Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 18
1£
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968.
Guðrún Guðbrands-
dóttir — Minning
í dag, miðvikudaginn 25. sept
er til moldar borin í Undirfells-
andi húsfreyja í Vatnsdal, Guð-
rún Guðbrandsdóttir frá Sunnu-
blíð.
Guðrún er fædd á Svangrund
í Engihlíðarhreppi 24. marz
1883. Móðir sína missti Guðrún,
begar hún var á fyrsta ári, og
ólst upp í skjóli föður síns á
ýmsum stöðum í Húnaþingi, án
alirar móðurumhyggju.
Árið 1910 giftist Guðrún, Guð
mundi Magnússyni, hinum þraut-
seigasta athafnamanni, og hófu
þau það ár búskap í Sunnuhlíð,
sem er næst fremsti bær í Vatns
dal Efni voru engin, en atorka
og vilji til að bjarga sér því
meiri. Mann sinn missti Guðrún
á hinn sviplegasta hátt árið 1934
frá 7 börnum, en fjölskyldan lét
í engu bugast og bjó Guðrún
áfram með börnum sínum, þar til
sonur hennar, Gestur, tók við
búi. Búsforráð innanbæjar hafði
Guðrún, þar til Gestur giftist ár
ið 1953. f 43 ár veitti þessi táp-
mikla ágætiskona heimilinu í
Sunnuhlíð forstöðu. Hún sá jörð
ina sína breytast úr rýru koti í
hið notalegasta býli. f stað gamla
lélega torfbæjarins, þar sem hún
ól öll sin börn, sá hún rísa ný-
tisku hús, svo var og með öl'l
útihús.
Guðrún sá 7 mannvænleg
börn þeirra hjóna vaxa úr grasi,
og það sem bezt var, að öll
þessi börn sá hún verða hina
t
Faðir minn,
Guðmundur Rafnsson,
andaðist mánudaginn 23. sept.
í Héraðshælinu á Blönduósi.
Rafn Guðmundsson.
t
Konan mín og móðir okkar,
Andrea Þóra Eiríksdóttir
Hjálmholti 7,
sem andaðist í Landakots-
spítalanum 19. sept. sl. verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni
fimmtud. 26. þ.m. kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð,
en þeim sem vildu minnast
hinnar látnu er bent á Krabba
meinsfélag fslands.
Arni Pálsson og dætur.
t
Útför móður okkar,
Sigríðar V. Magnúsdóttur
Höfn, Vestmannaeyjum,
verður gerð frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, fimmtudag
inn 26. september n.k. kl. 2
e.h.
Þeim sem vildu minnast
hennar er vinsamlegast bent
á Slysavarnafélag Islands.
Fyrir hönd vandamanna.
Gerður E. Tómasdóttir.
prýðilegustu þjóðfélagsborgara.
Þó að ætterni og kynfylgja
hafi alltaf mikið að segja, þá
mun þó uppeldið oftast hafa úr-
slitaþýðingu gagnvart manndómi
og lífsstefnu afkomandans. Guð-
rún varð líka þeirrar gæfu að-
njótandi að njóta kærleiksríkr-
ar umhyggju barna sinna og
tengdabarna, enda hafa áreiðan
lega fáar konur fórnað meiru
fyrir börn sín en Guðrún í
Sunnuhlíð. Hún var ein af þess-
um mæðrum, sem aldrei hugsaði
um sjálfa sig, heldur fórnaði
öllu lífi sínu fyrir fjölskyldu
sína. En kærleikur Guðrúnar
náði lengra en til fjölskyldunn-
ar. Hún var kona, sem ávallt
vildi öllum gott gera, alltaf var
Guðrún reiðubúin að rétta öðr-
xim hjálparhönd, ef hún mátti
því við koma. Öfund var ekki að
finna í hennar hjarta, og aldrei
heyrðist hún hallmæla neinum.
Ef Guðrúnu líkaði miður við
einhvem, þá vildi hún sem
minnst um hann tala. Árið 1961
keypti Gestur sonur Guðrúnar
7/10 af höfuðbólinu Kornsá, og
fluttist þangað árið 1962. Guð-
rún fluttist þá með Gesti og
konu hans að Kornsá, og dvaldi
hjá þeim til dánardægurs, þó mun
hún að mestu hafa þurft að
dveljast á sjúkrahúsinu á
Blönduósi hin síðustu 2J ár.
