Alþýðublaðið - 25.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.07.1920, Blaðsíða 1
<3-efi.Ö tít s&í ^.lþýduflolclmiim. 1920 Mánudaginn 25. júlí 168. tölubl. €rkní simskeyti. Khöfn 24. júlí. Pólverjar beiðast vopnahlés. Símar er frá Warschau, að Pólland hafi beðið bolsivíka um vopnahlé. Þýzkaland hlutlaust. Símað frá Berlín, að Þýzkaland lian lýst yfir hlutleysi sínu í stríðinu milli Pólverja og Rússa. Beía Ean. Símað frá Berlín, að Ungverja- %rid og Sovjet-Rússland krefjist bæði að Þýzkaland framselji Bela Kun. [Ungverjaland til þess að lífláta hann, en Rússland til að hafa hann í hávegum]. Málið óútkljáð. Mrassin bannaðnr aðgangnr að Englandi. Krassin er kominn til Stokk- hólms og er honum bannað að koma til Englands, vegna aístöðu jbolsivlka til Póllands. Khöín 25. júlí. Bndaiuenn veita Pólverjam lið? Símað er fcá London, að Þýzka- land sé því andvígt, að banda- menn flyíji her yfir Þýzkaland til Póllands. (Er svo að sjá af þessu, að bandamenn vilji veita Pólverj- um lið.) Olíasamningar Ereta ogFrakka. Símað írá London, að samning- ar hafi nú tekist með Bretum og Frökkum um olíussa, ná þeir til olíulinda ura ailan heim. litháar og bolsÍTíkar. Símað er frá Kovno, að Lithá sé lýst í umsátursástandi vegna athafna bolsivíka þar í landi. Isælni Grikkja. Símað írá Aþenu, að Grikkir íialdi áfram hernaði sínum í Þrakíu. fiskhringurinn. --------Frh. Hringur nr. 2. Hringur sá er kaupir verkaða fiskinn og flytur út til Spánar, er firmaskráður, og áður er getið hvaða herrar eru í houum, £n svo eru önnur samtök, sem ekki verða beinlínis köliuð hringur (trust) heidur samlag (cartell). Og þetta samlag kaupir fiskinn óverkaðan. Þeir hafa ekki firmaskráð félag, en í samtökum þessum eru allir sömu mennirnir sem eru í hringn- um. Þannig er hringurinn kominn alveg að veiðinni. Ekki nóg með að hann kaupi fiskinn verkaðan til útflutnings, heldur upp úr sjónutn. Takmark flskhringsins. Ætlun eigenda hringsins með því að korna sölunni tii útlanda og kaupunum hér innanlands á eina hendi er: i. Sprengja upp verðið á Spáni. 2. halda verðinu niðri hér á ís- landi. 3. að flytja fiskinn á eigin skip- um eftir þörf til Spánar á mark- aðinn, til þess að hafa ekki birgð- ir liggjandi þar sökum þess að bæði er hætta á að fiskurinn skemmist þar, og að það hafi áhrif á fiskverðið ef birgðirnar Hggja þar. • Þessar aðfarir hrings þessa sanna að það er rétt sem jafnaðarmenn halda fram, að atvinnureksturinn hljóti að færast á færri hendur. Hin frjátsa samkepni er þegar horfin úr sögunni á þessu sviði. Það sem hefir unnist er stórat- vinnurekstur (í þessu falli verzlun) fram yfir smáan, og hana getur haldið uppi verði afurðanna. En arðurinn rennur bara í vasa „hriugormanna" í staðinn fyrir að renna f vasa þjóðarinnar sjálfrar. En ekki nóg með það. Væri þjóðarrekstur á fiskvetzlun lands- ins myndi engum detta í hug að kosta 5% upp á Copland og þann spanska, stjórn fslenzku fiskis^l- unnar mundi seija spönsku stjórn- inni milliliðaiaust. Sú hliðin á hringnum, sem snertir verðhækkun útávið væri þó þolanleg með eftirliti stjórnvald- anna, ef ekki yæri þegar stofnaður Hringur nr. 3 á Spáni. ísleczki hringurinn settl svo hátt verð á fisk þann er hann flutti tii Spánar í fyrra, að gróða- fíkn eigenda hringsins varð þess valdandi að spanskir fiskikaup- menn stofhuðu hring til þess a* vinna á móti ísienzka hringnum. Hugsar sá hringur sér að skáka f því skjólinu að íslenzki hringur- inn á geysimikið af fiski liggjandi á Spáni. Reikna Spánverjarnir þannig að Islendingar fari varla að flytja sinn fisk heim aftur og að þeir séu því heyddir til z3 selja þeim fiskinn fyrir hvað lágt verð sem er. Það verður einnig að athugast í þessu sambandi, að Norðmenn, sem eru nær einu keppinautar vorir á þessti sviði, hafa í ár fiskað fyrir 50 miljónir kr. við Lofoten á móti 5 milj. í fyrra. Má vel vera að Spanski hringur- inn hafi fisk Norðmanna á bak við eyrað, þótt ekki sé eins góff vara og vor fiskur. En það eitt er víst, að mikið af fiskinum frá f fyrra liggur ennþá óselt á Spáoi fyrir aðgerðir hringsins. Þetta bindur aftur tugi miljóna í bönk- unum, hefir lækkandi áhrif á gengi krónunnar. Það er nú öllum kunrt- ugt orðið að peningavandræði vor stafa af aðgerðum sfldar- spekúlantanna og fiskihringsins og að nokkru en íitlu leyti kjötsölu- Sláturfélags Suðurlands o. fl. fé- laga. Af peningavandræðununt stafar svo afíur húsnæðiseklan hér í Reykjavík o. fi. og þad m. a., sem mest er tjónið að, að framleiðslan í landinu verður a<? minka, én það er auðvita stór- kostlega vsðsjárverður hlutur og ófyrirsjáanlegt hverjar afleiðingar slíkt getur haft.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.