Morgunblaðið - 20.10.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1068
17
Stjórnarráð
r
Islands
Réttarreglur þurfa að miðast
við síbreytileg atvik, svo að þær
hindri ekki eða stöðvi nauðsyn-
lega þróun heldur beini henni í
æskilega átt. Með þessu er ekki
sagt, að ný lagasetning sé ætfð
heppilegasta leiðin því að réttar-
venjur staðfestar af dómstólum
og stjórnarvöldum geta þvert á
móti oft reynst happasælli. Um
þetta gildir engin allsherjarregla,
heldur verður að skoða málsat-
vik hverju sinni. Þetta ber að
hafa í huga, þegar menn gera
sér grein fyrir, að þrátt fyrir
hinar stórkostlegu breytingar,
sem orðið hafa á þessari öld, þá
hefur enn egin heilleg löggjöf
verið sett um Stjórnarráð Is-
lands.
Það var stofnsett með lögum
frá 1903 um aðra skipun á æ'ðstu
stjórn landsins og upp á þau lög
var lappað 1917 og 1938.
Framkvæmdin hefur fyrir
löngu sprengt þennan laga-
ramma. Út af fyrir sig væri ekki
um það að sakast, ef þróunin
hefði að öilu leyti verið í rétta
átt. En svo er ekki. Hentisemi
við einstakar stjórnarmyndanir,
einkum viðleitni til að skapa
sæmilegt jafnvægi á milli sam-
starfsflokka, hefur orðið til þess
að skapa meiri glundroða í skip-
un ráðuneyta og þar með starf-
semi þeirri en við verði unað til
lengdar. Þess vegna samþykkti
Alþingi 1958 að tillögu Bjarna
Benediktssonar að skora á ríkis-
stjórnina að láta fara fram endur
skoðun á löggjöf um Stjómarráð
Islands og leggja fyrir Alþingi
lagafrumvarp um þetta efni. Sú
endurskoðun fór fram á næstu
árum, en að athuguðu máli þótti
ekki vinningur að því að leggja
frumvarpið, sem var ávöxtur
hennar, fyrir Alþingi. Nú hefur
ríkisstjórnin tekið málið upp að
nýju, látið semja frumvarp til
laga um Stjórnarráð Islands og
lagt þa'ð fyrir Alþingi.
Ekki aukinn
kostnaður
Aðalmarkmið þessa frumvarps
er að tryggja betri starfshætti
í stjórnarráðinu. Sú venja hefur
komizt á, að ný ráðuneyti væru
stofnuð án sérstakrar lagaheim-
ildar. Má raunar segja, að mjög
sé á reiki, hversu mörg ráðu-
neytin eru í raun og veru, Ætlun
in er að setja um þetta fasta
skipan og kveða berum orðum á
um það, að ný ráðuneyti megi
ekki setja nema méð beinni heim
ild í lögum. Það fær þess vegna
ekki staðizt, sem sumir halda
fram, að með þessu sé verið að
ýta undir aukinn kostnað við
ríkisreksturinn. Þvert á móti er
að því stefnt að Alþingi, fjár-
veitingavaldið, hafi um þetta ský
lausan ákvörðunarrétt áður en
til útgjaldanna er stofnað. Annað
mál er, a'ð stefnt er að því, að
ráðuneytum verði nokkuð fjölg-
að í framtíðinni. En það á ekki
að gerast nema smám saman, og
án þess að meiri kostnaður verði
af en óhjákvæmilega leiðir af
bættum stjórnarháttum, sem að
lokum verða ódýrari en þar sem
glundroði ræður.
Retri starfs-
hættir
Nú er sá háttur á haf*ður, að
ráðuneyti eru ekki einungis stofn
uð án lagaheimildar. Talað er um
sérstök ráðuneyti, sbr. sjávarút-
vegsmálaráðuneytið, landbúnað-
armálaráðuneytið og iðnaðar-
málaráðuneytið, án þess að í
raun réttri sé um sérstök rá'ðu-
neyti að ræða, heldur einungis
hluta af öðrum. Þessu til viðbót-
ar kemur, að mál eru slitin úr
réttu samhengi og fengin mis-
munandi ráðherrum, þó að með-
höndluð séu í ráðuneyti, sem
annar ráðherra hefur aðalstjórn
yfir. Þetta leiðir til þess að al-
menningur á oft erfitt me@ að
átta sig á undir hvern ráðherra
tiltekið mál heyrir, og í hvaða
ráðuneyti það er afgreitt Þetta
skapar einnig hættu á togstreitu
milli samstarfsmánna í ríkis-
stjórn, skort á yfirliti og sundr-
ung í starfi, því að æðsta yfir-
stjórn sumra ráðuneyta er í hönd
um margra ráðherra og þó að
mjög misjafnlega miklu leytL
Ofan á þetta bætizt, að ráðherr-
ar hafa oft tilhneigingu og raun-
ar ríka ástæðu til þess að kve'ðja
til starfa í ráðuneyti sínu sér-
staka trúnaðarmenn, af því að
þeir telja sig ekki hafa nauðsyn-
lega stoð í starfsmönnum, sem
þar eru fyrir. Þessa nauðsyn er
nú ætlunin að viðurkenna ótví-
rætt, en þó þannig, að slíkir trún
aðarmenn þurfi ekki að verða
fastir starfsmenn heldur hverfi
úr rá'ðuneytinu samtímis því sem
ráðherra sá, ér kvaddi þá til,
lætur af störfum. Því fer fjarri
að þetta horfi til aukins kostn-
áðar.
