8, sem er langbezti
tími á þessari vegalengd á árinu.
Heimsmetið á Bandaríkjamað-
urinn Jim Ryun, 3:51.1.
Olympíueldurinn logaði við
heimili Kolumbusar
Á FÖSTUDAGINN var Ólym-
píueldurinn, sem loga mun á
Ólympíuleikunium í Mexikó,
tendraður með hjálp sólar-
Ijóss við rætur Ólympsfjells.
Athöfnin var látlaus en hátíð-
leg og ósnortin af stjómmála-
legu öngþveiti heimsins. Mey-
prestur tendraði eldinn og
fékk hamn síðan fyrsta blys-
beranum — Grikkja að nafni
Haris Aivaliotis blysið. Hlaup
ið var með blysið til Aþenu
en þaðan var það flutt með
skipi til Genúa á Ítalíu og var
fliutt þar á lamd í gær og í
nótt átti eldurinn að loga und-
ir gæzlu varðmanna framan
við hús það er ChTÍstofer Col-
umbus bjó í á æskuárum sín-
um. — Áður höfðu 22 ungir
menm borið eldim.n um götur
Genúa og þar var þessu tá'kni
friðar mjög fagnað.
í dag verður eldurinn flutt-
ur um borð í ítalskt skólaskip
sem flytur hamm til Buenos
Aires en þaðan verður hann
borinm til Mexíkó og tendrað-
ur á setningardaginn, 13. októ
ber.
Á sama tíma eru uppi deil-
ur um þátttöku í leikuraum. í
dag er boðaður fundur Ólym-
píunefnda Noregs, Svíþjóðar
og Danmerkur um hvaða af-
stöðu skuli taka til þátttöku
Rússa í leikunum svo og lepp
ríkja þeirra fjögurra er þátt
tóku í inmrásinni í Tékkósló-
vakíu. Víða annars staðar er
þeS'S krafizt að Rússum og
fylgiríkjum þeirra verði mein
uð þátttaka eða þá haft í hót-
unum um að ella verði hætt
þátttöku í leikunum.
Fyrsta borðtennis-
mótið á Akureyri
FYRSTA Akureyrarmótið í borð-
tennis og jafnframt fyrsta opin-
bera mótið í þessari grein hér á
landi, fór fram á þriðjudagskvöld
ið í íþróttaskemmunni á Glerár-
eyrum. Keppendur voru 14 frá
íþróttafélögum bæjarins, en úr-
slit urðu þau, að Akureyrarmeist
ari 1968 varð Níels Jónsson úr
KA, en næstir honum urðu Birg-
ir Svavarssom og Örn Gíslason úr
sama félagi og 4. varð Sigurður
Pálmason úr Þór.
í úrslitaleik sigraði Níels Birgi
með 2-0 (21-16, 21-19) og Örm
Sigurð í úrslitaleik um þriðja
sætið með 2-1 (21-7, 21-23, 23-21).
Níels Jónsson hlaut fagran bik
ar fyrir sigurimm, sem Útibú
Landsbanka fslands á Akureyri
hafði gefið til mótsins.
Akureyrarmótið fór fram á veg
um ÍBA, en mótsstjóri var Hreið
ar Jónssom. Þetta fyrsta Akur-
eyrarmót í borðtennis fór í alla
staði vel fram og vakti hrifningu
meðal keppenda og áharfemda.
Það á vafalaust eftir að auka vin
sældir þessarar íþróttagreinar á
Akureyri og víðar á landinu. —
Hafa akureyskir borðtennisleik-
arar í hyggju að efna til amnars
móts síðar á árinu og þá athuga
möguleika á þátttöku borðtennis
leikara annars staðar að af land-
inu.
Mikill áhugi er nú á borðtenmis
og hafa margir íþróttamenm
stundað það eftir æfingar sínar
og náð góðum árangri. Nú er í
ráði að opna borðtenmisklúbb í
Reykjavík með 8 borðum, og má
þá búast við að áhugimn au'kist
ört og getan einnig. Má ætla að
Akureyrarmótið verði upphaf
skipulegrar keppni í þessari
grein.
KR b vann
Víking b 3:1
KR, b-lið, og Ví'kingur, b-lið,
léku í bikarkeppni KSÍ í fyrra-
kvöld. KR-ingar sigruðu, sikor-
uðu 3 mörk gegn 1.
