Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 28

Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 28
1 77 00 Eitt Iin,taI °e Wr eruð tryggður ALMENNAR TRYGGINGARí Wgttltfrlftfrife MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1968 Jón Kjartansson strandaði við Noreg íslenzka síldarskipið Jón Kjart ansson tók í gær niðri á skeri í Ulsteinsvik skammt frá Ála- sundi í Noregi. Þegar Mbl. frétti síðast var Jón Kjartans- son laus af skerinu. Bátur var búinn að taka hann í tog og var að koma honum í slipp, þar sem átti að kanna skemmdir. Jón Kjartansson hefur verið að síldveiðum í Norðursjó og hefur selt síld í Þýzkalandi fyrir 8 millj. ísl. króna. Seldi skipið í síðustu viku, eins og sagt er frá annars staðar í blaðinu. Fór það svo aðeins út á veiðar og var á leiðinni í slipp í Noregi, er ó- happið varð. Norskur lóðs mun hafa verið í skipinu, er það tók niðri á skeri. Hinn kunni afla- maður, Þorsteinn Gíslason, er skipstjóri. Surprise ekki tilbúinn TOGARINN Surprise var ekki imdir það búinn að hægt yrði að reyna að koma honum á flot á flóðinu mikla um síðustu helgi Níu menn vinna við að undir- búa hann. Eru þeir búnir að taka af honum mestan hallann, en togarinn liggur enn þvert fyrir í fjörunni. Einnig hafa þeir feng' ið bát til að fara út með akk- eri og setja þau föst. Nú liggur því fyrir að þrífa upp vélarnar og sjór hefur farið á rafalana og skemmt þá. Getur það tekið nokkurn tíma. En björgunar- Úrskurðaður í gæzluvurðhuld MAÐURINN, sem handtek- Inn var aðfaranótt laugardags, grunaður um að hafa brotizt inn í veitingahúsið Sigtún nótt- ina áður og stolið þaðan rúm- Iega 20 flöskum af víni, var úr- skurðaður í 30 daga gæzluvarð- hald. Rannsóknarlögreglan fann 24 flöskur af vini heima hjá kunn- ingjafólki þessa manns og sagði það, að hann hefði komið með vínið þangað og beðið um geymslu á því. Athugun leiddi í ljós, að þarna var um vínið úr Sigtúni að ræða, en maðurinn neitar að hafa stolið því og segir, að hann hafi keypt það af tveimur ókunnugum mönnum. Framhald á bls. 27 menn munu ekki leggja neitt kapp á að taka togarann á flot á miklu flóði, því ekki virðast miklar grynningar fyrir utan hann. Af síldarmiðunum. Verið er að dæla beint úr síldarnót m.s. Eld borgar í Haförninn. Bæði skip- in eru á reki og nótin látin vera á milli þeirra. Stefnisskrúfa Hafarnarins kemur að góðum not- um, þegar leggja þarf upp að veiðiskipi með nótina úti. Þessa nótt losaði Haförninn tvívegis beint úr síldarnót veiðiskipsins. Eldborg var með 43,5 tonn og Vörður í Grenivík 127,5 tonn. Ljósm. Steingrimur. Betri horfur í saltfisksölumálum Verið oð selja blautsaltaða fiskinn FYRR á þessu ári voru miklir erfiðleikar um sölu á saltfiski. Nú mun vera að rætast eitthvað úr. Mbl. spurðist fyrir um þetta mál hjá Stefáni Gunnlaugssyni, fulltrúa í Viðskiptamálaráðuneyt inu, en bæði Helgi Þórarinsson, framkvæmdastjóri SIF og Tómag Þorvaldsson, stjórnarformaður SIF, eru erlendis í samningaferð- um um saltfisksölu. Tilefni fyrir- spurnarinnar er það, að ihingað er