Til óþurftar?
Orðaskipti, sem áttu sér stað
í útvarpsþætti hinn 21. sept sl.,
þar sem útvarpsmaður ræddi við
unga menn um hugmyndir
þeirra, eru þess virði, að þeim
sé haldið til haga. Árni Gunnars-
son beindi þeirri spurningu til
í óveðrinu aðfaranótt laugardags ins sópaðist litríkt haustlaufið
af trjánum og lá víða í gærmorg un í flekkjum á götum og gang-
stéttum borgarinnar. (Ljósm. M bl. Sveinn Þorm.).
því eftir sjónvarpsþátt þeirra
Gylfa, að þar hefði hinn gamli
Eysteinn aftur verið kominn. Þar
á móti fannst mönnum töluvert
bera á hinum nýja Eysteini í
fréttaþættinum; ekki sízt í þess-
um Oirðaskiptum:
„Fréttamaðurinn spurði: „Hefð
uð þér kannski ekkert fjárlaga-
frumvarp lagt fram, hefðuð þér
verið fjármálaráðherra?"
Eysteinn svaraði:
„Það er vandasamt að svara
svona spurningu, en ég held, að
ég mundi nú í sambandi vi’ð það
vilja benda á, að ég veit að fjár-
málaráðherra hefur verið í vanda
staddur varðandi þetta málefni.
En ég mundi vilja segja það, til
að skýra myndina, að ég tel, að
ríkisstjórnin hefði annað hvort
átt að segja af sér í sumar, eða
drífa sig í það að gera heildar-
dæmið upp á þahn hátt, í tæka
tíð fyrir þinghaldið, að hægt
væri að leggja fram fjárlagafrum
varp, sem eitthvað væri nærri
raunveruleikanum. Ég vil ekki
álasa fjármálaráðherranum pers-
ónulega í sambandi við þetta, því
að hann hefur sýnilega verið í
klípu, því að í þingsköpunum
segir, að það skuli leggja fjár-
lagafrumvarp fyrir í þingbyrj-
un“.
Áður fyrr var ann-
að hljóð
REYKJAVÍKURBRÉF
þátttakenda, „hvernig þeir stjórn
málamenn, sem lengst hafa verfð
við völd,“ og þátttakendur segðu
„í rauninn staðnaða gagnvart
nýjum hugmyndum og aðferð-
um,“ tækju þessari byltingu, sem
mönnum fyndist nú vera að
hefjast. Baldur Óskarsson, for-
maður Sambands ungra Fram-
sóknarmanna, svaraði spurning-
unni eitthvað á þessa leið:
„Innan Framsóknarflokksins
þá er komin alveg ný forysta,
sem saman stendur af mönnum,
sem hafa mjög litla pólitíska
reynslu, ef svo má að orði kom-
azt, því að fjórir æðstu menn
Framsóknarflokksins hafa styttri
þingsetu heldur en ráðherradóm-
ur Bjarna Benediktssonar er. En
ég hef að vísu ekki starfað í
Framsóknarflokknum mjög lengi
en mér finnst, að þeir menn, sem
þar eru fyrir og eru í forusbu,
hafi tekið hugmyndum okkar
ungra Framsóknarmanna mjög
vel.“
Þessi ummæli verða trauðlega
skilin á annan veg, en þann, að
hinn ungi maður telji pólitíska
reynslu vera til óþurftar, og þá
væntanlega vegna þess að þeir,
sem hana hafa „staðni gagnvart
nýjum hugmyndum og aðferð-
um.“ Engin ástæða er að ætla,
að þessi hugsanagangur sé tak-
markaður við unga Framsóknar-
menn eina. Óróleiki ungs fólks
víðsvegar um lönd nú kemur
einmitt af þessu, að því finnst
hinir eldri vera staðnaðir gagn-
vart nýjum hugmyndum og að-
ferðum. Þessi tilfinning er raun-
ar ekki áður óþekkt nútíma fyrir
bæri. Hún hefur löngum verið
fyrir hendi og lýst sér í andstöðu
kynslóða á milli. Engan veginn
skal þó véfengt, að sú andstæða
sé meiri, eða sýnist vera meiri,
nú en oft áður.
