Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐYIKUDAGUR 25. SEPT. 1968.
íbúðir í smíðum Til sölu 3ja og 4ra herb. íb. við Eyjabakka 13 og 15. — Seljast tilb. undir tréverk. Óskar og Bragi sf. Símar 32328 og 30221.
Garðeigendur — eigum á lager hinar vinsælu brot- steina í vegghleðslur, hell- ur í ýmsum stærðum, einn- ig 6 kantaða og kantsteina. Hellu- og steinsteypan sf. við Breiðholtsv. S. 30322.
Sólbrá, Laugavegi 83 Úrval barnafata, sendum gegn póstkröfu um land allt.
Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf, Súðavogi 14. - Sími 30135.
Loftpressur — gröfur Tökum að okbur alla oft- pressuvinnu, einnig gröfur til leigk. Vélaleiga Símon- ar Símonarsonar, sími 33544.
3ja—4ra herb- íbúð óskast til kaups í Laugar- neshverfL Tilb. sendist Mbl. merkt: „íbúð 2003“ fyrir laugardag.
Gangstéttir Steypum heimkeyrslur að bílskúrum, einnig gangstétt ir við fjölbýlishús. Uppl. í síma 24497.
Píanó til sölu Uppl. í síma 18114.
Lítill gufuketill til sölu. Uppl. í síma 52413.
Ung hjón utan af landi óska eftir íbúð, 2ja—3ja herb. Tilb. sendist Mbl. merkt: „2019“.
Ung bamlaus hjón óska eftir að taka á leigu 2ja til 3ja herb. íbúð strax. UppL í síma 37319.
Atvinnurekendur 27 ára gömul stúlka með Verzlunarskólam. óskar eft ir skrifstofust. i daginn. Tilb. m.: „Vön - 2004“ til afgr. Mbl. fyrir 1. ökt. n. k.
Kona óskast til að sjá um heimili fyrir reglusaman sextugan mann úti á landi. Uppl. í síma 21558.
J af nstr aumsmótor 25—26 hestafla, 220 volt. óskast til feaups. Tilb. m.: „DC-2018“ sendist afgr. Mbl. fyrir vikulokin.
Froskmenn til sölu, búningur, sem nýr. Sími 52626.
65 ára:
Þórður Andrésson
f dag 25. september er 65 ára
Þórður Andrésson frá Þórisstöð-
um í Gufudalssveit. Þótt þessi
prúði, glæsilegi maður beri ekki
aldur síns merki, hefur hann háð
erfiða lífsbaráttu, og ríkulega
lagt fram sinn skerf til þjóðfé-
lagsins.
Hann er kominn af ágætum
breiðfirzkum ættum. Foreldrar
hans voru: Andrés Sigurðsson og
Guðrún Jónsdóttir. Þau bjuggu
allan sinn búskap á Þórisstöð-
um, og ólu upp stóran barnahóp.
Fjórtán systkini komust á legg.
Aðeins 13 ára gamaM fór Þórður
fyrst til sjós, og má nærri geta
hvílík þrekraun sjómennska
þeirra tíma hefir verið svo ung-
um dreng. Sjósókn stundaði Þórð
ur allt til 1934.
Þá hóf hann búskap á Hjöll-
um í Þorskafirði, næstu jörð við
Þórisstaði. Hann kvæntist ágætri
konu, Þóreyju Stefánsdóttur frá
Brandsstöðum. Þau eigmuðust
þrjár dætur, sem allar eru gift
ar og búsettar í Reykjavík. Þórð
ur brá búi 1947, og fluttist suð
ur. Skömmu seinna slitu þau sam
vistum. Þórður vann hér við ým-
is störf en heilsa hans var tæp,
og 1950 fór hann á Vífilsstaða
hæli og dvaldi þar í 4 ár.
En einmitt á þessum árum, þeg
ar hann hafði látið af því starfi,
sem alltaf verður honum kærast,
landbúnaðinum, og veikindi lam
að þrek hans. Þá skín honum sú
sól, sem síðan hefir vermt líf
hans. Frá Vífilsstöðum kom hann
með endumýjaða krafta og með
glæsilega konu sér við hlið,
Helgu Veturliðadóttur frá Súg-
andafirði. Tveimur árum síðar
flytja þau að Þórisstöðwn.
Þórður hófst óðara handa að
stækka tún og auka ræktun.
Eignarjörð sína Hjalla nytjaði
hann einnig, svo ekki skorti
landrýmið.
