Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 21

Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968. 21 Fréttir í niyndum Flugslysið í Farnborough. Eins | um, hrapaði frönsk flugvél á Englandi sl. föstudag. Féll flug- og frá hefur verið skýrt í frétt- | flugsýningunni í Fambourgh í vélin ofan á hús við flugvöllinn og stóð stéiið upp úr eins og myndin sýnir. Mikill eldur kom upp, er flugvélin hrapaði, sem loks tókst þó að slökkva, Alls hafa fundizt lík 12 manna og voru 5 þeirra lík áhafnarmeð- lima vélarinnar. Páli páfi sést hér leggja hönd að verki fyrir minnisvarða, sem komið var upp fyrir skömmu við sjúkrahús í grennd við Róm, er kaþólska kirkjan rekur. Gerðist þetba, er Páfi sneri aftur til Páfagarðs, eftir 2 mánaða dvöl á sumarsetri sínu. Um 15 km fyrir vestan Prag standa þungar fall byssur Rússa líkt og ógnvekjandi aðvarandi fing- ur til Tékkóslóvakíu um að brjóta ekki í bága við vilja Rússa. Þið ráðið hvort þið trúið þvi, en staðreynd er, að um 15.000 manns söfnuðust saman í Wall Street sl. föstudag í þeirri von að sjá Francine Gottfried bregða fyrir. Francine, sem er 21 árs gömul og hefur ummálstölurnar 109-63-94 cm hafði klæðzt þröngri gulri peysu og rauðu pilsi, þegar hún fór til vinnu sinnar — með þessum afleiðing- um. Bið karlmannanna varð þó árangurslaus, því að Francine var gefið frí úr vinnunni. Francine sagði um viðbrögð karlmann- anna: Ég held þeir séu orðnir vit lausir. Ég er bara venjuleg stúlka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.