Þar andaðist hún þ. 13. þm eft-
ir langt og mikið æfistarf
Svo mikil var tryggð Guðrún-
ar við jörðina, sem hún bjó á
öll sín manndómsár, lifði í ást-
ríki hjónabanidi í 24 ár, vann
hörðum höndum meðan orka
leyfði — og sú orka var mikil
sá sinn blómlega barnahóp vaxa
og verða nýta borgara, að aldrei
mun hún hafa kunnað eins vel
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
Finnbogi Árnason
yfirfiskmatsmaður,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 27.
þ.m. kl. 1.30.
Kristinn Finnbogason,
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Magnea Finnbogadóttir,
Þorlákur Runólfsson,
Jóna Finnbogadóttir,
Björn Björnsson,
Guðrún Finnbogadóttir,
Ögmundur H. Stephensen.
t
Innilegustu hjartans þakkir
færum við öllum þeim mörgu,
er sýndu okkur vináttu og
samú'ð við andlát og jarðarför
sonar okkar, og bróður míns,
Heimis Freymóðssonar.
Jóhanna Freysteinsdóttir,
Freymóður Jóhannsson,
Berglind Freymóðsdóttir.
við sig á Kornsá, eins og í Sunnu
hlíð, enda þótt hún kynni vel
að meta það, að Gestur sonur
hennar gæti með dugnaði sínum
og manndómi fært sig af lítilli
jörð á eitthvert bezta höfuðból
Eitt sinn skal hver deyja, og
eigi er ástæða til að syrgja það
þó fólk fái hvíld, þegar starfs-
orka er þrotin, og hreystin horf
in, „en orðstír deyr aldrei,
hveim sér igóðan getur“ er sagt í
Hávamálum, og mun það verða
eilífur sannleikur. Sem gamall
sveitungi þinn Guðrún, veit ég
að þessi orð Hávamála eiga við
þig, og svo munu allir þínir sveit
ungar og aðrir, er þig þekktu,
hugsa. Ég samgleðst börnum þín
um, tengdabörnum og barnabörn
um að hafa átt móður sem þig.
Nú ert þú komin yfir móðuna
miklu. Ef annað líf er til, þá er
ég viss um, að þú átt góða heim
komu á landi upprisunnar. S em
gamall sveitungi og íslendingur,
þakka ég þér fyrir æfistarfið og
það góða fordæmi, sem þú hef-
ur gefið mæðrum þessa lands.
Megi þær sem flestar feta í fót-
spor þín. Blessuð sé minn-
ing þin, Guðrún frá Sunnuhlíð.
Hannes Pálsson.
Pálína Jónsdóttir
Minningarorð
f dag, 25. sept., er til moldar
borin í Fossvogskirkjugarði í
Reykjavík Pálína JónsdóÖtir.
Hún lézt hinn 18. þ.m. á Land-
spítalanum í Reykjavík eftir
langa sjúkdómslegu.
Pálína Sigurveig, eins og hún
hét fullu nafni, var fædd að
Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði 23. des. 1904. Foreldr-
ar hennar voru Jón bóndi Pét-
ursson og kona hans Sólveig
Eggertsdóttir. Eru þau bæði af
kunnum ættum. Bróðir Jóns var
Hannes faðir Pálma rektors.
(Valadalsætt). Faðir Sólveigar
var Eggert sonur Jóns, prests að
Mælifelli, Sveinssonar, læknis
og náttúrufræðings, Pálssonar.
Móðir Eggerts var Hólmfríður
Jónsdóttir frá Reykjahlíð
(Reykjahlíðarætt). Móðir Jóns
Sveinssonar var Þórunn dóttir
Bjarna landlæknis Pálssonar og
konu hans Rannveigar, dóttur
Skúla fógeta. Eru þetta aðeins
nokkur dæmi um þá stofna, er
að Pálínu stóðu.
Skömmu eftir fæðingu var Pál-
ína tekin í fóstur af hjónunum
Árna Eiríkssyni, sem þá bjó á
Reykjium í Tungusveit en varð
síðar bankagjaldkeri á Akureyri,
og konu hans Steinunni Jóns-
dóttur, föðursystur Sólveigar, en
þær, Steinunn og Sólveig höfðu
alizt upp saman á Mælifelli sem
systur og mun Sólveig því gjörla
hafa vitað í hverra hendur hún
lét barnið. Þegar Pálína fædd-
ist áttu þau Jón og Sólveig sjö
börn á lífi og eitt barn höfðu þau
misst. Var hún því níunda bam
ið en síðar bættust fjögur við,
svo að alls voru systkinin 13 og
af þeim komust 12 til fullorðins-
ára. Voru þau öll, að Pálínu und
anskilinni, alin upp hjá fireldr-
um sínum. öll voru þau Nauta-
bússystkin dugnaðar og atkvæða
fólk, eins og mörgum er kunn-
ugt, en af þeim eru nú aðeins
fimm á lífi.