Orðin voru
Mussolínis
Miklar andstæður hafa oft
verið áður. Nýlega bar það t.d.
við í háskóla einum, að ræðumað
ur fékk sérstakt klapp og ákafar
undirtektir, þegar hann án þess
að vitna í höfund tók sterkléga
til orða um nauðsynina á fram-
sækinni æsku gegn stöðnun
hinna eldri. Þegar lengra leið á
Laugardagur 19. okt.
mál ræðumannsins, varð hins
vegar ljóst, að hann hafði leitt
tilheyrendur sína í gildru því
að með hinum tilvitnuðu orðum
hafði hann einmitt lesið upp orð
Mussolínis en engan splunkunýj-
an boðskap. Lífsreynslan er ein-
mitt nauðsynleg til þess að forða
mönnurn frá samskonar gönu-
hlaupum sem leitt hafa til mests
ófarnaðar áður, þegar ófyrirleitn
ir lýðæsingamenn notuðu sér
óeigingirni og góðar hugsanir
saklausra æskumanna.
Þess vegna er á engu frekar
þörf en að sameina ákefð og
hugsjónaeld æskulýðsins lífs-
reynslu hinna, sem rosknari eru
og kunna að varazt faguryrði
viðsjálla manna.
Óhreina barnið?
Ungir og gamlir ættu að geta
sæzt á það, að því fer jafn fjarri,
að æskan sé til lýta á nokkrum
manni eins og a'ð lífsreynsluna
eigi að leggja nokkrum til lasts.
-Þarna sker eðli hvers og eins
úr, hvernig honum notast af
æsku sinni á annan veginn og
lífsreynslu á hinn.
Viðbúfð er, að í þessum efnum
verði ætíð einhverjir árekstrar
og skoðanamunur. Því ber að
taka með ró, án þess að halda að
það sé í fyrsta skipti í veraldar-
sögunni, sem slík vandamál ber
að höndum. Hitt er athyglisvert,
að þegar hinn ungi Framsóknar-
maður talar um lífsreynslu á
þann veg, sem hann gerir, þá
minnist hann einungis á stjórn-
málaandstæðing sinn, en ekki
suma aðra, sem þó mætti ætla
að stæðu huga hans nær. Þess
vegna er e'ðlilegt, að mönnum
komi til hugar sagán af Evu og
óhreinu börnunum hennar. Hún
skammaðist sín fyrir að láta
nokkurn sjá þau, en fyrir bragð
ið breyttust þau í álfa eða huldu
fólk. Á sama veg fer formanni
ungra Framsóknarmanna. Af
hverju minnist hann ekki á hinar
öldnu kempur í sínu eigin liði?
Af hverju þegir hann um þá
mikilsvirtu þingmenn Framsókn
ar, sem hefur hlotnazt það traust
að sitja á þingi nærri heilum
áratug lengur en Bjarni Bene-
diktsson? Af hverju vitnar hann
í lengd ráðherradóms hans eins,
en hliðrar sér hjá að nefna þann,
sem lengst allra íslendinga hefur
gegnt ráðherraembætti?
Víst er, að allir Framsóknar-
menn eru ekki á þetta sáttir.
Allra sízt Eysteinn Jónsson.
Hann notaði þá stutta stund, sem
hann birtist í fréttatíma sjón-
varpsins nú í vikunni, til að
rifja það upp, að hann hefur
verið öllum öðrum lengur ráð-
herra hér á landi, eða í 19 ár, að
því er hann sagði. Eðlilegt er að
Eysteinn kæri siig ekki um, að
þetta gleymist. Hann vill ekki,
að með sig sé farið eins og
óhreinu börnin hennar Evu og
unir því ekki, að vera talinn í
hópi álfa eða huldumanna. 19
ára ráðherradómur og 35 ára
þingmennska koma ekki af því,
a’ð flokksmenn Eysteins Jónsson-
ar hafi hingað til skammast sín
fyrir hann, heldur af því að þeir
hafa metið hann sem einn sinn
ágætasta mann, eins og hann
vissulega er. Þá lætur það einnig
kynlega í eyrum, að sjálfur for-
maður þingflokks Framsóknar
skuli ekki talinn meðal „fjögurra
æðstu manna Framsóknarflokks-
ins“, þeirra, er þingsetu hafa.
