Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968.
tonn með og nota hann í þrjá
aftanj tankana til samanburð-
ar.
— Hvar fékkst þú hug-
myndina að þessu kædikerfi?
— Ja, þetta kælikerfi er
engan veginn mín uppfinning.
Það var í vetur, að ég sá þetta
í sænskum báti. Sá fékk
míklu betra verð fyrir aflann
en við og þá datt mér í 'hug
að hafa þetta kerfi í Sólborgu,
ef það gaeti stuðlað að hserra
aflaverðmæti, sem ég og geri
mér fastar vonir um, sagði
Eiler skipstjóri að lokum.
Og þú tekur ís líka?
Já, ég ætla að hafa 24
i'S
NÝJASTA skipið í færeyska
fiskiflotanum, Sólborg TN-
245, kom til Reykjavíkur í
gær til að taka ís og nýja
síldarnót. í skipinu er sérstak-
ur lestabúnaður til kælingar
og hittum við því Eiler Jacob-
sen, skiptstjóra og eiganda
Sólborgar, að máli.
Sólborg var smíðuð 'hjá Ul-
stein Mekaniske Verksted í
Noregi, sagði Eiler, en þar
hafa nokkur íslenzk fiskiskip
verið smíðuð, nú síðast Héð-
inn SU.
Sólborg er 138 fet á lengd,
29 feta breið, búin öllum nýj-
ustu taekjum og gekk 12,9 sjó-
mílur í reynsluferðinni. Skip-
ið er 440 tonn að stærð og það
fyrsta, sem Ulstein lætur frá
sér fara með þessu kælikerfi.
— Hvemig er þetta kæli-
kerfi í stórum dráttum?
— Aðalnýjungin felst í
breyttum lestabúnaði. í hvorri
lest eru þrír tvöfaldir stál-
tankar með einangrunarefni á
milli, en í þessum tönkum
reikna ég með að geta flutt
um 320 tonn af síld en hlut-
fallið milli síldar og sjávar í
tönkunum er áætlað 75% síld
og 25% kaldur sjór. Geymslu-
þolið áætla ég í fyrstu um
vikutíma, en reyndar segja
þeir hjá verksmiðjunni hik-
laust 12 daga.
Síldinni dælum við úr nót-
inni með síldardælu og renn-
ur síldin fyrst yfir skiljara,
sem tekur allan sjó úr henni,
en síðan beinum við síldinni
ofan í tankana, ®em við höf-
um áður fyllt með 0 gr. 'heit-
um sjó. Kælivél skipsins get-
ur á 30 tímum kælt 220 tonn
af sjó úr +13 gr. í 0 gr., en
ein hringrásardæla er fyrir
hvem tank.
Síldardæluna ætla ég svo
einnig að nota við losun á
skipinu og byrja þá á miðju-
tönkunum en hleypi svo á
milli.
— Hvað kostaði svo skipið?
— Það kostaði rúmar 30
milljónir króna, þar af kostaði
kælikerfið um 3,5 milljónir.
— Já, þetta er sú þriðja,
sem ég kaupi hjá Guðmundi
Sveinssyni. Að mínu áliti enu
íslenzku nætumar beztar —
snöggtum betri en þær norsku.
Þessi nót er 300 faðma löng
og 104 faðma djúp og kostar
um 2,2 milljónir.
Yfirlýsing
í tilefni af atburðunum á Vatns-
enda 28. júní og 2. september s.l.
og frásögn dagblaðsins Vísis af
þeim.
Við undirritaðir, Magnús P.
Hjaltested og Björn Vigfússon
frá Gullberastöðum erum furðu
lostnir yfir ofannefndum atburð-
um, þegar hrekja átti ekkjuna á
Vatnsenda, frú Margréti G.
Hjaltested, og börn hennar af
jörðinni með lögregluvaldi.
Okkur er tjáð, að þetta hafi átt
að gera í krafti arfleiðsluskrár
Magnúsar heitins Einarssonar
Hjaltesteds, frá 4. jan. 1938, því
að þar sjáist, að hann hafi viljað
að konur frænda sinna héldu
ekki löglegum ábúðarrétti sín-
um á Vatnsenda, ef þær misstu
menn sína.
Við höfðum báðir margra ára
náin kynni af þessum velviljaða
sæmdarmanni og þekktum vel
umhyggj u hans fyrir velferð
kvenna frænda sinna og barna
þeirra. Við erum því ekki í nein-
um vafa um að ofangreind túlk-
un á arfleiðsluskrá hans er al-
röng og hrein fjarstæða, enda
sjáum við engin ákvæði í arf-
leiðsluskránni, er heimili þessa
túlkun á henni. Og ekki getum
við ímyndað okkur, að það befði
JOIS - Mlllt
glerullareinangrunin
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerullareinangrun-
ina með álpappírnum
Enda eitt bezta einangrunar-
efnið og jafnframt það
Isngódýrasta.