Þessaor jarðir eru frábærar til
sauðfjárhalds, og Þórður var líka
sérlega heppinn fjárbóndi. Hann
hafði alltaf einstakt lag á að
eiga fallegt, hraust og afburða-
gott sauðfé.
Það var alltaf gestkvæmt á
Þórisstöðum og oft ótrúlegt
hvað margir gátu komizt fyrir í
litla bænum. Gestrisið fólk og
hjartahlýtt þarf ekki alltaf mikið
húsrými, til að láta fara vel um
þá, sem að garði bera. Og mörg
eru þau orðin börnin og ungl-
ingarnir sem dvalið hafa þar,
lengur eða skemur. Það væri á
litlegur hópur ef öll væru sam-
an komin.
Auk bústarfanna, hlóðust fé-
lagsstörf alla tíð að Þórði. Odd-
viti var hann í 20 ár, í skatta-
nefnd í 20 ár, forðagæzlumaður
1 17 ár, og formaður brunabóta-
félags í 5 ár. Póst og bréfahirð-
ingu annaðist hann einnig í mörg
ár, og fleira mætti telja. Það
er mikið starf, sem þetta kyrr-
láta prúðmenni, hefir innt af
S O F N
Þjóðminjasafn fslands
er opið sunnudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl 1.30
Ásgrnnssafn
Bergstaðastræti 74 er opið
sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga ira Kl. 1.30-4.
Þjóðskjalasafn fslands
Opið sumarmánuðina júni,
júlí og ágúst kl. 10-12 og 13-
19 alla virka daga nema laugar
daga: þá aðeins 10-12.
Listasafn Einars Jónssonar.
Er opin sunnudögum og mið
vikudögum kl. 1.30-4. Gengið
inn frá Eiríksgötu.
Bókasafn Sálar-
rannsóknafélags
íslands
Garðastræti 8,
sími 18130, er op-
ið á miðvikud. kl.
kl. 17.30—19. Skrifstofa SRFÍ og
afgreiðsla „MORGUNS" opin á
sama tíma.
Bókasafn Kópavogs
í Félagsheimilinu. Útlán á
þriðjudögum, miðvikudögum,
fimmtudögum og föstudögum.
Fyrir börn kl. 4.30—6.00 Fyrir
fullorðna 8.15—10.00. Barnabóka
útlán 1 Kársnesskóla og Digra-
nesskóla auglýst þar.
imi ±ra jzjII ik
hendi, ekki sízt fyrir sveitina
sína. Þótt hann hafi brugðið búi
og sezt að í Reykjavík, sem skrif
stofumaður, hugsum við sem
þekkjum hann, ávallt um hann
sem breiðfirzkan bónda trúan átt
högum sínum landi og þjóð.
Halldór Stefánsson.
Því að Drottinn þekkir vegi rétt-
látra, en vegur óguðlegra endar I
vegleysu. (Sálm. 1.6.)
f dag er miðvikudagur, 25. sept.,
er það 269 dagur ársins 1968. Firm-
inus. Tungl næst jörðu. Árdegishá-
flæði kl. 6.54. Eftir lifa 97 dagar.
Upplýsingar um læknaþjónustu í
borginni eru gefnar í síma 18888,
símsvara Læknafélags Reykjavík-
ur.
Læknavaktin í Heilsuverndarstöð-
inni hefur sima 21230.
Slysavarðstofan í Borgarspítalan
um er opin allar sólarhringinn.
Aðeins móttaka slasaðra. Sími
81212 Nætur- og helgidagalæknir er
í síma 21230.
Neyðarvaktin svarar aðeins á
virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5
sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1.
Keflavíkurapótek er opið virka
daga kl. 9-19, iaugardaga kl 9-2
og sunnudaga frá kl. 1-3.
Næturlæknir í Hafnarfirði aðfara-
nótt 26. sept., er Eiríkur Björns-
son, Austurgötu 41, sími 52315.
Kvöld og helgidagavarzla
er í Ingólfs Apóteki og Laugar-
nes Apóteki.
Næturlæknar í Keflavík.
21.9. og 22.9 Arnbjörn Ólafsson
23.9 OG 249 Guðjón Klemenzson.
25.9. og 269 Kjartan Ólafsson.
Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar
um hjúskaparmál er að Lindar-
götu 9. 2 hæð. Viðtalstími læknis
miðvd. 4-5, Viðtalstími prests,
þriðjudag og föstudag 5.-6.
Framvegis verður tekið á móti
þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
kl. 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku-
daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga
frá kl. 9-11 f.h. Sérstök afaygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtímans.
