Morgunblaðið - 25.09.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 25.09.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968. 15 A Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar frá Bandaríkfunum: Farið Humphrey Madison, Wisconsin, 20. september. EFTIR INGVA HRAFN JÓNSSON KOSNINGABARÁTTAN hér í Bandaríkjunum er heldur leiðinleg og er þá vægt tekið til orða. Frambjóðendurnir þrír eru gamlir og flest sem þeir segja er jafngamalt þeim ef ekki miklu eldra. Ég er nú búinn að vera hér í viku og hef reynt að nýta þann tíma eftir megni til að lesa mér til og kanna þróunina á stjórn- málasviðinu hér í sumar og einnig og kannski ekki sízt ræða við hinn almenna bandaríska borgara, sem með atkvæði sínu mun leggja sinn skerf til að marka þá stefnu í þjóðmálum sem hér mun ríkja næstu fjögur ár og ákveðin verður 5. nóvember n.k. Sl. vetur var með afbriigð- um viðburðarríkur á stjórn- málasviðinu hér og ,það var ekki ósjaldan að maður hugs- aði með hálfgerðum kvíðboga til morgundagsins og þeirra atburða er í skauti hans lægju. Þetta byrjaði allt sam- an er McCarthy gaf fyrst kost á sér og varð að athlægi allra. Síðan var það Romney, sem fljótlega sá að sér og forðaði sér. Þá byrjaði Rocke- feller að tvístíga og hélt þeim leik áfram lengi vel unz hann féll um sjálfan sig. Nýr Nix- on kom fram á sjónarsviðið að því «r igamli Nixon hélt fram. Robert Kennedy tók loks í sig kjark og lýsti yfir framboði. Það var þó gamli refurinn LBJ, sem síðasta orðið átti, er hann lýsti því yfir að hann hefði engan áhuga á að endurnýja leigu- samninginn um 1600 Pennsyl- vania Avenue til annarra 4 ára. Nokkrum dögum síðar er Martin Luther King myrt- ur og svo Robert Kennedy tvaimur mánuðum síðan. Eftir öll þessi umsvif og alla þessa atburði ákvað síð- an Repúblíkanaflokkurinn að bjóða fram notað forsetaefni, sem að vísu virtist eitthvað hafa verið flikkað upp á, en Demókrataflokkurinn klofn- aði og sendi tvo menn fram, þá Hubert Humphrey, sem yerið hefur hálfgerð gólftuska hjá Johnson sl. 4 ár og fnels- isvininn og mannréttinda- frömuðinn frá Alabama, George Wallace, sem einmitt í dag náði þeim áfanga að vera kominn á kjörseðilinn í 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklega geri ég rangt í því að tala um þetta í hæðnistón því að vissulega er hér á ferð mikið alvörumál, þar sem ógn unin af framboði Wallace rís hæst, sem skv. isíðustu skoð- anakönnun hlaut stuðning 19% kjósenda, Humphrey 31%, Nixon 43% en 7% voru óákveðnir. Stjórnmálafrétta- ritarar líta mjög alvarlegum augum á þessa þróun og þeir Humphrey og Nixon fara ekki dult með áhyggjur sín- ar. Eins og málum er háttað í dag er allt útlit fyrir að Nix- on muni fara með sigur af hólmi í nóvember, en haldi Wallace áfram að bæta við sig fylgi í sama mæli og hann hefur gert eru allar líkur á að bandaríska þingið muni kjósa forseta og þá verður erf itt að spá um úrslit. stuðningsmönnum þeirra í Suðurríkjunum, sem hann hélt fram að margir hverjir styddu Wallace bak við Humphrey. Margir segja að Humphrey kæri sig lítið um að keppinautur hans sé að verja hann, vegna þess að með því komi hálfgert yfir- burðarbragð á framboð Nix- ons. ÚTLITIÐ SVART Eins og er er útlitið heldur Wallaoe HUMPHREY GRAMUR Klofningurinn á meðal bandarískra Demókrata er mjög alvarlegur og á flokkur- inn mjög í vök að verjast. Á kosningaferðalögum sínum undanfarið hefur Humphrey orðið fyrir aðkasti og aðhróp- unum á hverjum einasta áfangastað og það í svo rík- um mæli að hann fær ekki lengur dulið grsmju sína. í gær heimsótti Humphrey Boston og þar tók Edward Kennedy á móti honum og lýsti yfir fullum stuðningi við hann. Kennedy varð að hætta ræðu sinni um stund vegna háværra hrópa mót- mælenda og hann var sýni- lega mjög reiður og rauður í andliti er hann loks gat hald- ið áfram. Humphrey var enn reiðari og hann réðst harka- lega á þau öfl í Bandaríkjun- um sem standa mest fyrir mót.mælaaðgerðunum og sagði: „Aðgerðir ykkar hér munu vekja viðbjóð allra