Morgunblaðið - 20.10.1968, Page 19

Morgunblaðið - 20.10.1968, Page 19
MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1968 19 Bergsteinn Á. Bergsteinsson hagræðis fyrir fiskframleiðend- ur. Hin síðari ár hafa veiðar stærri tagara einkum beinst að karfa, þeigar þeir leggja afla sinn á land hér, þótt einnig hafi verið um að ræða þorsk, ýsu og fleira. Nokkuð er aflað árlega með þorsk-, ýsu- og ufsanót, hand- færum og dragnót. — Þegar síðan er athugað um hlutföll gæðaflokka, samanber töfluna áðan, verður varla vafamál að fiskurinn kemur að landi mjög mismunandi að gæðum, því að þótt eibthvað kunni að spillast að gæðum eftir að fiskurinn er lagður á land til vinnslu, er rétt að at- huga, að útilokað er að gera góða vöru úr hráefni, ef það er skemmt, þegar á land kemur. Frumskilyrði er því að öll með- . ferð aflans um borð í veiði- skipunum sé eins góð ag unnt er- . . En hér með er ekki öll sagan sögð. Fiskur, sem sjómenn leggja á land af beztu gæðum getur fallið í læ.gri gæðaflok'k til útflutnings vegna meðferðar við löndun og í framleiðslu. Sarpkvæmt töflunni er bersýni- legt, að tafarlausra umbóta er þörf og þurfa þær bætur að vera allróttækar. — Hverjar eru þá helztu ráð- stafanir til bóta á gæðum fisk- framleiðslunnar? — Leggja á allan fisk niður í kassa um borð í veiðiskipun- um og kassarnir síðan fluttir til vinnslustöðvanna án þess að við honum sé hreyft. Tómir kassar séu síðan settir í stað þeirra svo að skipið geti strax farið á veiðar aftur. Tilraunir hér á landi 'hafa sýnt, að með réttri notkun kassa um borð í veiðiskiipum má ná ótrúiegum árangri í að halda fiskinum óskemmdum. Má í þessu sam- bandi benda á tilraun Fiskmats ríkisins, er það gerði í samráði við Bæjarútgerð Reykjavíkur fyriir löngu síðan og tilraun Sambands íslenzkra samvinnu- félaga fiá því í sumar. Bæði um borð í skipunum og þegar í land er toomið verður að gæta þess að ís sé í milli kassana. Með því að landa fiskinum í kössum væri einnig unnt að forðast eyðileggingu hans við löndun og flutning, t.d. með bif- reiðum, er flytja 6 smálestir eða þar yfir og við losun bílanna er farminum siðan „sturtað" í einu lagi á gólf í frystihúsun- um, Fyrir allra hluta sakir er nauðsynlegt að stærð og gerð fiskkassanna sé stöðluð. Þá á ekki að vera leyfilegt, að þorskanet liglgi í sjó meðan viðkomandi fiskiskip fer til hafnar til þess að leggja atfla sinh á land, nema nokkurn veg- inn sé sýnt, að veður eða aðrar aðstæður s. s. vegalengd hamli ekki drætti netanna næsta sólarhring. Öllum veiðiskipum, sem landa ekki afla sínum daiglega, ,en geyma hann ísvarinn um borð í nokkra daga, ætti aðeins »ð vera heimiit að leggja afl- ,ann á land mánudaga, þriðju- ,daga og miðvikudaga, nema hætta verði veiðum vegna ó- veðurs eða annarra óviðráðan- legra ástæðna. Þá ætti ekki að leyfa fiskframleiðendum vinnslu, hafi þeir ekki til um- ráða húsnæði eða áhöld sem gerir þeim unnt að geyma fisk inn þannig, að hann ekki /skemmist. Afurðalán til fisk- iframleiðenda ættu bankar etóki að miða eingöngu við magn eða fisktegundir, heldur taka verulegt tillit til áætlaðra gæða framleiðslunnar og mögu lei'ka viðkomandi framleiðenda ,á að geyma framleiðsluna án þess að gæði hennar spillist. Það hefur óspart verið deilt á þá sölumenn, er helzt annast sölur til viðskiptaþjóða okkar. ,í því væri skynisamlegt fyrir alla aðila, að athuga vel hvaða gæðaflokka þessir sölumenn eru skikkaðir til að selja eða að meirihluti gæðaflokka .fyrir