Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968, 3 eftir var væri allt frá sama bæ, og þarna væri verið að flýta fyrir. Nei, kvað hann. „Það eru ekki allir komnir, og við erum svo til búnir að draga okkar fé úr þessum hóp“, sagði hann og benti á almerm Það var napurt í gærmorg- un þegar við lögðum af srtað í Hafravatmsrétt. Eru um 4—5 þús fjár dregin þar sunduor. Menn höfðu beðið svona milli vonar og ótta eftir rétt- unum, því að ýmsar sagnir höfðu gengið manna meðal um afdrif fénaðar Reykvík- inga, sumir sögðu meira að aegja, að leiða ætti allt fé þeirra til slátrunar. Menn höfðu búizt við tíðindum, en til þeirra dró þó ekki. Borgar yfirvöld sömidu enn við fjár- eigendur og nú er vopnahlé til fyrsta október. Hann er vænn þessi dilkur og tekur hressilega í, Þegar við komum var klukkan farin að ganga níu, en menn voru byrjaðir að draga fyrir nokkru. Ta'lsvert var af fólki og það kepptist við að ljúka sem mestu áður en mannfjöldinn yrði fleiri kindunum. Réttarstjórinn kallaði og sagði mönnum að reka allt féð úr almenningnum. Við urðum hálfundrandi og spurðum bónda þarna, hvort féð sem' Krökkt var af fólki í almenningnum og menn kepptust við að draga. i inginn. „Við ætlum að geyma þetta fé þangað til seinna, þegar mannskapurinn mætir“, Réttarmenn ráku síðan féð úr almenningnum í sérgirð- ingu, en síðan var farið í safngirðinguna og rekið það- an í almenninginn. Safngirð- ingin er í brekku fyrir ofan réttina og er grýtt þar. Það gekk ekki allt of vel að reka inn, hjálpsamt aðkomufólk þvældist fyrir og að lokum mistókst innreksturinn. Það var komin mikil styggð að fénu, og ekki bætti úr skák, þegar einhver sigaði hundi í safnið. Við mættum börnum, sem komu úr girðingunni með fótbrotið lamb. Smátt og smátt tók a’ð fjölga í réttunum, og um hádegi var mest állt féð dregið, og flutn- ingabílar komu og fluttu féð úr réttunum heim til eigend- anna Íííííí:? Það er alltaf nóg að spjalla um í réttum, og þessir þarna voru að ræða síðustu atburðina úr sauðastriðinu. Togarokirkju- gorður Myndin er tekin fyrir skömmu í isafjarðarhöfn, og sýnir tangann, sem nú virðist vera orðlnn togarakirkjugarð ur. Þarna liggja þrír togarar, einn innlendur og tveir brezkir. Lengst til vinstri er Guðm- undur Júni, en honum átti að sökkva við slippinn og nota fyrir bryggju. En togarinn setti bara afturendann níður í stað þess að sökkva alluir. í miðið er svo Boston Well- vate, sem strandaði við Arnar nes fyrir rúmu ári. Guðmund- ur Marzellíusarson bjargaði togaranum af strandstað og flutti til ísafjarðar. Hugðist hann gera skipið upp og selja það, en togarinn sökk í höfn- inní áður en úr því varð. Guðmundur er þó bjart- sýnn á að bjarga togaranum aftur og að honum muni tak- ast að selja hann eftir að hafa endurbætt hann. Þriðji togarinn er svo Notts County, sem strandaði í mikla veðr- inu í vetur undir Snæfjalla- strönd. Danskur dráttarbátur bjargaði togaranum af strand stað, en leizt ekki betur á hann en það, að togaranum var komið fyrir við hlið landa síns. (Ljósm. Helgi Hallvarðsson) STAKSTFIWIÍ Einangrun kommúnista Hið versta, sem komið getur fyrir kommúnista, er að þ eirra dómi, að þeir einangrist. Óttinn við einangrun er ástæðan fyrir