Bandaríkjamanna". Kennedy sagði m.a.: „Öskur og köll eru engin lausn á þeim erfiðu og knýjandi vandamálum er þjóð okkar á nú við að etja“. Það var ekki að sjá að orð þeirra hefðu hið mipnsta að segja, nema síður væri. Þetta hefur nú gengið svo langt að Nixon hefur tekið hanzkan upp fyrir Hump- hrey og hann sagði í ræðu í vikunni að Humphrey væri heiðarlegur og góður maður og honum bæri virðing allra Bandaríkjamanna. í sömu ræðu beindi Nixon orðum sínum til Humphrey og stuðningsmanna hans í öðru tilefni, er hann ráðlagði þeim að gæta vel að sér og svart fyrir Humphrey svo að ekki sé sterkara til orða tek- ið. Humphrey, sem er hinn mætasti maður, líður mest fyr ir stefnu Johnsons forseta í Vietnam, sem hann hefur stutt og orðið að styðja hing- að til. Sú vinnukonuímynd sem Humphrey hefur fengið á sig er óverðskulduð, en kannski skiljanleg, er litið er á það að hann hefur í 4 ár staðið í skugga mjög voldugs forseta í embætti sem engin völd ber. Johnson hefur enn algerlega í hendi sér töglin og hagldirnar innan Demókrata- flokksins og meðan hann er fórseti er hæpið að Humphrey eða nokkur annar Demó- krati muni voga sér að gagn- rýna hann eða ganga í ber- högg við þá stefnu sem hann hefur markað. Johnson er maður stoltur og hann ætlar sér sinn kafla í mannkynssög- unni. Stuðningsmenn Hump- hreys hvetja hann óspart og ákaft til að slí-ta öllum tengsl um við Johnson og margir halda því fram að það hafi hann þegar gsrt. Sé það rétt er Humphrey annaðhvort spegilmynd Johnsons, eða hann hefur enn ekki talið tímabært að kasta grímunni og koma fram sem Humbert Horatio Humphrey forseta- efni Demókrata í stað Hump- hreys varaforseta. Flestir tslja hið síðarnefnda réttu skýringuna. FYLGI WALLACE í dag eru aðeins 7 vikur til kosninga, en þessar sjö vikur eiga áreiðanlega eftir að verða viðburðarríkar ef að líkum lætur og ýmislegt eftir að ganga á. Athygli manna mun þó að öllum líkindum aðallega beinast að George Wallace og baráttu hans. Ég ler persónulega agndofa yfir því mikla fylgi sem Wallace virðist hafa. Sl. vetur má segja að næstum því hver ein asti stúdent hér í Madison og þeir voru 33 þús., hafi stutt Eugene McCarthy. í vikunni hef ég rætt við 20 og spurt þá hvaða frambjóðenda þeir styðji. 2 voru með Humphrey, 11 rosð Nixon og 7 með Wall- ace. Allir þessir stúdentar sögðust hafa stutt og margir starfað fyrir McCarthy sl. Nixon vetur. Þegar ég spurði hvað orsakaði þessa miklu hugar- farsbreytingu sögðu þeir í raun og veru alls ekki vita hvað þeir ættu að gera eins og málum væri háttað og teldu þeir Wallaoe hæfastan til að bjarga bandarísku þjóð félagi frá gereyðingunni sem hinir frambjóðendurnir ann- ars myndu leiða yfir hana, hver sem úrslitin yrðu. Þegar maður lítur á stefnu Wallace og stuðningsmenn hans fer ósjálfrátt hrollur um mann. Negrahatarar, Gyðingahatar- ar, hægrisinnaðir öfgamenn og þeirra líkar flykkjast um Wallace hvar sem hann fer og orga eins og Villimenn við hvert slagorð sem hann kast- ar fram. Samtök eins og Kuk Klux Klan, Hvítra manna ráðið, John Birch Society styðja Wallace, og styrkja kosningasjóð hans með stór- um fjárfúlgum. Wallace er á móti öllu sem stjórnin hefur gert eða berst fyrir og vin- sælasta ræðusetningin hans er eitthvað á þessa leið: ,yÞeir eru búnir að troða öllum þeim óþverra sem hægt er að troða niður í kok okkar og þeir hafa bara ekki meiri óþverra til“. Þessu fylgju ætíð ógurleg öskur aðdáenda hans. Stjórnmálafréttaritarar segja fylgi Wallace sé langt frá því að ná hámarki og þeir eru ósparir á viðvaranir til bandarískra kjósenda um afleiðingarnar sem stuðning- ur þrírra við Wallace kann að hafa í för með sér. Það er samt ekki annað að sjá en að fylgi Wallace fari dagvaxandi og skuggi hans grúfir æ dekkri yfir þjóðinni. Látum þetta nægja í bili, en í næstu viku mun ég fjalla meira um hinn nýja, eða gamla Nixon. Edward Kennedy og kona hans fagna Humphrey og frú við komuna til Boston í sl. viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.