Litla stúlkan var hinum barn-
elsku fósturforeldrum sínum
mjög velkomin og kom það brátt
í ljós að hún varð þeim óbland-
inn gleðigjafi. Fyrir voru á
Reykjum fjögur systkin og má
segja að með Pálínu hafi hið
fimmta bætzt við, svo góðrar um
önnunar og mikillar ástúðar naut
hún hjá fjölskyldunni á Reykj-
um. Yngsti sonur Reykjahjón-
anna, Stefán Bjarman, var tíu
ára gamall þegar Pálína kom á
heimilið, og hefur hann sagt mér
það, að hún hafi verið þeim öll-
um kærkominn Ijúflingur og
sannorr sólargeisli. Ólst hún síð-
an að öllu upp hjá fósturforeldr-
um sinum sem þeirra eigið barn
— kallaði þau jafnan pabba og
mömmu — var elskuð og dáð af
allri fjölskyldunni en var þó jafn
an í nánum tengslum við sína
réttu foreldra og systkin.
Með fósturforeldrunum fluttist
Pálína til Akureyrar, stundaði
þar gagnfræðaskólanám en var
síðan einn vetur á kvennaskóla
í Reykjavík. Nokkru síðar réðst
hún til starfa hjá Kaupfélagi Ey
firðinga og vann þar við verzl-
unar- og skrifstofustörf í 14 ár.
Árið 1942 stofnaði hún verzlun-
ina Skemmuna á Akureyri og
rak hana, fyrst í félagi við Stein
gerði Árnadóttur, en síðar ein til
ársins 1952 er hún seldi fyrir-
tækið. Fluttist hún þá til Reykja
víkur og stofnaði þar verzlunina
Spegilinn, er hún rak í allmörg
ár, en seldi hana síðan og vann
tvö síðustu starfsár sín við verzl
un Bernharðs Laxdal í Reykja-
vík, unz hún missti starfsþrek
og lagðist hina löngu og erfiðu
banalegu sína. — Pálína vsir alla
æfi ógift.
Kynni mín af Pálínu hófust er
við störfuðum saman hjá Kaup-
félagi Eyfirðinga. Það fór ekki
hjá því, að við, starfssystkin
hennar, hlytum að veita athygli
mannkostum hennar og mann-
gildi, háttvísri framkomu, ein-
stakri góðsemi og mildi, algeru
hleypidómaleysi og græskuleysi
en jafnframt léttri lund og líf-
legu skopskyni, sem bergmálaði í
glöðum hlátrum. Aldrei hygg ég
að hún hafi lagt illt til nokkurs
manns. öl'lum, sem af henni
höfðu nokkur kynni, varð hlýtt
til hennar og þeir, sem kynntust
henni nánar, urðu ævilangir
tryggðarvinir hennar. Nærveru
hennar fylgdi sú mildi og bless-
un, að allir sem umgengust hana
sýndu sínar beztu hliðar og
hverskonar misklíð, dómgirni og
nagg hurfu hreinlega og gufuðu
upp fyrir áhrif hennar. Þessu
kynntumst við, starfssystkin Pál-
ínu, sem unnum með henni hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga, og stað-
festist sá dómur minn um hana
síðar, er ég hafði af henni nánari
kynni vegna mægða.
Eftir að ég kynntist Pálínu á
Akureyri, bjó hún lengst af hjá
fóstursystur sinni, Guðrúnu, og
manni hennar, Ingimundi Árnas.,
þeim sæmdarhjónum. Á því heim
ili ríkti jafnan höfðingsskapur,
gleði og músiklíf, sem hún undi
vel og naut þar jafnframt syst-
urlegrar hlýju. En einnig var
hún þó ávallt í nánu sambandi
við systur sínar tvær, sem búsett
ar voru á Akureyri, Hólmfríði
og Steinunni, og var með þeim
sama ástríki eins og hefðu þær
alizt upp saman.
Er til Reykjavíkur kom hafði
hún nánari skipti við þau syst-
kini sín, er þar voru búsett, en
þó mest og bezt við Jórunni, sem
ætíð stóð henni nærri, og hefur
nú síðast reynzt henni ómetan-
Ieg stoð og stytta í erfiðum veik
indum. f Reykjavík bjó hún
lengi í sambýli við frænku sína
Steinunni Ingimundardóttur og
var vinátta þeirra Pálínu miki'll
styrkur og gleðigjafi til síðustu
stundar.