Af hverjii er reynt
að fela Evstein?
Eysteinn Jónsson er áreiðan-
lega alls ekki sjálfur á því að
láta skjóta sér undan eða vera
hafður í felum. Hann grípur
þvert á móti hvent tækifæri til
þess að birtast sem talsmaður
flokks síns. Svo var t.d. í sjón-
varpsþætti með Gylfa Þ. Gísla-
syni á dögunurri og í fréttum
sjónvarpsins í þessari viku. En
orð og framkoma Eysteins Jóns-
sonar í þessi skipti kunna a'ð gefa
nokkra skýringu á viðleitni hans
ungu flokksmanna.
í Bandaríkjunum er það helzt
haft á móti Richard Nixon, for-
setaefni Repúblikana, að hann
tali tungum tveim. Þess vegna
fjölyrða menn um hinn nýja og
gamla Nixon. Hinn gamli Nixon
er sagður hafa verið hrekkjóttur
og út undir sig, kallaður „tricky
Dick“, „Rikki bragðarefur", en
hinn nýi Nixon talinn að sama
skapi ábyrgur og aðgætinn.
Ýmsum hefur þótt þetta með
öfugum hætti um Eystein Jóns-
son. Áður fyrri hafi hann verið
ábyrgur og tillögugóður en nú sé
oftast á honum allur annar svip-
ur. Þess vegna höfðu menn orð á
Þegar menn heyrðu þetta og
önnur ummæli Eysteins Jónsson-
ar nú, minntust áreiðanlega sum
ir a.m.k. þeirra, sem lífsreynslu
hafa, ummæla hins gamla Ey-
steins, er hann viðhafði í athuga
semdum vi'ð fjárlagafrumvarpið,
sem hann lagði fyrir þingið haust
ið 1957. Þar segir m.a.:
„Ríkistekjur hafa, það sem af er
árinu, brugðizt verulega frá því,
sem Alþingi áætlaði þær í f jár-
lögum þessa árs. Er því sam-
kvæmt þessari reynslu sýnt, að
ekki er hægt að áætla tekjur
næsta árs jafnhátt og gert er
á gildandi fjárlögum.
Ríkisútgjöld samkv. gildandi
lögum hækka árlega, og gripið
hefur verið til aukinna nfður-
greiðslna á vöruverði innanlands,
til þess að halda verðlagi niðri,
Ríkisútgjöld á fjárlagafrumvarp-
inu verða því óhjákvæmilega
hærri en á gildandi fjárlögum,
þótt nokkuð sé dregið úr fjár-
festingarútgjöldum og staðið fast
gegn útþenslu á starfrækslukostn
aði ríkisins. Þessar ráðstafanir
valda því, að fjárlagafrumvarpið
fyrir 1958 er nú lagt fram með
miklum grei'ðsluhalla.
Samkvæmt stjórnarskrá ber að
leggja fram fjárlagafrumvarpið
í upphafi Alþingis.
Ríkisstjórnin telur sér engan
veginn fært að ákveða það, án
náins sam§tarfs þið þingflokka
þá, sem hana styðja, hvernig
leysa skuli þann vanda, sem við
blasir í efnahagsmálum landsins,
þ. á m. hvemig mæta skuli þeim
mikla halla, sem fram kemur á
f j árlagaf rumvarpinu.
Ríkisstjórnin hefur ekkert tæki
færi haft til þess að ráðgazt við
stuðningsflokka sína á Alþingi
um fjárlagafrumvarpið né við-
horfið í efnahagsmálunum eins
og það er nú eftir reynsluna á
þessu ári.
Þess vegna er fjárlagafrumvarp
fð lagt fram með greiðsluhallan-
um, en ríkisstjórnin mun, í sam-
ráði við stuðningsflokka sína á
Alþingi, taka ákvarðanir um það
á hvern hátt tryggð verði af-
greiðsla greiðsluhallalausra fjár-
laga.
Niðurstöður frumvarpsins gefa
á hinn bóginn glöggt til kynná,
að slíkt er ekki auðvelt viðfangs
efni“.
Beri menn nú saman það,
sem Eysteinn segir þarna við
orð hans og kröfur nú. Hið
vægasta, sem sagt verður um
þann samanburð er, að Eysteinn
,geri allt aðrar og meiri kröfur til
annarra en sjálfs sín, og vilji alls
ekki láta aðra njóta neins af
sinni lífsreynslu. Út af fyrir sig
er skiljanlegt, þegar forustumað-
urinn fer þannig a'ð, að þá meti
ekki fylgismennirnir, allra sízt
hinir ungu, lífsreynsluna mikils.