neðan 1. flokks gæði. — Getur hið opinbera eitt- hvað aðstoðað? — Afkoma útgerðarinnar, fiekframleiðslu þjóðarininar í heild liggur ekki í afiamagn; eða uppbótum úr ríkissjóði til „hagræðingar" á mismunandi skemmdri framleiðslu, heldur fyrst og fremst í, öflun á fiski, sem er góð vara og heldur áfram að vera góð vara í gegn- ,um hvers konar framleiðslu. Fg er þeirrar skoðunar, að bezta aðstoð hins opinbera við sjávarútveginn sé að leggja framleiðendum til nauðsynleg áhöld, t.d. umrædda kassa um borð í veiðiskipin og önnur atriði til bættrar framleið’slu, ásamt því að taka til rækálegr- ar athúgunar fyrirmæli þau sem ég drap á á ðan. Þá verð- ur hið opinbera og búa þannig að starfsemi Fiskmats ríkisins fjárhagslega, að það geti sinnt með árangri hinum mikilvægu þjónustustörfum sínum fyrir þjóðarbúið. — Vildirðu benda á eitthvað sérstakt, er væri mjög aðkall- andi? — Já. T.d. að á næstkom- andi vetrarvertíð verði gerð út tvö skip, er veiði með þorska- netum á þann hátt að hafa aldrei veiðarfæri í sjó, þegar .haldið er til lands. Um borð í skipinu verði fiskurinn geymd ,ur í kössum, er hæfilegir telj- ast, miðað við þessar veiðar og með þeim útbúnaði, að þeim megi auðveldlega lyfta úr lest- inni á flutningstæki. Verði ann að þessara skipa staðsett við Vestmannaeyjar, en hitt við iFaxaflóa. Þá verði einnig gert út eitt skip til togveiða með sama útbúnaði. Útgerðarkostnaður sé á ábyrgð eiganda veiðiskipanna, ,en ríkistsjóður kosti verð fisk- .kassanna. Ennfremur greiði rík issjóður mismun þann er nefnd ar tilraunir kynnu að valda ,eigendum veiðiskipa í lægra (en meðalaflamagni vegna til- raunanna miðað við aflamagn annarra veiðiskipa á því tíma- toili, sem tilraunin er gerð. Fiskmat ríkisins gæti annazt .umsjón með þassum tilrgunum og myndi þá af og til hatfa kunn áttumann um borð. Ennfremur ,myndu sérstök sölusamtök framleiðenda og aðrir viðkom- andi aðilar fylgjast með árangri þessara tilrauna. — Hvað vildirðu segja að lokum? — Aðeins þetta. til þess að ísland geti talizt til menning- arþjóða er ekki aðeins nægi- legt, að þegnarnir séu læsir og iskrifandi, eða þjóðin eigi forn- foókmenn'tir, elzta þing meðal lýðræðisþjóða o.s.frv. Skilyrðin eru, að aðalútflutn'ingsvörur þjóðarinnar séu þannig að gæð iUm, þrifnaði, útliti og öl'lum frágangi, að menningarþjóðir, íem hafa yfir að ráða nægu tfjármagni óski að kaupa okk- ar aðalútflutningsvörur. Ef við ekki náum þessum árangri, verðum við að teljast til þróun arlanda og þá með þeim lífs- kjörum, sem slíkar þjóðir verða að sætta sig við, sagði Berg- isteinn að lokum. TAUSHER MESTA ÚRVALIÐ Helztu gerðir frá TAUSCHER 2 gérðir af perlon- sokkum 30 den. 2 gerðir af krep- sokkum, 20 og 30 denier. 4 gerðir af sokka- buxum kven. 20 den með og án skrefbót- ar, 30 den og 120 den. 2 gerðir af sokka- buxum barna. TAUSCHER - verksmiðjurnar framleiða eingöngu fyrsta flokks vörur, og eiga alltaf mjög erfitt með að fullnægja eftirspurninni. Viðskiptavinir okkar eru því beðn ir að gera pantanir sínar sem allra fyrst, í sambandi við sölu fyrir hátíðar. UMBOÐSMENN: Ágúst Ármann h.t. — Sími 22100 Margra ára reynsla og sífellt vaxandi sala á TAUSCHER sokkum og sokka- buxum er ljósasti vottur þess, að við- skiptavinirnir eru ánægðir með vör- una. Þetta eru meðmæli sem ekki verða ve- fengd. ■**$*&(& UMBOÐSMENN ATHUGIÐ hjólbarðar afgreiddir beint úr toll uörugeumslu UELHDEIID 515 ARMULA 3 SIMI 38900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.