kominn fulltrúi nokkurra ít- alskra fyrirtækja, sem kveðst vilja kaupa saltfisk. En það munu vera aðrir aðilar en þeir sem mest viðskipti 'hafa haft við íslendinga áður. Við vitum að í landinu er óselt nokkurt magn af saltfiski, sagði Stefán. Um þessar mundir standa einmitt yfir aðgerðir til að selja þetta magn. En einkum er unnið að því að selja það á mörkuðum Suður-Evrópulanda. Eru rökstuddar ástæður til að halda. að takist að selja það magn af blautsöltuðum saltfiski, sem til er í landinu. Töluvert magn fer síðan í þurrkun fyrir Suður-Ameríku- markað, sagði Stefán. Mér er kunnugt um að þeir Helgi Þór- arinsson og Tómas Þorvaldsson hafa einmitt verið í ferð til að selja það, en þeir eru ókomnir heim. Tómas Þorvaldsson, stjórnar form. SIF mun vera í Portúgal nú, en Helgi Þórarinsson, frarn- kvæmdastjóri, vestan hafs og eru væntantegir heim um heigina. Þá fást væntanlega gleggri frétt- ir af saltfisksölumálum. Saltað á Raufarhöfn og á Austfjörðum — Síldin veður en er allt of stygg Tvö gáfu út 273. þús. kr. falskar ávísanir — IViaðtiriim flúinn úr landi 1 GÆR komu upp tvö tékkamál í Gullbringusýslu, þar sem tveir óskildir aðilar höfðu gefið út innstæðulausar ávísanir upp á samtals 273 þúsund krónur. Sig- urður Hallur Stefánsson fulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði fór 'ásam t rann sók narlögreglum önn- um í gærkvöldi til að leita að fólkj þessu. Var maðurinn, sem er úr Hafnarfirði, þá farinn úr landi. En konan, sem er af Suð- umesjum var úrskurðuð í allt að 30 daga gæzluvarðhald. Maðurinn hafði frá 1.-13. sept ember gefið út marga tékka, sem ekki vaT til fyrir, og nam umframupphæðin 176 þús. kr. Seðlabankinn sendi málið til bæj arfógeta í Hafnarfirði. En þegar til átti að taka, hafði þessi ágæti maður horfið úr landi þann 14. september, daginn eftir að hann gaf út síðustu ávísunina. Konan á Suðurnesjum var aft- ur á móti á sínum stað. Hún hafði gefið út fyrstu ávísunina, sem ekki var til fyrir 30. ágúst og síð an fleiri fyrrihluta september og nemur upphæðin, sem hún hef ur tekið út 97 þúsund kr. Bæði höfðu þau, maðurinn og konan, haft eigin ávísanareikning á banka, og innstæðulaiusar ávísan- irnar höfðu þau ýmist selt í bönk um eða fyrirtækjum. NÚ er saltað á Raufarhöfn og síldarstöðum á Austfjörðum og því orðið áberandi léttara hljóð- ið í mönnum, er Mbl. leitar þar síldarfrétta. Aðkomustúlkur eru farnar að koma í síldina á Rauf- arhöfn, en á Austfjörðum láta menn sér nægja heimafólk enn- þá. En síldin er óþekk á miðunum. í gær bárust þær fréttir frá Arna Friðrikssyni, sem var staddur á 69.38 gráðu n. br. og um 5 v. 1., að á þeim slóðum sæjust vaðandi síldartorfur, en sildin væTi svo stygg að hún næðist ekki. í gærkvöldj 'hafði eitt skip, Héðinn ÞH fengið 110 tonn. í fyrrinótt var hagstætt veður og fengu 18 skip 2662 lestir. Eru það mörg þeirra, sem i gær voru væntanleg til hafnar með ísaða síld til söltunar. Mbl. hafði samband við Einar Guðmundsson forstjóra söltunar- stöðvarinnar Óðims á Raufar- höfn. í gær lagði Sóley IS 