Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 196«
Bryn nauðsyn er:
Að bæta gæði útflutningsafurðanna
ségir Bergsteinn Á. Bergsteinsson,
fiskmatsstjóri í viðtali við Mbl.
UMRÆÐUR írm afkomu fisk-
veiSa og fiskiðnaðar hafa sjald-
an verið meira á dagskrá, en
undanfarana mánuði. Mbl. átti
nú nýlega viðtal við Bergstein
Á. Bergsteinsson, fiskmatstjóra,
þar eð í umræðum um framan-
greint, er ekki úr vegi að taka
alvarlega til athugunar, hver
kostnaður við öflun hans sé t.d.
með tUliti til mismunandi veið-
arfæra og annarra atriða. Berg-
steinn sagði:
— Að mínum dómi eru þessi
tvö atriði veigamikil fyrir af-
komu fiskveiða og fiskiðnaðar.
Fiskafurðir eru metnar til út-
flutnings í mismamandi gæða-
flokka, og hlutfallstala þessara
gæðaflokka til útflutnings er þá
hin rétta mynd af því hver séu
hin raunverulegu gæði hinnar
íslenzku framleiðslu. Gæða-
flokkunin er byggð á ára-
tuga reynslu við yiðskiptaþjóð-
ir okkar, svo að útkoma þeirr-
ar gæðaflokkunar verður að
teljast réttur dómur á heildar-
gæði framleiðslunnar.
Samkvæmt langri reynslu er
fiskframleiðsla til útflutnings,
sem ætluð er til manneldis,
flokkuð í þrjá til fjóra gæða-
flokka eftir atvikum. í>að get-
ur því verið um að ræða 1., 2.,
3. og 4. gæðaflokk. I>ví meira
sem við höfum af betri gæða-
flokkum, því betri aðstöðu og
hærra verð fáum við á mörkuð-
um erlendis. Með betri gæðum
náum við líka sambandi við bá
kaupendur og neytendur, sem
spyrja fyrst og fremst um gæði
en ekki verð.
— Hvernig skiptist útflutn-
ingsverðmætið í flokka?
— Ef gera ætti þessari spurn-
ingu skil að fullu yrðu upplýs-
ingarnar alit of yfirgripsmiklar,
en hlutföll gæðaflokka á þorski
og síld. ættu að gefa nokkuð
góða mynd af ástandinu. Þessi
tafla hér er frá árinu 1966 og
að mínum dómi hafa þau hlut-
föll ekki batnað síðan:
Tegund framleiðslu:
TiL skýringar við töfluna er
rétt að geta þess, að viðkom-
andi frystum þorski eru neyt-
endapakkningar taldar 1. flokk-
ur, nema óhapp komi til. Hins
vegar eru „vinnslupakkningar"
(blokkir) taldar til 2. flokks af
því að við framleiðslu á þorsk-
blokkum ér venjulega notaður
sá þorskur, sem hefur það sund-
urlaust hold, að hann telst ekki
hæfur í neytendapakkningar,
þótt hann sé efnislega óskemmd
ur. Slíkur fiskur myndi því
heldur ekki vera 1. flokks fisk-
Hlutföll gæðaflokka:
Nr.
Skreið (þorskur):
Fryst síld
Meðaltal %
I II III IV
51,45% 44,90% 3,65% = 100%
47,99% 24,26% 19,49% 8,26% = 100%
2,26% ,16,27% 24,9*8% 56,49% = 100%
72,14% 18,20% 9,66% = 100%
43,46% 25,91% 14,45% 16,18% — 100%
■ I
«5. ' , .
| |
CAMEL FILTER
CAMEL REGULAR
AUÐVITAÐ
CAMEL
CAMEL CAMEL CAMEL
ur við aðrar verkunaraðferðir.
— Hverjar eru ástæður fyrir
því að ástandið er svona?
— Fyrir þjóð, sem byggir af-
komu sína á sjávarafurðum í
jafn miklum mæli og íslend-
ingar, verður þessi hlutfallstala
gæðaflokka að teljast alvöru-
mál og er það raunar algjör-
lega óviðunandj verði hún það
ekki. Til þess að svara spurn-
ingunni verður að taka hverjar
veiðar út af fyrir sig og athuga
þær nokkru nánar.
Við netaveiðar hamla oft vél-
. arbilanir, veður, veikindi skips-
hafnar eða aðrar ástæður því
að t.d. þorsknet séu dregin úr
sjó daglega. Geta þau því oft
og tíðum legið um tíma í sjón-
um. Þegar þau eru svo dregin
eftir mismunandi langa legu í
sjó er fiskurinn oft lélegur eða
má að hluta til teljast ónýt
vara. Engar hömlur eru á
notkun þessara veiðarfæra mið-
að við árstíðir og hefur það í
för með sér að yfir þá mánuði
ársins, sem sjósókn er hættuleg-
ust og erfiðust liggja netin
lenigur í sjó.
Þá er það orðið algengt, sé
talið „tregfiski", að sjómenn
hafi þá aðferð að vitja neta t.d.
annan hvern dag, og til munu
vera reglur um að veiðiskip
skuli ekki hafa fleiri en 90 net
í sjó eða svokallaðar 6 trossur,
þar sem hver trossa hefur 15
net. Þegar líður á vertíð mun
ekki óalgengt að fiskiskip leggi
í sjó 10 til 15 tross-ur í einu,
sem engin skipshöfn getur ann-
að á einum degi, auk þess sem
hér er um algera sóun veiðar-
færa að ræða.
— En línufiskur. Er hann
ekki ljósi punkiturinn?
— Jú, veiðar með línu eru
mjög hagstæðar fyrir alla fisk-
verkun, einkum vegna góðra
gæða fisksins og minni maign-
breytinga frá degi til dags. Það
virðist ekkert vandamál, að
verðmunur á línu- og neta-
veiddum fiski er þó ekki næg-
ur. Togveiðarnar ihafa hins veg-
ar reynzt hagstæðar frystiiðn-
aði, einkum vegna fjölbreytni í
fisktegundum, en þó sérstak-
lega vegna jafnveiði. Ennfrem-
ur vegna þess að togbátar eru
jafnan með sín veiðarfæri inn-,
anborðs, þegar þeir eru ekki að
veiðum, svo að jafnan er vitað
um væntanlegan afla þeirra til
AUTAF FJÖLGAR V01KSWAGEN
Volkswagen
varahlutir
tryggja
Volkswagen
gæði
með
Volkswagen
fagmönnum
HEKLA hfl