Morgunblaðið - 25.09.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.09.1968, Qupperneq 10
F' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1966. 10 Haföminn, 17. september. í>AÐ hefur verið venjan hér um borð í Haferninum, að skipverjar salti síld í eina og eina tunnu, eða kút, til heim- firði kaupir af okkur. Við vorum búnir að fara tvær ferðir á miðin í sumar, þegar okkur datt í hug að stofna með okkur félag og Kosin var stjórn söltunar- félagsins, sem skyldi ræða við útgerðarstjórn Hafamar- ins, væntanlegan kaupanda og Síldarútvegsnefnd. Sigurð- vfð, til að byrja með, 200 tunnur með okkur á miðin, en nú höfum við alls saltað í rúmlega 400 tunnur. Að sjálfsögðu geta ekki all- ir unnið við söltunina í einu, því við þurfum einnig að sinna okkaf föstu störfum um borð. Við stöndum tvær fjögurra klukkustunda vaktir á sólarhring, þegar ekki er verið að lesta bræðslusíld, þannig að um þáð bil þriðj- ungur áhafnarinnar, eða 8 menn, geta unnið í senn. Eft- ir klukkan 5 á daginn bæt- ast svo fjórir dagmenn í hóp- inn, auk fyrsta vélstjóra, skip stjóra og loftskeytamanns, : .V: : ;: : Pækilmeistarinn að störfum. sem taka þátt í söltuninni, þegar tækifæri gefst. — Steingrímur. ■ .. . ;. •: ; : Söltun um borð í Haferninum. Skipverjar hausskera síldina. (Ljósm. Mbl.: Steingrímur) ilisins og fyrir vini og vanda- menn. En nú höfum við stofn að „Söltunarfélagið Örninn“ og erum búnir að salta í rúm- lega 400 tunnur, sem Ni'ður- suðuverksmiðju S.R. í Siglu- hefja söltun í stórum stíl. Hugmyndin var að selja Nið- ursuðuveTksmiðju SR í Siglu firði (Sigló-síld) síldina og bjarga þannig góðu hráefni frá því að fara í bræ'ðslu. ur Jónsson, frkvstj. SR og einnig útgerðar Hafarnarins, gaf fúslega leyfi til að „Sölt- unarfélagið Örninn“ mætti starfa um borð í Hafeminum svo framarlega sem hagur út- gerðarinnar yrði ekki skert- ur að neinu leyti. Samninigar tókust við Gunnlaug Briem, forstjóra Sigló-síld og frá Síldarútvegsnefnd fékkst leyfi til söltunar um borð. Var okkur þá ekki lengur neitt að vanbúnaði og tókum Þannig er söltunarsíldin hífð upp úr veiðiskipinu og um borð í Haförninn. Síldin er oftast nær 5—6 tíma gömul. - ^ Y, ' Jgtfa, '' ' ‘;•■ ■ Síldin pækluð. Tunnurnar slegnar til að lokinni söltun. Samvinna hjúkiunarkvenna heldur norrænan lund Nær 100.000 hjúkrunarkonur og karlar í stéttarfélögum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og íslandi standa að baki Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN). Full- trúafundir samtaka þessara eru haldnir annað hvort ár og nú eíðast í Helsingör í Danmörku dagana 18-20 þ.m. Frá íslandi fóru 5 fulltrúar, J>ær María Pétursdóttir, for- maður Hjúkrunarfélags íslands, María Finnsdóttir, forstöðukona Kleppsspítalans. Vigdís Magnús dóttir, Elísabeth Pálsdóttir Malmberg og Elín Eggerz-Stef- ánsson hjúkrunarkonur frá Hafn arfirði. Meðal helztu mála á dagskrá fulltrúafundarins var yfirlit sam antekið af aðilum í launa- og kjaramálanefnd SSN varðandi launa og kjaramál hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum frá 1.7 1963 til 1.7. 1967 Þar kemur fram að nokkrar úrbætur hafa átt sér stað til handa þeirra lægst laun uðu. Hins vegar skortir að nægi- legt tillit sé tekið til sundur- greiningar eftir starfsaðstöðu, sérhæfni og menntun. Uppbætur vegna óþægilegs vinnutíma hafa aukizt, en þó ekki svo að sanngjarnt megi teljast. Nefndin álítur, að þar sem hjúkrunarkonur leita frem- ur til annarar atvinnu en hjúkr unar, sé orsökin oftast hversu vinnutími við hjúkrunarstörf er óhentugur. Þar af leiðandi er þörf sérstakra athugana á þessu sviði. Ennfremur álítur nefndin að þörf sé athugana á fyrirkomu- lagi samningsréttar hjúkrunar- félaganna fyrir hönd skjólstæð- inga sinna, og að einmitt bar- átta fyrir sanngirni í launa- og kjaramálum sé eitt af mikilvæg ustu verkefnum stéttarfélaganna. Á fulltrúafundinum var lögð rík áherzla á að góð samvinna verði að glæðast og þróast á milli þeirra heilbirgðisstarfs- manna, er vinna innan sjúkra- stofnanna annarsvegar og þeirra, er vinnan utan sjúkrastofnanna hins vegar, svo að heilsugæzla einstaklingsins verði órofin og vel viðunandi. Sömuleiðis var lögð áherzla á mikilvægi þess að hjúkrunarkonur verði virkir þátttakendur á sviði rannsókna í þágu heilbrigðismála. Kosinn var nýr formaður SSN frá 1. janúar 1969 að telja. Var það Gerd Zetterström Lagervall formaður sænska hjúkrunarfé- lagsins, sem tekur þá við af Aag ot Lindström frá Noregi. Eitt af næstu verkefnum SSN verður starfsfundur varðandi framhaldsnám hjúkrunarkvenna. Fundur þessi verður haldinn í Noregi í október n.k. Norrænt hjúkrunarkvenna- þing er áformað að verði haldið árið 1970 í Reykjavík, en þá verður SSN 50 ára. í sama mund og í sama landi verður líka lialdinn næsti fulltrúafundur, þar sem ætlunin er að teknar verði ákvarðanir um breytta starfsháttu SSN, sem væntan- lega verða til greiðara samstarfs og aukinna áhrifa á framfarir á vettvangi hjúkrunarstarfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.