660 sjósaltaðar tunnur á land í Rauf- arhöfn, 7 tonn voru sett í íshús, og send beitusíld til Þórshafnar, til að forða vandræðum þar, og loks voru saltaðar 100 tunnur 'hjá Óðni. Þá voru saltaðar 525 tunnur úr Þorsteini hjá Óðni og Gísli Árni var væntanlegur með 330 tonn í nótt og átti að salta það hjá Óðni. Einar kvaðst hafa fengið sölt- unarstúlkur frá Þórshöfn og Ak- ureyri og væntanlegar væru stúlkur frá Reykjavíik í dag. Á Seyðisfirði voru væntanlegir 8 bátar með ísaða síld til sölt- unar, meðal þeirra voru Magnús ólafsson með 110 lestir, Ásberg RE með 120 lestir, óskar Hall- dórsson með 190 lestir, Ingiber Ólafsson, Hélga RE og Árni Magnússon. Átti að salta þennan afla á 6 stöðum á Seyðisfirði. Á miðnætti í nótt var væntan- legur til Neskaupsstaðar Arnar RE og síðar 4 heimabátar, Birt- ingur, Börkur, Barði og Sveinn Sveinbjörnsson. Eru þeir allir með ísaða síld til söltunar og átti að salta á flestum eða öllum sölt- unarstöðvum á staðnum. Á Eskifirði var fyrsta síldin söltuð í fyrrinótt. Komu tveir bátar, ísleifur VE með 800 tunnur, og saltaðar af þeim 316. Krossanes kom með 700 tunnur Framhald á bls. 27 Bóndi slusost ó dróttarvél Þykkvabæ 24. sept. ÞAÐ slys varð hér er verið var að taka upp kartöflur, að Óskar Gíslason, í Húnakoti í Þykkvabæ flæktist í dekki á dráttarvél og meiddist illa á báðum fótum. Óskar var sjálfur á dráttarvél- inni, er slysið varð. Klemmdist hann milli hjóls og vélar og dróst með henni nokkurn spöl. Við það hlaut hann opið beinbrot á hægra fæti, rétt ofan við ökla og liðbönd slitnuðu í vinstra fæti. •— M. S. Ný spuriskírteini SÍÐASTLIÐIÐ vor fékk fjár- málaráðberra lagaheimild til öfl- unar innilends verðbréfaláns, að fjárhæð 75 mdlljónir króna, sem verja skyldi til opinberra fram- kvæmda á grundvelli fram- kvæmdaáætlunar fyrir þetta áT. í maí sl. voru boðin út spari- skírteini að fjárhæð 50 milljónir króna, samkvæmt nefndri heim- ild. og eru þau nú að mestu seld. í fram'haldi hefur fjármála- ráðherra nú á'kveðið að bjóða út nýtt spariskirteina 1 án fyrir eftir- stöðvum ofangreindrar heimild- ar, kr. 25 milljónum. Hefst sala spariskírteinanna á mongun, 25. september, í böntkum, sparisjóð- um og hjá nokkrum verðbrétfa- sölium. Verða þau með söirnt kjörum og verið hafa, þ. e. lengst til rúmtega 12 ára með 6% meðaltalsvöxtum og inn- lausnarrétti eftir rúmlega þrjú ár. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söJuaðilum. (Frétt frá Seðlabanka íslands.) Einhver misskilningur — segir rufmugnsveitustjóri MBL. spurði Valgarð Thoroddsen, rafmagnsveitustjóra um deilumál ið, sem risið er vegna lagningar jarðstrengs á Bíldudal, eins og sagt var frá í gær í blaðinu, sam kvæmt fréttum af staðnum. Rafmagnsveitustjóri kvaðst halda, a ð þarna sé um einhvern misskilning að ræða. Menn hafi ekki haft réttar upplýsingar um heildarfyrirkomulag á rafveitu- kerfinu og rekstri þess á Vest- fjörðum. Beðið yrði meðan menn tala saman og kvaðst rafmagns- veitustjóri vona að þetta jafnist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.