Ljóst er að bikarkeppmin
dregst nokkuð á lan.ginm að þessu
sinni því enn eru eftir leikir í 3.
og 4. umferð áður en 1. deildar-
liðin hefja keppmi.
Enskn
knnttspyrnnn
ÚRSLIT í ensku deildakeppn-
inni í gærkvöldi:
1. deild:
Ohelsea — Sheffield W. 1-0
Leeds — Sunderland 1-1
Manchester U. — Tottenham 3-1
Newcastle — Nottingham F. 1-1
Southampton — Stoke 2-0
Wolves — Leicester 1-0
2. deild:
Blackburn '•— Blackpool 1-1
Cardiff — Birmingham 4-0
Crystal Palace — Norwich 2-0
Derby — Hull City 2-2
8 heimsmet í sundi
Á ÚRTÖKUSUNDMÓTI banda-
rískra kvenna, sem fram fór ný-
lega í Los Angeles í Kaliformíu,
náðust frábærir árangrar.
Hin 16 ára Debbie Meyer frá
Sacramenti bætti heimsmet
Lindu Gustavson, sett nokkrum
klst. áður, um 1:01.2 mín í 200
m frjálsri aðferð. Tími ungírú
Meyer var 2:06.7 min. Önnur
stúlka, einnig 16 ára, Cathie
Bail frá Jaoksonville, Florida,
setti þrjú heimsmet, tvisvaæ í
100 m bringusundi, 1:14.7 og
1:14.2 og í 200 m bringusundi á
tímanum 2:38.5. Fyrri met átti
hún sjálf, sett í Lincoln, Ne-
braska sl. sumar. Þriðja stúlkan.
Claudia Colb, 18 ára, setti 2
í fjórðn skipti
til OL-leikn
OLGA Connolly, áður Olga Fik-
otova, hefur áurmið sér rétt til
þátttöku í Ólympí'uleikunum í
Mexico City í haust. Þetta er
fjórða þátttaka 'bennar i Ólyim-
píuleikumum, ‘hún vann gullverð
laun í leikunum í Melbourne
1956 og keppti þá fyrir föður-
land sitt, Tékkóslóvakíiu, einis og
í Helsinki 1952. Árið 1960 keppti
Fikotova í Róm, þá nýorðin Conn
olly, eftir að hafa gifzt Harold
Conmolly, sleggjukastaranum
heimsfræga, fyrir Bandaríkin.
Nú hefur Olga F. Connolly áunin
ið sér rétt til þátttöku fyrir
Baindaríkin öðru sinnd, með því
að kasta kriniglu 53,33 metra. —
Trúlega verður eiginmaður henn
ar, Harold, einnig meðal kepp-
enda í Mexico City.
met í fjórsundi. Hún synti 200
m fjórsund á 2:23.5 mín og 400
m fjórsund á 5:04.7 mín. Ungfrú
Colb vann silfuxverðlaun í
Tokíó 1964 í 200 m fjórsundi.
Síðari hluti l\l.í.
í frjálsum
SÍÐARI hluti Meistaramóts fs-
lands í frjálsúm íþróttum fer
fram, ein® og áður hefur verið
auglýst, á fþróttaleikvangi Rvík-
iur í Lauigardal dagana 31. 8. og
1. 9.
Keppnm hefst kl. 14 báða dag-
ana og keppt verður í 10 km hl.,
3000 m hindrunarhla'upi, tug-
þraut karla og fi m mtarþ raut
kvenna.
Tilkyniningar ium þátttöku
þurfa að 'hafa borizt þjálfara ÍR,
Guðmuindi Þórari'nssyni, í síma
13614 eða upp á MelavöR í sið-
aista lagi fyrir kl. 17 á föstudagB-
kvöld.
Skák:
Bent Larsen
sigrar enn
DANSKI stórmeistariinn Bent
Larsen sigraði á amerísfca „opna“
Skákmeistaramótiniu í Aspen, Col
orado, nýlega. Þátttakendur voru
167 og flestir Bandaríkjamenni.
Teflt var eftir hinu svonefnda
Monrad-kerfi og 11 umferðir.