Morgunblaðið - 25.09.1968, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968.
una. Sjórinn, stöllóttu strœtin,
hvelfingarnar og bænaturnarnir
klettarnir með fallegu húsunum
á — allt þetta rann saman í
eina dásamlega mynd. Jill fannst
eitthvað töfrandi við þessa sjón,
sem orkaði einkennilega á skiln-
ingarvitin, þar sem hún stóð og
hélt enn fast í handlegginn á
Graham. Hvorugt þeirra sagði
orð, því að þeim fannst ekki
þörf á að segja neitt.
Þegar Graham var kominn með
hana að gistihúsinu, þrýsti hann
hönd hennar innilega um leið og
hann bauð góða nótt.
— Ég hef skemmt mér vel í
kvöld, sagði hann. — Kannski
getum við borðað saman aftur,
áður en ég fer. Ég á við, bara
við tvö, í einhverju litlu veit-
ingahúsi, þar sem við getum talað
almennilega saman. Ég vil segja
þér eitthvað meira um þennan
leiðangur okkar.
— Það væri gaman, svaraði
Jill glöð. — Ég er strax farin
að hlakka til Góða noótt. Grah-
am og þakka þér enn fyrir í
kvöld.
— Þakka þér Jill.
Hún gekk inn og henni fannst
eins og hún gengi á skýi.
3. Kafli.
Klukkan var orðin þrjú kort-
er í tvö og Sandra enn ekki
komin heim. Jill læddist á tán-
um fram í ganginn og framhjá
dyrum ungfrú Gilmore og hélt
ósjálfrátt niðri í sér andanum.
Hún fór alla leið niður í forsal-
inn og stóð þar og beið Litli
þlíulampinn að baki henni
sendi dauft skin á dökkt hárið.
Loksins snerist lykillinn í skrá-
argatinu og þunga hurðin gekk
upp. Jill greip andann á lofti af
feginleik, sem varð brátt að skelf
ingu er hún sá Söndru.
Sandra stóð þarna með hárið
hendi, og hélt á skó í annarri
hendi, og setti upp gleðivana
bros. Ljósrauði kjóllinn hennar
var útataður og rifinn svo að
einn leppur af honum dróst næst
um við gólfið.
— Það var fallega gert af þér
að bíða eftir mér, elskan, sagði
hún. — Ég vona, að það sé nóg
vatn til, því að ég hef fulla
þörf á baði. Já, sannarlega þarf
ég þess. Hún var loðmælt.
— Hafðu ekki svona hátt, taut
aði Jill í hálfum hljóðum. —
Hvar í dauðanum hefurðu verið?
Hvað kom fyrir þig?
Sandra hló hátt og það fór
hrollur um Jill. — Hvar ég hef
verið? Þú mundir ekki trúa því,
ef ég færi að segja þér það. Oli
ver er ekkert prúðmenni. . .af
því að hann. . . .
— Þegiðu! sagði Jill aftur. Þú
vekur ungfrú Gilmore, bjáninn
þinn Ég held helzt, að þú sért
full. Svonanú, taktu í handlegg-
inn á mér. Við skulum koma okk
ur upp. En hafðu ekki hátt fyr-
ir alla muni..
Sandra slagði dálítið, þrátt fyr
ir stuðninginn.
— Sama er mér, sagði hún. —
Ég fór í Casino, og við feng-
um kampavín. Prýðisgott rop-
vatn! Svo. þegar Oliver sagði . . .
f einhverri örvæntingu tók
Jill fyrir munninn á henni, en
það stoðaði ekki neitt. Áður en
þær voru komnar hálfa leið upp
fyrsta stigann, var frú Coup
komin þangað og í vígahug.
— Þetta er ekki leyft, stúlk-
ur mínar, eins og þið vitið ann-
ars vel. Ramuddin er heiðarleg-
ur staður. Á morgun segi ég ung
frú Gilmore frá þessu.
Flatneskjuleg Nýja-Englands-
rödd greip nú fram í: — Þess
gerist ekki þörf, frú, þakka yð-
ur fyrir. Mér þykir fyrir því,
að þér hafið orðið fyrir ónæði á
þessum tíma nætur. Farið þér
bara í rúmið og látið mig um
þetta.
Ungfrú Gilmore gekk niður
á stigagatið á fyrstu hæð, um
leið og hún sagði þetta, sveipuð
einhverju ullarklæði og með rúll
ur í hárinu. Augun leiftruðu af
reiði og boruðu stúlkurnar í
gegn.
— Ég hefði aldrei trúað, að
Golíatstúlka gæti hagað sér
svona, sagði hún. — Að koma
heim klukkan tvö á nóttunni, og
það í svona ástandi. Það er
. . . það er . . . . ósiðlegt!
— Ekki nema í þínum eigin
sauruga huga, elskan, sagði
Sandra, blátt áfram. Og svo veif
aði hún skónum, svo sem eins og
til þess að gefa orðum sínum
áherzlu.
Ungfrú Gilmore roðnaði en lét
ekki bugast. — Ungfrú Cavan-
ag hefur fyrirskipanir um, að
allar stúlkur sem hún sendir okk
ur séu vel lyntar. Svo virðist
sem þér séuð það ekki. Almenni
leg stúlka brýtur ekki reglur-
nar. Og þér þekkið þær vel. Ég
kynnti yður þær vendilega strax
og þér komuð .
Jill greip fram í í örvæntingu
sinni: — Já, en ungfrú Gilmore
en henni var strax svarað: —
Segið þér ekki neitt, ungfrúChad
burn. Þið getið farið í rúmið.