Þér greiðið álíka fyrir 4”
J-M glerull og 2%” frauð-
plasteinangrun og fáið auk
þess álpappír með!
Sendum um land allt —
Jafnvel flugfragt borgar sig.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121. - Sími 10600.
verið að skapi Magnúsar heitins,
að hrekja nú ekkju frænda síns,
Margréti G. Hjaltested, nauðuga
með bú og börn frá Vatsnsenda,
eftir hið frábæra starf hennar
þar frá því er hún tók vi|5 bús-
forráðum á jörðinni árið 1961,
þegar allt var þar í afturför og
búið rekið með sífelldu tapi. En
undir 7 ára stjórn hennar þar
hefur allt færzt til betri vegar,
hús bætt og endurnýjuð, ný hús
byggð og skuldir jafnframt
lækkaðar á jörð og búi. Sýnir
Haustfundur ráðgjararþings
Evrópuráðsins í Strasbourg
stendur yfir 23. -27 september
íslenzkir fulltrúar á fundinum
verða Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson og Jón Armann Héðins-
son alþingismaður. Meðal dag-
skráratriða eru stúdentaóeirðir
og Tékkóslóvakía.. Um 10 stjórn-
málamenn frá Mið- og Suður-
Ameríku verða gestir þingsins
og taka þátt í umræðu um sam-
þetta það, sem allir, er til
þekkja, vita, að frú Margrét G.
Hjaltested er ein mikilhæfasita
kona, sem á Vatnsenda hefur
búið um langan aldur og að þessi
jörð, sem Magnús heitinn Hjalte-
sted bar svo mjög fyrir brjósti,
er hvergi betur komin en í ábúð
frú Margrétar, meðan hennar
nýtur við.
Reykjavík, 23. sept. 1968
M. P. Hjaltested,
Björn Vigfússon.
skipti heimalanda sinna og Ev-
rópuríkja. Sérstök hátiðasam-
koma verður föstudaginn 27.
september í tilefni af mannrétt-
indaárinu, sem nú stendur yfir.
Þar flytur ræðu Ashraf Pahlevi
prinsessa frá fran, en hún var
forseti mannréttindaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, sem haldin
var í Teheran fyrr á árinu.
(Frétt frá upplýsingaráði Ev-
rópuráðsins).
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögbirtingablaðsins
1968 á hluta í Skálagerði 13, hér í borg, þingl. eigin Vil-
hjálms Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudaginn
27. sept. 1968, kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Kristins Sigurjónssonar, hrL, verður fisk-
hús í Akurhúsatúni, Grindavík, þinglesin eign Lifrar-
bræðslu Grindavíkur selt á nauðungaruppboði, sem
háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 27. septem-
ber 1968, kl. 3.00 e.h.
Uppboð þetta var auglýst í 19., 21. og 23. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1968.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Ár 1968, föstudag 20. ágúst var í fógetarétti Gull-
bringu- og Kjósarsýslu kveðinn upp svohljóðandi
ÚRSKURÐUR
Að beiðni innheimtumanns Sveitarsjóðs Njarðvíkur-
hrepps úrskurðast hér með til lögtaks ógreidd útsvör
og önnur álögð sveitarsjóðsgjöld í Njarðvíkurhreppi
1968 og eldri gjöld sem lögtaksrétt hafa ásamt vöxt-
um og kostnaði.
Lögtaksúrskurður.
Lögtak fyrir ofangreindri beiðni fer fram að liðnum
8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar.
Hafnarfirði
Skúli Thorarensen.
Tilkynning til síldveiðiskipa
sumarið 1968
Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið í samræmi við 2. gr.
reglugerðar um flutning sjósaltaðrar síldar frá 2. ágúst
1968, og að höfðu samráði við Sjávarútvegsmálaráðu-
neytið, að fella niður greiðslu flutningastyrks á alla
sjósaltaða síld, sem á land berst eftir 30. september
n.k., þar sem forsendur fyrir greiðslu styrksins munu
þá brott fallnar.
Athygli er vakin á að skv. 3. málsgrein 2. greinar
spmu reglugerðar ber því aðeins að greiða flutninga-
styrk á ísvarða síld og síld, sem varin er á annan hátt
og berst söltunarhæf á land, að hún sé veidd fjær
næstu söltunarhöfn en 300 sjómílur. Síld sem nser
veiðist er því ekki styrkhæf.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
SÍLDARÚTVEGS NEFND.
Tveir íslenzkir þingmenn
ssekjo þingiund Evrópurnðsins