stöðugum samfylkingarhugmynd um kommúnista. Ilm þessar mundir standa kommúnistar frammi fyrir því, að þeir eru enn á ný að einangrast. Hópur- inn, sem fylgdi Hannibal Valdem arssyni til samstarfs við komm- únista í Alþýðubandalaginu, hef- ur nú gefizt upp á þeirri sam- vinnu og leitar á ný mið. Fyrir- sjáanlegt er því, að Alþýðu- bandalagið verður hvorki annað né meira en Sósíalistaflokkur- inn. Innan þess verða engin öfl, sem staðið hafa utan Sósíalista- flokksins. Alþýðubandalagið verður í grundvallaratriðum bandalag fjögurra klíkna úr Sósíalistaflokknum. Þessar klík- ur eru: 1. Klíkan sem ræður Sósíalistafélagi Reykjavíkur 2. Klíka Brynjólfs Bjarnasonar og Páls Bergþórssonar 3. Klíka Ein ars Olgeirssonar og Magnúsar Kjartanssonar 4. Lúðvík Jóseps- son og nokkurt lið í kringum hann. Óvíst er svo, hvað verður um þann hóp, sem safnast hefur kringum Frjálsa þjóð. Eins og af þessu má sjá eru þetta gamal- kunnar klíkur . úr Sósialista- flokknum, sem munu byggja upp Alþýðubandalagið, og er því engin furða þótt kommínistar ótt ist nú mjög þá einangrun, sem við þeim blasir. En það er ekki einungis komm- únistahópurinn sem heild, sem óttast einangrun. Innan þess hóps eru menn, sem óttast eln- angrun sína, og þar er fremstur í flokki Lúðvík Jósepsson. Hann stendur nú frammi fyrir því, að Hannibal og Birni brotthlaupn- um, að takast á við hinar klíkurn ar þrjár um völdin í kommún- istaflokknum. Hann veit af gam- alli reynslu, að klíka Einars Olgeirssonar semur við hinar klikurnar tvær um völd og áhrif og það er einmitt sá samningur, sem á að innsigla á landsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember byrjun. Klíkurnar þrjár ætla þar að einangra Lúðvík og kjósa nýjan formann Alþýðubanda- lagsins úr eigin hópi og hefur áður verið skýrt frá því hver það á að verða. Lúðvík stendur uppi fáliðaður. Þess vegna gerir hann nú örvæntingarfullar til- raunir til að fá til samstarfs við sig innan Alþýðubandalagsins hópinn kringum Frjálsa Þjóð og vill jafnvel opna dymar aftur fyrir þá, sem hlaupizt hafa á brott. Ný samfylking Ýmislegt bendir til þess, að Hannibal Valdimarsson og fé- lagar hans hyggist koma ein- hverju skipulagi á samtök sín í náinni framtíð svo sem marka má af forustugrein í síðasta tölu- blaði „Verkamannsins“. Einnig er ástæða til að ætla, að þeir hafi hug á frekari samstarfi allra lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna En það eru fleiri í slíkum hug- leiðingum. Kommúnistar standa frammi fyrir einangrun og þá grípa þeir enn til hins gamal- kunna ráðs, samfylking við Al- þýðuflokkinn, verkalýðsflokk- arnir eiga að standa saman. Þetta er nýjasti boðskapur kommúnista, og er þeim, sem vilja kynna sér hann frekar, bent á ræðu Guðmundar Vig- fússonar, sem birt var í Þjóð- viljanum í gær. í samræmi við þessi nýju samfylkingaráform ber að skilja skrif kommúnista- blaðsins um sænsku kosningarn- ar. Það bendir því margt til þess, að skrýtnir fuglar berji að dyr- um Alþýðuflokksins á næstunni og meðal þeirra verða gamal- kunn andlit frá 1938 og 1954. — En ætla mætti, að Alþýðu- flokksmenn þekktu af reynsl- unni „samfylkingu" við kommún- ista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.