Það er engin ástæða til að vekja
alla í húsinu. Ég tala við ykkur
báðar í skrifstofunni minni í
fyrramálið. Þið komið þangað
Síldarstúlkur óskast
strax til söltunar, flökunar og pökkunar á síld o. fl.
Mikil vinna. Unnið í upphituðu plássi.
HRÓLFUR H/F., Seyðisfirði.
Upplýsingar í síma 35709.
Verzlunarhúsnæði ósknst
LTndirritaður hefur verið beðinn að finna gott verzl-
unarhúsnæði í miðborg Reykjavíkur eða við góða
verzlunargötu, með kaup í huga nú þegar.
Tilboð sendist skriflega eða símleiðis.
JÓN EINAR JAKOBSSON, HDL.,
Tjamargötu 3, Keflavík,
símar 92-2660 og 92-2146.
Dansskóli Hermanns Ragnars
„Miðbœr"
Reykjavík
3-3222
Hafnarfjörður
8-2722
Akranes
1560
Kennum:
Byrj endur—Fr amhald.
Gamlir og nýix
barnadansar.
Hjónahópar
Alþj óðadanskerfið.
10 hagnýtir dansar.
Fjöldi nýrra tilbrigða
í öllum dönsum.
TÁNINGAR,
TÁNINGAR
Munið hina vinsælu
táningahópa.
Allra nýjasti dansinn
„Go, Go rythme“.
— Hugsaðu þér, þeir eru ekki enn búnir að finna glæpamann-
inn sem slapp úr steininum.
strax og þið erum komnar í
vinnu.
Hún gekk aftur upp og dyrn-
ar á herbergi hennar lokuðust.
Jill andvarpaði og sneri sér að
Söndru, sem hallaði sér upp að
vegg og skríkti.
— Bölvaður ekkisens asninn
þinn! sagði Jill. — Ertu alveg
gengin af vitinu? Vlitu bara at-
huga hvað þú hefur gert. Hver
skollinn er eiginlega hlaupinn í
þig, Sandra?
— Þetta var fyndið. Ég skyldi
hlæja, ef ég væri bara ekki
svona syfjuð. Góða nótt, elskan.
Sé þig á morgun. Hún tók að
síga niður á gólfið. Jill greip í
handlegginn á henni og reisti
hana á fætur. og hún slagaði
ofurlítið. En einhvern veginn
tókst henni að korna henni upp
stigann.
Undir eins og Sandra kom að
rúminu sínu hneig hún niður,
þvers yfir það. Jill varð að láta
hana liggja þannig, því að nú
var hún gjörsamlega máttlaus.
laus. Að minnsta kosti virtist hún
vera sofandi og andardráttur-
inn var sæmilega reglulegur, en
andlitið samt óeðlilega rjótt.
Jill reif hana úr rifna kjólnum
og fleygði honum út í horn. Skór
Bréíritari
StúVka óskast nú þegar til starfa við bréfritun. Ensku-
og dönskukunnátta nauðsynleg. Hálfs dags vinna
getur komið til greina.
Llmsóknir ásamt uppl. um menntun, aldur og fyrri
störf sendist afgr. Mbl. merktar: „Bréfritari — 8997“.
25. SEPTEMBER.
Hrúturinn, 21. maiz — 19. apríl.
Taugaspennan í kringum þig er að minnka. Farðu yfir fjárhag
þinn. Áhættan virðist ekki ætla að skapa þér neinar aukatekjur.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Mikil rætta á misskilningi milli vina, Vandaðu því orðaval
þitt.
rvíburarnir, 21. max — 20. júní.
Þú getur hæglega gefið öðrum góð ráð. Gefðu sméatriðunum ve
gaum. Geðprýði getur heflað hlutina til, svo að miklu muni.
Krabbinu, 21. júní — 22. júlí.
Ef þrír deila, er bezt að vera fljótur til að segja meiningu sína
Efnishyggjan á sér litla von í dag, en hugarflugið gengur því
betur.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
f dag er bezt að hygla að heimili sínu. Vertu geðgóður, og
leyfðu öðrum að vinna með þér.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Ný tækifæri gefast. Gefðu útlitinu nokkurn gaum. Athugaðu
rómantíkina í kvöld.
Vogin, 23. sept. — 22 okt.
Ef þú ferð ekki að kanna ótroðnar slóðir, verður dagurinn afar
athyglisverður og arðsamur. Skeyttu engu, þótt fólk i kringum
þig sé óákveðið.
Sporðdrekinn, 23. okt — 21. nóv.
Mundu, að dagfarsprýði getur reynzt haldgóð. Kannaðu vel upp
iýsingar, sem þú færð. Eyddu kvöldinu með fólki, sem er sama
sinnis.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Þér gengur allt vel, en haltu áfram með vel unnin störf.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Farðu snemma til vinnu, og skipuleggðu betri vinnubrögð.
Haltu þig við hirðsiði. Nýir vinir lofa góðu.
Vatnsberinn,20. jan — 18. febr.
Reyndu að finna rökrétta leið I samskiptum við aðra, og fylgdu
siðan vel á eftir. Ef þú ekki gerir grein fyrir vilja þínum, verð-
urðu misskilinn. Þú getur orðið heppinn.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz.
Sambönd þín við fjölskyldu, frændur og kunningja blómstra.
Reyndu að skilja upplýsingar sem þú færð til hlitar. Það borgar
sig að teggja sig í líma, hvað sem tautar.