Að leiðarlokum þakka ég Pá-
línu fyrir kynnin þótt orð mín
séu fátækleg. Ég ber fram þökk
fyrir hönd gömlu starfssystkin-
anna og ekki síður frá heimili
mínu, konu minni og börnum. Við
þökkum henni það ljós mildi og
blessunar, sem ávallt geislaði frá
henni og biðjum Guð að veita
henni sjálfri þvílíka birtu í nýj-
um heimkynnum.
Gisli Konráðsson
Pála frænka er horfin. Hetju-
legri vöm er lokið með sigri
þess sem allar orustur vinnur.
Hún barðist um árabil við ofur-
eflfð og lét ekki undan síga fyrr
en í fulla hnefana. Stríðið var
háð með geðprýði, stillingu og
bros á vör, engin æðra, aldrei
kvartað, hún var alltaf sama
góða Pála frænka og horfðist í
augu við sitt skapadægur með
hugprýði og djörfung.
Mér fannst það alltaf skrýtið
og eitthvað dularfullt ungum
dreng, a'ð þær mæðgur Pála og
Sólveig móðir hennar skyldu báð
ar kalla ömmu mína mömmu og
þá fannst mér móðurhjarta
ömmu hljóta að vera óvenju
stórt, því ég vissi að hvorug var
raunverulega dóttir hennar.
Hún hét fullu nafni Pálína
Sigurveig, dóttir hjónanna Sól-
veigar Eggertsdóttur og Jóns Pét
urssonar frá Valadal. Hún ólst
upp hjá föðurforeldrum mínum
Steinunni Jónsdóttur og Áma
Eiríkssyni og held ég að ekki sé
ofmælt að þau fósturforeldrar
hennar hafi jafnvel sýnt henni
enn meiri elsku en eigin böm-
um. Pála, eins og við frænd-
systkini hennar kölluðum hana
jafnan, var heilsuveil í æsku og
naut þess vegna ekki langrar
skólavistar en var síðar við nám
einn vetur hér í Rvík. Þó Pála
ætti ekki að baki langa skóla-
göngu önnuðust fósturforeldrar
hennar um að hún fengi kennslu
ekki lakari en þá var títt enda
var hún gædd óvenju gósjum og
farsælum gáfum.
Pála heitin var um margt fram
úrskarandi vel gefi'ð og get ég
sjálfur öðrum fremur um dae*nt,
að t.d. barngæzka hennar átti
sér engin takmörk og í bemsku-
minningum mínum stendur hún
við hlið foreldra minna síleik-
andi og dekrandi við mig eins
og ég væri hennar eigið barn og
sömu sögu getum við öll frænd-
systkini, sem mest umgengust
hana, borið. Það var eins með
hana og fósturmóður hennar, að
henni var gefið stærra móður-
hjarta en flestum öðrum og þó
henni væri ekki barna auði'ð þá
naut hún sin hvergi betur en í
bamahópnum og verða mér þá
minnisstæðust afmælisboðin,
jólaveizlurnar og allar hinar há-
tíðarnar bæði heima og í Ingi-
mundarhúsi.
Eitt var það í fari Pálu sem
var alveg einstakt og það var
hve henni var tamt að leggja
öllum eitthvað gott til og held
ég bókstaflega, að útilokað hafi
verið að fá hana til að tala Rla
um náungann. Frómleiki hennar
var sá sami í öllu og ætíð stafaöi
frá henni notaleg hlýja og smit-
andi kátína. Hlátur hennar er
mér ógleymanlegur en alltaf var
hún sama prúða og háttvísa dam
an.
Pála heitin var dul undir niðri
og hygg ég að fáir hafi vitað
hug hennar allan. Hún var list-
elsk og síleitandi aukins fróð-
leiks og menntunar og umfram
aUt var hún drengur góður í
þess orðs beztu merkingu.
Við frændsystkinin þökkum
holla og góða samfylgd og send
um Pálu frænku hinztu kveðju.
B. Bjarman.
Hjartans þakklæti mitt til
skyldra og vandalausra sem
glöddu mig með nærveru
sinni, með skeytum og gjöf-
um á 90 ára afmæli mínu 17.
sept. sl.
Guð blessi ykkur öll.
Steinunn Sigurðardóttir,
Syðri-Kvíhólma,
Eyjafjöllum.