Bilanasimi Rafmagnsvetta Rvík-
ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt-
ur- og helgidagavarzla 18-239.
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir: í fé-
lagsheimilinu Tjarnargö n 3c:
Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21.
Langholtsdeild, í Safnaðarheimili
Langholtskirkju, laugardaga kl. 14.
Orð lífsins svara í síma 10000.
I.O.O.F. 8 = 15092581%=
RMR-25-9-20-VS-A-FR-HV
IOOF 9 = 1509258% =
IOOF 7 = 1509257 = 8 Rk
FRÉTTIR
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30 í kristniboðshúsinu Betaniu.
Barbara Havba kristniboði frá Mal-
aysíu talar og sýnir litskuggamynd
ir frá starfinu þar. Allir velkomn-
ir.
Sunnukonur Hafnarfirði
Munið fundinn í Góðtemplarahús
inu þriðjudaginn 1. okt. kl. 8.30.
Frá Tónlistarskólanum I Reykja-
vík.
Inntökupróf verða fimmtudaginn
26. sept. kl. 4-6 síðdegis.
Skólastjóri.
Hjálpræðisherinn
Heimilissambandsfundur 1 kvöld
kl. 8.30.
Systrafélag Keflavíkurkirkju
Munið saumafundina á fimmtu-
dagskvöldum í barnaskólanum við
Sólvallagötu.
Frá Náttúrulækningafélagi Reykja
víkur
Félagsfundur Náttúrulækninga-
félags Reykjavíkur verður haldinn
I matstofu félagsins, Kirkjustræti
8, föstudag 27/9, kl. 21. Fundarefni
erindi, gigtlækningar, Björn L.
Jónsson læknir, félagsmál, veiting-
ar, allir velkomnir.
Háteigskirkja
Dagiegar kvöldbænir eru X kirkj-
unni kl. 6.30 síðdegis. Séra Arn-
grímur Jónsson.
Kvenfélag Neskirkju
Aldrað fólk í sókninni getur feng
ið fótaaðgerð í félagsheimilinu á
miðvikudögum frá kl. 9-12 Tíma-
pantanir í síma 14755 á mánudög-
um og þriðjudögum kl. 11-12.
Geðverndarfélag íslands.
Geðverndarþjónustan nú starf-
andi á ný alla mánudaga kl 4-6
síðdegis að Veltusundi 3, sími
12139.
Þessi geðverndar- og upplýsinga-
þjónusta er ókeypis og öllum heim
iL
TURN HALLGRÍMSKIRKJU
Útsýnispallurinn er opinn á laug
ardögum og sunnudögum kl. 14-16
og á góðviðriskvöldum þegar flagg
að er á turninum.
Spakmæli dagsins
Það eru ekki til neinar framfar-
lr nema þær, sem leiða upp á
við.
G. Scott.
Áheit og ajafir
Áheit og gjafir á Strandarkirkju
afh. Mbl.
S.S. 100.-, A.S.B. 250.-, SK 65-,
Áslaug 50-, G.HH 450-, NN 100-,
Rúna 50-, H.J. 100.-, V og H. 200.-,
S.J. 300- Jón Karlsson 400-, ó-
nefnd 100,- G.H. 500-
Hallgrímskirkja í Saurbæ
afh. Mbl.
A.J. 200.-, Hrönn 200.-.
Sólheimadrengurinn afh. Mbl.
S.K. 65.-
Veika konan afh. Mbl.
N.N. 200.-. N.N. 1000- SV 200.-,
ES 200-, G 200.- afh. af sr. Áre-
líusi Níelssyni 3.400.-.
Vegna heyrnardaufra barna.
Sverrir Kristinsson 10.000.- Mar-
grét og Haraldur 2.000.-.
VÍSLKORN
Að þú verðir ærulaus
ekki það ég segi.
En þjófs eru augu á þínum
haus,
það bregzt mér samt eigi.
Síra ögm. Sigurðsson.
sú NÆST bezti
„Beiskur ertu, Drottinn minn“, er orðtæki, sem flestir munu
kannast við, en hitt munu þó færri vita, hvernig það er til komið
upphaflega. En sagan er þessi:
Vigfús Helgason hét prestur, sem var í Brei’ðuvíkurþingum á 17.
öld. Hann hafði eitt sinn í víneklu notað brennivín í stað messu-
víns við altarisgöngu. Þegar kerling ein hafði bergt á kaleiknum,
varð henni að orði: „Beizkur ertu Drottinn minn“.
PS. Framhald í næstu flösku.